Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 5
Helgin 5.-6. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
tillögu um sem iönaðarráöherra ■
vorið 1979, og sem síöan var flutt
með breytingum á vegum núver-
andi rikisstjörnar á tveimur
siðustu þingum. Með samþykkt
þingsályktunartillögunnar er
stigið myndarlegt stefnumark-
andi spor varðandi iðnþróun i
landinu og hlutdeild hins opinbera
i að efla fjölþættan og arðbæran
iðnað I landinu.
Meðal markmiða sem fram eru
sett i þessari iðnaðarstefnu má
nefna.
— Að örva framleiöni I islenskum
iðnaði þannig að framleiðni-
stig hans verði sambærilegt
viðþað, sem gerist i helstu við-
skiptalöndum og skilyrði
skapist fyrir bætt lifskjör.
— Að nýta sem best þá möguleika
til iönaðarframleiöslu, sem
felasti innlendum orkulindum,
og efla innlenda aðila til for-
ystu á þvi sviði. Orkufrekur
iðnaður verði þáttur I eðlilegri
iðnþróun i landinu, og jafn-
framt verði lögö áhersla á úr-
vinnsluiðnað I tengslum við
hann.
— Að bæta starfsskilyröi og auka
áhrif starfsfólks á vinnu-
stöðum i samráði við samtök
launafólks og atvinnurekendur
I iðnaði. Komið verði I veg
fyrir skaðleg áhrif af völdum
iðnvæðingar á náttúru landsins
og umhverfi.
— Að tryggja forræði lands-
manna yfir islensku atvinnulifi
og auðlindum og stuðla að
æskilegri dreifingu iðnaðar og
jafnvægi i þróun byggðar i
landinu.
Samþykkt
iðnaðarstefnu
Bent er á 21 atriði sem leið að
þessum markmiðum og gert ráð
fyrir aö sett verði á fót sérstök
samstarfsnefnd um framkvæmd
iönaðarstefnu undir forystu iðn-
aðarráðuneytis og skipuð full-
trúum m.a. frá samtökum iön-
rekenda, Alþýðusambandi
Islands og Landssambandi iðn-
verkafólks.
Þessi stefnumarkandi tillaga
og umræða um hana hefur haft
veruleg áhrif á aðgerðir I þágu
iðnaðar I landinu á undanförnum
árum og ýmislegt af þvi sem þar
er sett fram er komið á góðan
rekspöl eða til framkvæmda.
Þróunarátak
á almennum
iðnaði
Verulegt átak hefur verið gert
sl. 3 ár i helstu greinum
iðnaðar til að auka framleiðni
og bæta samkeppnisstöðu I út-
flutningi og á heimamarkaði. Til
þessa fékkst fjármagn með
aölögunargjaldi sem var sam-
þykkt á vettvangi EFTA vorið
1979 og skapaði timabundna
vernd gagnvart innflutningi.
Berjast þurfti hart pólitískt fyrir
þvi að fá gjald þetta samþykkt og
af framlengingu þess varð ekki i
árslok 1980 vegna skammsýni og
mótþróa þar sem sist skyldi. Með
tekjum af aðlögunargjaldi gat
rikið lagt fram fjármagn til við-
bótar framlögum frá fyrirtækjum
I margháttaða umbótastarfsemi.
Má þar nefna myndarlegt fram-
tak Sambands málm- og skipa-
smiðja.átakifata- og ullariðnaði,
húsgagnaverkefni sem sjá má
m.a. ávöxt af á myndarlegri
sýningu, sem opnuð var á Kjar-
valsstöðum i gær, viötæka úttekt
á rafiönaði undir sérstakri verk-
efnisstjórn og hagræðingu i sæl-
gætis- og kexiðnaði. Jafnhliða
þessum aðgerðum hafa stjórn-
völd beitt sér fyrir nokkrum
hömlum gagnvart innflutningi og
timabundinni tollvernd I nokkr-
um greinum. Góöur árangur
hefur orðið af þessum aðgerðum
á mörgum sviðum, m.a. hefur
framleiðni vaxið hröðum skrefum
og staða viðkomandi greina
styrkst til muna. An þessara að-
gerða hefði blasað við hrun, m .a. i
markaðshlutdeild hér innanlands
vegna siharðnandi samkeppni frá
tollfrjálsum innflutningi.
