Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 21
■ ■ Oryggismál sjómanna Framhald af 19. siðu. Lorentsen, skrifað Siglinga- málastofnun Noregs (Sjöfart- direktoratet) og vakiö athygli þeirrar stofnunar á islenska björgunarnetinu, uppfinningu MarkUsar Þorgeirssonar, og vitn- ar þar i umsögn Hjálmars Bárð- arsonar siglingamálastjóra um netið. En björgunarnetið mun verða sýnt á alþjóðlegu sjávarút- vegssýningunni i Þrándheimi i ágústmánuði nú i sumar. Umsögn Eimskipa- félags til ráðuneytis Með tilvisun til bréfs yðar s/357 frá 29. sept. 1981, skal þaö upplýst að Eimskipafélagið hefur þegar keypt slikt net og sett um borð i skipin með það fyrir augum, að bæta enn úr þeim björgunartækj- um sem um borð eru. Það er álit i undirritaðs sem og margra ann- arra hjá Eimskipafélaginu, að þessi net geti komið að notum en eru ekki óbrigðul i öllum tilvik- um. Það er þvi álit undirritaðs, að net sem þessi beri að vera um ! borð i islenskum skipum, en jafn-! framt er nauðsynlegt að benda á, | að það er ítrasta nauðsyn að kynna notkun þeirra mjög gaum- gæfilega, sem og hafa eftirlit með j þeim eins og öðrum björgunar- i tækjum um borð i skipunum. Virðingarfyllst, F.h. Eimskipafélags tsiands —Tæknideild Viggó E. Maack. Eins og fram kemur i ofanrit- uðu bréfi þá hefur ráðuneytið leit- að umsagnar Eimskipafélagsins um björgunarnetið, en tilefni þess var þingsályktun, borin fram af Helga Seljan alþingismanni. Áskorunfrá Alþýðusambandi íslands A 34. þingi Alþýðusambands Islands þar sem öryggismál voru á dagskrá, þar lagði nefnd sem fjallaði um þann málaflokk til, að eftirfarandi tillaga frá Hermanni Guðmundssyni yrði samþykkt: „34. þing Alþýðusambands tslands skorar á Alþingi að sam- þykkja framkomna tillögu Helga Seljans, um sérfræðilega úttekt á björgunarneti Markúsar Þor- geirssonar óg á grundvelli hennar verði tekin afstaða til hvort ákvæði skuli sett i reglugerð um skyldu til að hafa björgunarnet um borð i skipum, svo og að þau séu tiltæk á hafnarsvæðum.” Til- laga þessi var samþykkt. Allsherjarnefnd Alþingis Þannig afgreiddi allsherjar- nefnd Alþingis björgunarnets- máliö.: „Alþingi ályktar að skora á Rikisstjórnina að láta kanna notagildi björgunarnets Markús- ar B. Þorgeirssonar með það fyr- ir augum, aö séu þetta talin nauð- synleg öryggistæki, þá skuli um: það sett ákvæði i reglugerð um öryggismál, að skip skuli búin þessum netum svoog að þauskuli tiltæk á hafnarsvæðum. Leitaj skal umsagnar hagsmunaaðila, svo sem Farmanna- og fiski-j mannasambands Islands, Sjó- mannasambands Islands, Lands- sambands islenskra útvegs-j manna og farmskipaeigenda.” Þessi tillaga allsherjarnefndar var samþykkt á Alþingi 26. mars 1981 af alþingismönnum úr öllum þingflokkum. Landsambands isl. útgerðarmanna 1 svari til ráðherra frá Lands- sambandi isl. útvegsmanna segir i bréfi dagsettu 30. sept. 1981 „A fundi i stjórn samtakanna, sem haldinn var i dag var þetta mál rætt. Var það álit fundar- manna, að björgunarnet þetta væri athyglisvert sem öryggis- tæki. A hinn bóginn taldi fundur- inn að ekki væri ástæða til aö skylda útgerðarmenn að hafa þessi net um borð i fiskiskipum, heldur væri mönnum i sjálfsvald sett, hvort þeir keyptu þessi net eða ekki”. Um svarið vil ég segja þetta: Sem betur fer, þá er stór hópur is- lenskra útgerðarmanna svo mikl- ir manndómsmenn að ekki þarf að þvinga þá með reglugerðum til að vinna að auknu öryggi um borð i skipum þeirra, það hafa kaup þeirra á umræddu björgunarneti þegar sannað. En svo eru aðrir i þessari stétt sem þurfa aðhalds með, og það er vegna þeirra sem nauðsyn ber til að setja reglu- gerðir til að tryggja öryggi sjó- manna. Ekki nógu gott Ég verð að viðurkenna aö ég varö fyrir dálitlum vonbrigðum, þegar ég las umsagnir sjómanna- samtakanna viðvikjandi björgun- arnetinu. Og vonbrigðin stöfuðu einfaldlega af þvi, að mér þótti þarna á skorta faglega umsögn um málið. Sjómannasamband Islands svarar bréfi ráðherra á þessa leið: „Ekki er talin ástæða til að mæla með lögleiðingu nets- ins þar sem stjórnin er sammála um að mikið skorti enn á, að sá björgunarbúnaður sem-þegar hefur verið lögleiddur, sé i þvi ástandi sem hann þyrfti að vera, og væri nær að beina kröftum að þviað bæta úr þeim