Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJiNNHelgin 1,— 2. mai 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt Frá allsleysi til öreignar Aö þessu sinni veröur skeggrætt um hluti sem áöur heföi ekki þótt úr vegi að ræða á hátiðisdegi verkalýösins, fátæktina. 1 samfélagi okkar sem kennt er við neyslu og velferö fremur en nokkuö annaö, er fátæktin bannorð, og fátækt fólk ekki lengur til nema i endurminningum frá kreppuárunum. En hvað er þá fá- tækt? Um það eru menn ekki sammála, þvi aö það er afstætt hugtak. Siðustu tuttugu ár eða svo, hafa stjórnmálamenn og fé- lagsfræðingar fjallað mikið um hvað fátækt sé, hvaða áhrif hún hafi á lif fólks og hvernig henni verði útrýmt úr heiminum. Hvergi er til sá algildi mælikvarði sem segir hvaö sé fátækt og hvað ekki. Hvar eru þau mörk sem liggja milli mannsæmandi kjaraog þeirra sem ekkieru talin mönnum boðleg? Þetta fer eft- ir þvi hvaða menningu viðheyrum til. Og þá fyrst er hægt að fara aðtala um fátæklingai þjóðfélagi, þegar ailir hópar i stéttskiptu þjóðfélagi eru orðnir sammála um hvaða mælikvarða eigi að leggja á hvað séu mannsæmandi kjör og hvað ekki. Þá er lika hægt að fara aðgripa til félagslegra aðgerða gegn fátæktinni. Ýmislegt bendir til þess að fátæktin I heiminum aukist og and- stæðurnarmilli rikra þjóða og fátækra skerpist.Hér á landi er nú hætt aö tala um fátæklinga nema átt sé viö fólk þriöja heimsins. En i staðinn er talað hér um lágiaunafólk, lágtekjufólk eða þá sem minnst bera úr býtum o.s.frv. En hvaða orð á tungan þá um „fátækt”, og hvaöa orð tengjast henni?Þessieruhelstum „fátæktina”: allsleysi, armóður, blank- heit, efnaleysi, eignaskortur, fátæki, fátækt, féleysi, kröpp kjör, peningaleysi, skortur, takfæö, vanefni, örbirgö, öreigamennska, öreigö, öreign. Nokkur orð má taka sér undir hugtakinu „bláfátækt” eða „volæöi”, ef þá þykir ástæða að sundurgreina fátæktina á þann hátt: bláfátækt, eymd, neyð, neyöarkjör, sultarkjör, vesaldóm- ur, vesöld, volaö, volæöi.Getur þá bág heilsa bæst við fátækt- ina, þar sem hún heíur veruleg áhrif á andlegt og likamlegt ástand þess sem i hlut á. Auk þessa eruorð um „betl”, t.d. húsgangurog ver(ö)gangur, en ekki verður að sinnifarið úti þá sálma. Ef segja skal deili á nokkrum þessara orða, þá eru sum gömul, önnur ung; t.d. er armóðurfallið úr notkun að ég hygg (d. arm- od),en blankheitfremur nýtt af nálinni. Takfæöer fornt orð, en Halldór Laxness hefur orðið til að gefa þvi lif á ný i bókum sin- um. Þá eru öreigamennska, öreigð og öreignöll fremur fátið. Lýsingarorðin sem eiga viðþetta svið eru mörg samstæð nafn- oröunum sem að ofan voru nefnd: allslaus, armur, blankur, efnalaus, efnalitill, eignalaus, eignalitill, fátækur, fé- laus, félitill, févana, krúkk, krunk, á kúpunni, peningalaus, rúinn að fjármunum, snauöur, vanefna, vanefnaöur, þjarfurog þurft- ugur. Hér er sem fyrr stigmunur á orðum, og sum orðin eru gömul, önnur yngri. Þannig er armurað mestu horfið úr notkun I þess- ari merkingu en blankur nýrra.