Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 23
Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Hvað réði afstöðu öryggislögreghinnar? Þá er þessari spurningu ósvarað: Hvers vegna greip öryggislögreglan til svo drama- tiskra aðferöa við að handtaka mig og hvers vegna lét rikissak- sóknarinn hafa það eftir sér dag- inneftirhandtökuna aðég væri að njósna fyrir erlent stórveldi þeg- ar sannanir voru svo veikburða að ákæran var dregin til baka tveimur dögum seinna og mér sleppt? (atburðarás sem hlaut að láta bæði Oryggislögregluna og saksóknarann lita út sem heimska og óhæfa). Það var fullyrt i fjölmiðlum að öryggislögreglan hefði haft auga með mér um töluvert langan tima og flestir hafa dregið þá ályktun að hún hafi látið fylgjast með mér og félaga minum á ferð okkar um Gotland og Öland. En ef hún fylgdist með okkur hefði hún komist að þvi að við komum aldrei nálægt pósthúsi né áttum fund með nokkrum manni og þar af leiðandi heföi hún átt að gripa okkur á leiðarenda með allar okk- ar filmur, kort og nótubækur. Lögreglan hefði átt að handtaka okkur báða á ölandsbrúnni áður en ég tók lestina til Stokkhólms og félagi minn lestina til Lundar. Þess i stað var það ekki fyrr en 6 vikum seinna, eftir að ég hafði verið á ferðalagi til Finnlands ásamt sama félaga, að ég einn var handtekinn. Að sumu leyti vildi ég óska að öryggislögreglan hefði fylgt okkur eftir.þvi' að þáhefði hún komistað þvi hversu litlum tima við eydd- um i ,jijósnirnar” og hversu til- viljunarkenndar athuganir minar voru. Þá hefðu þeir varla komið með svo brjálæðislega ákæru, sem fylgdi á eftir og gerði þá svo fiflalega. Niðurstöður minar um hvað gerðist eru þá þessar: 1 Nokkru eftir að við snerum frá ölandi hefur einhver upplýst öryggislögregluna um að ég væri virkur njósnari fyrir Varsjár- bandalagið. Þessi persóna getur hafa verið á vegum einhverra samtaka eða erlendrar rikis- stjórnar og ástæðurnar geta hafa verið einhverjar af þessum: a. vegavillt föðurlandsást, b. per- sónulegur illvilji, c. löngun til að spilla fyrir starfi minu hjá SIPRI og /eða d. ósk um að hnekkja áliti SIPRI. 2___________________________ Hvað sem öryggislögreglunni hefur verið sagt hlýtur hún að hafa tekiö það nægilega trúanlegt til að gripa til örþrifaráða. „Vá” hljóta þeir að hafa hugsað: „þessi náungi, augljós njósnari, hefur starfað beint fyrir framan nefið á okkur og við veittum þvi ekki minnstu athygli!” Þegar i stað var ég settur undir það sem yfir- heyrendur minir hjá öryggislög- reglunni kölluðu „fulit eftirlit” sem m.a. fól i sér hlerun á simtöl- um minum hjá SIPRI. Þetta hófst aðöllum likindum a.m.k. tveimur vikum fyrir handtökuna, þ.e.a.s. meira en mánuði eftir að við komum frá ölandi. Mistúlkun á sumum simtölum minum hefur ýtt undir imyndunarafl þeirra. SérsUklega vil ég nefna eitt sim- tal við friðarrannsóknarmann i Washington D.C. þar sem við ræddum um leyniskjöl sem hann hafðináð i i Arósum i Danmörku. Við hirtum ekki um að útskýra nánar þessi leyniskjöl i simtal- inu þar sem við höfðum ekki hug- mynd um að simtalið væri hlerað. Staðreyndin um þessi leyniskjöl er hins vegar sú að þau eru margra ára gömul og hafa fyrir löngu verið opnuð fyrir almenn- ingi og eru fáanleg i bókasafni Arósarháskóla. 