málum. Stjórnin telur framtak Markús- ar þakkarvert, og álitur netið geta komið að gagni við vissar aðstæður, svo sem við þyrlu- bjarganir og i höfnum.” Hér lýkur umsögninni. Þarna er biandað saman tveimur málum, annars vegar þvisem Sambandið telur á skorta á þann björgunarbúnaö sem fyrir er i skipunum og á að vera þar i fullkomnu lagi samkvæmt reglu- gerö, og hins vegar þvi hvort æskilegt sé að lögbjóða björgun- arnet Markúsar sem viðbót við þann búnað. Stjórnin telur fram- tak Markúsar þakkarvert og álit- ur netið geta komiö að gagni við vissar aðstæður, svo sem við þy rlubjarganir og i höf num. Ég spyr: Er hægt að vera á móti lögleiðingu björgunartækis sem bjargað getur mannslifum, þó aöeins væri i þeim tilvikum sem sambandsstjórnin tilgreinir? Svo hafa komið fram umsagnir frá öðrum björgunarfróðum mönnum sem ég hef tilgreint hér aðframan, þarsem taldireru upp kostir björgunarnetsins á ýmsum öðrum sviðum við björgun, svo sem við björgun á mönnum á milli skipa og ef bjarga þarf mönnum sem fallið hafa fyrir borð. 1 siðara tilvikinu telur framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lagsins að það geti valdið úrslit- um um hvort björgun tekst, að slikt björgunarnet sé um borð. Umsögn sambandsins tek ég þvi þannig að stjórn þess hafi aðeins þurft lengri tima til að óska lög- gildingar. Umsögn Farmanna- og fiskimannasambands íslands Umsögn þessi er samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar sam- bandsinshöldnum l4.okt. 1981, og hljóðar svo: „Fundurinn telur að ekki skuli lögskipa net þessi i skipum, en telur nauðsynlegt að ráðuneytið fylgist með þvi að þau björgun- artæki, sem þegar eru fyrirskipuð um borðséu notuð, en mjög mikill misbrestur mun vera á þvi, að t.d. hjálmar og öryggisbelti séu notuð eins og vera á. Fram- kvæmdastjórninni þykir þó rétt að mæla með þvi að netið sé haft um borð, en vill ekki að skylda sé aðhafa þau fyrst um sinn.” 1 ofangreindri samþykkt kemur fram það sama og hjá Sjómanna- sambandinu, að blandað er sam- • an tveimur málum. Annars vegar brotum á ákvæðum um notkun hjálma og öryggisbelta um borð i skipum, sem fullyrt er að ekki sé framfylgt eins og vera ber, og hins vegar þvi hvort lögskipa skuli umrætt björgunarnet um borð i skipum, sem viðbótar ör- yggistæki. Þegar sú afstaða er tekin af framkvæmdastjórninni sem greint er frá i umsögn henn- ar hér að framan, þá er sú afstaða á engan hátt rökstudd út frá fag- legu sjónarmiði björgunarmála, sem þurftheföi aðgera. Hins veg- ar kemur veigamikill rökstuðn- Helgin 5.-6. júnf 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 ingur um gildi björgunarnets Markúsar við tilteknar aðstæður við björgun, frá þekktum mönn- um sem eru félagar i fagfélögum innan sambandsins. Út frá þessu hlýt ég að álykta, að sambandið þurfi að skoða þetta mál betur niður i kjölinn. Hins vegar er ég algerlega sammála framkvæmdastjórninni i þvi, að öryggismálin um borð i skipunum verður að taka fastari tökum, séu þau brot sem tilgreind eru á rökum reist. Hér þarf i fyrsta lagi að koma til aukin fræðsla á þessu sviði, og i öðru lagi að yfirmenn skipanna undir forystu skipstjóra, séu gerðir ábyrgðir fyrir þvi að lög- skipaðar reglur viövikjandi ör- yggi og öryggisbúnaði séu ekki brotnar, en i heiðri hafðar eins og lög mæla fyrirum. Svo lengi að einn maður er um borð i islensku skipi sem visvit- andi brýtur öryggisreglur sem settar hafa verið til að tryggja sjómenn gegn slysum, þá er þaö of mikiö. Niöurlag umsagnar frá Far- manna- og fiskimannasambandi skil ég þannig, að sambandið hafi aðeins viljað athuga betur björg- unartæki áður en þaðyrði lögleitt. En umsögnin er frá 14. okt. 1981. Enþarstendur: „Framkvæmdastjórninni þykir þó rétt að mæla með þvi að netið sé haft um borð, en vill ekki að skylda Samanlagt hafa 38 aöilar keypt björgunarnetið á 103 skip. Þessu til viöbótar lágu fyrir pantanir hjá Markúsi 15. mai s.l. á 50 björgunarnetum frá nýjum aöil- um. Þá munu vera komin rúm- lega 20 björgunarnet út á ýmsar hafnir landsins. Þetta sýnir að þeir útgerðarað- ilar sem hafa kynnt sér mögu- leika netsins viö björgun, og framarlega standa, þeir hafa ver- iðfljótir að ákveða sig. Eftirmáli Éghef hér i þessum þætti rakiö sögu