Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 4
4 SÍOA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.— 2. mai 1982
stjórnmál á sunnudcgi r% Einar Karl
Samtök atvinnurekenda stilla saman krafta sína Haraldsson skrifar
Notum atkvæðið gegn
atvinnuley sisstefnu
Sókn atvinnurekenda bíður sigra Sjálfstœðisflokksins
i iðnríkjum Vesturlanda#
þar sem kapítalísk lögmál
eru ráðandi i efnahagslífi
með íblöndun opinberra
afskipta á mismunandi
stigi/ hefur hagvöxtur
farið hjaðnandi sl. áratug
samfara vaxandi atvinnu-
leysi og verðbólgu. Hér er
um að ræða illviga kreppu
sem á sér margar og
flóknar orsakir. I löndum
þar sem verkalýðshreyf-
ing og stjórnmálaöfI sem
henni tengjast hafa ítök i
ríkisvaldi hefur margt
verið reynt til þess að bæta
ástandið/en þó hefur sigið á
ógæf uhliðina. Hægri
sinnuð stjórnmálaöfI hafa
nýtt sér þessa þróun til
þess að boða trú á töfra-
mátt einfaldra efnahags-
lausna. Almenningur hefur
látið blekkjast af fagur-
gala um náðarmeðöl frjáls
markaðar,athafnafrelsi og
frjálshyggju/ afnám ríkis-
afskipta og niðurskurð
félagslegra útgjalda. En
reynslan hefur þegar sýnt i
Bandaríkjunum og Bret-
landi að valdataka hægri
harðlínuafla leiðir um-
svifalaust til þess aö
kreppuástand iö hríð-
versnar/ og það sem áður
var á hægri niðurleið er nú
á hraðri.
Kreppumetin falla
Kreppumetin frá byrjun fjórða
áratugarins eru hvarvetna i
hættu eða þegar slegin út. Gert er
ráð fyrir að i Bandarikjunum og
Vestur-Evrópu verði um 30 millj-
ónir manna atvinnulausir á þessu
ári. Hlutfall atvinnulausra af
vinnufærum er nú komið fast að
10% i Bandarikjunum, 12.5% i
Bretlandi og er 9,7% i rikjum
Efnahagsbandaiagsins að meðal-
tali. Þyngst leggst atvinnuieysið
á ungt fólk og viða gengur um
helmingur ungs fólks atvinnu-
laust fram undir þrítugt. 1 Banda-
rikjunum fer saman að hinir riku
verða rikari og hinir fátæku fá-
tækari. Munaöarneysla yfir-
stéttarinnar eykst, en æ fleiri
lenda undir hinum opinberu fá-
tæktarmörkum. Um 29.3 milljónir
manna eru nú taldar hafa tekjur
undir fátæktarmörkum og er það
um 15% þjóðarinnar. Þetta hlut-
fall hefur farið hraðvaxandi undir
stjórn Reagans.
Þessar kreppuaðstæður setja
svip sinn á verkalýðsbaráttu i
öllum helstu viðskiptalöndum Is-
lendinga. Hver sem opnar banda-
risk og bresk blöð þessa dagana
rekur strax augun i fréttir um
gjaldþrot fyrirtækja, félagsleg
vandamál i kjölfar atvinnuleysis,
súpugjafir til fátækra og hungr-
aðra á vegum liknarfélaga
o.s.frv.. Og það stingur i augun að
lesa hverja fréttina á fætur ann-
arri um að bresk og bandarisk
verkalýðsfélög séu unnvörpum að
semja um einhverskonar at-
vinnutryggingu til handa félags-
mönnum sínum gegn þvi aö fall-
ast á kauplækkun, afnám verð-
bóta á laun og réttindaskerðingu.
