Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 19
Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Núgeturðu
fengið þér Ruuktiiitam
með ílugfari og bílaleigubíl
fyrir2.963.-krónur!
Þetta er örugglega ekki ódýrasti Frankfúrtari sem hægt er að
fá, en það er líka leitun að betra og ódýrara meðlæti.
Helgarferðir Flugleiða til Frankfúrt hefjast 17. júní og verða í
boði fram til loka ágúst. Brottfarir verða alla fimmtudags-
morgna og komið heim á sunnudagskvöldum. Það er hægt
að velja um tvenns konar fyrirkomulag:
Flug og bílaleigubíll
Innifalið er flugfar og bílaleigubíll allan tímann með ótak-
mörkuðum akstri. Verð fer eftir því hversu margir eru um
bílinn og úr hvaða verðflokki hann er.
Dæmi:
5 í bíl
2 íbíl
Bíll A BÍIIB BíllC BíllD BíllE
VW Polo VW Golf Opel Ascona VW Passat BMW316
2953.00 2983.00 3008.00 3048.00 3112.00
3142.00 3218.00 3281.00 3378.00 3536.00
(plús tíkall fyrir Frankfúrtara)
Flug og gisting
Innifalið er flugfar og gisting í þrjár nætur. Hægt er að velja
milli tveggja úrvals hótela, Ramanda-lnn og Frankfurter-Hof.
Verð: Ramanda-lnn Frankfurter-Hof
tvíbýli 3765.00 4158.00
einbýli 4158.00 4552.00
Ef keypt er flug og gisting er einnig hægt að fá bílaleigubíl á
föstu verði, óháð akstri og fjölda ferþega. Verðið er frá 630
krónum.
Auk þess að vera miðstöð verslunar og viðskipta í Evrópu, er
Frankfurt stórskemmtileg borg og umhverfi hennar fagurt og
fjölbreytt. Það vantar líka örugglega ekki rúsínurnar í pylsu-
endana hjá Þjóðverjunum!
Ath. verðin sem eru gefin hér að ofan gilda fyrir fyrstu tvær
ferðirnar, en hækka síðan um u.þ.b. 500 krónur.
Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðs-
mönnum og ferðaskrifstofum.