3______________________________ Með simhlérunum gat öryggis- lögreglan fylgst með öllum ráð- stöfunum sem við gerðum fyrir Finnlandsferðina og siðan gert leit i skjölum minum hjá SIPRI meðan ég var i burtu og gripið mig svo við heimkomuna. A Gotlandi eru fornar minjar og náttúrufegurð mikil. Þangað flykkjast ferðamenn þúsundum saman á ári hverju. Litlum radarstöðvum er dreift um alla eyjuna og fara ekki fram hjá neinum. 4 Að kvöldi laugardagsins 15. ágúst, kl. 14.30, meðan ég var i Finnlandi komu 8 öryggislög- regluþjónar i SIPRI 5 bygginguna og gerði húsleit á skrifstofu minni. Þetta er ljóst af þeim skjölum sem tekin voru og siðar birt skrá um. Þeir brutust inn og ekkert bendir til þess að starfs- fólk SIPRI hafi veitt þeim minnstu hjálparhönd. Við húsleit- ina tóku þeir traustataki nótur minar um ferðalagið um Gotland og öland og einnig skjöl varðandi Noreg, Danmörk og Sviþjóð alls 31 númer. Sjálfsagt hafa þeir eytt öllum sunnudeginum i að fá botn i skjölin. 5 A mánudagsmorgun vaktaði öryggislögreglan allar Finn- landsstöövar við Stokkhólm, en þeir vissu vegna simhlerana að ég varð að vera kominn til starfa hjá SIPRI ekki siðar en á hádegi þann dag. Við Kappesskar greip lögreglan i feitt. Þeir sáu okkur fara upp i rútu og fylgdu henni siöan eftir til Bergshamra og þar var ég grininn. 6 Eftir að við komum til aðal- stöðvar öryggislögreglunnar var bakpoki minn rannsakaður án efa i þeirri von að þar fyndust gögn um fund með sovéskum njósnayfirmanni i Finnlandi og einnig var ég yfirheyrður. Eftir tvo og hálfan tima var gefin Ut heimild til húsleitar á skrifstofu minni til aðbreiða yfir fyrri hús- leit sem hafði átt sér stað tveimur dögum fyrr. Þá voru fleiri gögn gripin þ.á m. 8 varðandi Noreg, 2 varðandi Finnland og 2 varðandi Danmörk (þar á meðal bréfa- bunki frá vinkonu minni i Dan- mörku). Einnig voru tekin skjöl af heimili minu. Þriðjudaginn 18. ágúst var rannsókn á skrifstofu minni haldið áfram og tekin fleiri skjöl m .a. 3 sem vörðuðu Sviþjóð, 1 um Danmörku, 5 um Grænland, 1 um Færeyjar og 1 um Frakk- land.Húsrannsókninhélt áfram á miðvikudag.en ekki er mér kunn- ugt um hvað þá var tekið af gögn- um. Athyglisvert er að spá i það sem þeir tóku. Þannig tóku þeir nær allt sem ég hafði safnað saman um Sviþjóö en aðeins um tiunda hluta þess sem ég á um Noreg. Gögn min um Grænland, Danmörku, Færeyjar og Spitzbergen voru öll tekin. Hitt vekur furðu að þeir virðast ekkert hafa tekið um Island. Þó að ég hafi verið i Danmörku hef ég aldrei komið nálægt Græn- landi, Færeyjum eða Spitzberg- en, og get ég því varla verið ákærður um njósnir á þeim stöðum (t Spitzbergengögnum minum eru m.a. nokkrar ágætar myndiraf rússneskum þyrluflug- velli, sem norskur blaðamaður sendi mér og er ég hálfpartinn að vonast til þess að vera ákærður um að safna upplýsingum um Rússa). I gögnum minum um Grænland og Færeyjar eru engar upplýsingar sem byggja á leyni- skjölum eða vettvangsathugun- um. Ég giska á að þau og einnig gögnin um Danmörk hafi verið tekin fyrir öryggislögregluna i Danmörku. Ritstjóri blaðsins Forsvar, sem fjallar á gagnrýnin hátt um hernað, er nú i yfir- heyrslum hjá dönsku öryggislög- reglunni vegna greinar sem hann skrifaði um hernaðarmannvirki i Danmörku og sumt af dönskum gögnum mi'num er um svipað efni. 1 þessu sama timariti er i vinnslu grein um Grænland þó að mér vitandi eigi ekki að taka fyrir nein leyndarmál ihenni. Liklega hefur danska öryggislögreglan komist aö þvi með simahlerunum eða öðrum aðferöum, að þessi grein væri i' undirbúningi og farið fram á það við sænsku öryggis- lögregluna að öll skjöl min um Grænland