Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 7
Helgin 5,—«. jiínl 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Eitruð matvæli Sérfróöir menn i læknisfræði eða heilsurækt og öðrum skyldum visindum hafa stundum uppi varnaöarorð til okkar vegna hættu sem leynist i mat ef illa er með hann farið. 1 matvælum getur myndast mannskæöur örverugróður sem getur jafnvel komiö hinum grunlausa alla leiö i helju. Einkum virðast þeir auðteknar bráöir sem búa i svonefndum vel- ferðarþjóðfélögum við svonefnda siðmenntun; þar sem fjöldi manns hefur lifsviðurværi af eftirlitsembættum, að sitja I nefndum sem annast skulu eftirlit með einu og öðru, skrifstofustörf, farandstörf og sendiherrastörf i eftirliti, fyrir utan allar tölvur stórar og smáar, og sumar i vas- anum. En hver hefur hvað i vasanum? Thor Vilhjálmsson skrifar: Werner Herzog var verðlaunaður sem besti kvikmy ndahöfundurinn á hátfðinni I Cannes sem er nýlokið. Myndin er tekin I Reykjavik I hitteöfyrra og er Herzog til hægri en greinarhöfundur til vinstri. HELGARSYRPA verður manni á aö spyrja þegar upp koma stórhneykslimál i mat- vælameöferð einsog hér um árið, og ástæða til að fagna þvl að ekki valdi manntjóni; og kemur þá i hugann þegar Sovétmenn snérust til varnar gegn skemmdu lagmeti sem átti aö drifa i þá héðan. Böndin bárust að fyrirtæki á Akureyri. Ekki höföu allir mestar áhyggjur af þvi hvernig slikt gæti komiö fyrir, heldur spurðu blaða- menn liölangir I framan hvort þetta væru ekki óskaplegir fjár- munir sem töpuðust. Rétt einsog það skipti meira máli en það at- hæfi að eitra fyrir fólk að visu úti i heimi, og það Sovétmenn; eða álitsspjöllin sem bitna á allri þjóðinni i markaösmálum. En þá kom það fram hjá svaramönnum likt og til að hugga blaðamann og lesendur að þeir mundu endur- heimta eitraða matinn á heima- slóöir, og væru með útispjót aö koma honum I verð annars staöar. Varð þetta varla skilið öðru visi en þeir myndu læöa þessum mat ef mat skyldi kalla i gogginn á okkur löndum sinum. Þessi yfirlætislausa hótun gaf fulla ástæðu til þess að menn væru á varðbergi gagnvart þessu fyrirtækirenda var farið að skrifa brátt I blöðin um niðursuöuvarn- ing islenskan aö uppruna falboð- inn I hérlendum verslunum og eingöngu var skrifað utan á dós- ina á rússnesku máli. Það var ekki af þursalegri bjartsýni i heimsbyltingarofstæki, heldur benti til þess að herferð væri hafin til að rétta fjárhagslega hlut sinn eftir gerzka ævintýrið. Hvers á aumingja maöurinn að hefna? spyr nú kannski einhver góðfús lesandi, og skal nú greint frá þvl svo ég bregði fyrir mig heimilissagnorði sjónvarps- manna sem ævinlega er haft um það að segja frá eða herma. Fyrir rúmum áratug keypti ég ferðanesti I Kaupfélagi Héraös- búa á Egilsstöðum. Þar var með öðru dós með niðursoðnum sard- inum frá stórfyrirtækinu KJ á Akureyri. Var svo haldiö hefð- bundna leið áleiðis til Akureyrar,- áð við Sænautavatn þarsem eru gamlar tættur, rústir af heiöar- býli; og kvað vera reimt. En þessu sinni var ekki ónæði af Poltergeist, staðfestu- eða viö- legudraugi, heldur var með- fluttur draugur I dósinni sem þarna var opnuð og tæmd, og gekk aftur með svo hatrömmum reimleikum þegar til Akureyrar var komið að ég hélt bara að ég yröi hreint ekki eldri. Ástæöu- laust er að angra lesendur með itarlegri lýsingu á þeirri hremm- ingu og kölduflogum sem fylgdu umbrotum. Þó ég hafi fyrir bragðið sneitt hjá að verzla viö þetta fyrirtæki má vera að fæöin hafi rénaö meö árunum með þeirri hugsun að kannski veröi aldrei meö öllu girt fyrir slys I matvælaframleiðslu. En það blossaði upp við atburöina sem getiö var að framanf sem átti upphaflega að bitna á Sovét- mönnum, en komu svo I kollinn á heimamönnum einsog áströlsk striðskylfa. Einna verst er ef svikin vara hefur vlsvitandi verið flutt út, og skemmdum mat lætt á borðin I útlöndum i von um að væri nógu langt i burtu til að slyppi, og ekki bætir að ofaná allt saman hafi verið gerð tilraun til að bæta fyrir sér haginn eöa draga úr tapi með þvi að ginna landa slna til