Þjóðviljinn - 05.06.1982, Side 17

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Side 17
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5.-6. júni 1982 Heigin 5.-6. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Enginn rær á Sjómannadaginn Kristján Einarsson frá Dunk i Höröudal neitaöi þvi ekki aö hann þekkti flest kenniieiti á miöunum undan Sandgeröi. — (Ljósm. „Komiði hérna niður og tyllið ykkur — verið ekki feimin. Svona, passið ykk- ur á stiganum. Hér er allt í drasli, en það má vel drekka kaffi." Svona voru kveöjurnar hjá þeim Kristján Einarssyni, skipp- er og eiganda Skúms RE 90, og háseta hans, Gunnari Asmunds- syni þegar viö Þjóöviljafólk rifum upp lúkarinn hjá þeim og spurö- um hvort einhver væri viö. Þeir voru þá báöir i koju, enda ný- komnir aö og rétt búnir aö landa i höfninni i Sandgeröi. En ekki stóö ,,Ég ræ aldrei á Sjómannadaginn. Þaö passar bara ekki.” — (Ljósm. — kv — ). Litið niður í Skúm RE-90 í Sandgerðis- höfn á elskulegheitunum og rausnar- skapnum. Þaö var rétt eins og okkur heföi boriö niöur á eitthvert stórbýliö. Gunnar sótti kaffikrús- ir, sykur, mjólk og danskar kökur fram úr skáp og brátt upphófst mikil veisla. „Nei, viö fengum ekkert, bless- uö vertu. Þetta var soddan bræla. Hann Kristján landaöi þessu áöan meöan ég svaf”, segir Gunnar og sneiöir kökur handa gestunum. Skúmur RE 90 er 10 tonna neta- bátur og þeir hafa fengiö 60 tonn á vertiöinni og finnst þaö þokka- legt. Þeir sögöu I vigtarskúrnum aö þiö heföuö fengiö átta fiska? „Sögöu þeir þaö, já?” Þaö fær- ist kimni i svip þeirra Kristjáns og Gunnars viö þessi orö. „Já, þaö var allavega ekki mikiö meira en þaö”, segir Gunnar. „Viö fengum sex ufsa og svo ein- hverja tvo titti.” ar”, skýtur Kirstján inn i. „Hann „Þiö heföuö átt aö koma þegar Gunnar dró eina sem var 85 kíló hann Gunnar fékk stóru lúöurn- og svo aöra 125 kiló. Þaö var Og Gunnar hellti upp á könnuna um leiö og viö vorum komin niöur. — (Ljósm. — kv — ). „Komiöi inn, elskurnar — veriö ekki feimin! ” Kristján og Gunnar buöu blaöasnápnum brosandi i „bæinn” þóttþeirværu vaktirafværum blundi. — (Ljósm.— kv —). stærsta lúöa sem ég hef séö. Ukk- ur heföi veriö nær aö koma þá.” Eruö þiö báöir héöan frá Sand- geröi? Nei, þaö kemur i ljós aö hvor- ugur býr nálægt Sandgeröi. Gunnar býr i Reykjavik, en Krist- ján I Kópavogi. Kristján hefur gert út frá Sandgeröi i sextán ár. „Ég heföi átt aö flytja þegar höfnin hérna lagaöist”, segir hann. „En ég hef aldrei gert þaö.” Þeir Kristján og Gunnar fara alltaf heim, þegar gerir brælu. Nú var bræla og þeir ætluöu rétt aö fá sér blund fyrir heimferöina. Lik- lega rændum viö þá blundnum. En þeir hafa ekki orö á þvi, held- ur hella aftur I krúsirnar. Jæja, hvernig var svo vertiöin? Veöriö var mjög leiöinlegt, segja þeir, og hamlaöi mjög öll- um veiöiskap. Annars var gott fiskeri. „Hann Stjáni veiöir alltaf vel”, segir Gunnar. „Hann þekkir hverja hundaþúfu hér á miöun- um.” Þeir tala um miöin rétt eins og viö landkrabbarnir lýsum ferö um land, þar sem viö erum kunn- ug kennileitum. Eg spyr hvort likja megi þessu saman. „Já, þaö má gera þaö”, segir Gunnar. „A sjónum eru ýmis kennileiti lika sem menn miöa för sina viö. En Kristján er manna slyngastur viö þetta — hann þekkir botninn meira aö segja eins og lófann á sér.” Krristján neitar þessu ekki. Ég spyr hvort hann sé sammála fiskifræöingum um fækkun þorskstofnsins. „Nei, þorskinum er ekkert aö fækka. Hann stendur I staö”, seg- ir Kristján. „Viö veiddum meiri þorsk nú I vetur heldren áöur. Og þetta var lika stærri fiskur.” „Þegar ég var aö byrja á net- unum þá voru kannski 100 þorsk- ar i tonninu”, segir Gunnar. „En svo fór þetta allt upp I 160-180 fiska i tonniö — fiskurinn var orö- inn svo smár. En nú er hann greinilega aö stækka aftur. Svo þetta er bara rugl I þessum fræö- ingum,held ég. Þorskurinn hefur bara eitthvaö fært sig til. Annars er ásókn stóru skipanna oröin óskaplega mikil. Þetta er oröiö þannig, aö nú er annar hver fiskur sem maöur fær særöur eft- ir veiöarfæri, — þaö er svo