yrðu gerð upptæk. Hægt er að draga nokkrar niðurstöður af timaröð umræddra atburða. Úr þvi að sænska öryggislögreglan tók gögn min frá Gotlandi og ölandi á laugar- dagoghafði allan sunnudaginn til að lesa þau hafði hún nægan tima til að komast aðþvi aðég var ekki njósnari hvað sem annað væri hægt að segja um mig. HUn fann ekkert sem gat réttlætt yfir- lýsingu saksóknarans þremur dögum seinna. Og úr þvi að öryggislögreglan hafði gert húsleit á skrifstofu minni um helgina (og liklega einnig á heimili minu sem var ólæst) höfðu þeir enga ástæðu til að handtaka mig eins og þeir gerðu. Eina réttlætingin fyrir slikri handtöku var aö koma i veg fyrir að ég eyðilegði sönnunar- gögn. I þessu tilfelli höfðu þeir þegar öll gögn i höndum og þess vegna ekkert sem mælti gegn því að heimsækja mig einfaldlega á mánudag á skrifstofu mina og biðja um skýringar á þeim gögn- um sem þeir höfðu þegar undir höndum. Ef þeir hefðu raunveru- lega haldið aö ég væri njósnari hefðu þeir getaö forðast að vekja grunsemdir „félaga minna i glæpnum” svo að ég fengi ekki viðvörun. An efa er hluti af skýringunni fyrir hinni dramatisku handtöku, yfirheyrslu, fangelsun og húsleit tilraun til að breiða yfir innbrotið i SIPRI um helgina. Sennilega hefur það veriö fyrir mistök að skýrsla yfir gögn sem tekin voru báru laugardagsdagsetningu. Allt annað var tilraun til að breiða yfir innbrotið — t.d. það að yfir- heyrslur um gögnin hófust ekki fyrr en á öðrum degi yfirheyrsln- anna. Einn af öryggislögreglu- þjónunum gerði mikið veður út af þvi að finna lykil að SIPRI í bak- poka minum áður en húsleitar- flokkurinn yfirgaf höfuðstöðvarn- ar á mánudagseftirmiðdag. En fyrir utan að breiða yfir inn- brotið hlýtur hin ónauðsynlega dramatiska handtaka, hin óviðeigandi yfirlýsing saksóknar- ans að ég væri meiri háttar njósn- ari og hvernig ýtt var undir fjöl- miðla að lýsa mér með ófögrum orðum að neyða mig til að álykta að annaðhvort hafi öryggislög- reglan og saksóknarinn verið gripin af mjög fjörugu imyndunarafli — eða að einhver, einhvers staðar.hafi verið að nota öryggislögregluna, saksóknarann og fjölmiðla sem vopn til að eyði- leggja orðstir minn og þó það sem meiru máli skiptir, orðstir SIPRI. 24. sept. 1981 (GFr sneri) Staða sveitarstjóra i Eyrarbakkahreppi er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefur oddviti Eyr- arbakkahrepps, Magnús Karel Hannes- son, Háeyrarvöllum 48, simi 99-3114. Um- sóknir ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og launakröfur sendist oddvita Eyrarbakkahrepps fyrir 19. júni n.k. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra á Eskifirði er hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 11. júni n.k. Upplýsingar veit- ir bæjarstjóri i sima 97-6175. Bæjarstjóri Eskifjarðar Kennarar Tvo kennara vantar að grunnskóla Hris- eyjar. Umsóknarfrestur til 10.6. ’82. Upplýsingar i sima 96-61765. Lausar stöður Þrjár stöður fulltrúa við embætti rikis- skattstjóra, rannsóknardeild, eru hér með auglýstar lausar til umsóknar frá 10. júni n.k. Endurskoðunarmenntun, viðskiptafræði- menntun (helst á endurskoðendasviði) eða staðgóð þekking og reynsla i bókhaldi, reikningsskilum og skattamálum nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsókn- | ardeild rikisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavik, fyrir 5. júni n.k. Reykjavik 12. mai 1982. Skattrannsóknarstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.