Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 05.06.1982, Blaðsíða 19
Helgin 5,—6. júní 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Jóhann J. E. Kúld skrifar Sjómenn dregnir i björgunarnetinu á milli skipa Öryggismál sjómanna og björgunametið ,Markús’ Viö islendingar búum á þvi haf- svæði, þar sem veður geta oft orðið válynd og sjósókn hörð. Og þar sem fiskveiöar okkar eru undirstaöan undir sjálfstæðri til- veru okkar i landinu, ásamt land- búnaði, þá er augljóst að vel þarf að vanda til alls i okkar hörðu sjó- sókn. A timum áraskipanna urðu mannskaðar oft miklir bæði á hafi og viö landtöku, sem skildu eftir stór skörð i fyikingu hraustra drcngja. Gegn þessu risu upp afburðamenn eins og Oddur Gislason prestur og sjó- sóknari I Grindavik, sem verður að telja einn af okkar fyrstu brautryöjendum I slysavörnum. En þróun okkar sjósóknar hélt áfram, við fcngum seglkúttera, vélbáta, togara og vöruflutninga- skip og urðum sjálfstæð þjóð. Aukin umsvif á hafinu, kölluðu á aukið öryggi, sterkari varnir gegn slysum. Þá risu upp menn eins og Jón Bergsveinsson og Þorsteinn Þorsteinsson i Þórs- hamri og höfðu forgöngu um að Slysavarnafélag tslands var stofnað. Siðan hefur þetta merka félag unniö ómetanlegt starf á sviöi slysavarna undir forystu ágætismanna. Þessi saga öll, og þaö mikla fórnfúsa starf sem unnið hefur verið i þágu okkar slysavarna, krefst þess að áfram verði haldið með fullum þrótti, og allt smátt og stórt sem aukið getur öryggiö á hafinu, verði tekið i þjónustu þess. Hér hvilir mikil ábyrgð á is- lenskri sjómannastétt, yfirmönn- um og undirmönnum á skipaflot- anum, að það öryggi er löggjafinn hefur með reglugeröum tryggt um borð i islenskum skipum sé á öllum timum i heiðri haft, og ekki út af brugðið. En þetta er engan veginn nóg. Meira þarf að gera, við megum ekki dragast aftur úr annarra þjóða sjómönnum hvað öryggisbúnað varðar um borð i sjálfum skipunum. Þvi segi ég þetta á Sjómanna- daginn 1982, að á sama tima og ! norskir sjómenn hafa fengið tryggt með reglugerð að björg- unarbúningar fyrir alla skips- höfnina séu til taks um borö i öll- um norskum skipum, þá bólar ekkert á þessu hér. Hér skilur á milli. Norsku sjómannasambönd- in ásamt Norges Fiskarlag sem i eru bæði sjómenn og útgerðar- mennbörðustfyrir þvi að fá þetta lögleitt. Nýtt islenskt öryggis- tæki Miðvikudaginn 12. mars 1980 sýndi Markús B. Þorgeirsson nýtt björgunartæki i sundlauginni i Laugardal hér i Reykjavik, en hafði sýnt það þremur dögum áður i Hafnarfirði þar sem hann býr. Þetta nýja öryggistæki sem Markús hefur fundið upp og hannaðog ætlaðer til að auðvelda björgun á mönnum úr sjó og vatni, er net með flothylkjum og skal nú gefin noitkur lýsing á þvi. Björgunarnetið sem Markús kynnti i sundlauginni i Laugardal og Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags tslands gaf siðar nafnið „Markús” er 2x3 m. og möskva- stærð 400 mm. A teini netsins eru 24 flothylki sem lyfta 12 kg. Þá eru sjálflýsandi borðar á nokkrum flothylkjanna. Aftur úr netinu kemur lina 30 m löng með flothylki á enda. Fram úr netinu kemur svo önnur 30 m. lina sem haldið er i og netiö dregið á þegar björgun fer fram. Siðar hefur Markús búið til björgunarnet af tveimur öðrum stærðum, stærri og minni. Þá hefur Markús hann- að hliðstætt net til björgunar úr höfnum, þegar menn detta i þær. Æfing með björgunar- netið „Markús” Að þessarri björgunarsýningu sem fór fram i Reykjavikurhöfn 10. okt. 1981 stóðu auk uppfinn- ingamannsins Markúsar Þor- geirssonar, Slysavarnafélag Is- lands undir forystu Hannesar Hafstein framkvæmdastjóra og með þátttöku manna i björgunar- deildinni Ingólfi, ásamt nemend- . um úr Vélskóla lslands. Þá voru lika við æfinguna undir stjórn Garðars Pálssonar skipherra, menn frá landhelgisgæslunni, skipstjórinn á Arvakri og skips- höfn hans. Guömundur Kjærne- sted skipherra kom þar lika viö sögu. Af þessari björgunaræfingu tók Höskuldur Skarphéðinsson skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni kvikmynd i litum og hef ég séð hana, og þykir mér hún mjög athyglisverð. Umsagnir nokkurra máismetandi aðila Eg birti hér fyrst það sem Slysavarnafélag Islands segir, og dagsett er i april 1982. Umsögn um björgunarnetiö „Markús”. Ég undirritaður hef fylgst með hönnun, og tilraunum þeim sem gerðar hafa verið með björgunar- netið „Markús”. Tel ég þau gangi mjög vel við eftirtaldar aðstæö- ur: a) Við björgun manna sem íall- ið hafa útbyrðis af boröháum skipum. Tel ég björgunarnetið geta flýtt mjög fyrir að ná þeim aftur um borð og i sumum tilvik- um forsenda þess að slikt sé hægt. b) Við hafnir, ár og vötn, þar sem fyrirferð netanna er mjög lit- il og þvi auðvelt að finna þeim stað. Að lokum vil ég taka fram, að björgunarnetin eru mjög góð viðbót við þau öryggistæki sem fyrir eru, og verða aðskoðast sem slik. Undir bréfið skrifar Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri. Þá hefur Guðjón Armann Eyjólfsson skólastjóri Stýri- mannaskólans gefiö mjög jákvæða umsögn. A 39. þingi Fiskifélags Islands lagði laga- og félagsmálanefnd þingsins fram nokkrar tillögur i öryggismálum sem voru sam. þykktar, m.a. eftirfarandi tillaga. „Björgunarnet Markúsar Þor- geirssonar verði lögskipaður bún- aður i islenskum skipum.” Að tillögunni stóðu: Jón G. Stefáns- son, Angantýr Jóhannsson, Jón Kr. Ölsen, Agúst Flygering, Jón Sveinssonog Jón Þ. Arnason Með bréfi dagsettu 4. mars 1980 viðurkenndi Siglingamála- stofnun rikisins björgunarnet þau, sem Markús B. Þorgeirsson hefur hannaö til noktunar i is- lenskum skipum. Utlendingar hafa fengið áhuga Ég hef frétt af þvf, að Færey- ingar hafi fengið áhuga á björg- unarneti Markúsar og að útgerð- armenn þar hyggist panta netið til að hafa um borð i skipum sin- um. Þá hefur ambassador Norð- manna á Islandi Annemarie Sjá síðu 21 Björgun viö skipshliö r A Sjómannadaginn íslenskum sjómönnum árnaðaróskir hátíðisdegi þeirra. SK/PADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 ttqttrxBSjtayr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.