óskastaða atvinnurekenda
Hér er ekki tóm til þess að rekja
orsakir og afleiðingar þessarar
þróunar eins og þó væri vert. Hitt
er augljóst að komin er upp óska-
staða atvinnurekenda og auð-
valds. Kreppan hefur viðast ekki
sama ógnarsvipinn og á
fjórða áratugnum þar sem
neyslugetu almennings er haldið
uppi að vissu marki. En verka-
lýðurinn er auðsveipari en þegar
næg atvinna er, tekur á sig kaup
lækkanir og samþykkir tækni-
breytingar i veikri von um að
halda vinnu. Sterk öfl stjórn-
málaflokka og hagsmunasam-
taka hafa prédikað þá efnahags-
kenningu sem til þessarar stöðu
Nokkrar úrklippur
úr bæklingaflóði
Verslunarráðs
íslands, lengst
til hægri er
skrifstofusveit
Verslunarráðsins
koma á „heilbrigðara” efnahags-
lifi. Alþýðubandalaginu tókst þá
að koma i veg fyrir að milliflokk-
arnir tækju höndum saman við
leiftursóknaröflin i Sjálfstæðis-
flokknum.
En það er hafður i frammi hat-
rammur og stöðugur áróður fyrir
atvinnuleysisstefnu sem fengið
hefur hljómgrunn meðal hægri
manna i Framsóknarflokki og Al-
þýðuflokki. Og nái Sjáifstæðis-
flokkurinn undir forystu Geirs
Hallgrimssonar undirtökunum á
ný er allt til reiðu af hálfu at-
vinnurekenda.
Eining atvinnurekenda
í erlendum rannsóknum hefur
inga sem hefur fulla atvinnu af
þvi að gæta hagsmuna þeirra. A
skrifstofu Verslunarráösins eru
tam 3 hagfræðingar og 1 lögfræð-
ingur, auk annars starfsliðs,
Þegar við bætist sérfræðingalið á
skrifstofum Félags isl. iðnrek-
enda, VSl, KI, FtS, Llú, SÍF og
fleiri atvinnurekendasamtaka
má ljóst vera að sé þessum her
beitt sameiginlega getur hann
verið mikill áhrifavaldur. At-
vinnugreinar deila að visu um
kökuna oft á tiðum, en á siöustu
árum hafa hver atvinnurekenda-
samtökin á fætur öðrum mótað og
gefið út efnahagsstefnu sem i öll-
um aðalatriðum er byggð á
grund vallarhugsjón frjáls-
hefur ieitt Og kjarni kenningar-
innar er þrátt fyrir skrauthann-
aðan umbúnað ekkert annað en
„hóflegt” atvinnuleysi. „At-
vinnuleysið er það gjald sem
greiðabarf fyrir heilbrigt efna-
hagslif”, segja ihaldsmenn i
Bretlandi og komast upp með
það.
Annar svipur á islandi
Verkalýðsbaráttan hefur haft
annan svip á íslandi en viðast
annarsstaðar siðustu ár. Tekju-
lega hefur afkoman verið eins og
menn þekkja best áður og um-
ræðan hefur borið svip af saman-
burði miili einstakra hópa sem
taldir eru hafa borið meira úr
býtum en aðrir. Verðbóiguþreyta
er meira áberandi heldur en ótti
um atvinnumissi, deilt er um
hvort meta beri félagslegar um-
bætur til kaups, og hvort skerðing
verðbóta vegna versnandi við-
skiptakjara og fleiri þátta sé rétt-
lætanieg eða ekki. Um kjör lág-
launafólks er einnig margt rætt.
Segja má að tslendingar geti
prisað sig sæla meðan umræðan
snýst um þessa hluti, sem vissu-
lega geta horft alvarlega við ein-
staklingum og félögum, en sýnast
á hinn bóginn iéttvægir séð af
sjónarhóli alþjóðlegrar kreppu.
Atvinnuleysisstefna
Það er aftur á móti háskalegt
hve litill gaumur er að þvi gefinn i
verkalýðshreyfingunni hvernig
atvinnurekendavaldið hefur verið
að búa sig i stakk til átaka, og
hversu litlu má skeika til þess að
leiftursóknarlið Sjálfstleðisflokks-
ins nái aö fylgja fram atvinnu-
leysisstefnu hægri afla. 1 kosning-
unum 1979 greiddu um 80% kjós-
enda atkvæði sitt flokkum sem
höföu á stefnuskrá sinni stór-
fellda kauplækkun til þess að
komið i ljós aö aðferðin til þess að
komast i valdastöðu i nútima-
þjóðfélagi er að mynda samtök
um tiltekna hagsmuni og hafa
sérfræðinga á launum til þess að
reka erindi þessara hagsmuna-
samtaka gagnvart aiþingi, rikis-
stjórn og ráðuneytum. Islensku
atvinnurekendasamtökin hafa
verið að skipuleggja sig upp á
nýtt I samræmi við þessar stað-
reyndir mála.