það er þó i Oröabók Blöndals frá 1920-24. Slanguryrði eru krúkkog krunkog á kúpunni = á hausn- um,en þó getur verið merkingarmunur þar á. Þá er lika munur á orðum, hvort þau merkja almennt að vera „fátækur” eða vera „peningalaus” þ.e. vera ekki með aura á sér, en eiga þá kannski. Þannig er blankurekki endilega sama og „fátækur” I öllum tilvikum. Þá er komið að orðum og orðasamböndum sem merkja „mjög fátækur” þar sem samsvarandi orð t.d. á dönsku væru bundfatt- igog ludfattig.Þau eru þessi: bláfátækur, blásnauöur, sem ekki á bót fyrir rassinn á sér, gjörsnauöur, sárfátækur, (blá) skinandi fátækur, skitblankur, slyppur og snauöur, staurblankur, taklaus, með tvær hendur tómar, útafdauöur, kominn á vonarvöl, örbirg- ur, öreiga og örsnauður. Sjálfsagt eru til einhverjar fleiri samsetningar þar sem áhersluliðir eru settir framan við almennu orðin.Þannig er lika hægt að segja skinandi útafdauöurog e.t.v. fleira meö orðinu skinandi. Sá sem fátækur er er nefndur ýmsum nöfnum og er blæmunur á þeim orðum eftir þvi hvers eðlis fátæktin er; allsleysingi, arm- ingi, fátæklingur, gustukamaöur, snauöingi, þurfalingur, þurfa- maður, þyrfill, þyrfingur, örbirgingur, öreigamaður, öreigi.Hér eru tekin með nokkur orð sem nálgast að merkja „bónbjarga- maður” þ.e. gustukamaöur, þurfamaöur, þurfalingur, og svo sjaldgæfu orðin þyrfillog þyrfingur.Sum orðin fela i sér algert bjargarleysi, t.d. allsleysingi.þar sem skortir bæði viðurværi og athvarf. önnur samsvara erlenda orðinu proletar, s.s. öreigi. Enn má nefna orð eins og litilmagniog smælingisem notuð eru um þá sem litils mega sin af fátæktar sökum. Orðið öreigier til frá fornu fari og er eitt elsta dæmi þess i Al- exanders sögu: „svofærörlyndurmaðursjúkumbótog unniðog auðkýfingur öreiganum”. (Útg. 1945 aö frumkvæöi Halldórs Laxness, S13). Orðiðhefur siðan veriö notað allar götur til okkar daga. Páll Vidalin (1667-1727) segir I Skýringum fornyrða lög- bókar um merkingu þess: „þeir eru i almennings-máli kallaðir öreigar, sem enga tiund gjöra.” (651) Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um öreigi i sósialiskri rnerk- ingu er i Skirni Í873. Þar er verið að fjalla um deilur Marx og Ba- kunins, og það eru orð fylgismanna hins siðarnefnda sem vitnað er til: „Það er ófrjálslegt að setja öreigum i ýmsum löndum fyrir samskonar ætlunarverk i stjórnarefnum. Fulltrúarnir I St. Imier eru fráhverfir hverskonar einstrengingsreglum. öreigar eiga að vera sjálfráðir með öllu um fjelagsskipun sina.” (21). Merkingin „proletar” er vislega i Bjarka 8. des. 1896, þar sem segir: „Loks hefur Kaupmannahöfn feingið sina anarkista eða byltingamenn. Þar hafa nokkrir fjelausir verkamenn og iðnaö- armenn gefið út i nokkrar vikur blað, sem þeir kölluðu „Prolet- aren” (öreigann)” (34). Hér má bæta við að samsetningin öreigabylting kemur fyrst fram I heimildum Orðabókar Háskólans árið 1933. Halldór Lax- nessnotarþaðorðibókinni 1 Austurvegi (53) og þaðer lika notað i Rétti sama ár. Og ljúkum þessu fátæktarspjalli meö gömlum málshætti til umhugsunar 1. mai: Allt er rétttækt af öreiganum. Þeir sem vilja leggja orð I belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Síöumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband við Svavar Sigmundsson I sima 22570. Vosbúð á Geirsnefi Það er meinleg árátta I