Aukið
lánsfjármagn til
iðnaðar
A sama tlma hefur fjármagn
verið aukið til ýmissa þátta i
iönaöi, bæði lánsfjármagn til
sjóða iðnaðarins og bein framiög
úr rikissjóði, þótt þar halli enn á
iönaöinn i samanburði við aðra
atvinnuvegi. Sett hafa verið ný
lög um Iönrekstrarsjóö og fram-
lög til hans margfölduð að raun-
gildi. Lánageta og staða Iðnlána-
sjóðs hefur eflst til muna, þannig
að hann hefur getað sinnt hlut-
verki sinu betur en áður sem
aðalfjárfestingalánasjóður
iðnaðarins og einnig hefur verið
rýmra um lánsfé hjá Iðnþróunar-
sjóöi.
Þjónustustofnanir iðnaðarins,
Iðntæknistofnun, Rannsókna-
stofnun byggingaiðnaöarins og
Otflutningsmiðstöð iðnaðarins
hafa sótt fram hver á sinu sviði og
bætt við nýjum þáttum I starf-
semi sina. Rótttæk stefnu-
breyting hefur oröið varöandi
framlög til titflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins, sem fær nú
svipaðan stuðning hér og systur-
stofnanir á Norðurlöndum.
Komið hefur verið á fót nýrri
starfsemi þar sem er Fræðslu-
miðstöð iönaðarins, sem annast
stuðning við eftirmenntun og
starfsþjálfun I ýmsum greinum
iðnaðar. Er starf þessarar mið-
stöðvar þegar farið að skila
árangri.
Bætt
starfskilyrði
Jöfnun starfsskilyrða atvinnu-
veganna hefur veriö mikið á dag-
skrá og hafa talsmenn iðnaðarins
verið driff jöður I þeirri umræöu. 1
mars 1980 fékk ég samþykkta til-
lögu I rikisstjórn um hlutlæga at-
hugun á starfsskilyrðum atvinnu-
veganna að þvi er snýr að opin-
berum aðilum. Niðurstaöa af þvi
starfi liggur nú fyrir I yfirgrips-
mikilli og vandaöri úttekt Starfs-
skilyrðanefndar. Er afrakstur af
þvi starfi nú til umræðu á vett-
vangi rikisstjórnar, þar sem
reynir á pólitlskan vilja til leið-
réttinga á margháttaðri og óeðli-
legri mismunun.
1 mörgum atriðum hafa þó
náðst fram umtalsverðar úr-
bætur fyrir iðnaðinn undanfarin
2—3 ár. Má þar nefna stórfellda
lækkun eða afnám aðflutnings-
gjalda á aðföngum samkeppnis-
iðnaðar á siðasta ári og aftur
nýveriö, t.d. á tölvubúnaði.Er nú
fátt eftir, sem fá þarf fram leið-
réttingu á I viðurkenndum sam-
keppnisgreinum, en iðnrekendur I
óbeinni samkeppni telja enn þörf
verulegra lagfæringa I þessu efni.
Endurgreiðsla á uppsöfnuðum
söluskatti hefur verið lagfærð og
nálgast staðgreiðs1u,
launaskattur I mikilvægum
greinum hefur verið lækkaður um
þriðjung og frá næstu áramótum
lækkar iðnlánasjóðsgjald um
90%. Um þetta munar þegar
saman er lagt I rekstri iðnfyrir-
tækja, þótt enn eigi eftir að leið-
rétta ýmsa mismunun I skatt-
lagningu og á fleiri sviðum.
Opinber
innkaupastefna
Nú i vikunni samþykkti riki-
stjórnin tiiiögur iðnaðarráðu-
neytisins varðandi opinber inn-
kaup, en þær höfðu verið undir-
búnar af Samstarfsnefnd um iön-
þróun. Gera þær ráö fyrir sam-
ræmdu átaki og fyrirmælum til
rikisstofnana og fyrirtækja á
vegum rikisins um að beina við-
skiptum til innlendra framleiö-
enda að öðru jöfnu og koma á
framfæri upplýsingum um
væntanleg innkaup opinberra
aöila þannig aö þær verði aö-
gengilegar innlendum fram-
leiðendum. Verður á næstunni
sett á fót Samstarfsnefnd um
opinber innkaup til aö fylgja eftir
þessari stefnumörkun og koma
sem bestri skipan á þessi mál án
þess að gengið veröi i berhögg við
alþjóðlegar skuldbindingar. Má
vænta þess aö innlend iönaðar-
framleiðsla njóti fyrr en varir
góðs af þessari viöleitni og jafn-
framt þarf að heröa almennan
áróður fyrir kaupum á innlendri
framleiðslu um leið og gera ber
kröfur um gæði og vöruvöndun i
hvivetna.