að láta eitriö ofan i sig. Að visu koma svona fréttir varla á óvart þeim sem hafa unn- ið I fiskiöjuverum eða hafa góðar heimildir fyrir ganginum þar. Gróðafrekja virðist svo taum- laus og afvegaleitt veiðimanns- eölið að flestir kunna dæmi um þær öfgar. Bæði af fiskveiðunum og vinnslu aflans. Varla bætir bónusþrælkun úr skák, og fer bæði illa með fólkið og spillir framleiðslunni. Þaö ætti aö liggja I augum uppi að starfsfólkið þarf að fá sæmandi kaup fyrir hóf- legan vinnudag, og ætti að hafa aðstöðu til að vanda sig við vinn- una án þess að gjalda þess I kaupi. Stundum kemur manni I hug llkið i strompinum I leikritinu hjá Laxness, og ilmvatnsdaunninn sem átti að leyna náfnyknum þaðan. Þaö er margt I islenzku þjóðlífi I dag sem leiðir hugann þangað. Einfalt dæmi Einn af helztu bílaframleiö- endum I Bandarlkjunum setti nýjan bll á markaðinn fyrir nokkru. Það kom strax 1 ljós viö prófanir að þetta myndi hin mesta morökerra. Benzintankur aftan I bllnum reyndist gallaður. Ekki þurfti þungan árekstur til aö valda sprengingu þvl við árekst- urinn slapp benzlngas inn I bflinn og lék þar laust án þess aö nokkur yrði þess var fyrr en endaði með skelfingu. Þá þurfti ekki nema smáneista til að billinn stæöi i loga, eld I sigarettu. Það hefði kostaðellefu dali á bil að lagfæra þetta. Fyrir ellefu miljónir blla af þessari tegund og eina og hálfa miljón sendiferða- bila hefði kostað hundrað þrjátiu og sjö miljónir dala aö kippa þessu i lag, en þær tölur eru byggðar á áætlaðri árssölu bll- anna. Reiknimeistarar fyrir- tækisins komust að þvl að væri gert ráð fyrir hundrað og áttatiu fórnarlömbum að meðaltali sem árlega hlytu bana yrðu skaða- bætur á að giska fjörutiu og nlu og hálf miljón dala. Berið nú þessar tölur saman og getiö ykkur til um hvor kosturinn hafi verið valinn. Einfalt reikningsdæmi. Kvikmyndahá- tíðin í Cannes Merkilegustu kvikmyndahátlð- irnar eru I Cannes á vorin og I Feneyjum á haustin. Það þykir mest varið I aö fá kvikmyndir sinar verölaunaðar og viöur- kenndar á þessum hátlðum. Hátlöin I Cannes er nýbúin. Ég hef spurnir af þvl aö utan aö Werner Herzog hafi verið verð- launaður sem bezti kvikmynda- höfundurinn á hátíðinni fyrir nýju kvikmyndina slna Fitzcarraldo. Hún er gerö I Amazonfrumskógi, og segir frá samnefndum manni með sturlaðan metnað að byggja óperuhöll I miðjum frumskóg- inum þar sem rödd Caruso mætti hljóma verðuglega. Eins og I fyrri myndum leikur hinn stórkostu- lega galni Klaus Kinski hetjuna, eins og hann gerði á svipuðum slóöum I annarri Herzogmynd Aguirre — reiði guös. Fitzcarraldo þessi hugöist byggja upp rlki sitt I frumskóg- inum, gæddur trylltum guðmóði, og játaöi engar hindranir fremur en Herzog sjálfur, þessi blíðlegi ofstækismaöur og snillingur sem hefur tekizt að gera þessa kvik- mynd, sem úrtölumenn kölluöu ofurdramb og gengi glópsku næst. Meðal annars dröslar hann heilu gufuskipi yfir fjall með hjálp indl- ánaættbálks sem hingaö til var I friöi fyrir heimsmenningunni; læröu þó furöufljótt að gera kaup- kröfur og fara I verkfall. Og gufu- skipið var engin smásmiði. Þegar Herzog kom hingaö til Islands var hann aö segja okkur sem nutum viökynningar hans af áformum sinum um flutning skipsins yfir fjallið, og hreif okkur með hugrekki slnu og itur- móði. Hann hafði ákaflega örv- andi áhrif á kvikmyndamenn hér til dáöa. Hann sagði okkur frá þvl hvernig hann hóf sjálfur feril sinn, og lét ekki féleysi hamla sér heldur vann við logsuöu á nótt- unni til þess aöhafa peninga til aö kvikmynda á daginn fyrstu mynd slna. Sumar kvikmyndir hans eins og Glerhjartað (sýnd I Fjalakettin- um) er með fegursta filmskáld- skap slðari ára; ásamt Tarkovski er Herzog eitt mesta kvikmynda- skáld sem nú starfar. Skömmu eftir að Herzog var hér sendi hann mér bók sem segir frá gönguferð hans frá MOnchen til Parlsar og kom út 1978 Vom Gehen im Eis — frá Isgöngunni. Sú ferö var fariny segir hann, vegna þess að Lotte Eisner var helsjúk I Parls, hinn aldraöi holl- vinur hins unga blóma I þýzkri kvikmyndagerð; og þeir