Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐÁ —'ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.—«. júril 1982 stjórnmál á sunnudegl Stjórnarandstaðan hefur klifað á því árum saman, að á sviði atvinnumála ríki stöðnun og afturför. Alveg sérstaklega á þetta að gilda um iðnaðar- og orku- mál í landinu, þar sem engar ákvarðanir séu tekn- ar, þar sem afturhald í stjórnarráðinu standi í vegi og á þessu sviði riki kyrrstaða og afturför. Á þessu er klifað á siðum Morgunblaðsins og i þing- ræðum, hvenær sem þessi mál hefur borið á góma á Alþingi í tið núverandi rik- isstjðrnar. Sjaidnast reyna stjórnarandstæðingar að styðja mál sitt rökum, heldur eru staðhæfingar látnar nægja og að endur- taka plötuna nógu oft. Þá hljóti almenningur að fara að trúa. Það er helst þegar orkufrekan iðnað ber á góma að Ijóst er hvað á skortir að mati Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks: Það er ekki verið að bjóða orku fallvatnanna til sölu handa erlendum auðfélögum eins og á viðreisnarárunum, þegar samið var við Alusu- isse um álbræðslu til 45 ára. Alþingi lauk störfum fyrir mánuði. Rikisstjórn- in hef ur starfað á þriðja ár og hefur tvö samfelld þing að baki og hluta úr hinu þriðja. Á þeim öllum hafa orku- og iðnaðarmál verið ofarlega á baugi og stjórn- in flutt mörg frumvörp um þau efni inn í þingið, og hafa þau f lest náð fram að ganga. Að f jölmörgu hefur verið unnið á sömu sviðum án þess að komið hafi til kasta löggjafans. Þar hef- ur reynt á frumkvæði stjórnvalda og samvinnu við samtök iðnaðarins og orkufyrirtæki. Undirbún- ingur að sumum þeim mál- um hófst þegar haustið 1978, þegar Alþýðubanda- lagið hafði forystu í orku- og iðnaðarmálum í ríkis- stjórn ólafs Jóhannesson- ar um eins árs skeið. Hér verður getið nokkurra atr- iða af mörgum, sem ákvarðanir hafa verið teknar um og náð hafa fram að ganga á þessu timabili. Fimmta hver króna til orkuframkvæmda Fjárveitingar til orkufram- kvæmda hérlendis hafa aldrei verið meiri en frá 1980 að telja. Af fjármunamyndun hefur yfir 20% verið varið til orkuframkvæmda siðustu árin, þ.e. virkjana, stofn- lina og dreifikerfis raforku i sveitum og þéttbýli, svo og hita- veitna. A sama tima og Hraun- eyjafossvirkjun hefur verið 1 byggingu á vegum Landsvirkjun- ar hafa Rafmagnsveitur rikisins f.h. rikissjóðs áfram staöiö fyrir stórátaki við stofnlinur og hver fjórðungurinn og héraðiö af öðru tengst landskerfinu: Vestfirðir með tengingu Vesturlinu 1980, Vopnafjöröur og Skeiðfosssvæðiö einnig haustið 1980, Djúpivogur og Austur-Skaftafellssýsla með lagningu Suðausturlinu frá Hér- aöi til Hafnar I Hornafirði 1980 - 81 og i ár eru byrjaðar framkvæmd- ir við Suðurlinu milli Hafnar og Sigöldu, en meö tengingu hennar næst öflug hringtenging raforku- kerfisins og margfalt öryggi fyrir notendur viða um land. A sama tlma hafa staðið yfir framkvæmdir við um 15 nýjar Hjörleifur Guttormsson, skrifar Hvað hefur áurmist i orku- Qg iðnaðarmálum? hita- og fjarvarmaveitur á vegum sveitarfélaga, Rafmagnsveitn- anna og Orkubús Vestfjaröa auk viðbóta við eldri veitur. Hitaveita Suðurnesja, Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar og hraunhita- veitan i Vestmannaeyjum eru stórvirki á þessu sviði. Fram- kvæmdir standa yfir við nýjar veitur á Suöurlandi, svo sem Hitaveitu Eyra og Hitaveitu Rangæinga auk ýmissa minni veitna. Olíunotkun til húshitunar nú helmingi minni en 1978 Þessar raforku- og hitaveitu- framkvæmdir eru þjóðhagslega afar mikilsveröar, auk þess ör- yggis og hagræðis sem þær færa ibúum viða um byggðir landsins. Eitt fremsta markmið stjórn- valda i orkumálum hefur verið að auka hlut innlendra orkugjafa og draga úr kostnaði við innflutta oliu, sem nam um 20% af heildar- innflutningi 1980enrösk 15% 1981. A þessu sviði hefur orðið mikill árangur þannig að