Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. maí 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið I Reykjavik — Aðalfundur Aðalfundur Alþýöubandalagsins i Reykjavik verður haldinn 2. júni, n.k. i Hreyfilshúsinu (2. hæö) á horni Miklubrautar og Grensásvegar. — Fundurinn hefst kl. 20.30. — Dagskrá nánar auglýst siðar. Laga- breytingartillaga og tillaga uppstillingarnefndar liggja frammi á skrif- stofu félagsins Grettisgötu 3frá og með 1. júni. — Stjórn ABR. Tertudiskar og annað i óskilum Deir félagar og stuöningsmenn sem lánuðu tertudiska og önnur íiát, húsbúnaö og aöra hluti á kosningamiðstöðina, geta nálgast eigur sinar áskrifstoíu Alþýöubandalagsins i Reykjavik að Grettisgötu 3, opið 9-5 simi 17500. Meö kærri þökk. — ABR. Alþýðubandalagið á Akureyri heldur áriöandi félagsfund laugardaginn 29. mai kl. 16.00. — Stjórnin. Alþýðubandalagiö Hafnarfirði — Félagsfundur Meirihluta- mynduná Stokkseyri Samkomulag hefur tek- ist á milli G-lista Alþýðu- bandalagsins og E-lista Framsóknar- og Alþýðu- flokksmanna um myndun meirihluta á Stokkseyri. Margrét Frimannsdóttir efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins verður odd- vitinýja meirihlutans. t kosningunum fékk G-listi Alþýðubandalagsins flest atkvæði eða 28.7% og tvo menn kjörna. E-listi Framsóknar- og Alþýðu- flokksmanna sem nú mynda meirihluta með Alþýðubandalag- inu, fékk 81 atkvæöi og tvo menn Margrét Frimannsdóttir kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks- ins hlaut 59 atkvæði og einn mann kjörinn og H-listi óháðra kjósenda hlaut 76 atkvæði og tvo menn kjörna. Fulltrúar Alþýðubanda- lagsins eru þau Margrét Fri- mannsdóttir oddviti og Grétar Zóphaniasson varaformaður verkalýðsfélagsins Bjarma á Stokkseyri. 1. des. á sl. ári voru ibúar hreppsins 549. — óg Alþýðubandalagió i Hafnarfirði boðar til almenns félagsfundar þriðju- daginn 1. júni iSkálanum (Strandgötu 41) kl. 20.30. Dagskrá: 1) Staöan i meirihlutamyndunarviðræðum. 2) Nefndarkjör i bæjarstjórn. 3) önnur mál. — Allir félagar hvattir til að mæta. — Veðrið um helgina: Stjórnin. Alþýðubandalagið________ Miðstjórnar- fundur Miðstjórn Alþýðubandalags- ins er boöuð til fundar mánu- daginn 7. júni i Þinghól i Kópavogi, kl. 17.00 Dagskrá: 1) Orslitkosninganna: Framsaga Svavar Gestsson 2) Önnur mál. Athugið breyttan fundar- tíma Austan- átt og þung- skýjað „Við gerum ráð fyrir aust- lægri átt áfram og heldur köldu veðri á Austur- og Norðurlandi. Sunnanlands verður sólarlaust og rigning með köflum við Faxafló- ann”, sagði Knútur Knudsen veöurfræðingur þegar við forvitn- uöumst fyrir hjá honum um hvftasunnuveðrið. „Það er hætt við að rigni nokkuð á S-Austurlandi en helst er von á sólarglætum á Norður- landi. Þetta er alls ekki siæmt veður, þaö er oft miklu verra”, sagði Knútur. — «g Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík Aöalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 2. júní kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu (2. hæð) á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Dagskrá: 1. Skýrsla sfjórnar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður ABR. 2. Reikningar ársins 1981 og tillaga um árgjald 1982. Pétur Reimarsson, gjaldkeri ABR. 3. Umræður og afgreiðsla. 4. Tillaga kjörnefndar um næstu stjórn ABR og endurskoðendur og kosning stjórnar. 5. Tillögur um lagabreytingar og reglugerðarbreytingar og af- greiðsla. 6. Úrslit borgarstjórnarkosninganna. Frummælandi Sigurjón Pétursson, borgarf ulltrúi. 7. önnur mál. Þorbjörn Pétur Á skrifstofu félagsins liggja frammi frá og með 1. júní fyrir félagsmenn eftirtalin aðalfundargögn: 1) Reikningar ABR 1981. 2) Tillaga um stjórn ABR. 3) Tillaga um lagabreytingu. 4) Tillaga um breytingu á forvalsregl- um. 5) Lög ABR. 6) Forvalsreglur ABR. Sigurjón Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til aö fjölmenna á aðalfundinn Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík Síðasta sýning á Don Kíkóta Allra síðasta sýning á hinni rómuðu sýningu Alþýöuleikhússins á Don Kikóta veröur í kvöld I Hafnarbiói. Menn eru hvattir til að láta ekki þcssa sýningu fram hjá sér fara, en hún hlaut sem kunnugt er mikið lof gagnrýnenda. Myndin er af Sif Ragnhildardóttur og Arnari Jónssyni i hlutverkum sinum. Breytingar á akstri strætó Nú um mánaöamótin taka gildi eftirfarandi breytingar á akstri strætisvagna Reykjavikur. Leið 2: Framvegis verður ekið á 15 min. fresti frá kl. 7 til kl. 19 á mánudögum og föstudögum i stað 12. min. áður, en með þvi fæst sama tíðni og á öðrum leiöum SVR, þannig að mun auðveldara verður að skipta milli vagna á leiðinni og öðrum leiðum SVR en hingað til. Fyrsta ferö frá Granda verður kl. 6.50, en Skeiðarvogi kl. 6.55, og siðan á 15. min. fresti til kl. 19. Ferðir á leið 2 á kvöldin og um helgar verða óbreyttar frá þvi sem verið hefur. Leið Melar-Hliðar: Tilrauna- akstur, sem hófst á leiðinni i fyrrahaust, hefur gefið þá raun, að ákveðið hefur verið að halda honum áfram enn um sinn nema hvað ferðir á helgidagsmorgnum fyrir kl. 10 verða felldar niður vegna ónógrar eftirspurnar. Fyrsta ferð frá Hlemmi á helgum dögum verður þvi framvegis kl. 10.07. Að öðru leyti verða ferðir á leið- inni óbreyttar frá þvi sem verið hefur. Sérprent með ofangreindum breytingum munu fást á miða- sölustöðum SVR, og er farþegum bent á að afla sér þeirra, en breytingarnar munu siðan 'verða teknar upp i næstu prentun á leiðabók SVR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.