Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.05.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. mai 1982 dægurtónlist Combat rokk Þá er biöin loks á enda og hin langþráöa Clash plata, Combat Rock, loksins komin. Nú er rúmt ár frá þvi meistara-verkiö Sandinista leit dagsins ljós. Allt er á huldu um framtiö hljómsveitarinnar þvi Joe Strummer söngvari og gitar- leikari hljómsveitarinnar er horfinn og hefur ekkert til hans spurst I nokkrar vikur. Þetta hvarf Joe Strummers minnir nokkuö á brotthlaup Jas Colman Jón Viðar Sigurðsson* ^ 1 skrifar úr Killing Joke hér á dögunum. Hvort Strummer sé endanlega hættur I Clash skal ósagt látiö en miklar vangaveltur eru I gangi um afdrif Strummers I bresku músikpressunni. 1 nýjasta Melody Maker má sjá frétt þar sem segir aö Strummer hafi veriö vera frá öörum hnetti! Flestir telja þó aö Strummers hafi horfiö af sjónarsviöinu til aö meta stööu sina og stööu hljómsveitarinnar. óneitanlega varpar hvarf Strummers skugga á plötuna og setur aö manni kviöa um fram- tiö hljómsveitarinnar. Þvi þaö yröi mikiö fráfall ef Clash hyrfi af sjónarsviöinu, þvi meö henni myndi hverfa merkisberi alls þess sem pönkiö táknaöi i upp- hafi. Combat Rock er frábrugöin fyrri plötum hljómsveitarinnar aö þvi leyti aö þeir hafa róast og keyrslan ekki eins mikil og áöur þó krafturinn sé enn á sinum staö. Tónlistin á þessari plötu er eins og gefur aö skilja öllu heil- steyptari en á Sandinista, þeir geta þó ekki á strák sinum setiö eins og heyra má f laginu „Overpowered by Funk”. Ég varö fyrir örlitlum vonbrigöum fyrst, en eftir aö hafa hlýtt á plötuna nokkrum sinnum þá likar mér betur og betur viö hana. Hljóöfæraleikur er allur hinn ágætasti og söngur Strummers góöur eins og endranær. You have the right not to be killed murder is a crime unless it was done by a policeman or aristocrati. (Úr Know your right) Textarnir eru eins og áöur mjög góöir og auöheyrt aö þeir Clash. hafa engu gleymt af sinum fyrri hjartansmálum. Textarnir eru mjög skýrir og þarf ekki mikiö til aö greina og skilja boöskap þeirra. Margir hafa gagnrýnt þá eftir aö þeir komust i álnir. og fundist þeir ekki vera sam- kvæmir sjálfum sér I oröi og æöi. Þaö er lifa viö allsnægtir og berjast um leiö fyrir þeim sem minna mega sin. Hvort þessi gagnrýni er réttmæt skal ósagt látiö en hitt finnst mér virö- ingarvert aö þrátt fyrir vel- gengnina skuli þeir ekki hafa gleymt uppruna sinum og selt Mammon sig meö húö og hári. Can you cough it up loud and strong the immigrants they wanna sing all night long it could be anywhere most likely could be any frontier any hemisphere no mans land there aint no asylum here king Solomon he never lived round here. (Úr Straight to Hell) Combat Rock er plata sem vinnur á, plata sem sýnir aö ýmislegt býr enn i hljómsveit- inni. Svo er bara aö vona aö Strummer birtist og viö fáum aö njóta ávaxta af samstarfi þeirra i nokkur ár enn. — JVS Paul Simonon bassaleikari Clash. Myndina tók — gel — á Listahátiö '80. Jethro Tull Gamlir en standa enn fyrir sinu. Þaö fylgir þvi alltaf viss spenna þegar maöur fréttir aö ný plata meö Jethro Tull/Ian Anderson sé á leiöinni. Þvi þetta er ein af þeim fáum hljómsveit- um sem hafa fylgt manni i gegnum árin. Nýjasta plata hljómsveitar- innar heitir Broadsword and the Beast og er sennilegast 12.