Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 9
Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Nýjasta tíska: Að líta út eins og fátæklingur Það er margt skrýtið i kýr- hausnum, ekki sist ef fatatiska er annars vegar. Nú er nýjasta tisk- an — einkum hinna vel stæðu — að lita út eins og fátækur. Það eru tveir ungir menn I tiskuheiminum Frakkinn Charles Chevignon og italinn Jimmy Taverniti, sem eru brautryðjendur i þessum efnum oghafa rakaðsaman fé. A siðasta ári seldi hvor um sig föt fyrir and- virði 130—140 miijóna islenskra króna og i ár blómgast viðskiptin enn frekar. Á sýningu sem nýlega var I Milanó voru seldir nýir en snjáðir leðurjakkar frá Traver- niti fyrir 10 miljónir króna. Fyrir ári siðan var linan frá tiskufrömuðum sú að menn skyldu klæðast mjög finum fötum og var almennt álitið að nýtt, ,ele- gant” timabil væri að hefjast. Þetta virðist ætía að fara þveröf- ugt. Gluggarnir á finustu fata- verslun Rómarborgar, Alexand- er’s, lita út eins og flóamarkaður. Pokalegar buxur, leðurjakkar sem virðast vera ættaðir úr heimsstyr jöldinni og þæfðar peysur. „Þessi tiska er tekin beint af götunni”, segir Taverniti. „Al- menningur vill hafa þetta svona og mikilvægasti almenningurinn eru krakkarnir á strætunum.” Ef litið er hins vegar á verð fliknanna kemur i ljós að aðeins vel stæðir krakkar hafa efni á að lita út eins og fátæklingar. Verðið Ný tegund af plast- gróðurhúsum Hafin er framleiðsla á nýrri tegund af plastgróðurhúsum og er það Piastprent hf. sem sér um framleiðsluna I samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavikur. Þau eru samsett úr hálfbogum úr galvaniseruðu járni sem fest er á grind úr vandlega fúavörðu timbri. Yfir hálfbogana er siðan strengdur plastdúkur. Gróðurhúsin eru að sögn bæði auðveld og fljótleg I uppsetningu. Sem dæmi um verö má nefna að 3,8x10 metra hús kostar 8.850 kr. 1279 bækur og tímarit Bókavarðan, fornbókaverslunin Hverfisgötu 52 I Reykjavik.hefur nýlega sent frá sér 15. bóka- skrána. 1 bókaskránni eru alls 1279 titl- ar yfir bækur og timarit og er meirihluta þeirra venjulegar og sigildar bækur en innan um eru dýrmæti. Þar má t.d. nefna elstu ljóðabók sem prentuö var á Is- landi, þegar sleppt er veraldleg- um kveðskap Hallgrims Péturs- sonar, en það eru „Nokkur ljóð- mæli til almennings gagnsemi” útgefin eftir séra Þorlák Þórar- insson og prentuð á Hólum 1 Hjaltadal árið 1780. Einnig er að finna 1 bókaskránni eintak af frumútgáfu Sturlungu, Kaup- mannahöfn 1817-18, úrvals eintak fyrsta verks sem Hið fslenska Bókmenntaf jelag stóð fyrir prentun á. Bóksöluskráin er send ókeypis til allra sem óska utan Reykja- vikur. á buxum frá Traveniti er allt að 1000 krónum og jakki frá Chevig- non kostar yfir 4000 krónur. Báðir þessir tiskuhönnuðir halda þvi fram að það sé ákaflega dýrt að láta ný föt lita út eins og gömul. Fötin frá Taverniti eru sérstak- lega lituð og siðan sett i þvotta- vélar með sterkum efnablöndum. Chevignon byrjaði á þvi að búa til jakka úr ekta gömlum lrönskum herjökkum, þegarhann hafði ekki efni á að kaupa nýtt leður, en nú Máður jakki frá Chevignon: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þvi að skita hann út lætur hann herða og berja alla jakkana til að láta þá lita út einsog máða. „Að sjálfsögðu eru Klæðnaður frá Taverniti þetta dýrar aðlerðir”, segir Taverniti, „og aðeins besta fáan- lega efni þolir þessa meðferð". En hvers vegna i ósköpunum leggja þeir sem eru ofan á i þjóð- félaginu svona hart að sér til að lita út eins útigangar? Fyrir suma eru þessi föt einfaldlega þægileg og krakkarnir sem eru i þeim þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvi að skita þau út. Ýmsar aðr- ar ástæður eru lika til staðar. Þjóðfélagsfræðingurinn Franco Ferrarotti segir að i velmegunar- þjóðfélagi þurfi hinir riku ekki að sýna opinberlega auð sinn. „Þeir geta raunverulega leyft sér þann „lúxus” að lita út eins og úr- þvætti. Þeir þurfa ekki að sanna neitt fyrir neinum”. En ekki er allt sem sýnist. Margir af þeim sem bera snjáða skinnjakka eru i dýrum silki- blússum undir eða finum ullar- peysum og rándýrum „stæl”-leð- urstigvélum. Þegar allt kemur til alls borgar sig aðeins að lita út eins og fátæklingur ef fólk veit að þú hefur efni á þvi. (GFr —byggt á Newsweek) VOLVO 340 Ný reglugerð-Ný verð 2395 4235 Farangursrými þegar aftursæti er lagt fram er 1,2 rrr Verð f rá 129.800.- með ryðvörn (5-5-82) Hjá öðrum eru gæði nýjung - hjá Volvo hefð! VOLVO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.