Verslunarráð tslands er dæmi-
gert fyrir þessa þróun. Það eru
samtök fyrirtækja i atvinnulifi og
viðskiptum og i stjórn þess sitja
m.a. fulltrúar ÍSAL, IBM, Olis,
Eimskips, Almennra trygginga,
SIF og Slippstöðvarinnar h.f.
Nýverið hafa Verslunarráðið
Kaupmannasamtök Islands
(K.í.) og Félag isl, stórkaup-
manna (F.I.S.) gengið i Vinnu-
veitendasambandið (V.S.Í.) og
annast VSI öll kjaramál af hálfu
þeirra. Verslunarráðið, Kaup-
mannasamtökin og Félag isl.
stórkaupmanna mynduðu með
sér i byrjun árs sérstakt Sam-
starfsráð „um sameiginlega
hagsmuni”. Og Vinnuveitenda-
sambandið og Verslunarráðið
hafa gert með sér samstarfs-
samning um „samstarf, verka-
skiptingu og tengsi” til þess að
„auka enn annars ánægjulegt
samstarf I sameiginlegum mál-
um og skiptast á upplýsingum”.
Verkaskiptin eru á þann veg að
VSl annist samskipti við stjórn-
vöid i „efnahags- og kjaramál-
um”, en VI i „efnahags- og við-
skiptamálum”. Skylt er skeggið
hökunni.
Samstæður sérfræðinga-
her
A vegum atvinnurekendasam-
takanna islensku hefur á siðustu
árum sprottið upp her sérfræö-
hyggjumanna. Ihaldsmenn, sem
eru yfirgnæfandi i röðum at-
vinnurekenda, sameinast harð-
linu- og bókstafstrúarmönnum úr
hagfræðideildum háskólanna og
setja hagsmunasamtökum at-
vinnurekenda stefnuskrá i efna-
hagsmálum, sem ber sterkt
ættarmót af leiftursóknarstefnu
Sjálfstæðisflokksins. Þetta var
einkar ljóst þegar Ragnar Hali-
dórsson forstjóri ISAL og for-
maður Verslunarráðsins kynnti
nýútgefna stefnuskrá þess.
Nú skal safna liði
Hjalti Geir Kristjánsson fylgir
bæklingi meðlýtarlegri stefnuskrá
Verslunarráðsins, sem samþykkt
var á viðskiptaþingi 1981, úr hlaði
I ársskýrslu VI 1980—1981 með
þessum oröum m.a.: „Næsta
skrefið er að fylgja þessu verki
eftir, kynna stefnuna og vinna
henni brautargengi”.
I þessu sambandi er vert að
minnast þess að á undan sigrum
Thatchers I Bretlandi, Reagans i
Bandarikjunum og Willochs i
Noregi fóru rækilega undirbúnar
auglýsingaherferðir atvinnurek-
endasamtaka sem féllu saman
við áróður hægri stjórnmála-
manna og voru undir keimlíkum
slagorðum. Og Verslunarráðið
hefur enda fengið Indriða G. Þor-
steinsson og kunnan forstjóra
auglýsingastofu til þess að gang-
ast fyrir námskeiöum meðal
félagsmanna i greinaskrifum og
sjónvarpsframkomu ef verða
* mætti til þess að stefnan kæmist
betur á framfæri, eins og fram
kemur i ársskýrslunni.
I ársskýrslunni segir og að sá
þáttur i starfi Verslunarráðsins
aö fylgjast með störfum og að-
gerðum stjórnvalda hafi farið
vaxandi. „A siðasta starfstima-
bili veitti Verslunarráðið um-
sagnir um eða gerði athuga-
semdir við yfir 40 þingmál”.
Aöferðunum er rækilega lýst:
Sérfræðingar Verslunarráðsins
semja umsagnir að beiðni þing-
manna, þingflokka og rikis-
stjórnar, leggja fram umsagnir
um þingmál að eigin frumkvæði
og hafa forgöngu um samningu
lagafrumvarpa eða semja að
beiðni stjórnvalda.
