Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 5.-6. júní 1982 DREVmift ÞIG Uflfl: + GRÓÐURHÚ/ * /ÓL/KVLI * VFIRBVGGOfl VERÖnD * EOft JRFnVEL * GRRO/TOFU ? VIO EIGUftl RÉTTfl EFÍll-O TIL flÐ L^Tfl oRRummn pætr/t. TVÖFflLT ®pte}dglas flKRVLGLER HEFUR ÓTRÚLEGfl fllÖGULEIKA /kooio mvnoflLi/Tfl okkrr okron /ídumúla 3i, 105, rvk. /íml: 33706 ple^dglas •Inkoumbod — Svavar Sigmundsson li skrifar málþátt |\j Að hugsa(sér) Einhvern tima i vetur var ég beöinn aö taka fyrir sögnina aö hugsai þessum þáttum og samheiti viö hana. Ég hef nú hert upp hugann til þess aö fjalla um þetta merkingarsviö, sem er engan veginn auövelt mál. t Oröabók Menningarsjóös er hugsa m.a. skilgreint svo: „starfa meö huganum”, og má þaö til sanns vegar færa. Sé litiö til annarra skyldra máía, sést aö notaöar eru sagnir af öörum stofni, t.d. da. tænke, sæ. tanka, e. think, þ. denken, sbr. fsl. töku- oröiö þenkja. Samsvarandi sögn viö hugsa er i noröurlandamál- um notuö um aö „muna”, da. Tiuske. En isl. mun= er reyndar skylt oröinu munur, „hugur”. Ef litiö er á samheitin um aö „hugsa”, koma þessi helst í hug- ann: bollaleggja, bræöa meö sér, grunda, brjóta heilann um, leggjaheilann/höfuöiö i bleyti, huga, hugleiöa, hugsa, hyggja, {- grunda, ihuga, leggja niöur fyrir sér, melta, brjóta/kryfja til mergjar, pæla i, rökleiöa, spá i, velkja/velta fyrir sér, velta vöngum, yfirvega, þenkja. Þá hef ég tekiö saman þau oröasambönd sem merkja aö „hugsa sér”, „imynda sér” eöa „setja sér fyrir sjónir”, og hafa aö geyma oröiö hugun láta sér detta i hug, gera sér i hug/hugar- lund, láta sér i hug/til hugar koma, leiða hugann aö, leiða sér I hug, hvarfla/renna huganum til, sjá ihuga sér og velta e-u sér I hug. Þegarsögnin er notuö i miömynd, hugsast, mér hugsast.veröa fyrir nokkur samheiti, þar sem persónan veröur óvirk. Þá er sagt aö flökra aö e-m, hugkvæmast, detta i hug, koma til hugar, hvarfla aö e-m, e-m hvarflar e-ð i hug. Oröasambandiö aö hugsa sig umhefur ekki veriö tekiö hér aö framan, enda er merking þess sérstök. Aö vissu leyti ætti þaö heima i fyrstu upptalningu, en aö ööru leyti er þaö sama og aö skoöa hug sinn. Sögnina aö hugsaer lika hægt aö nota með forsetningunni upp, aö hugsa e-ö upp. Eru samheiti viö þaö samband: finna upp, upphugsaog úthugsa, ogerþááttviöe-t ráöe.þ.h. Ef vandlega er hugsaö og lengi, er talaö um aö gerhugsa (gjör- hugsa) e-ö. Samheiti viö það er aö gagnhugsa, þrauthugsa eöa hugsa út i æsar. Hér veröur ekki fariö nákvæmlega i merkingarbrigöi hverrar sagnar, sem þó gæti veriö fróölegt. En fyrst sögnin sem nefnd var sem samheiti, bollaleggja, er ekki algjört samheiti viö hugsa, þvi aö i henni felst lika aö ræöa hlutina, velta þeim fyrir sér, ráöslaga um þá. Ekki treysti ég mér til aö segja frekar um upprunann: hvaöa bolla átt er við. Er þaö kaffibolli? Sagnirnar meö forskeytinu i- eru sennilega báöar gamlar. í- hugaer til i fornmáli, en igrunda hjá Jóni Ölafssyni