Þjóðviljinn - 17.08.1982, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
fra
lesendum
Að leikslokum — eða er leikurinn
að hefjast?
Nu hefur S.V.R. lagt Ikarus-
vögnunum er keyptir voru frá
Ungverjalandi. Fólk hefur
fylgst með umræöum um
vagna þcssa. Margir hafa
lofað vagnana en aðrir lastað.
Það sem er svo skritið við allt
þetta mál, að þaö er eins og
Islendingar séu alls ófærir að
skoða málin i rólegheitum.
Þeir böðlast áfram oft á tiðum
og livorki er litið til hægri né
vinstri heldur er fullyrt eitt-
hvað út i loftið án þess að
hugsa frekara um eitt né neitt.
Hvernig væri til dæmis að
menn stöldruöu við og færu aö
skoða þetta lkarusmál niður i
kjölinn.
Hvernig stendur á þvi til
dæmis að Ikarus reyndist vel i
Kópavogi en illa i Reykjavik.
Það voru keyptir þrir vagnar
á hvorn staðinn. Svarið virðist
blasa við. Hjá S.V.K. var
vögnunum vel tekið i upphafi
en i Reykjavik illa. En þetta er
ckkertsvar vegna þess að það
á ekki að breyta neinu hvort
dauðum hlutum er tekið vel
eða illa, altso bilar hafa ekki
sál. Menn geta velt þvi fyrir
sér hvort bræðrabönd hafa
eitthvað spilað inni afstöðu
manna en það er kunnugt að
forstjóri Veltis sem hefur um-
boð fyrir Volvo og forstjóri
S.V.R. eru bræður. Ef um það
er að ræða að afstaða S.V.R.
gegn tkarus sé vegna ættar-
tengsla verða menn að geta
sannað það en það getur veriö
erfitt.
Vegna þess hve hallað hefur
á Ikarus hér i Reykjavik, ætla
ég að varpa fram nokkrum
spurningum til umboðsmanna
Ikarus og biðja um svör:
1. Er það rétt að bilstjórum
S.V.R. hafi veriö afhent dreifi-
bréf af forstjóra S.V.R. þar
sem bilstjórum var gefinn upp
boltinn til að hallmæla Ikarus
(þeir vissu um óvild for-
stjórans og verkstæðisfor-
manns).
2. Geta umboðsmenn Ikarus
sannað aö bilstjórar hjá
S.V.R. hafi verið þvingaöir til
aö skrifa undir kröfu vagn-
stjóra um sölu vagnanna.
Nægilegt er að einn bilstjóri
leysi frá skjóðunni.
3. Geta umboðsmenn Ikarus
sannað til dæmis að vögn-
unum hafi verið tekið illa af
verkstæðisformanni eða
öðrum hjá S.V.R. viö afhend-
ingu.
4. Er það rétt að Ikarus
vagnarnir hafi fengið litia eða
enga verkstæðisþjónustu hjá
S.V.R.
5. Hver þjónustaði Volvó bil-
ana er þeir biluðu?
6. Hver borgaði þá geypi-
dýru viögerðir er framkvæma
þurfti á Volvóvögnunum er
þeir reyndust vera með
ónýtan girkassa?
7. Ef verkstæðismenn
S.V.R. framkvæmdu viðhald
og eftirlit á Volvó, hafa þá
verið gerðir reikningar fyrir
þvi. Hefur það verið rann-
sakað?
8. Er það rétt að ungverski
bifvélavirkinn sem er hér til
eftirlits hafi liðið bágt vegna
andúðar verkstæöismanna
S.V.R. Svör óskast frá um-
boðsmanni Ikarus.
Einn gainall niaður sem séi
eftir Ikarus af götum borgar
innar.
Eldur! heitir þessi mynd og hún er
eftir þýskan strák sem heitir Maxim-
illian og hann er tíu ára gamall.
Margir krakkar kannast við það og
Barnahornið
hafa oft séð rauða brunabíla þjóta um
götur með blikkandi Ijósum og sírenu-
væli. Brunabilar í Þýskalandi eru
sjálfsagt líkir þeim sem eru hér á
íslandi og á þessari mynd getið þið séð
hvað er gert þegar þeir koma að log-
andi húsum.
Þriðjudagur 17. ágúst 1982 ÞJÓDVILJINIý — SÍÐA 15
Þrjú á palli: Halldór Kristinsson, Edda Þórarinsdóttir og Tróels
Bendtsen.
TRÍÓTÓNLIST
,,Létt tónlist” heitir dag-
skrárliður sem er á dagskrá
alla dag vikunnar nema um
helgar, kl. 11.30. Hér er senni-
lega um að ræða einhvers
konar viöbrögö við öllu nagg-
inu um „eitthvað létt og
skemmtilegt” og svo kemur
þetta sér ágætlega fyrir fólk i
vinnunni sem er farið að
lengja eftir martartimanum,
enda klukkan orðin hálf-tólf.
Þá er gott að skella á það
léttari tónlist svo þaö sé rólegt
fram að hádegi. t dag eru það
þrjú trió sem löngu eru dauð,
sem sjá um léttu tónlistina.
Þaö eru Savanna trió, Rió trió
og Þrjú á palli. Þau skemmta
okkur i hálftima.
ÆM Útvarp
WlW kl. 11.30
Bragi Sigurjónsson
„Bregður á laufin
bleikum lit”
Bragi Sigurjónsson fyrrver-
andi alþingismaður spjallar I
kvöld um öldrun og efri árin.
Bragi verður alls með fjóra
þætti um þetta efni.
,,Ég ætla að spjalla um öldr-
unina og hvernig mér
varð við þegar ég hætti föstu
starfi og hvernig mér sýnist
að öðrum verði viö, við sömu
aðstæður. Það er nú aðalefniö
i þessum þætti. Ég ætla að
minnast lika aöeins á það við-
horf sumra að þetta ár
aldraðra gangi út i öfgar, tek
þaö aðeins fyrir”, sagði Bragi
Sigurjónsson.
•Útvarp
kl. 20.45
Fólkið á
sléttunni
„Fólkið á sléttunni” heitir
þáttur i útvarpinu sem Friörik
Guðni Þórleifsson kennari á
Hvolsvelli sér um i kvöld.
Þátturinn fjallar ekki um
bóndafjölskyldu sem býr á
sléttunni og er ákaflega til-
finninganæmtog grætur mikið
heldur um venjulegt fólk á
tslandi sem tók upp á þvi fyrir
nokkru að bregða sér inn i
Þórsmörk. Friðrik Guðni fór
með, og i þættinum i kvöld
lýsir hann þvi sem fyrir augu
hans og eyru bar á leiöinni.
Hann ferðast meö venjulegri
áætlunarbifreiö upp Fljóts-
hliðina, yfir Markarfljótsbrú
og inneftir á sléttuna góðu.
Útvarp
%//[# jkl. 22.35
Og þarna er sjálft húsið á
sléttunni, Feröafélagshúsiö i
Þórsmörk. Mynd-eik-