björgunarnets Markúsar B. Þorgeirssonar i aðalatriðum, og brugöiö upp myndum af viðhorf- um manna til þessa nýja öryggis- tækis, viö fyrstu kynningu. Sumir eru fljótir að átta sig á hlutunum, en aörir þurfa meira tima, eins og fram kemur i umsögnum um gildi netsins. En þaö sem er einkenn- andi fyrir allar framkomnar um- sagnir um björgunarnetið, er að þeir sem hafa viðtækasta tækni- lega þekkingu á björgunarmálum þeir eru fljótari en aðrir að átta sig á þeim möguleikum við björg- un sem netið b ýður upp á. Ég sem þessar linur i ita og hef kynnt mér notagildi umrædds björgunarnets vil undirstrika gildi netsins i þeim tilfellum sem bent hefur veriö sérstaklega, i umsögnum hinna tæknifróðu manna. Ég veit t.d. ekki um ann- að fram komið björgunartæki sem væri liklegra til að geta bjargað mönnum úr sökkvandi skipi yfir i annað skip úti á rúm- sjó i vondu veðri heldur en björg- unarnet Markúsar, ef menn eru búnir björgunarvestum eða flot- búningum. Þegar ég segi þetta, þá byggi ég það á þeirri reynslu sem ég fékk i þriggja ára starfi i björgunarliði breska sjóhersins i siðari heimsstyrjöldinni hér við Island. Að siðustu þetta: íslenskt rikis- vaid hefur veitt Markúsi dálitinn fjárstyrk til kynningar á björgun- arnetinu, og tel ég að þvi fé hafi veriö vel varið. Ég hef hér verið að ræða um nýtt öryggistæki björgunarnet Markúsar B. Þorgeirssonar og hvort rétt sé að lögskipa það um borö i islenskum skipum og við hafnir landsins sem viöbótar ör- yggistæki. Þrátt fyrir aö þetta björgunartæki er mjög ódýrt, þá virðist eins og fram hefur komið i umsögnum færustu manna okkar á þessu sviði: Að það geti skipt sköpum i vissum tilfellum hvort björgun tekst. Að minu viti höfum við Islendingar ekki efni á þvi, að neita sliku tæki. Mannslif okkar erudýr. Ég vil þvi enda mál mitt á áliti Hannesar Þ. Hafstein framkvæmdastjóra Slysavarafé- lags Islands, þar sem hann ræöir um björgun manna sem fallið hafa fyrir borð af boröháum skip- um. Hann segir i umsögn sinni um slika björgun: „Tel ég björg- unarnetiö geta flýtt mjög fyrir að ná þeim aftur um borð og i sum- um tilvikum forsenda þess að slikt sé hægt”. Sveitarstjóri óskast Staða sveitarstjóra i Tálknafjarðarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júni. Umsóknir sendist oddvita Tálknafjarðarhrepps, Sigurði Friðriks- syni, sima 94-2539 (heima 2538). Þjónustustarf Viijum ráða starfsmann til að annast kaffistofu og þrif i húsgagnaverksmiðju okkar. Vinnutimi frá 8-4 og til hádegis á föstudögum. Nánari upplýsingar á staðnum og i sima 83399. o Húsgagnaverksmiðja Kristján Siggeirsson Lágmúla 7 Málarar Tilboð óskast i málningu á gluggum 1.2. og 3. flokks Húsfélags Alþýðu, Bræðra- borgarstig 47 (áður Byggingafélag Alþýðu). Nánari upplýsingar gefur Steinunn i sima 17455 og á kvöldin i 17968. Stjórnin Visindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1982 Atlantshafsbandaiagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið i hlut tslendinga i framangreindu skyni nemur um 190.000.00 kr. og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidatsprófi i einhverri grein raun- visinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visindastofnanir, einkum i aðildarrikjum Atlantshafs- bandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fell- owships” — skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 30. júni n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram hvers konar framhalds- nám eða rannsóknir umsækjandi ætli að stunda, viö hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerö- andvalartima.— Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 2. júni 1982. Heilsugæslustöð Hveragerðis óskar eftir að ráða nú þegar starfskraft i heimilishjálp. Upplýsingar gefur hjúkrun- arfræðingur i sima 99-4229. Matreiðslumenn — z r matreiðslumenn Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn mánudaginn 21. júni kl. 15 á Óðinsgötu 7, Reykjavik. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kynnt stjórnarkjör og i nefndir. 3. Samningamálin. 4. önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu FM. Félagar mætið vel og stundvislega. Veitingar. Stjórn og trúnaðarmannaráð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.