„A þennan hátt hefur tekist að
koma hagsmunamálum V.t. i
gegn á Alþingi, þótt eðli málsins
samkvæmt hafi hér oft verið um
varnarstarf að ræða, þvi að mörg
þessara þingmála hafa
þrengt kosti atvinnulifsins”. Og
ennfremur segir i ársskýrslunni:
„Vegna náinna tengsla
Verslunarráðsins við störf Al-
þingis hafa þingmenn i vaxandi
mæli ieitað til ráðsins um sér-
fræðiaðstoð. Hefur Verslunar-
ráðið þannig haft afskipti af
mörgum þingmálum, þótt ekki sé
vert að geta þeirra hér sérstak-
lega. Nokkur þessara þingmáia
hafa hlotið samþykki”.
Hér er i raun verið að segja að
atvinnurekendasamtökin leggi
hægrisinnuðum þingmönnum á
Alþingi til aðstoðarmenn og sér-
fræðiaðstoð að vild sinni fyrir
utan allt það fóður sem þau birgja
ritstjóra Morgunblaðsins og Al-
þýðublaðsins með.Og ekki er látið
þar við sitja:
„Ekki er unnt að segja frá ÖU-
um viðfangsefnum ráðsins. Ar-
angur i ýmsum málum er oft best
tryggður með þvi að vinna að
þeim i kyrrþey og þvi er stundum
ekki hægt að segja frá þátttöku
Verslunarráðsins i mikilvægum
málum fyrr en löngu siðar”.
Sterk aðvörun
Þessi innsýn i starfshætti
Verslunarráðsins og samstillingu
atvinnurekendasamtaka sem
þeir Verslunarráðsmenn veita
sjálfir er sterk aðvörun til verka-
lýðssamtakanna. Enda þótt
verkalýðshreyfingin hafi svarað
sérfræðingaveldi atvinnurekenda
með þvi að ráða til sin sérfræð-
inga er það litil sveit gegn heilum
her. Atvinnurekendasamtökin
eru pólitiskt einlit, en verkalýðs-
hreyfingin islenska eins marglit
og pólitiska litrófið i landinu.
Atvinnurekendasamtökin eru
miðstýrð að uppbyggingu og auka
miðstjórnarvald sitt i sifellu.
Verkalýðssamtökin á íslandi eru
byggð upp með ákvörðunarvaldið
hjá félögunum og litið mið-
stjórnarvald. Sameiginleg
stefnumótun i efnahagsmálum
hefur ekki verið styrkur verka-
lýðssamtakanna en er aðal at-
vinnurekenda.
Atkvæðið nærtækast
Það er ekki auðvelt að gefa
skynsamlega forskrift að þvi
hvernig verkalýðssamtökin eigi
að bregðast við skipulagsað-
gerðum og stefnumótun atvinnu-
rekenda. Varla er eftiröpun ein-
hlit ráðstöfun og flestir vita að
skipulagsmálaumræðan t.d.
innan ASI hefur vægast sagt
gengið hægt. Engan veginn ber
heldur að vanmeta þau áhrif sem
samtakamáttur verkalýðshreyf-
ingarinnar hefur haft á löggjafar-
starf, félagsmálalöggjöf og efna-
hagslausnir stjórnvalda I nútið og
þátiö.
En sókn atvinnurekenda hefur
verið vandlega undirbúin. Og það
verður erfitt um varnir eftir að
hún hefst.Atvinnurekendur munu
blása i lúðra leiftursóknar sinnar
ef og um leið og Sjálfstæðis-
flokkurinn vinnur kosningasigra i
komandi sveitarstjórna- og þing-
kosningum.
Sú þróun sem hér hefur verið
lýst kallar á virkt andóf verka-
fólks og vökult starf verkalýðs-
hreyfingarinnar gegn atvinnu-
leysisstefnu á Islandi, en nærtæk-
asta verkefnið er aö kjósa gegn
Sjálfstæðisflokknum i komandi
kosningum.22. mai þarf launafólk
að reisa þann pólitiska varnar-
múr sem dugir til þess aö stefna
og kröfur Verslunarráösins og
Vinnuveitendasambands Islands
verði ekki að veruleika.