Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 9
Helgin 5.—6. júnl 1982 ÞJóÐVILJINN — SIDA 9 Brennivínslausa helgin A föstudag fyrir hvitasunnu var rikiö lokað eins og alkunna er og mikið er búið að rifast um, opin- berlega og i hljóði. Sjálfur var ég dálitið reiður til að byrja með og var jafnvel á timabili að hugsa um að skrifa lesendabréf i blaðið undir nafninu: Ættstór bóndi úr Fljótunum. bar ætlaði ég að ausa úr skálum reiði minnar yfir fjár- málaráðherra og segjast hafa ætlað halda upp á sjötugsafmælið mitt á hvitasunnu en það hafi far- ið algjörlega út um þúfur vegna þess að ekki var drukkið að skag- firskum hætti eins og við á i slik- um afmælum. Og nú mætti Ragn- ar Arnalds bara fara að vara sig. Svo hætti ég við allt saman. Nógir voru aðrir til að skrifa. Ég tók m.a.s. upp á þvi að stunda heilsurækt um hvitasunnuhelgina i stað þess að liggja í þvi frá laug- ardegi til mánudags sem ég hefði kannski ella gert. Ég gekk Leggjabrjótsleið á sunnudag, frá Botnsskála i Hvalfirði og yfir til Valhallar á Þingvöllum. Ferðin tók hálfan niunda tíma og þegar ég skreið inn i Valhöll, örþreyttur og ánægður með sjálfan mig, gaus þar út mikill og þægilegur á- fengisþefur. I Valhöll var múgur og marg- menni, öll herbergi full og þar að auki hafði þarna safnast saman mikið brennivinslaust lið úr ná- lægum sumarbústöðum og liklega frá Reykjavik lika. Einhver hvislaði þvi að mér að þetta væri ,,the jet set” eða öðru nafni ,,the beautiful people” og þegar ég leit nánar yfir sviðið sá ég að svo mundi vera. A.m.k. virtist þetta fólk bera af fyrir fegurðar sakir og glæsimennsku i hvitvetna. Ég átti pantað herbergi i Val- höll og flýtti mér þangað upp, fór i heitt bað snarlega og svo beint á barinn. Þar var nú gaman og margt spaklega sagt. Menn og konurdrukku ótæpilega og reyndi ég að vera ekki eftirbátur ann- arra. Svona gekk þetta langt fram eftir nóttu. Allt hóteliö var undir lagt söng, stunum, glensi, hrópum, öskrum, hljóðfæraleik og slagsmálum. Og ekki kæmi mér á óvart þó að nokkurt gjálífi hafi verið stundað enda slikt nær- tækt á bingvöllum. Selfosslög- reglan var i bil fyrir utan og fylgdist með að sundmenn i öx- ará færu sér ekki að voða. Þegar ég skreiddist á fætur i morgunsárið varð mér litið inn i barherbergið og var þar einna likast þvi að kjarnorkusprengja hefði fallið og var þó tiltekt i full- um gangi. Ég tók lika eftir þvi rétt fyrir klukkan fimm i eftir- miðdaginn að tiltekt var þá enn i fullum gangi á barherberginu og mikið eftir. Já, það er lærdómsrikt að lifa eina brennivinslausa helgi. Guðjón Hagkvæmasta lausnin er að fá okkur til þess að saga fyrir gluggum og hurðum gegnum járnbenta steinsteypu. Við vinnum með fullkomnustu tækjum og bjóðum þvi lægra verð. Við gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Tökum að okkur verk um allt land Ryklaust — Hagkvæmt — fljótvirkt DEMANTSSÖGUN S/G byggingaþjónusta sími 83499 Ölafur Kr. Sigurðsson hf./ Suðurlandsbraut 6. Blaðberabíó i Regnboganum laugardag 5. júni kl. 1. Mynd: Dýralæknisraunir islenskur texti. DJÚÐVIUINN Fundir brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Ath. verö á Lada-bílum hefur aldrei veriö hagstæöara. Þá mun formaður félagsins, Tómas A. Jónasson yfirlæknir, gera grein fyrir væntanlegum byggingarframkvæmdum krabbameinsfélaganna og áformum um aukna starfsemi i þvi sambandi. Enn fremur verður sýnd kvik- myndin „Frá einni frumu”, stutt bandarisk fræðslumynd með is- lensku tali. SÖGUM fyrir gluggum og hurðum geghum járnbenta steinsteypu um krabbamein Krabbameinsfélag Reykja- vikur hefur ákveðið að taka upp þá nýjung að halda opna fræðslu- og umræðufundi um krabbamein og krabbameinsvarnir. Fyrsti fundurinn verður haldinn n.k. mánudag, 7. júni og hefst kl. 20.30. Fundarstaður er Hótel Hekla við Rauðarárstig. A fyrsta fundinum munu Sig- urður Björnsson og G. Snorri Ingimarsson, sérfræðingar i krabbameinslækningum, flytja stutt erindi og svara fyrirspurn- um um lyfjameðferð illkynja sjúkdóma og um efnið interferon. LADA SAFÍR kr. 75.500- LADA STATIOf* kr. 79.500- LADA SPORT kr. 122.700- Munió aö varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.