Iðnþróun
á landsbyggðinni
Mikill og vaxandi áhugi er á
iðnþróun um allt land. Um það
vitnar starf á vegum sveitar-
félaga, óskir um stuðning hins
opinbera við áætlanagerð til efl-
ingar iðnaöi og stofnun áhuga-
mannafélaga um iðnað. Reynt
hefur verið aö koma til móts viö
þessar óskir af hálfu iðnaöar-
ráðuneytis og stofnana á þess
vegum svo og af Framkvæmda-
stofnun. Farsælt skref var stigið
meö stuðningi við að ráða iðnráð-
gjafa i landshlutana og á siðasta
Alþingi var samþykkt löggjöf um
þá starfsemi, sem nú er komin af
stað I 5 kjördæmum.
Undirbúið hefur verið sérstakt
verkefni til aö ýta undir stofnun
fyrirtækja meö leiðbeiningu og
sérstökum námskeiöum, er
hefjast siðar á þessu ári. Höfða
þau einkum til einstaklinga, er
vilja beita sér fyrir smáiðn-
rekstri, og er leitað stuðnings hjá
kunnáttumönnum á öðrum
Norðurlöndum i þessu sambandi.
Umræðan um stórfyrirtæki er
hávær, en hitt vill hverfa i skugg-
ann sem unniö er i minni fyrir-
tækjum og til aðhlynningar smá-
iðnrekstri.
Innlent
frumkvæði um
stóriðju
Mikið starf hefur verið unniö og
er á döfinni varðandi miðlungs-
stór fyrirtæki og stóriðju, er hag-
nýtt geti innlendar hráefna- og
orkulindir. Margir nota hugtakið
nýiðnaður um slik fyrirtæki og
enn aðrir vilja stimpla slikt sem
„gæluefni^ á meðan útlendir
hagsmunir ráöa ekki ferðinni.
A þessu sviði hefur verið rudd
ný braut I tið siðustu rikisstjórna
með það að markmiði að færa
undirbúning stærri iðnaðarverk-
efna inn i landið og koma þeifn
undir innlenda forystu og
rekstrarlegt forræði, I stað þess
að mæna á erlenda stóriðju. 1
ýmsum tilvikum, þegar um miðl-
ungsstór fyrirtæki er aö ræða
hafa innlendir áhugaaöilar haft
frumkvæði og óskað eftir stuðn-
ingi rlkisvaldsins. Þannig hafa
orðið til lög um stálbræöslu og
steinullarverksmiðju, þar sem
rikið heitir margvislegum stuðn-
ingi. 1 Sjóefnavinnslunni h.f. á
Reykjanesi mætast riki, sveitar-
félög og einstaklingar. Kisil-
málmvinnslan h.f. sem stofnuð
var á Reyöarfirði i gær á grund-
velli nýsettra laga er langstærst
þessara verkefna. Þar er á ferð-
inni innlend stóriðja með rikiö
sem forgönguaöila og allan undir-
búning undir innlendri forystu.
Með hliðstæðum hætti er nú
unniö að hagkvæmnisathugunum
á mörgum þáttum orkufreks
iönaðar af innlendum aðilum og
með aðkeyptri tækniaðstoö til að
flytja þekkingu og færni inn i
landiö og tryggja húsbóndavald
Islendinga yfir slikum atvinnu-
rekstri. Jafnframt fer fram vfð-
tæk könnun á þvi, hvar skynsam-
legt getur talist að setja niður
meiriháttar iðnrekstur I fram-
tiöinni út frá landfræðilegum,
félagslegum og umhverfislegum
forsendum. Þar er aö verki svo-
kölluð Staðarvalsnefnd, sem
skipuð er fulltrúum m.a. frá
Náttúruverndarráði og Heil-
brigðisráðuneyti.