máttu ekki viö þvi að hún dæi; þvl var þessi ferð farin aö hún dæi ekki. Þetta er bezta kvikmyndin min, sagöi hann viö mig um bókina. Og atgerviö til að fara slika göngu um hávetur aleinn, og ofstækiö, — ekki hefur veitt af þvl við slðasta afreksverk hans Fitzcarraldo. Sameiginlegur vinur okkar bandarlskur sagði mér I gær aö nú vildi hann hvfla sig á kvik- myndum I bili. Ganga og ganga. Og elda mat á hóteli I Sviss, sagði Herzog. Til þess að fást loksins við eitthvaö sem fulloröiö fólk gerir, sagði hann. Sami heimildarmaður minn sem var að koma frá Cannes sagði mér að dreifendur kvik- Or kvikmyndinni Fitzcarraldo eftir Herzog en hún er gerð i Amazon frumskógi. myndarinnar um Fitzcarraldo heföu sagt sér að þeir væru búnir aö selja myndina til lslands, og er þaö fagnaöarefni að eiga vænt- ingu þess að fá að sjá myndina hér. En hvaða mynd var verölaunuö sem bezta kvikmynd hátíðarinn- ar? Tvær skiptu þeim verölaunum. Onnur var nýja myndin eftir hinn griskfædda Costa-Gavras sem meðal annars gerði myndina Z um morðið á þingmanninum Lambrakis I Saloniki eftir skáldsögunni eftir Vasillis Vasillikos og Játninguna eftir frásögu Arthur London. Hann býr nú I Frakklandi, franskur borgari, og var nýlega skipaður yfirmaður Kvikmynda- safnsins vlöfræga, I Parls: Cinemateque Francaise sem Henry Langlois byggöi upp og hlaut mikla aðdáun fyrir; enda ól hann upp kynslóö ungra kvik- myndahöfunda sem gerðu á sln- um tlma garðinn frægan undir kennimarkinu La Nouvelle Vague.Nýja bylgjan. 1 þeim hópi voru Truffaut, Godard, Chabrol. Missing heitir verðlaunamynd- in nýja eftir Costa-Gavras, og fjallar um mannshvarf I Chile af völdum fasistanna sem þar rlkja. Byggö á sannsögulegum viöburð- um. Ungur bandariskur blaöa- maður hitti nokkra landa sina á baðströnd á örlagastundu um þær mundir sem Allende var steypt og fasistar Pinochet tóku viö, þeir voru hernaöarráögjafar og var krökkt af þeim þar, og fyrir laus- mælgi þeirra komst hann að þvl að leyniþræöir lágu milli band- riskra stjórnvalda og valdaráns- mannanna, og kæmi þar banda- riska sendiráðiö mjög við sögu. Þetta mátti hann ekki vita, og hvarf. Kom svo upp úr kafinu að hann hafði veriö myrtur. Myndin segir frá feröalagi eiginkonu hans og föður til Chile til aö reyna að upplýsa málið, og mun myndin byggð á upplýsingum frá þeim. Þau eru leikin af Sissy Spacek og Jack Lemmon. Hlutur banda- riska sendiráðsins þykir hinn skuggalegasti, en máttlaus mót- mæli ábyrgöarmanna i stjórn- setrum i Washington. Vitað er að myndin var á dögunum skoöuð i Hvlta húsinu , samt bauð Reagan kollega sinum frá Hollywooddög- um þangað að drekka meö sér te, en sagðist hafa séð kvikmyndina. Ekki segir af þvl hvað þeim fór á milli, segir Costa-Gavras. Hin sem hlaut helming verö- launanna er tyrknesk að uppruna, og að likindum einsdæmi I sögu kvikmynda. Henni var stjórnað úr fangelsi. Höfundur hennar Yil- maz GUney haföi verið dæmdur I aldarlangt fangelsi af þeim fólum sém þar ráða nú rlkjum. Yol heit- ir myndin hans. Þaö þýðir vlst Leiðin eöa Feröin. Byggð á frá- sögnum fimm samfanga. Michel Mardor gagnrýnandi L’Obser- veur kallar mynd hans snilldar- verk, og svo fagra að maður verði agndofa og tárist. Gflney fjarstýrði henni að öllu leyti gegnum aöstoöarleikstjóra sinn, sem smyglaði úr fangelsinu handriti og fyrirmælum öllum og aftur inn I þaö skýrslum af kvik- myndinni svo GUney gæti sagt fyrir um úrvinnslu, skurð og upp- byggingu, myndskeið fyrir mynd- skeið. Slðan var myndinni smyglað úr landi til Sviss sem tók þátt I fram- leiöslu hennar. Gflney tókst að flýja úr fangelsinu úr landi. Þessi kvikmynd er sögð heill- andi krafa um mannúð og nlst- andi mótmæli gegn mannvohzku hernaðareinveldis, einsog fyrr- nefnd verðlaunamyndin hin Miss- ing, eftir Costa-Gavras. Hvenær skyldum við fá aö sjá þessar myndir? Eða nýju myndina eftir Antonioni, Dashiel Hammetteftir Wim Wenders gest okkar á fyrstu kvikmyndahátlöinni I Reykjavik, Godard-myndina Passion (Astrlöa) o.s.frv...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.