hart gengiö aö honum.” Viö sötrum kaffiö og hugleiöum ástand fiskistofna um stund. Eg spyr þá um veröbólguna og kaup- iö. „Viö erum þetta sjö til átta mánuöi i úthaldi”, segja þeir. „Svo förum viö I þaö aö eyöa pen- ingunum”, segir Gunnar hlæj- andi. „Nei, i alvöru talaö þá hefur maöur ekki nema gott verka- mannakaup út úr þessu miöaö viö vinnutimann. Þaö er óheyrilega langur timi á bak viö tekjurnar.” Fariö þiö út á sjómannadag- inn? Kristján segist fara ef menn- irnir vilja þaö. Hann hefur lika oft róiö einn. Dagarnir i landi skipta þennan aflamann engu máli, viröist vera. En Gunnar segist aldrei róa þennan dag. „Mér finnst þaö bara ekki passa. Ég fer alltaf inneftir á sjó- mannadaginn og ræ aldrei. Mér ersama um alla aöra daga ársins — jólin lika, meira aö segja. En ekki sjómannadaginn. Sjómenn róa yfirleitt ekki á þeim degi, ef þeir mögulega komast hjá þvi.” En nú höfum viö tafiö þá Krist- ján Einarsson og Gunnar As- mundsson nóg. Þaö er I nógu aö snúast áöur en haldiö er af staö á ný: þaö þarf aö ná I Is og vatn, sækja kost og ollu og ótal margt fleira. Og svo þurfa mennirnir eitthvaö aö hvila sig. Viö þökkum kærlega fyrir okkur og höldum I land. —ast „Kaupið ekki of hátt” — (Ljósm.— Kristján Kristjánsson, Siguröur Pálmason og Asgeir Ólafsson um borö I Þorlákiheiga AR 11 i Hafnarfjaröarhöfn. segfaÆpverjará Þorláki helga ÁR-11 „Þetta hefur gengið þokkalega — við höfðum 750 tonn i vetur. Annars er þetta svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þetta gerir ekki gott kaup". Um þaö voru þeir sammála þeir Asgeir ölafsson, 2. stýri- maöur, Siguröur Pálmason, stýrimaöur og Kristján Krist- jánsson, matsveinn, þegar okkur bar að garöi I bát þeirra Þorlák helga AR 11. Þorlákur helgi liggur nú i Hafnarfjaröarhöfn þar sem verið er aö breyta honum fyrir troll, en hann var á neta- veiöum s.l. vetur. Þarna hafa þeir veriö frá 10. mai og vonast til aö breytingu ljúki um næstu mán- aðarmót. Þorlákur helgi AR 11 er geröur út frá Þorlákshöfn. Hvaö kalliö þiö aö hafa gott kaup? Þeirvoru lika sammála um, aö til að hafa eitthvaö upp'úr fiski- riinu þyrftu þeir aö fiska 1200 tonn: vinnutlminn og vinnuaö- stæöur væru sllk. Hvaö um Sjómannadaginn? „Jú, ætli maöur drifi sig ekki I einhver hátfðahöld”, segja þeir. Þaö er annars upp og ofan meö þaö — þeir eru ekki alltaf i landi daginn þann fremur en aöra daga. — ast „Þaö á aldrei aö mynda sjómenn nema þegar þeir koma aö — ég er j,jn Júliusson, vigtarmaöur I Sandgeröishöfn. (Ljósm. — kv bara i leti nuna.” Þórhailur Frimannsson skipstjóri úr Garöinum. — (Ljósm. — kv ). Mjög leiðinleg vertíð „Þetta hefur verið fá- dæma leiðinleg vertið, það eru allir sammála um það hér. Hún hefur líka verið mjög erfið. Það gerir veðrið. Hér hefur verið leiðinlegt veður og óskap- lega kalt i vetur". 1 vigtarskúrnum I Sandgerðis- höfn hjá Jóni Júliussynit vigtar- manni, kinka menn kolli yfir þessum oröum. Þórhallur Fri- mannsson, skipstjóri á netabátn- um Þorkeli Arnasyni, segir einnig lltiö fiskeri hafa veriö, allavega hjá minni bátunum. „Þaö var engin fiskigengd viö flóanna og leiöinlegt veöur. Þaö var alltaf þetta sex til tlu tima stim á miöin. Þórhallur er annars úr Garð- inum, en gerir bátinn sinn, sem er 65 tonn, út frá Sandgeröi. Þaö gerir hafnleysiö i Garöinum. „Þaö eru þessi rif hér fyrir utan sem gera þetta aö einni bestu höfn I heimi”, segir Þórhallur. „Þaö er alltaf tiltölulega sléttur sjór inni á höfninni, "þvl brimiö brotnar á rifinu”. Þaö er talaö svolltiö um vertiö- ina inni i vigtarskúrnum (sem reyndar er langt frá þvi aö vera nokkur „skúr” — nýbyggöur meö viöarþiljum og parkettgólfi!). Ljósmyndarinn dregur upp myndavélina og myndar i grlö og erg. „Nei, hættu nú þessu”, segir Þórhallur brosandi, „það á aldrei aö mynda sjómenn nema þegar þeir koma aö. Ég er bara hér i leti”. Sjómenn kalla þaö aö vera I „leti” þegar ekki gefur á miöin og þeir neyöast til aö vera heima. Annars kæmu þeir sjaldnast aö landi þessir veöurbörnu kappar. — ast

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.