hlutur oliu i húshitun fer lækkandi ár frá ári og er nú um eöa innan viö 10% af ibúðarhúsnæöi i landinu. Arið 1974 nam oliunotkunin til húshit- unar 160 þús. tonnum, 1978 100 þús. tonnum og á siðasta ári 49.500 þús. tonnum. Að sama skapi vex hlutur innlendrar orku I heildarorkunotkun i landinu. Arið 1979 var skiptingin milli innlendr- ar og innfluttrar orku nálægt 50:50, en á árinu 1981 var sama hlutfall komið i um 60:40 inn- lendri orku i hag. Fáar þjóðir sem háðar eru innflutningi á oliu búa jafnvel að þessu leyti. Innan fárra ára verður hlutur innfluttrar orku kominn niður I þriðjung af heild- arorkunotkun landsmanna og eft- ir stendur þá möguleikinn að framleiða tilbúið eldsneyti hér innanlands. Verðjöfnun á orku A undanförnum árum hefur verið gert átak til verðjöfnunar á orku og til að treysta stöðu þeirra fyrirtækja, Rafmagnsveitna rik- isins og Orkubús Vestfjarða, sem selja raforku til dreifbýlisins. Með veröjöfnunargjaldi og fram- lögum úr rikissjóði hefur tekist að jafna verð á raforku til almennra heimilisnota, þannig aö munur er nú hvergi meiri en 25% á töxtum samkvæmt gjaldskrá, en árið 1978 var þessi munur 80 - 90%. Niöurgreiösla á oliu vegna hús- hitunar hefur veriö stóraukin frá 1978 að telja og einkum eftir verð- stökkið á olíu 1979 - 1980. Hins vegar hefur heildsöluverð á raf- orku frá Landsvirkjun til almenn- ingsveitna hækkað mikið á und- anförnum árum umfram verð- bólgu og I kjölfariö raforka til húshitunar, þannig að verð á raf- orku nemur nú um 80% af óniður- greiddri oliu. Astæður þessa eru m.a. aukinn kostnaður við nýjar virkjanir, sérstaklega há vaxta- byrði, og á sama tima greiöa not- endur I landinu i vaxandi mæli með raforku til stóriðju. Verður hlutfallið á milli raforkusölu til stóriðju svo sem álversins og al- menningsveitna stöðugt óhag- stæðara. A árinu 1979 greiddu al- menningsveitur um 80% hærra verð en álverið i Straumsvik, en nú greiöa þær um 400% hærra raforkuverð. Munurinn hefur þannig 5-faldast á þeim 12 árum, sem álverið hefur starfað. Rikisstjórnin telur þvi óhjá- kvæmilegt að jafna upphitunar- kostnaö ekki aðeins með oliu- styrkjum heldur verður nú einnig að gripa timabundið til niður- greiöslu á innlendum orkugjöfum eða á meðan ekki hefur tekist aö knýja fram verulega hækkun á raforkuverði til stóriðju. Er að þvi stefnt að gjaldskrár orku- veitna verði ekki hærri en sem svarar þvi sem gerist hjá nýjum og hagstæðum hitaveitum. Er nú unnið að áætlun um áfangalausn i þessum efnum jafnframt þvi sem knúið er á um hækkun á raforku- verði við Alusuisse vegna álvers- ins I Straumsvik. Samhliða þessu er skipulega unnið að orkusparnaöi, m.a. með lánveitingum til endurbóta á hús- næði og fræðslu og upplýsinga- starfsemi á mörgum sviöum. Hér er um alveg nýjar áherslur að ræða, og sérstök orkusparnaðar- nefnd hefur starfað að þessum málum siöan sumarið 1979. r Akvörðun um stórvirkjanir ög röðun framkvæmda 1 stjórnarsáttmála rikisstjórn- arinnar frá febrúar 1980 segir m.a.: „Stefnt verði að hringteng- Nýsköpun atvinnulifsins er brýnasta verkefni tslendinga nú og i náinni framtið. Þar reynir á skynsamtega ráðstöfun auðlinda lands og sjávar, innient frumkvæði og forystu í öllum greinum atvinnulifs I landinu, eflda rannsókna- og þróunarstarfsemi, hagsýni I fjárfest- ingu um leið og nýttir eru staðarkostir og efld byggö sem viðast á landinu. Þetta er stefna Alþýðubandalagsins, sem tefiir fram inn- lendu frumkvæði og innlendu hugviti gcgn talsmönnum erlendrar stóriðju ogorkusölu til útlendinga. Félagsleg forysta rikis og sveit- arfélaga með virkri þátttöku starfsmanna er þar nauðsynleg til stærri átaka, en dreift frumkvæði og forysta einstaklinga i smá- rckstri og þjónustu á fullan rétt á sér svo og hlutdeild I stærri verk- efnum. Mcð forystu I iðnaðar- og orkumálum undanfarin ár