Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVÍLJINN Heígin 5.-6. júnl 1982 DJOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan öiafsson. Fréttastj óri: Þórunn Siguröardóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ölafsson, Magnús H. Gislason, ólafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson Utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar:Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. (Jtkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi: 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjjórnargrei n Hinar ýmsu plágur Reagansáranna • Það er gamall evrópskur siður að gera lítið úr mun- inum á stóru flokkunum tveim sem skiptast á um að stjórna Bandaríkjunum. En sú Reagansöld sem við nú lifum minnir okkur óþyrmilega á það/ að sá munur getur verið furðu mikill, hægrisveiflan er annað og meira en mannaskipti í valdastólum. • Oft vitna menn þá til þess, að stjórn Reagans hef ur gert ítrekaðar tilraunir til að ríf a niður það velferðar- kerfi, sem Demókratar hafa átt mestan þátt í að koma upp. Félagsleg þjónusta Demókratastjórna hef- ur að sönnu verið gloppótt og mætti skrif a um það ef ni langt mál. En enginn veit hvað átt hef ur fyrr en misst hefur: þessi misseri má lesa í bandarískum blöðum margar harmatölur af atvinnulausu fólki, minnihlut- um, öldruðum, sjúkum, sem hafa orðið fyrir barðinu á hagfræðilegum hugsjónum Reagans og hans nóta. í þeim málum hef ur svo sannarlega sýnt tennurnar það íhaldslið, sem fjasar margt sér til réttlætingar um misnotkun á félagslegri aðstoð meðan það sjálft lætur forsetann sinn lækka á sér skatta. Með þeim afleið- ingum helstum, að þær vörur sem best sel jast f banda- riskri kreppu nú um stundir eru fokdýrar lúxusvörur. 32. þing BSRB hófst i gær aö Borgartúni 6. 193 fulltrúar 33 félaga Bandalagsins sitja þingiö auk erlendra og innlendra gesta. Þinginu lýkur á þriöjudag. 32. þing BSRB hófst í gœr: Höfumdregist afturúr Sagöi Kristján Thorlacius í rœðu sinni • Annað einkenni er á öld Reagans sem er kannski ekki óþarft að rifja upp í dag, þegar listahátíð er að hefjast. Þar er átt við að með hægrivindum hefur þeim vaxið mjög af I, sem beita ritskoðun og bönnum sjónvarpsefni, kvikmyndir og bækur undir yfirskyni siðgæðis. Hér er á f erðinni afturhaldssöm f ylking sem kallar sig Siðferðislegan meirihluta. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því, að þótt lið þetta fari af stað undir fánum andúðar gegn ógeðfelldu ofbeldi og klámi, þá er fyrst ráðist gegn einkar friðsamlegum grínþætti eins og Löðri — vegna þess að siðferðismenn þola ekki hnyttnar athugasemdir þeirra þátta um marga þá fordóma og vitleysur sem uppi eru í samfé- lagi þeirra. • íhaldið lætur sér ekki nægja að banna Löður og MASH með því að hóta auglýsendum sem kosta þætti þessa viðskiptabanni. Þeir vilja ráðast gegn kvik- myndagerð sem um hríð hefur haft miklu frjálsari hendur en sjónvarpið, enda óbundnari auglýsendum. Þeir hrósa sér líka af því, að þeir geti bannað að til- teknar bækur séu hafðar á bókasöfnum. Einn af for- ystumönnum Siðferðilega meirihlutans hrósar sér af því í viðtali, sem f yrir skömmu var þýtt í Morgunblað- inu, að hans menn hefðu „komið út úr húsi á skóla- bókasöf num allt að 80% af þeim bókum sem okkur lík- ar ekki." Og þegar menn skoða lista yfir bækur, sem bannaðar hafa verið með þessum hætti, þá kemur margt undarlegt upp, sem rifjar það upp, að hvort sem ritskoðarar starfa fyrir einræðisríki eða hags- munasamtök þá verður ekki heil brú í bönnum þeirra — þau byggja á þeim geðþótta í bland við óvæntustu fordóma sem felast í orðunum „okkur líkar ekki". Siðferðismeirihlutinn svokallaði hamast bæði gegn skemmtanaaiðnaði sem stundum er kenndur við lág- menningu og svo gegn þeirri menningu sem kemst á skólabókasöfn — og þá m.a. gegn líffræðibókum sem byggja á þróunarkenningu. Og Reagan forseti tekur undir við þetta lið með sínum