Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. mal 1982 Helgin 29. — 30. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 — Ert þú Friða frænka? spyr ég- Hún hristir kollinn og segir svo ekki vera og visar okkur á aðra unga konu i innra kamesi. — Þú munt vera Friða frænka, segi ég. — Nei, ég heiti Anna Ringsted. Verslunin er Friða frænka. Nú, þar lágu Danir i þvi. Það er sem sagt verslunin sem heitir Friða frænka, og sennilega er það nafn með rentu þvi að þarna inni er sannarlega frænkulegt og fritt um að litast. 1 tveimur stofum ægir aðskiljanlegum klæðum og varningi saman,en þó er öllu hag- anlega fyrir komið, allt hreint og snurfusað og ryklaust. Þetta er ekki eins og sumarskranbúðir. Gardinur, krukkur, tölur, dósir, teppi, eyrnalokkar, keleriis- myndir, Jesúmyndir, lampar, út- varp, strútsfjaðrir, klukkur, disk- ar, styttur, gleraugu, körfur, háls- men, vasar og hattar. Anna Ringsted heitir kaupmað- urinn og hún segir að allt sé gam- alt i búðinni nema strútsfjaðrirn- ar. — Hvaðan færðu varninginn? — Flestfæ ég frá útlöndum, að- allega Belgiu, Hollandi og Eng- landi en einnig kaupi ég allt af fólki hér heima sem mér þykir fallegt. — Og hvernig gengur? — Þaö gengur alltaf betur og betur. Hér kemur fólk á öllum aldri. Fullorðna fólkið hefur gam- an af þvi að koma hér inn og rifja upp gamla tima og unga fólkið er spennt fyrir ýmsu hérna. — Sérhæfirðu þig i einhverju sérstöku timabili? — Eins og ég sagði áðan kaupi ég allt sem mér þykir fallegt en hef þó mestan áhuga á timabilinu eftir strið, svokölluðu artdeco timabili. Þá fóru að koma miklir litir i tiskuna eftir grámósku striðsáranna og eru þeir stundum allt að þvi glannalegir. — Hvað gengur best? — Það eru aðallega gardinur og Skrifstofa kaupmannsins, önnu Ringsted, er I stil við allt annað I búðinni. Gramsað hjá Fríðu frœnku Einhver skemmtilegasta búð, sem nú er i Reykja- vik, heitir Friða frænka og er i Ingólfsstræti 6. Lik- lega hefur hún farið fram hjá býsna mörgum, enda er hún dálitið til hliðar við meginstrauminn, handan við horn ef svo mætti segja. Auk þess lætur hún ekki mikið yfir sér, aðeins tveir búðargluggar á gömlu timburhúsi og þarf að fara upp tröppur til að kom- ast inn i hana. Verslunin Friða frænka er orðin árs- gömul og satt að segja veitti ég sjálfur henni ekki athygli fyrr en um daginn þegar ég rakst á pinulitla eindálka auglýsingu i dagblaði. Mér fannst nafnið frumlegt og tvær vinkonur minar upplýstu mig um ágæti búðarinnar. Ég ákvað að fara á vettvang með ljósmyndara og heimsækja Friðu frænku. Þetta var i blíðviðrinu á mið- vikudaginn og bærinn fullur af fólki. Þegar viðstóðum á horninu á Bankastræti og Ingólfsstræti sáum við strax skiltið, fagurlega málað, innan um mörg önnur: Utan á búðinni blakti m.a. hvitt nærhald. Þaö trekkirsjálfsagt að. FRIÐA FRÆNKA ANTIQUE. Og viti menn! Neðan undir þvi blakti snjóhvitt nærhald i vorgolunni. Ung kona gekk til móts við okk- ur er við smeygðum okkur inn um dyragættina. Saumakonan, Svala ólafsdóttir, hallar sér fram á strauboröiö á miðju búðargólfinu. Hún saumar fllkur upp úr gömlum efnum Hver hlutur nýtur sin vel hjá Fríðu frænku. Hér er kelerlispóstkort I ramma, dós utan af grammófónnálum, skrautlegir eyrnalokkar með smetlum, og vasi svo að eitthvaðsé nefnt. Eitthvaö fyrir unglingana. Fullar skálar af eftirstrlðsáraeyrnalokkum dúkar,en einnig seljast t.d. skart- gripir og póstkort vel. Ég kaupi lika mikið af gömlum efnum er- lendis og læt sauma flikur uppúr þeim. Þaðer hún Svala ólafsdótt- ir sem þið hittuð þegar þið komið inn, sem er saumakonan min. — Hvernig veistu að þetta eru gömul efni þegar þú kaupir þau? — Slik efni eru einfaldlega ekki framleidd lengur t.d. góð baðmullarefni og hör. Þessi efni eru ofboöslega vinsæl erlendis enda verða þau dýrari og dýrari með hverju ári sem liður. — Hérna ertu með fullar skálar af gömlum og skrautlegum eyrnalokkum. Hver kaupir nú svoleiðis lagað? — Unglingarnir kaupa þá mik- ið, oft einn og einn stakan þvi að það fellur inn i pönktiskuna. Þessir eyrnalokkar eru lika meö smellum en ekki fyrir göt i eyrun og eru þess vegna þægilegir. — A hvað selurðu póstkortin? — Þau kosta frá 4 kr. og upp i 8 kr. stykkið en gömul islensk kort eru dýrari. Ungt fólk er sérstak- lega spennt fyrir gömlu keleris- kortunum. i öðrum glugganum var alda- mótaklukka með styttu. — Kunna Islendingar að versla isvona búð? — Nei, það er nú varla. Þeir hafa tilhneigingu til að koma og kaupa svo einhvern hlut sem ligg- ur efst i hrúgu, en i svona grams- búðum á að róta i öllu og gefa sér góðan tima. Maður kemur ekki og stoppari lOminútur. Inn af búðinni er smákompa og þar hefur Svala aðsetur viö saumaskapinn. Strauborð er hins vegar á miðju búðargólfinu svo að þetta er afskaplega heimilis- legt. Anna segir okkur að hún þvoi allt og hreinsi sem hún fái og ekkert skitugt fari i búðina. Hún vill taka fram að hún kaupi af fólki og taki i umboðssölu. Við ljósmyndarinn grömsum dálitið hjá Friðu frænku áður en við förum út og það sem i fljótu bragði hefði kannski sýnst ótta- legt drasl niður i kjallara heima hjá manni verður bara fallegt i þessari litlu búð. Hún er likiega súeinasinnar tegundar i Reykja- vik og auðgar götulifið. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.