Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 32
1DIOÐVIUINN ‘ Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum stmum: Ritstjórn 84382, 81482 og 81527, umbrot 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru biaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Helgin 29. — 30. mai 1982
■ .
nafn
írikunnar
Davíö
Oddsson
„Sjálfstæðisflokkurinn
gengur nú til kosninga undir
forystu ungs manns, Davíðs
Oddssonar. Við treystum
honum til að leiöa nýjan,
sterkan meirihluta sjálf-
stæöismanna i höfuðborg-
inni”, segir m.a. i „ávarpi til
Reykvikinga” i Mogganum
fyrir kosningar frá nokkrum
mönnum i menningu og að
störfum hjá fjöldasamtökum
i borginni. Og á fimmtudag-
inn kusu borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins Davið
Oddsson borgarstjóra
Reykjavikur i Skúlatúni.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði
mikið uppúr styrk fyrir
kosningarnar: okkur vantar,
sterkan meirihluta, okkur
vantar sterkan borgarstjóra.
Og einsog venjulega áttu
þeir i erfiðleikum að greina á
milli snarræðis, fljótræöis,
gerðræðis og bráöræðis. Allir
þessir eðliskostir eru sagöir
prýða Daviö Oddsson
— Davið Oddsson er afurð
hægri sveiflunnar i þjóð-
félaginu sem gerði viða vart
við sig fyrir kosningarnar.
Goðsögnin um forystumann
ihaldsins i Reykjavik var
klöppuðu uppá gamla móð-
inn: i heiminn er borinn nýr
Ólafur Thors. Samkvæmt
goðsögninni er hann hjarta-
hlýr, fyndinn, oröheppinn
með „ferskan andblæ”. En
þegar rýnt er i goðsögnina
sjást nokkrar misfellur, sem
altént pólitiskir andstæð-
ingar geta ekki lokaö aug-
unum fyrir.
Davið Oddsson var kosinn
Inspektor Scholae i MR með
stuðningi vinstri manna,
sem héldu að þar færi fyrst
og fremst húmoristi og and-
stæðingur hægri aflanna. En
fljótlega slettist uppá vin-
skapinn. „Þeir ætluðu að
ráðskast með mig” hefur
Davið sagt i viðtölum. Gekk
þetta svo langt að furðu
gegnir: „Ég neyddist m.a. til
að banna útkomu skóla-
blaðsins um tima”. Svona er
skammt á milli snarræöis og
gerræðis. Ritskoðunartil-
hneigingar eru ekki alveg
óþekktar i borgarstjórnar-
flokki ihaldsins, og nýrri
dæmi sýna að slikar hættur
eru fyrir hendi.
Sagt er aö pólitiskt vald
sitt i Sjálfstæöisflokknum
sæki Davið mikið til „Eim-
reiðarhópsins” þarsem
menn á borð við Þorstein
Pálsson framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins
og Hannes Hólmstein hug-
myndafræðing sem ritar
greinar til varnar riku fólki i
Moggann hittast til skrafs og
ráðagerða. Málflutningur
Daviðs i kosningabaráttunni
var lágkúrulegur — og
lýðskrumið nægir ekki i
mörg kjörtimabil. Kosninga-
loforðin voru likust hótunum
og ástæða tii að vona að hann
efni þau ekki.
Það er samt ekki af tómri
meinfýsi sem við endum
þessi orð "neb þvi að óska
Davið veharnaðar i scarfi.
— óg
r
I dag veröur upplestrar- og söngdagskrá um
„hvíta stríðið” á sýningunni íListasafni alþýöu
Áhugaliö alþýöu, sveit Ólafs Friörikssonar. t fremri röð eru: Jón
Brynjólfsson, Lárus Jóelsson, Einar Jórmann Jónsson, óþekktur,
og Hendrik Ottósson. t aftari röð eru: Kristinn Guðmundsson, As-
geir Guðjónsson, Friðrik Arason Hólm, Hjalti Gunnlaugsson,
Sveinn Sveinsson, Markús Jónsson, ólafur Friðriksson, Sveinn
Guðmundsson, Jónas Magnússon, Jafet Ottósson, Friörik Jóhanns-
son og Pálmi H. Jónsson.
„Þeir báru
hlekkina sem
gulldjásn
55
,,Þeir báru hlekkina
sem gulldjásn". Svo lýsti
Jón Engilberts listmáíari
því er Ölafsmenn voru
leiddir handjárnaðir út úr
húsi á Suðurgötu 16 í
„hvíta stríðinu" í nóvem-
ber 1921, en hann var þá
viðstaddur. Nú stendur
yfir í Listasafni alþýðu
stórmerk sýning er
nefnist „Hvíta stríðið" —
atburðirnir í Reykjavik,
nóvember '21. Hún var
undirbúin í samvinnu við
Pétur Pétursson þul, sem
eins og kunnugt er, hef ur
viðað að sér miklum f róð-
leik um þessa atburði.
Þess skal getið að í dag
laugardag kl. 15. verður
upplestrar- og söngdag-
skrá í listasafninu sem
byggir á heimildum um
hvíta striðið. Guðmundur
Ölafsson leikari hefur
tekið dagskrána saman
og flytur hana ásamt
fleiri leikrum.