Sem andstæða þessarar inn-
lendu iðnþróunar blasir við for-
tiðin, hin erlenda stóriðjustefna
með álver Alusuisse sem minnis-
varða og viti til varnaöar. Það
mál verður ekki gert aö umtals
efni hér, enda vel þekkt af mikilli
umræðu. Þar skiptir framtiðin
mestu máli og að þvi marki veröi
náð, að tryggja landsmönnum
eðlilegan afrakstur af þeirri auð-
lind, raforkunni, sem nú fer fyrir
litið I kerin i Straumsvik og þaðan
i bankahólfin i Sviss.
5.-20. .fiiní 1982
Ðatjskrá
Listahátíðar
íReykgavtk
Laugardagur 5. júni
kl. 14.00
Lækjartorg
Setning Listahátlðar 1982
Avarp Borgarstjórinn i Reykjavfk, Davið Oddsson
Sinfóniuhljómsveit islands leikur kl. 15.00
íslenskur heimilisiðnaður:
Kjólasýning fyrir framan Bernhöftstorfu
kl. 20.00
Þjóðleikhúsið:
Silkitromman
Frumsýning á nýrri óperu eftir Atla Heimi Sveinsson og
örnólf Arnason.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Hljómsveitarstjóri: Gilbert Levine
Sunnudagur 6.júni
kl. 10.00
Gönguferð um Breiðholt III undir leiðsögn arkitekta.
Gangan hefst við Shell bensinstöðina við Norðurfell
kl. 16.00
Norræna hUsið:
Trúðurinn Ruben
Fyrri sýning sænska trUðsins Rubens
kl. 20.00
Gamla Bió:
Flugmennirnir
Frönsk leiksýning með Farid Chopel og Ged Marlon
kl. 20.30
Norræna hUsið:
Visnasöngur
Olle Adolphsson syngur sænskar visur
Fyrri tónleikar
Mánudagur 7. júní
kl. 20.00
ÞjóðleikhUsið:
Silkitromman
Ný ópera eftir Atla Heimi Sveinssonog örnólf Arnason
Önnur sýning
kl. 21.00
Háskólabió:
Tónleikar
Gidon Kremerog Oieg Maisenbergleika á fiðlu og pianó.
Þriðjudagur 8. júní
kl. 20.00
Gamla Bió:
Úr aldaannál
Sýning Litla leikklúbbsins á nýju leikriti
eftir Böðvar Guðmundsson
Leikstjóri Kári Halldór
kl. 20.00
ÞjóðleikhUsið
Silkitromman
Ný ópera eftir
Atla Heimi Svcinsson og örnólf Arnason
Siðasta sýning á Listahátið
kl. 20.30
Norræna hUsið:
Visnasöngur
Olle Adolphson syngur sænskar visur
Siðari tónleikar
Opnun myndlistarsýninga:
Föstudagur 4. júni
kl. 14.00
Kjarvalsstaðir:
— Hönnun ’82
Sýning á islenskum hUsgögnum og listiðnaðarverkum
Sýniljóð og skúlptúr
eftir Magnús Tóinasson
Jóhannes Kjarval
Laugardagur 5. júni
kl. 10.00
ListmunahUsið Lækjargötu:
Leirlist '82
Fyrsta sýning hins nýstofnaða Leirlistafélags.
kl. 14.00
Norræna hUsið:
Ljósmyndasýning Ken Reynolds
kl. 15.00
Listasafn Islands:
Walasse Ting
kl. 15.00
Galleri Langbrók
Smælki ’82
Smámyndasýning eftir 14 listamenn
kl. 16.00
Nýlistasafnið:
„Thinking of the Europe”
Verk 10 samtimamanna frá 5 þjóðlöndum.
Klúbbur Listahátíðar i Félagsmála**
stofnun stúdenta við Hringbraut
i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut:
Matur frá kl. 18.00. Opið til kl. 01.00.
Laugardagur: Kvartett Kristjáns MagnUssonar.
Sunnudagur: Strengjasveit Tónlistarskólans
Mánudagur: Jónas Þórir og Graham Smith
Miðasala í Gimli við Lækjargötu.
Opin alla daga frá kl. 14—19.30.
Sími
Listaháííðar
29055
Listahátið áskilur sér rétt til að gera breytingar á dag-
skránni, en aðgöngumiðar, sem ekki yrði unnt að nota af
þeim sökum, verða endurgreiddir.