Þjóðviljinn - 17.08.1982, Page 9
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
I
I
i
i
t
I
Bæði og. Stuðmenn og þeirra
fylgifiskar eru að vinna við sið-
ustu upptökur á hugarfóstri sinu,
kvikmyndinni ,,Með allt á
hreinu”. Þjóðviljamenn snöpuðu
hópinn uppi, og út úr þvi komu
myndir og samtal, yfir „uppá-
heilingi og astraltertum sex”,eða
þannig, sjáiði til.
Hugmyndin
að myndinni
Valgeir: Mér skilst að þessi
hugmynd hafi fæðst á sýningu á
Ofvitanum. Það var einhvers
konar kveikja að þvi leikriti sem
tendraði neista. Siðan er búið að
skipta um kerti og platinur um
þriggja ára skeið, þangað til var
ákveðið að ganga i þetta með oddi
og egg núna um áramótin. Stuð-
mannahópurinn hefur verið rauð-
ur þráður i þessum áformum,
annars má segja að þessi ákvörð-
un um að gera myndina hafi verið
tekin svona frekar fyrir tilviljun.
Handrit
Tómas: Þetta eru eiginlega
margar hugmyndir sem siöan
hafa þróast yfir i eitt handrit.
Valgeir: Ágúst lagði fram
rúmgóða grind að handriti ein-
hvern timann i janúar eða febrú-
ar, og siðan var fyllt út i hana.
Bóas Daði: Þetta er eins og
þessar teikningar sem hægt er að
fá i Skiltagerðinni, sjáðu til, með
svona númerum fyrir hvern lit.
Hjá okkur hefur hver leikari sinn
lit, sem hann fyllir inn i myndina
og gefur henni þannig dýpt og
áferð, sjáðu til.
Valgeir: Þetta hefur verið
mikið samvinnuverkefni, og allt-
af verið pláss til að viðra nýjar
hugmyndir, þó svo allt hafi ekki
komist á filmu, eða þannig!
Kvikmyndafélagið
Bjarmaland
Valgeir: Það er þessi hópur,
Stuðmenn, Agúst og Þursabit og
þeirra fjölskyldur sem standa að
myndinni. Við hér hugsum eigin-
lega ekki um kostnað, það er á
öðrum stuð-herðum aö standa i
þvi vafstri.
Tómas: Það er farin þessi si-
gilda leið að veðsetja allt sem
menn eiga.
Valgeir: Þetta hefur gengið
hjá okkur, annars værum við ekki
hér með ljósin og myndavélarn-
ar.
Leikarar
Valgeir: Við vitum nú ekki al-
veg hversu margir eru með i allt.
Þetta er mest á okkar herðum og
Grýlnanna, og siðan en ekki sist
Eggerts Þorleifssonar. Annað eru
minniháttar hlutverk og ég vona
að ég halli ekki á neinn, þó ég segi
það.
Tæknifólk
Valgeir: Það er þessi kjarni,
sem er 7 til 8 manns, og er eitil-
harður.
Bóas Daði: Jafnast hiklaust á
við stúarana austur á Seyðisfirði.
Eftirvinna
Valgeir: Klipping er þegar
byrjuð, en eftir er að ganga frá
hljóði og öllum þessum lausu
spottum sem ég kann ekki að
nefna.
Frumsýning
Valgeir: Þaðer stefnt að frum-
sýningu annan i jólum. Eins og
þetta hefur gengið, sýnist mér að
það ætti alveg að hafast og verði
ekki einu sinni mjög knappt.
Lokaorö
Bóas Daði: Jú, sjáðu til. Þetta
hefur verið dáldið gaman, voða
erfitt og soldið kreisi, sko.
Dáldið kreisi, sko.
I
I
I
I
Agúst Guðmundsson stýrir... með alit á hreinu.