hefur Alþýðubandalagið stuðlað aö viðgangi fjölbreytts iðnaðar I landinu og lagt grunn að sókn inn á ný svið með hagnýtingu hráefna og orku- linda landsins undir íslenskri forystu i stað erlendrar forsjár og arð- ráns f jölþjóðahringa. Samþykkt Aiþingis á iðnaöarstefnu, stórbrotnum virkjanafram- # kvæmdum og orkunýtingu eru ákvarðanir sem miklu skipta, en fjöl- margt fleira er á döfinni á þessu sviði. Um sitthvað af þvi sem áunnist hefur i orku- og iönaöarmálum er fjallaö I þessari grein. Þar hefur reynt á starf margra, en þeir eru lika enn til, sem neita að viðurkenna það sem vel er gert og taka undir með ritstjóranum, sem setti „Alverið er leiðarljós” sem for- siðufyrirsögn I blað sitt fyrir aðeins tveimur árum. Fjárveitingar tii orkuframkvæmda hérlendis hafa aldrei veriö meiri en frá 1980 aðteija. A slðustu árum hefur m.a. veriö unnið að framkvæmdum viðum lSnýjar hita-og fjarvarmaveitur — Myndin er frá Hitaveitu Suðurnesja I Svartsengi. ingu aöalstofnlina á næstu árum og að næsta virkjun vegna lands- kerfisins verði utan eldvirkra svæða”. Bæöi þessi mál eru nú I höfn meö afdráttarlausum hætti. Lokun byggöalinuhringsins sunn- an jökla veröur staðreynd fyrir lok næsta árs og framkvæmdir hefjast við Blönduvirkjun I sum- ar. Stórt átak er aö baki við und- irbúning nýrra virkjana, fyrst með rannsóknum og lausn flók- inna og viðkvæmra deilumála, og siðan með öflun lagaheimilda og einróma ákvörðun Alþingis I samræmi viö tillögur rikisstjórn- arinnar. Samhliða margháttuð- um aðgerðum til að treysta vatnsöflun virkjana á Suðurlandi veröa Blönduvirkjun og Fljóts- dalsvirkjun næstu stórvirkjanir i landinu. Meö tilkomu þeirra og öflugra tengilina gjörbreytist raf- orkukerfi landsins, öryggi allra notenda vex og aðstaða til at- vinnuuppbyggingar tekur stakka- skiptum I landshlutum, sem hangið hafa á horriminni til þessa i undirstöðuþætti eins og raforku- málum. Með þessum ákvörðunum hefur brautin veriö rudd til fram- kvæmda við raforkuöflun til næstu 10 -15 ára og fer hraði upp- byggingar raforkukerfisins aö sjálfsögðu eftir þróun orkunýt- ingar og almennu efnahags- ástandi I landinu og á alþjóöa- vettvangi. Hér er um að ræða meira en tvöföldun á uppsettu afli og orkuvinnslu frá þvi sem nú er. Hefur aldrei fyrr verið mörkuð svo viötæk stefna i virkjanamál- um og ætti hún að auðvelda hag- kvæm og skipuleg vinnubrögö, sem leggja ber áherslu á. Virkjanir og náttúruvemd Stórframkvæmdir sem þessar hljóta að vera umdeildar og valda margháttaðri togstreitu. Inn I þá mynd koma umhverfismálin og viö skulum varast að gera lltiö úr hlut þeirra, sem leggja áherslu á að vernda gróðurriki landsins og önnur náttúruverömæti. Sjónar- miö þeirra hafa fengið mörgu áorkað I þessu samhengi, og gróðurbætur sem samið hefur verið um I tengslum við þessar virkjanir eru sárabætur og eöli- legar ráðstarfanir, sem vonandi tekst vel til um i framkvæmd. Þá ber að fagna þvi, að á sama tima og unnið hefur veriö að undirbún- ingi Blöndu- og Fljótsdalsvirkj- unar, sem báðar taka sinn toll i gróðurlendi, náöist samstaða um að friðlýsa gersemi eins og Þjórs- árver, þar sem áður var fyrir- hugaö mikið miðlunarlón. Hér sem á svo mörgum öðrum sviðum stöndum viö frammi fyrir erfiöu vali og miklu skiptir að varðveita heildarsýn til mála jafnhliöa eðli- legum byggða- og átthagasjónar- miðum. Við skulum hafa vel I huga, að það eru aðrir þættir en raforkuframleiðslan sem taka toll af gróöurríki landsins um þessar mundir. Þar er óskynsam- leg og óverjandi ofbeit á ýmsum svæðum á landinu mér ofarlega I huga, og þann þátt ber aö taka með i nauðsynlega umræðu um landnýtingu og gróðurvernd. Samþykkt iðnaðarstefna Stuttu fyrir þinglok i vor sam- þykkti Alþingi þingsályktun um iönaðarstefnu, sem ég flutti fyrst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.