hætti. Hans helsta f ram- lag til hinna andlegu mála er að skera niður framlög til „hámenningar" — þ.e. þeirra lista sem Listahátíð brosir við — og setja í ríkisskólana morgunbænir, enda þótt það sé ekki í samræmi við það ákvæði bandarískrar stjórnarskrár að ríkið skuli ekki skipta sér af trúmálum. • Þessar hremmingar í Bandaríkjunum minna einnig á annað. Frjálshyggjumenn sem svo eru nefndir vilja halda því f ram, að kapítalismi og markaðslögmál séu meðal annars nauðsyn til að tryggja frelsi í listum og menningu. Sigurganga Siðferðismeirihlutans gengur þvert á slíkar staðhæfingar. Sú saga sýnir einmitt á- gætlega að það eru kóngar markaðsaf lanna, auglýs- endur, sem taka af skarið um það, hverskonar skemmtun obbinn af bandarískum þegnum fær — eða fær ekki. ÁB. 32. þing BSRB hófst I gær og veröur fram haldiö i dag. Þinginu iýkur á þriöjudag eftir aö lokiö er kosningum og afgreiöslu mála. t ræöu sinni viö setningu þingsins sagöi Kristján Thorlacius, for- maöur BSRB, meöal annars: — Þetta þing mun taka til um- ræöu og afgreiöslu mörg þýöing- armikil málefni. Höfuöviöfangs- efni þingsins veröa mótun stefnu vegna væntanlegra kjarasamn- inga á þessu ári og samningsrétt- ur samtakanna. Rannsóknir Kjararannsóknarnefndar sem er samstarfsnefnd Alþýöusam- bandsins og samtaka atvinnurek- enda sýna, aö 53% annarra en op- inberra starfsmanna taka hærri Leiðrétting Kjaranefnd Félags islenskra sjúkraþjálfara vill koma á framfæri leiðréttingu vegna greinar sem birtist i siðustu viku um samanburð á launum sjúkraþjálfara og annarra há- skólamenntaðra manna i starfi hjá riki og borg. Þar sagði að sálfræðingur með BA próf hlyti laun skv. lfl. 107 BHM. Hið rétta er að sál- fræðistörf eftir BA próf i sálar- fræði (148) einingar) eru launuð skv. 17. launafl. BSRB, en það samræmist lfl. 107 BHM. Er þetta samkvæmt sérkjara- samningum BSRB frá 1. jan. 1982. þó upplýsingar frá Sál- fræöingafélagi Islands hermi aö enginn þiggi iaun skv. þessu. Leiðrétting I forystugrein Þjóðviljans i gær varð undarlegt brengl við umbrot blaðsins. Upphaf for- ystugreinarinnar lenti inn i henni miðri, en hins vegar var byrjað á setningum úr miðri greininni! Vilji menn lesa greinina rétta skulu þeir byrja á 36. linu og samfellt að 72. linu, siðan 35 fyrstu línurnar og loks 6 siðustu linurnar. Þá fá menn rétta for- ystugrein. Máske hefur einhver gaman af að spreyta sig á þessu! Lesendur biðjum við velvirð- ingar á þessum mistökum. Kristján Thorlacius setur þing- iö. Ljósm. —eik. laun en kjarasamningar kveða á um og nema þær yfirborganir aö meðaltali 15-16%. Auk þessa eru samkvæmt sömu rannsókn 35% i ákvæöis- eða bónusvinnu, sem skapar umtalsverðar launahækk- anir. Þannig sýnir samanburöur á raunverulegum launagreiðslum að opinberir starfsmenn hafa auk almennrar kjaraskeröingar und- anfarin ár, dregist verulega aftur úr öörum f launakjörum, sagði Kristján Thorlacius m.a. i ræðu sinni. Það kom fram I ræðu formanns að eitt af meginverkefnum BSRB þingsins verði að marka stefnu i samningsréttarmálum samtak- anna. Kristján kvað einnig ein- sýnt að auk þess yröu tekin til rækilegrar umfjöllunar mál eins og skattamál, efnahagsmál, lif- eyrissjóðsmál, jafnréttismál, málefni aldraðra, fræðslustarf samtakanna, útgáfumál og or- lofsheimilamál. Nánari grein veröur gerö fyrir störfum þessa BSRB þings f Þjóö- viljanum eftir helgi. —V, Alþýðubandalagið _ Miðstjórnar- fundur Athugið breyttan fundar- tíma Miðstjórn Alþýðubandalags- ins er boðuð til fundar mánu- daginn 7. júni i Þinghól i Kópavogi, kl. 17.00 Dagskrá: 1) Crslit kosninganna: Framsaga Svavar Gestsson 2) önnur mál. Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Félagsfundur Alþýðubandalagið i Hafnarfirði boðar til félagsfundar i Skál- anum (Strandgötu 41) mánudagskvöldið 7. júni kl. 20.30. Undir- búningur fyrir bæjarstjórnarfund nefndarkjör og fl. Félagar fjölmennið. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.