Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.— 2. mai 1982 ísa leysir — bráðnar snjór —og hlýnar með degi hverjum. Það er vor í lofti hér í Finnlandi og hægt og bítandi brýtur náttúran af sér klakabönd liðins vetr- ar, sem hefur verið frost- harður og snjóþungur. Og mannanna börn taka á sig sviplíkar breytingar — brúnin lyftist og lundin með. Vorið er makalaust fyrirbæri. (Og þrátt fyrir ærlegt páskahret með miklu fannkynngi, þrum- um og eldingum, láta menn það ekkertá sig fá.) Hérer mikil gróska á mörgum sviðum, en augu mín bein- ast þó einna helst að einu sviði — leiksviðinu; sem er þó kannski víðar en maður hyggur, eða sagði ekki ein- hver einhvers staðar: „Oll veröldin er leiksvið"? finnska leikhúsið Þaö er fjölbreytt og mikið leik- listarlif hér I Helsinkiborg. Mörg leikhús og leikhóp- ar. Grónustu leikhúsin eru náttúrlega Þjóðleikhúsið, sem rekur 3 svið, Borgarleikhúsið með 2 svið og Svenska Teatern einnig meö tvö sviö. Onnur vel Ralf Lángbacka (yst t.h.) segir leikurum til á æfingu á Pétri Gaut. Á FINNSKU FJÖLUNUM kunn leikhús eru Lilla Teatern, KOM teatteri (sem ekki hefur fastan samastað) og Intimite- atteri, nýtt leikhús og tæknilega vel búið. Eftir að hafa sótt leikhús hér stift um nokkurra vikna skeið finnur maður berlega hversu gifurlega mikilvægur textinn er i hverri leiksýningu og það getur orðið dálitið pirrandi að skoða margar sýningar I röð á máli, sem maður ekki skilur orð i. Þó er það heilmargt annað, sem hægt er að beina athygli sinni að, svo sem leikur (með annmörkum þó) og leikmynd, lýsing, tónlist og áhrifahljóð og að nokkru leyti leikstjórn,sem er þó órjúfanlega bundin efni og texta verksins og er útfærsla þess. Sá fyrirvari fylgir þvi óhjákvæmilega þvi lauslega yfirliti, sem hér fer á eftir, að skilning skortir á efni téðra verka málsins vegna. Það er margt vel og fagmann- lega gert hér I finnsku leikhúsi. Mikiðafgóðum leikurum, snjallir leikstjórar og leikmyndateikn- arar, og „standardinn” víða hár. Þó hefur mér oft fundist eitthvað á skorta. Ekki vantar snjallar hugmyndir og skemmtilegar út- færslur þeirra i mörgum sýning- anna, en með fyrrgreindum fyrir- vara hef ég oft fengið það á til- finninguna, að ýmsar hugmynd- irnar séu nokkuð langsóttar, ef ekki tilbúnar, og þannig einhvern veginn ekki I beinum tengslum við verkið sjálft eða anda þess. Menn (leikstjórar) eru kannski orðnir of „fræðilegir”, of „lærðir”, ef svo má aö orði komast. Það virðist vanta meiri sál, meiri tilfinningu, eitthvað, sem verulega hreyfir viö manni — ekki bara vitsmunalega. í þjóðleikhúsinu í Þjóðleikhúsinu eru margar sýningar á boðstólum og ýmsar þeirra kannast Islenskir leikhús- gestir við. M.a. er verið aö leika Timon frá Aþenu eftir Shake- speare, Fávita Dostojevskis i vandaðri og stllhreinni sviðsetn- ingu tékknesks leikstjóra, Konu eftir Dario Fo og Franca Rame, Amadeus eftir Peter Shaffer (sem liggur reyndar niðri núna vegna veikinda eins leikarans), Bent eftir Martin Sherman og Caligula eftir Camus. Af þeim sýningum, sem ég hef séð þar, þótti mér mest koma til Caligula. Þar er á ferðinni skemmtileg sýning og nýstárleg, með „pönkuðu” yfirbragði og kraftmiklum leik. Leikstjóri Cali- gula heitir Jotaarka Pennanen og þykir I hópi fremstu leikstjóra Finna um þessar mundir og kem- ur oftar við sögu á ferð minni um finnska leikhúsheiminn, einnig leikarinn Hannu Lauri, sem túlk- aði Caligula af einstæðum þrótti. íborgarleikhúsinu I Borgarleikhúsinu er m.a. verið að sýna tvö finnsk leikrit I uppfærslu hins fræga og umdeilda Jouko Tourkka (sem jafnframt leikstjórn gegnir prófessorsstöðu við leiklistarskólann). Annað á stóra sviðinu, „Voimamies” eftir Hannu MSkelS, og á