Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1 — 2. mai 1982
Norskir hjartasérfrœðingar:
Hægt að stórminnka hættu
á kransæðasjúkdómum?
I Humarver-
Tveir norskir hjartasérfræð-
ingar, dr. Paul Leren og dr.
Ingvar Hjermann, hafa verið hér
á ferð I boði Hjartaverndar og
Landspitalans. Báðir eru Norð-
rhennirnir læknar við Ullevall-
sjúkrahúsið i Osló, og veita,
ásamt fleiri læknum, forstöðu al-
mennri rannsókn á hjartasjúk-
dómum iOsloárborg.
Báðir fluttu læknarnir hér er-
indi um rannsóknir sinar á
áhættuþáttum hjartasjúkdóma og
niðurstöður þeirra, dr. Hjermann
á opnum fundi i Manneldisfélagi
Islands, á Hótel Esju, fimmtu-
daginn 29. april og dr. Leren i
fundarsal Hjúkrunarskóla
Islands um hádegisbil föstudag-
inn þann 30. april
1 erindi sinu ræddi dr. Hjerm-
ann um áhrif breytts mataræðis
og minnkun reykinga á krans-
æðasjúkdóma. Sagði hann vissa
áhættuþætti stuðla að krans-
æðasjúkdómum og að rannsðknir
beindust að þvi, hvort unnt væri
að lækka tiðni þessara sjúkdóma
og fækka dauðsföllum af þeirra
völdum með fyrirbyggjandi að-
gerðum. Tveir þessara áhættu-
þátta eru reykingar og of mikið
kólesteról i blóði. Reynt hefur
verið að rannsaka hvort minnkun
reykinga og lækkun blóðfitu
meðal heilbrigðra karimanna á
aldrinum 40-49 ára, hamli gegn
sjúkdómnum og fækki þannig
dauðsföllum. Þátttakendur i
rannsókninni voru 1232.
Rannsókn þessi leiddi i ljós, að
kransæðastiflutilfelli, bæði ban-
væn og vægari, voru 47% fátiðari
meðal þeirra sem þátt tóku í
varnaraðgerðum en hinna, sem
sátu við sinn keip. Niðurstaða:
Heilbrigðir karlmenn með alvar-
lega „áhættuþætti” (djöfulsins
orð er þetta) — kransæðasjúk-
dóms, sem minnkuðu reykingar
A fundi meðnorsku hjartasérfræðingunum, frá v. Siguröur Samúelsson
prófessor dr. Ingvar Hjermann, dr. Paul Leren, Nikulás Sigfússon,
læknir. Mynd: —eik
og breyttu neysluvenjum urðu Dr. Paul Leren ræddi um blóð-
sjúkdómnum siður að bráð. fitu og lyf gegn háum blóðþrýst-
Ástarsaga Guðrúnar
þýdd á þrjú tungumál
Astarsaga Ur fjöllunum, ævin-
týri Guðrúnar Helgadóttur með
myndum Brians Pilkingtonser nú
komin út i Danmörku, Noregi og
Sviþjóð. Bók þessi sem Iðunn
sendi frá sér i fyrra varð metsölu-
bók, kom út i tiu þúsund eintök-
um, og vakti mikla athygli. Föl-
uðust brátt ýmsir erlendir útgef-
endur eftir bókinni til útgáfu, og
er slikt einstætt um islenskar
barnabækur, hitt er margfalt tiö-
ara að Islendingar flytji mynda-
bækur handa börnum inn I landið.
Nú er Astarsagan komin Ut á
dönsku.norsku og sænsku,isama
búningi og hér heima, með lit-
myndum Brians Pilkingtons. A
dönsku heitir bókin Flumbra — en
islandsk troldemor. Þýðandi er
Helle Degnbol, en forlagiö Sesam
gefur út. — Sænska gerð bókar-
innar nefnist Sagan om Flumbra.
Þýðandi er Inge Knutsson, góð-
kunnur þýðandi Ur islensku, en
forlagið Opal gefur Ut. A norsku
kallast bókin Ruska—enkjærlig-
hetshistorie fra Island. Þýðandi
er Gunhild Stefánsson, en útgef-
andi J.W. Cappelens Forlag.