Reykja- vikurborg að dreifa öllum meiri- háttar hátiðarhöldum út um viðan völl i stað þess að hafa þau i hinum eina sanna miðbæ. Á sumardaginn fyrsta ákvað ég að fara með þriggja ára gamla dóttur mina i skrúðgönguog siðan á skemmtun skáta. Þegar ég fór aðhuga aðskrúðgöngunum kom i ljós að þær áttu allar að byrja ein- hvers staðar i úthverfum og enda i úthverfum. Ég sá fram á að ég yrði þvi að skilja bilinn eftir á af- viknum stað langt frá heimili minu, og siöan yrði undir hælinn lagt hvort ég næði strætisvagni á þann stað til baka. Þetta óx mér svo i augum að ég hætti við skrúðgönguna en fór þess i stað á skátaskemmtunina á Geirsneíi viö Elliðaárvog. Þegar ég kom akandi eftir Miklubraut var örtröð bila og fólks við Nefið og vissi ég ekki almennilega hvert ég ætti að snúa mér og gat auk þess ekki séð að gert væri ráð fyrir bilastæðum fyrir allan þenn- an fjölda. Mér þótti sýnt að engin umferð var leyfð út á sjálft Geirs- nefið. Ég er ekki manna sterkastur i flóknum umferöarnetum, brúm, slaufum og þess háttar, og ruglaðist þvi i ríminu. Áður en varði var ég kominn upp á Artúnshöfða en rakst sem betur fer á hliðargötu upp við sýningar- höllina stóru og gat þvi beygt og komist niður af höfðanum á ný. Annars hefði ég lent upp I Mos- fellssveit. Við gömlu Elliðaár- brýrnar var algjört kaos bila, barna, feðra og mæðra. I fjarlægð mátti greina fánaborg nálgast og var ærið stritt á íánunum enda napur vorvindur og gekk á með éljum. Nokkrar hreggbarðar hræður mátti greina i humátt á eftir. Ég lagði bilnum einhvers staðar — sjálfsagt ólöglega — og siðan lögðum við Úlfhildur min land undir fót. Á gömlu brúnum vorum viðnæstum þvi orðin undir bil og siðan tók við ómenguð vor- drulla er við lögðum út á sjálft Nefið. Ég var frekar illa skóaður og varö fljótt votur i fæturna. Þó að mér væri orðið hrollkalt bar ég mig vel og reyndi að stappa stáli i dótturina sem var komin með hálfgerða skeifu. Við húktum um hrið undir leik- sviði, sem þar hafði verið komið fyrir, og lengi vel gerðist ekki neitt. Okkur var báðum skitkalt. Ég hitti kunningja og notuðum við tækifærið til að hallmæla veðrinu hressilega. Við vorum innilega sammála um að það næði ekki nokkurri átt að bjóða fólki upp á að hima þarna á þessum ber- angursrassi og eiga ekki einu sinni kost á að fá sér kaffisopa. Fyrir utan nú drulluna, bleytuna og bilastæðisskortinn. Nei,svona vorhátiðir á að halda á malbiki niður i miðbæ. Þangað og þaðan eru góðar samgöngur i allar áttir og hægt að skjótast inn á ótalmörg kaffihús ef á þarf að halda. Þetta takist til athugunar á 17. júni n.k. 1 þann veginn sem skátarnir voru að mynda sig til við að gera eitthvað — ég komst nú aldrei að hvað það átti að vera — sagði dóttir min upp úr eins manns hljóði: „Pabbi, komdu heim”. Þetta fannst mér þjóðráð og mátti ekki milli- sjá hvort okkar var fegnara að komast i burtu af þessum óyndislega stað. Guðjón crlendar bxhur Nietzsche und die deutsche Literatur.1. Texte zur Nietzsche- Rezeption 1873-1963 II. Forschungsergebnisse. Mit einer EinfShrung u. Bibii- ographie herausgegeben von Bruno Hillebrand. Deutscher Taschenbuch Verlag — Max Niemeyer Verlag Tubingen (Deutsche Texte 50-51) 1978 Nietzsche sá sjálfur um útgáfu þeirra verka, sem komu út á milli 1880 og 1889: Der Wanderer u. sein Schatten 1880, Morgenröte 1881, Die fröhliche Wissenschaft 1882, Also sprach Zarathustra 1883-85, Jenseits von Gut u. Böse 1886, Zur Genealogie der Moral 1887, GötzendSmmerung 1889. Það hófust siöan skyndilega harðar og oft illvigar deilur um verkin 1890; þær höfðu fram að þeim tima einskoröast við tak- markaðan hóp, en á siðasta ára- tug aldarinnar varð Nietzsche orðinn frægur og siðan hefur þessum deilum ekki linnt. Oft voru forsendurnar vafasamar, meöan hin alræmda systir hans sá um útgáfu verkanna, en sú kvensnipt varð Nietzsche hin versta óheillakráka. t þessum bindum eru raktar viötökurnar sem verk Nietzsches hlutu allt frá upphafi, skoðanir fjölmargra manna á verkunum og I siðara bindi ritgeröir um á- hrif Nietzsches á ýmsa helstu höf- unda á Þýzkalandi og vixlverkan- ir þaöan. Eftir að uppvist varö um út- gáfufalsanirnar á verkum Nietzsches, sem út komu eftir hans dag, hafa viöhorf margra breyst til verka hans. Enn var eitt sem olli vissri ömun á þessum verkum, sem var að pólitisk skrilmenni gerðu Nietzsche að einhverskonar goði og spámanni um nokkurn tima. Hann varö að þola þaö að vera rangtúlkaður og misskilinn af óvönduðum Dólitik- usum, sem viluöu ekki fyrir sér aðfalsaverk hans sér I hag.Um þetta er einnig fjallaö i þessum bindum. Lionel Trilling: Speaking of Literature and Society — The Last Decade. Essays and Reviews 1965-75. Edited by Diana Trilling. Ox- ford University Press 1982. Diana Trilling hefur séö um út- gáfu þessara tveggja binda og skrifar formála fyrir þvi fyrra og einnig eftirmála, þar sem hún fjallar um höfundinn sem höfund og mann. Trilling var af gyðinga- ættum og hún rekur i eftirmálan- um viss viðhorf til Gyðinga meðal þeirra sem hann starfaöi meö við bandariska skóla. Höfundur fjallar um bókmenntir og sam- félag i báðum bindunum og þó einkum um bókmenntir i þvi siðara, þar sem eru birtir rit- dómar hans frá árunum 1965-75. Trilling var freudisti og var mótaöur af skoðun Freuds á „viljanum”, en sú kenning á ekki upp á pallborðið nú á dögum; ekkja hans fjallar um þetta atriði i inngangi og leitast við að skil- greina heimsskoðun og stefnu höfundarins i fremur knöppu máli. Hún skrifar, að Trilling hafi átt erfitt meö að skrifa og að það hafi oft tekiö hann langan tima og mikla yfirlegu að setja saman greinarstúfa, stillinn ber þessa merki, hann hefur margskrifað það, sem hann skrifaði, fágað þaö og slipað, stundum um of, að manni finnst. Hann er stundum fulllangorður og setningarnar konstrúeraöar. Trilling var einn þeirra bandarikjamanna, sem taldist til hinna frjálslyndu og trúði á umbætur og fræöslu, gott fordæmi byggt á skynsemi og frjálsræði einstaklingsins. Skyn- semi þeirra byggðist á þekkingu þeirra á þvi sem þeir nefndu raunveruleika og raunsæi. Þeim hætti til aö sleppa undirheimum og festinguna höfðu þeir afgreitt á skynsamlegan hátt fyrir löngu. Afleiðingarnar koma fram i siðari greinum Trillings; hann var farinn að sjá mýrarljós, þar sem áður var bjartara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.