litla sviö- inu „Viisas Neitsyt ” eftir Maiju Lassila. Ekki treysti ég mértil aö rekja efni verkanna, en þessar sýningar eru sterkar og frumlegar, vel leiknar og leik- myndir all sérstæðar. Sjálfur gerir Tourkka Ieikmynd við aðra sýningu sina (Voimamies). Ekki get ég þó sagt, að ég hafi hrifist með á þessum sýningum. A stóra sviði Borgarleikhússins er einnig verið að leika Pétur Gaut undir leikstjórn Ralf Láng- backa. Hið risastóra svið leik- hússins (það stærsta sem ég hef séð) er nýtt til hins ýtrasta og sviðsetning mjög áhugaverð og vel unnin. Pétur Gautur er leikinn af tveimur leikurum, ungum fyrir hlé og fullorönum eftir hlé. Sá siðarnefndi tekur þó þátt I fyrri hlutanum, þar sem hann eins og fylgist með sjálfum sér úr fjar- lægð og fellir athugasemd við og við. Sviðsmynd, kóregrafla og raunar sviðsetning öll, allt helst i hendur á smekkíegan og skemmtilegan hátt. Þetta er nokkuð löng sýning, næstum 4 timar og var siðasta stundin ansi lengi að liða. Ætti ég að lýsa áhrifum þessarar sýningar með einu oröi myndi ég sletta orðinu „intellektual”, en þvi virðist mega beita nokkuð oft i leikhús- lifinu hér um þessar mundir. Einnig má geta mjög sérkenni- legrar og skemmtilegrar sýningar á litla sviðinu, sem ber heitið „Loputon Arvoitus” (Gátan óendanlega). Hún er sam- bland af dansi og látbragði og stiliseruðum hreyfingum tengd músik og effektum og enginn texti. Jorma Uotinen heitir maöurinn, sem stendur á bak viö hana, semur kóreografiu og gerir tjöld og búninga. í svenska teatern I Svenska teatern er verið að leika Gustav III. eftir Strindberg og á litla sviöinu leikrit um Strindberg. Og Strindberg er lika leikinn á Lilla Teatern, þannig að hann er mjög vinsæll nú hér i bæ. Sýningin á Gustavi III. vekur fyrst og fremst athygli fyrir það, að hér er hann leikinn af kven- manni, Kyllikki Forssell, frægri leikkonu viö Þjóðleikhúsið. Litið annað vil ég um þá sýningu segja. Fyrir minn smekk var hún óvenju flöt og liflaus. En þeir hér á Svenska Teatern hafa lika verið að leika islenskt leikrit. Siðasta sýning þess var nú i aprilbyrjun og hefur það gengið siðan i október s.l. Það var Blessað barnalán Kjartans Ragnarssonar, sem hann setti upp sjálfur ásamt Borgari Garðarssyni. Á sænsku heitir það svo mikið sem Mor Lilla Mor eller Giv Mig Heller Ett Vackert Ord I Dag Sn En Blomma Pð Graven. Nú á næstunni verða tvær frumsýningar á Svenska Teatern. Á stóra sviðinu sýna þeir finnskt leikrit, Skrapabullan, og á litla sviöinu Emigrantarna eftir Slawomir Mrozek. lilla teatern Lilla Teatern er mörgu Islensku leikhúsfólki enn i fersku minni eftir gestaleik þeirra hér i Þjóð- leikhúsinu fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar það lék hér hina rómuöu sýningu sina „Umhverfis jörðina á áttatiu dögum”. Reglulega skemmtileg sýning og vel gerð, þar sem margir leikaranna fóru aldeilis á kostum eins og Asko Sarkola i hlutverki Filíasar Fogg eöa Lasse Pöysti I ýmsum gervum. Þar hefur einnig is- lenskur leikari verið starfandi um langt árabil, Borgar Garðarsson. Lilla Teatern sýnir nú leikgerð eftir sögu Strindbergs: „Varnar- ræða vitfirrings”. Sýningin hefur hlotiö blendnar undirtektir og þó heldur dræmar. Efnið er um fyrsta og hið stormsama hjóna- band Strindbergs og leikkonunnar Siri von Essen, ást og hatur, af- brýði og aftur afbrýði. Þaö er Asko Sarkola, sem leikur Axel (Strindberg) af miklum dugnaði og þeirri ironiu, sem honum er svo eiginleg og Elina Salo leikur Mariu (Siri von Essen). Leik- stjórinn er ung kona, Katariina Lahti, og á hún einnig hlut i dramatiseringu sögunnar. Nú standa fyrir dyrum æfingar á „Happy days” e. Beckett og 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.