Svo sem fyrr segir hefur veriö
óskað eftir útgáfurétti frá fleiri
löndum og mun bókin væntanlega
birtast á ýmsum öðrum þjóðtung-
um ánæstunni.
ingi. Talið er að mikil blóðfita og
háþrýstingur auki mjög likur á
kransæðasjúkdómum. Sagði dr.
Leren að i Oslóarrannsókninni
hefði komið i ljós, að a.m.k.
sum lyf gegn háþrýstingi, virtust
ekki draga úr likum á kransæða-
sjúkdómi. Svo sýndist, sem þau
hefðu þau áhrif á blóðfitu að hún
yrði ekki i æskilegu jafnvægi.
Taldi dr. Leren þetta mjög
þýðingarmikið rannsóknarefni,
sem þarfnaðist meiri könnunar.
Enn ræddi dr. Leren um
Oslóarrannsóknina almennt og
ýmislegt það, sem yki á hættu á
þvi að menn veikstust af krans-
æðasjúkdómum. Koma þar til
félagslegar aðstæður, f járhagsaf-
koma og lifshættir yfirleitt og svo
hvaða ráð mættu helst til varnar
verða gegn þeim vágesti, sem nú
fellir flesta i gras
— mhg
| tíðin hefst
i 24. maí
Ákveðið hefur verið, að
, humarvertið hefjist 24. m.ai
In.k. og standi þar til heildár-
aflinn nemur 2.700 lestum, þó
ekki lenguren til 15. ágúst.
Leyfi til humarveiða fá
• bátar sem eru minni en 105
Ibrúttólestir. Undantekning
er þó með stærri báta ef
aðalvél þeirra er 400 hestöfl
■ eða minni. Þeir sem fá leyfi
Itil humarveiða fá ekki leyfi
til sildveiða i hringnót i
haust.
* Sömu reglur munu gilda
Ivarðandi lágmarksstærð
humars, humarvörpu og
skýrslugerð og undanfarin
■ ár. —S.dór
r i tst jjór nar grei n
Verkalýðsreynsla
síðustu missera
Kröfuganga atvinnuleysingja I Napóli.
Atvinnuleysið er stærst mála
þegar spurt er um hag verka-
fólks i nálægum löndum. Þaö er
að verða fastur hryggjarliöur I
samfélagslikamanum nokkuð
viða, að atvinnuleysi nái til
6—12% vinnandi manna. Að
sönnu er ekki alltaf sama fólkið
útskúfaö. En samt fjölgar þeim
sem samfélagið dæmir úr leik
með þessum hætti — einkum
þeim eldri, sem eiga enga von i
endurráðningu um fimmtugt, og
svo þeim yngri sem aldrei kom-
ast i vinnu.
Þessu ástandi fylgir margur
vandi fyrir alþýðuhreyfingar
landanna. Ekki eingöngu sá, að
kapitalistar reyna að nota
krepputækifærið til að taka aft-
ur ýmislegt sem þeir höfðu ver-
ið knúnir til að semja um. Það
er t.a.m. mjög alvarleg staö-
reynd fyrir framtið verkalýðs-
hreyfingarinnar og nólitiska
flokka henni tengda, að fjölda-
atvinnuleysi hefur nú þær fé-
lagslegar afleiöingar fyrst og
fremst, að eldri menn fyllast
uppgjafarvonleysi, en þeir
yngri tortimandi heift, sem lýsir
fyrirfram fyrirlitningu á hug-
sjónum og breytingaviðleitni. A
þessu eru til undantekningar, en
þær eru alltof fáar, enn sem
komiöer.
