Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 3
Helgin 5.—6. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fimmta hvern dag flytur íslensk fjölskylda inn í hús frá S. G. Einingahúsum á Selfossi Úr aldaánnál í Danmörku Fyrir skömmu brá Litli leik- kiúbburinn á tsafirði undir sig betri fætinum og hélt til Næstved i Danmörku á Norræna menn- ingarhátið, sem þar er haldin um þessar mundir. Leikklúbburinn sýndi þar leik- ritiö Úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson i leikstjórn Kára Halldórs, og að þvi er fregnaðist frá Næstved gengu sýningarnar ljómandi vel. Leikklúbbsfólkið kemur aftur heim um þessa helgi, og mun n.k. þriðjudag sýna leikrit Böðvars i Gamla biói og er sú sýning haldin á vegum Listahá- tiðar i Reykjavik. Myndina sem birt er hér, hannaði Jenný Guð- mundsdóttir, og prýðir hún ekki aðeins plakat, sem leikklúbbur- inn gaf út i tilefni frumsýningar- innar á verkinu — sem Böðvar skrifaði sérstaklega fyrir Litla leikklúbbinn — heldur einnig leikskrá, póstkort og bókarkápu, en klúbburinn gaf leikritið út á bók. Nýja teiknibókin er komin Traust og hlý timburhús Ótæmandi möguleikar Hver er reynslan? Hvað sparast? Hafið samband EININGAHUS SÍMAR 99-1876/2276 SELFOSSI Nýr bæjarstjóri í Eyjum A fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja eftir kosningar sem haldinn var sl. miðvikudag, var ráðinn nýr bæjarstjóri Ólafur Elisson með atkvæðum sjálf- stæðismanna sem mynda meiri- hluta bæjarstjórnar. Ólafur er 28 ára gamall Reykj- vikingur, viðskiptafræöingur aö mennt, og hefur starfað við endurskoðunarstörf i Vest- mannaeyjum um nokkurt bil. Þá hafa Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja og Verkakvenna- félagiö Snót boðað til verkfalla 10. og 11. júni n.k. og ótímabundins yfirvinnubanns frá og með 14. júni hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. Guðm. Vestmeyjum rettri Vestur Þýska þvottavélin Royal 85 frá BBC er engin venjuleg þvottavél, því hún hefur til að bera afburðaeiginleika svo sem: 1. Þeytuvinduhraða - 800 sn. á mín. , 2. Þyngd -102 kg sem gerir vélina hljóðláta og mjög stöðuga í þeytivindingu. 3.ÞÚ getur ráðið hita þvottavatnsins með sjálfstæðum hitastilli. i 4.Toppstykkið á vélinni er hannað sem vinnuborð. 5. Hæð - 85 cm, breidd - 60 cm, dýpt - 60 cm. Þess vegna er BBC á réttri bylgjulengd. Skipholti 7 símar 20080 — 26800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.