Grunnvik- ingi, I orðabók hans frá 18. öld. Tvö orðasambönd hafa veriö tekin upp úr dönsku: aö brjóta heilann um, þ.e. da. at bryde sin hjerne/hoved med noget sbr. þýsku sich den kopf zerbrechen = aö hugsa stift um e-ð. Aö leggja heilann/höfuöiö I bleyti samsvarar dö. lægge hjernen i blöd. Elsta dæmi þess aö brjóta heilann um e-öá islensku er úr bók eftir Veit Dietrich: Passio. Það er Historian Pinunnar...., sem gefin var út á Hólum áriö 1600. Þar stendur: „Menn mega dis- . putera þar um so lengi sem þá lystir/ og brjóta heilann þar um sem best þeir kunna.” (A VII v). Elsta dæmi Oröabókar Háskólans um aö leggja höfuö I bleytii ofangreindri merkingu er i Minnisveröum tlöindum frá þvi um 1800þar sem segir á þessa leiö: „Hamborgarráöiö ... samankall- aöi öldungana, sem ásamt þvi, lögöu hávis höfuö lengi I bleyti” (11,25). Sagnirnar aö pæla iog spá ieru tiltölulega ungar. Þó er sögnin aö pæla iekki alveg ný af nálinni i svipaðri merkingu, en spá ier hinsvegar slanguryrði. Nafnoröin sem eiga viö framangreindar sagnir, eru ekki eins fjölbreytt, en þó eiga flestar sagnirnar sér hliöstæöu I nafnorði. Þessi samheiti eru helst: athugi, heilabrot, hugi, hugleiöing, hugrenning, hugsun, hyggja, igrundun, ihugun, pælingar, spek- úlasjónir (speglasjónir), umhugsun, yfirvegun, þankar og þenk- ingar. Af þessum oröum eru athugiog hugi næsta sjaldgæf, en önnur notuö aö jafnaöi. Oröiö pælingar er nýtt slanguryröi, en orö- myndin speglasjónirislenskun á tökuoröinu spekúlasjónir. Elsta dæmi mér vitanlega, um igrundun, er hjá Jóni Grunnvlkingi, þar sem hann notar þaö I þýöingu sinni á Nikulási Kllm eftir Hol- berg: „og leggja sig eftir hávum studiis (igrundunariþróttum)” (121) (OH). Ég hef sett hér orðiö þankari fleirtölu, en þankimerkir i raun bæöi „hugur” og „hugsun”. Stundum er sagt aö vera i þönkum = aö vera niöursokkinn I hugsanir sinar. Lýsingarorö sem eiga viö þetta sviö, eru fáein, og merkingin þá: „sem hugsar”: gjörhugull, hugsandi, hugsi, Ihugandi, Ihug- ull og ihugunarsamur. Kannski eiga oröin djúphugull og djúp- hygginn hér lika heima. Aö siöustu veröa nefndir þeir sem „hugsa mikiö”. Þar eru tal- in samheiti oröin heimspekingurog hugsuöur, spekingurog vitr- ingur.t samræmi viö lýsingaroröin hér aö framan ætti þá djúp- hyggjumaöur aö fylla þennan flokk. Oröiö hugsuöurhefur ekki oröiö til fyrr en á þessari öld, og þaö er t.d. ekki I Oröabók Blöndals. Elsta dæmi Oröabókar Háskól- ans er frá Ágústi H. Bjarnasyni, en hann segir þar um Klnverja: „Þó veröur ekki sagt, aö Kinverjar séu nokkrir sérstakir hug- suöir”. (Saga mannsandans II, (1949 ) 22.). Viöbætir viö Oröabók Blöndals hefur oröiö eftir Halldóri Laxness, úr Vettvángi dags- ins (1942), bls. 70. Þeir sem vilja leggja orö I belg skrifi Málþætti Þjóöviljans, Siðumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband viö Svavar Sigmundsson i sima 22570.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.