Það er Sögusafn verkalýðs-
hreyfingarinnar sem stendur
fyrir þessari sýningu en það
heyrir undir Menningar- og
fræöslusamband alþýðu (MFA)
Töluvert hefur veriö fjallaö
um „Hvita striöiö”, eða
„Drengsmálið” svokallaða á
siöum Þjóöviljans á þessu ári
og þvi siðasta m.a. með upp-
rifjun á atburðunum er 60 ár
voru liðin frá þeim i nóvember
í.l. og opni.viðtali við Pécur
Pétursson fyrir skömmu.
Veröur það þvi ekki rifjaö upp
hér að nýju. Um þessi átök segir
Pétur Pétursson i sýningar-
skrá:
„Segja má að „Drengsmálið”
er svo var nefnt hafi með
vissum hætti skerpt stéttaand-
stæður þær er fyrir voru i
islensku þjóðfélagi á þriðja ára-
tug aldarinnar og leitt i ljós
tvennskonar afstöðu til mann-
lifs og verömæta. Nathan Fried-
mann, munaðarlaus rússneskur
drengur um fermingaraldur, er
Ólafur Friöriksson hittir vega-
lausan á ferðum sinum, verður
einskonar tákn vakn-
andi islenskrar verklýðsstéttar
um það stefnumál hennar og
takmark að verja veikan gróður
og „koma öllum til nokkurs
þroska”. Alþjóðleg samhyggja,
án tillits til þjóðernis og landa-
mæra, frumkristin bræöralags-
hyggja og hugsjón vinnulýðs
birtist i afstöðu alþýöu þá er hún
tekst á viö yfirstétt, heilbrigðis-
yfirvöld, lögreglu og dómstóla
um örlög drengsins og fóstra
hans og foringja sins.”
Og sem dæmi um heiftina sem
greip menn við þessa atburði
má nefna grein sem var skrifuð
af menntaskólapilti tveimur
árum eftir að ólafur Friöriks-
son var náðaöur vegna mót-
þróa við lögreglu i máli Nathans
Friedmanns. Þessi piltur átti
siðar eftir aö veröa lögreglu-
stjóri i Reykjavik, sáttasemjari
og hæstaréttardómari, vel lið-
inn og mætur maöur i hvivetna:
„Nokkrir lýðsnápar og auönu-
leysingjar hafa viljað koma sér
I mjúkinn hjá alþýöu manna
með þvi að heita henni brauði en
hafa aö minu áliti gefiö henni
grjót. Þessir menn skella jafnan
sinni eigin skuld á aðra og kjósa
aö vinna bak viö tjöldin elns og
ljósiælnar moldvörpur. Reyna
Natlian !> riedman, rússneski drengurinn. Myndin er tekin fyrir utan
Eyrarsundsspitala 25. febrúar 1922
£. A e 3 . .r . .
f r a
Chefen for Inupelct i onnaí:i bet "iQl indo PalK*.
45
Modtajet den 1 '•) * No vc.’nbe r , Kl.7
t i 1
Uarineminíftttfri-ct.
Der»o;n Miniaten>im her .beg&re Hj*lp uf Mili-
tær imoa Acvolui. ion-era, anal je*cj da akrivie índ. Danake Umíatera
Mening aÞoolut r.ttj , nu n Men t nt{ modnut, udbedcr nug Porholdaordre
cvcntuclt ja eller nej. I Cuar ulvorlii« Optajer her.
(aiijn) Brobcrg.
Skeyti frá skipstjóranum á danska herskipinu „Islands Falk” til
danska varnarmálaráðuneytisins þar sem dönsk hernaöaraöstoö
vegna „uppreisnar i Reykjavik” er til umræöu.
þeir þvi að rifa hyrningarstein-
ana undan þjóðerni voru og
leggja þjóðina i þær rústir, er
verða megi grundvöllur bylt-
inga og blóðsúthellinga. Þarf
ekki annað en minna á ólafs-
atið forðum þvi til sönnunar.
Gildi þessarar stefnu, i sinni
bestu mynd, er ég ekki fær um
aö dæma, þvi þannig hefur hún
ekki komiö fyrir augu vor
Islendinga. En það liggur hverj-
um heilvita manni I augum
uppi, aö þessi stefna, hve góð
sem hún kann að vera,hlýtur aö
veröa að argasta skrimsli i
höndum þeirra leiðtoga, sem
hún á hér á landi, þvi að al-
kunnugt er, aö sá helsti þúrra
er æsingamaður hinn mesli og
ætti samkvæmt landslögum ein-
um, að gista betrunarhúsið.”
A sýningunni i Listasafni al-
þýöu eru ljósmyndir og ljós-
prentuð skjöl, blöð, bréf og
aðrar heimildir frá tslandi,
Danmörku, Frakklandi og fleiri
löndum. Sem dæmi um það
hversu þessir atburðir vöktu
mikla athygli erlendis er bréf
frá Guðmundi Vilhjálmssyni,
siöar forstjóra Eimskip til
Benedikts á Auðnum, skrifað 13.
janúar 1922 frá Leith. t þvi
stendur m.a.:
„Bresk blöö eru öll full meö
frjettir um bolsevikauppþot er
þau segja að haf: átt sjer síað I
Reykjavik.”
—GFr