Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.-6. júni 1982 KJartan Ólafsson skrifar ingar okkar gáfu upp fyrir fjór- um árum. I samræmi viö þetta lagði Hafrannsóknastofnun til, að á þessu ári yrðu veidd allt að 450.000 tonn af þorski, eða álika magn og i fyrra, en þess er skemmstað minnast, að á árun- um 1977 - 1979 voru tillögur Haf- rannsóknastofnunarum 250 þús. - 275 þús. tonna þorskveiöi á ári. Vilji menn lita á tölur Haf- rannsóknastofnunar sem marktækar, þá gefa þær vissu- lega tilefni til nokkurrar bjart- sýni um að aflabrest á fyrri- hluta þessa árs megi e.t.v. vinna upp að verulegu leyti jafnvel nú i sumar og á siðari helmingi ársins. í þessum efnum höfum við þó alls engar tryggingar nú fremur en áðuijþvi svipull er sjávarafli, og þekking visindanna tak- mörkuö, þótt rannsóknum hafi fleygt fram. Skipaf jöldinn En þegar við kvörtum yfir aflabresti nú, þá er reyndar rétt aðhafa i huga, að fyrir 10 árum, þá var heildarþorskafli is- lenskra veiðiskipa aðeins helm- ingur þess afla, sem hér veidd- ist á siðasta ári, en þá voru það erlend veiðiskip, sem hér tóku litlu minna aflamagn heldur en okkar eigin skip. Okkar veiðifloti er hins vegar langtum öflugri nú en hann var fyrir tiu árum, og afli minnk- andi á hverja sóknareiningu. Það var nauðsynlegt að byggja upp flotann og tryggja sjómönn- um okkar góð skip og hinn besta búnað til veiða. En auðvitað gengur ekki að fjölga áfram togurunum fari heildarafli minnkandi, þvi þá kemur aðeins þeim mun minna i hlut þeirra sem fyrir eru. >au mál öll þarf að skoða vandlega nú með hlið- sjón bæði af byggðasjónarmið- um og hag þjóðarheildarinnar. bjóðviljinn sendir sjómönn- um á hafi úti, fjölskyldum þeirra og þeim sem eiga daginn I landi sjómannadagskveðju með ósk um farsæld i störfum og góðan aflafeng á komandi tímum. Stéttarsamtök sjó- manna hvetjum við til varð- stöðu um kjör þeirra og réttindi. — k. r i tst jjór nargrci n Aflabrestur og kjör sjómanna A sjómannadaginn 1982 er ekki sérstaklega bjart yfir hjá islenskum sjómönnum, þeirri stétt sem með störfum sinum leggur grunninn að öllum þjóð- arbúskap okkar Islendinga. Minnkandi afli Hjá okkar glæsilega togara- flota hefur þorskafli verið ákaf- lega tregur það sem af er þessu ári, og loðnuveiðarnar, sem fyr- ir fáum árum voru mjög drjúg- ur þáttur i fiskveiðum okkar, verða jafnvel alls engar i ár, þar sem loðnan má heita horfin af miðunum, og stofninum máske nær aleytt. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins varð þorskafli togaranna aðeins 56.447 tonn á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en var tveimur árum fyrr yfir 90.000 tonn á sama tima, sem reyndar var metár hvað varðar afla togaranna á þessum árs- tima. Frá siðasta ári dróst þorskafli togaranna saman um 26% á fyrstu fjórum mánuðum ársins, og þótt bátaafli hafi viða verið i betra lagi á vertiðinni, þá er samdráttur i heildarþorsk- afla báta og togara samanlagt um 16% á fyrsta þriðjungi þessa árs miðað við sama tima i fyrra. I maimánuði hélst sama afla- leysið hjá togaraflotanum, og enginn veit hvort úr muni rætast þegar á sumarið liður. Kjör sjómanna Ekki þarf að lýsa þvi, hvaða áhrif slikur aflabrestur hefur á tekjur sjómanna, sem i flestum tilvikum lækka i samræmi við minnkandi afla. Þótt togararnir hafi að litlu leyti bætt sér upp minnkandi þorskafla með þvi aö veiða meira af öðrum tegund- um, svo sem karfa og grálúðu, þá er þar um miklu verðminni tegundir að ræða, sem auk þess er útilokað að beina togaraflot- anum á til lengdar i svo miklum mæli, þar sem þessir fiskstofnar þola ekki nema takmarkaða sókn. Hjá mörgum sjómannsheim- ilum er tekjutapiö það sem af er þessu ári einkar tilfinnanlegt. ákvörðun liggi fyrir þegar sjó- mannadagurinn rennur upp. Það skal sagt hér að fiskverðs- hækkun upp á 10% eða þar um bil, sem einungis samsvarar verðbótum á laun verkafólks i landi, bætir sjómönnum auövit- að að engu leyti það tekjutap, sem þeir hafa orðið fyrir vegna minnkandi afla. Aföll vegna aflabrests eiga allir sæmilega tekjuháir þegnar okkar þjóðfé- lags að bera, og einnig sjómenn, hver að sínum hluta. En það er ekki sanngjarnt, að sjómenn beri einir bótalaust og að fullu þaö mikla tekjutap, sem hlýst af nær 40% minni þorskafla togar- anna nú heldur en tveim árum fyrr. Það er oft gert mikið úr ein- stökum dæmum um háar tekjur sjómanna, þegar vel veiðist. Hitt vill gleymast, að tekjur sjó- mannanna eru sveiflukenndar, og oft harla litlar, þegar litið aflast. Hefur þorskstofninn stækkað? Menn velta fyrir sér ástæðum aflaleysis togaranna nú, og eru ýmsar kenningar uppi eins og gengur. Sumir telja hitabreyt- ingar i sjónum höfuðástæöuna, aðrir hrun loðnustofnsins, sem valdi þvi að þorskurinn dreifist um allan sjó i leit að æti, og veiðist þvi siður i vörpur togar- anna. Hér kemur sjálfsagt fleira en eitt til, en við skulum a.m.k. vona, að tölur Hafrann- sóknastofnunar um stærð hrygningarstofns og heildar- stofns þorsksins á Islandsmið- um séu ekki óhóflega bjartsýn- ar. Þvi séu þær tölur nálægt lagi, og náttúruskilyrði bregðist ekki, þá ætti aftur að rætast úr áður en langt um liöur. I byrjun þessa árs gaf Haf- rannsóknastofnunin út það álit, að hrygningastofn þorsksins hér við land væri um 570.000 tonn, eöa meira en þrefalt stærri heldur en stofnunin taldi hrygn- ingarstofninn vera fyrir fjórum árum. Heildarþorskstofninn taldi Hafrannsóknastofnun vera um 1765 þús. tonn i byrjun þessa árs, sem er nær 50% stærri stofn heldur en fiskifræð- m.a. vegna þess að menn verða nú að greiða skatta af mun hærri tekjum siðasta árs. Þegar þessar linur eru skrif- aðar hefur enn ekki verið til- kynnt um nýtt fiskverð, sem taka átti gildi, þann 1. júni s.l. Hins vegar má vera, aö sú ursófasett? Líttu þá við hjá okkur. Við bjóðum: 14 gerðir fjölbreytt litaúrval verð frá kr. 24—34 þúsund Það gerist hvergi hagkvæmara Góðir greiðsluskilmálar TM. HÚSGÖGN Verslanir að: Siðumúla 4, simi 31900 Siðumúia 30, sími 86822

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.