Spurningar um
samstöðu
Þar fyrir utan ber fjöldaat-
vinnuleysið upp margar erfiöar
spurningar sem fyrst og siöast
snúast um það, hve djúptæk
samstaða alþýðufólks getur
orðið, og hvert menn vilja
stefna héðan. Til dæmis að
taka: hve langt vill verkalýös-
hreyfing ganga i þvi að hafa
bein afskipti af tekjuskiptingu,
einnig milli skjólstæðinga
sinna? Það hefur komiö fyrir
oftar en ekki, t.d. á löndum eins
og Italiu, að verkalýðssambönd
hafa tekiö ótviræöa afstöðu
gegn kaupkröfum vel settra
hópa — til að geta lagt meiri
ástæðu á hin brýnustu mál eins
og baráttu gegn risavöxnu at-
vinnuleysi i vanþróuðu héruðum
landsins. Annaö samstöðumái
lýtur að þvi, hvort verkafólk
vilji stefna að styttingu vinnu-
vikunnar — eins þótt það kynni
að frysta tekjur eöa draga úr
þeim — til þess að aðeins fleiri
atvinnuleysingjar gætu fengið
vinnu. Hvað eru menn reiðu-
búnir til aö leggja á sig i slikum
málum? Um þessa „dreifingu
atvinnutækifæra” er nú mikið
rætt á Norðurlöndum, og sýnist
sitt hverjum. Sósialistastjórnin
i Frakklandi er af stað farin
með slika viöleitni en hefur orð-
ið að láta staðar numið i bili
m.a. vegna ágreinings við
verkalýðssamtökin sjálf.
Tæknin
Það rikir almenn samstaða i
evrópskri verklýðshreyfingu
um nauðsyn þess að hreyfingin
hafi áhrif á þróun tæknibylting-
ar, upptöku nýrrar tækni I fyrir-
tækin. A Italiu t.d. er á dagskrá
að koma á skyldugri áætlana-
gerö fyrirtækja, sem gerir ráð
fyrir miklu samráði við verka-
fólk um fjárfestingarstefnu,
nýja tækni og fleira þessháttar.
En margt er, bæði þar og ann-
arsstaðar, i lausu lofti aö þvi er
varðar framkvæmd hugmynda
um stýringu tæknivæðingar. 1
ööru orði fylgja menn tölvum og
sjálfvirkni, sem gæti gefiö
aukna möguleika á kaupkröf-
um. I hinu oröinu kunna menn
að andæfa nýrri tækni, vegna
þess að hinir einstöku hópar ótt-
ast um störf sin, eins og reynsl-
an hefur kennt þeim. Menn
gleymi þvi ekki, að margar
höröustu orrustur verkafólks i
Evrópu að undanförnu hafa ekki
veriö háðar um laun, heldur um
uppsagnir og lokun fyrirtækja.
Árni Bergmann
skrifar
Viösjálf
Það er einmitt i sambandi við
lokun fyrirtækja, sem ekki eru
lengur talin arðvænleg, sem
ýmislegt fróðlegt hefur gerst.
Hér er átt við það, að verkafólk
hefur yfirtekið vinnustaðinn, og
rekið fyrirtækin áfram á eigin
ábyrgð. Þessar tilraunir hafa
verið mjög merkar og lærdóms-
rikar, þótt þær hafi ekki allar
oröið langlifar. Astæðurnar fyr-
ir skammlifi þeirra eru einkum
tvennskonar. Annarsvegar hef-
ur borgarastéttin ekki viljað að
þessi fordæmi yröu freistandi og
hefur mörg ráð til að kæfa þau,
t.d. meö yfirráði sinu yfir lána-
stofnunum. A hinn bóginn fer
þvi fjarri aö verkalýðsfélög hafi
tekiö nógu vel undir slíka við-
leitni — i yfirteknum fyrirtækj-
um hefur fólk einatt þurft að
taka á sig byrðar, sem skeröa
umsamdar tekjur einstakra
hópa — og verklýðsfélög kunna i
ýmsum tilvikum að lita svo á
þetta sem þarna sé verið að
opna smugur til að grafa undan
samningum þeirra og samn-
ingavaldi.
Þaö er mjög nauðsynlegt fyrir
fslenska launamenn að fylgjast
sem best með þessum málum
öllum, þó þau séu ekki öll á dag-
skrá hjá okkur eins og á stend-
ur. Ekki sist með allri þeirri
reynslu sem fæst af frumkvæöi
verkamanna til sjálfsstjórnar,
af allri starfsemi sem eflir með
alþýðu manna þá menningar-
legu reisn til að hún eignist
sjálfstraust til að taka örlög sin i
eigin hendur, segjandi við þá
sem hafa ráðið fyrir auði og
verksmiðjum: þið eruð óþarfir.
AB