-15. plata meö hljómsveitinni. Sein- ustu plötur hljómsveitarinnar hafa veriö svona upp og ofan og þvi biöur maöur milli vonar og ótta eftir næstu plötu, þvi aldrei er hægt aö vita hverslags af- sprengi Anderson elur af sér. Sannast sagna þá er þessi plata meö þvi besta sem Ian Anderson/Jethro Tull hefur lát- iöfrá sér fara um alllangt skeiö. Tónlistin er ekkert ný, en það er samt eitthvað kynngimagnaö viö hana eitthvaö sem gamlir aödáendur geta ekki slitiö sig frá. Þetta er gamla Jethro Tull tónlistin matreidd öllu ferskari og liflegri en oft áöur og þaö er sennilegast þaö sem gerir gæfu- muninn fyrir plötuna. Ég hef aldrei skynjaö Ian Anderson sem neinn sérstakan textahöfund, ekki svo aö skilja aö mér hafi fundist hann léleg- ur, en nú bregöur svo viö aö mér finnst textar hans aldrei hafa veriö betri. Hvort Anderson hef- ut tekiö breytingum eöa augu min opnast er ekki gott aö segja. En ég hef aldrei fflaö texta hans jafnvel og nú, og margir þeirra finnst mér orö i tima töluö. Hljóöfæraleikur er eins viö er aö búast mjög góöur, enda engir aukvisar sem skipa hljóm- sveitina,skal þar fremstan telja fyrir utan Anderson sjálfan, David Pegg fyrrum meölim i hinni stórkostlegu hljómsveit Fairport Convention. Broadsword and the Beast er góö plata fyrir gamla aödáend- ur og ágætis inngangur fyrir þá sem ekki hafa hlýtt á þessa merkis hljómsveit. Þaö yljar manni alltaf um hjartarætur aö heyra aö gamlar hetjur skuli enn búa yfir lifsþrótti. —jvs. austur Og norður Hljómsveitin Egó verður i hljómleikaferöalagi um Austur- og Norðurland næstu dægrin. þeir byrja i Sindrabæ á Höfn i Hornafirði l.júni.þann )(,veröa þeir i Félagslundi i Reyöarfiröi, 4. Herðubreið á Seyðisfirði, þann 5.kl. 4 i Egilsbúö á Norð- firöi og aö kvöldi sama dags á dansiballi i Valaskjálf. 8. júni veröa Egóistar á Hótel Húsavik, þann 9. i Dynheimum á Akur- eyri og þann 10. i Hótel Höfn á Egó: Þorleifur bassaleikari, Bergþór gitarleikari, Bubbi Morthens söngvari og Magnús trommari. Siglufirði. ákveðið enn, vegna þess að ekki listahátiðinni ásamt Human Framhald reisunnar er ekki er dagljóst hvort Egó leikur á Legue i Höllinni. Nætur- útvarp Allt bendir til að nætur- útvarpið skelli á nú í júní á aðfaranóttum sunnu- daga. Umsjónarmaður þess verður Stefán Jón Hafstein fréttamaður og hefur hann sent fjöl- miðlum og fleirum skrif nokkurt, sem ástæða þykir til að birta. Erindi Stefáns er svohljóðandi: Yður er hér með boðið að taka þátt i að velja efni i tónlistar- dagskrá útvarpsins i sumar, um aðfaranætur sunnudaga. Vin- samlegast ritið nafn og sima- númer á snepilinn ásamt þvi sem beðið er um. Óskað er eftir þvi að valið sé það efni úr rokktónlist siðustu 25 ára eða svo, sem talið er skara framúr. Hér er átt við rokk i „viðasta skilningi”. Nefnið eina framúrskarandi, stóra, frumútgefna rokkplötu, og flytjanda. Veljið eitt framúrskarandi rokklag. Veljiö framúrskarandi islenskt rokklag. Nefnið bestu nýbyljgjuhljóm- sveitina. Valið er auövelt — takk fyrir! Sendist næturútvarpi Skúlagötu 4, Reykjavik. Þetta má afrita með ýmsum hætti og afhenda kunningum. Stefán Jón Hafstein frétta- maður, umsjónarmaöur væntanlegs næturútvarps i júni og júlí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.