Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. ágúst 1982 ÞJóÐVILJlNN — SIÐA 5 Ég legg til að í nýju kosningalögunum verði það tekið fram að óheimilt sé öðrum en kjörstjórn og fulltrúum hennar að fylgjast með því hverjir kjósa, enda verði upplýsingar um það ekki látnar ganga til annarra Tökum maskínurnar úr sambandi Sjálfsagt þekkja margir sögu af kunnum þingskörungi frá fyrri hluta þessarar aldar. Ein- hverju sinni fékk hann i kosn- ingum einu atkvæði færra en hann hafði gert ráð fyrir, og varð þá að orði: Nújá, kerlingin á Hóli hefur þá staðið við að kjósa mig ekki i þetta sinn. — Hvort sem sagan er sönn eða ekki lýsir hún mætavel ástand- inu hér á landi, amk. i sveitum, fram um miðja þessa öld. Þótt kosningar ættu að vera leynileg- ar vissu allir hvaða flokk eða þingmann fólk studdi. Aratug- um saman urðu þar litlar breyt- ingar á. Þótt linurnar væru aldrei eins ljósar i þéttbýlinu, og þá sist i Reykjavik, reyndu stjórnmálaflokkarnir hvað þeir gátu til að halda uppi spurnum um stjórnmálaskoðanir fólks. A kjördegi var svo fylgst með þvi i kjörklefa hvernig hinir merktu sauðir skiluðu sér og skipulega smalað þeim sem urðu seinir til. Fánýtt at A siðustu árum hafa orðið miklar breytingar á fylgispekt fólks við stjórnmálaflokka og sá hópur stækkar óðum sem vill hafa sina stjórnmálaskoðun fyr- ir sig og ákveður jafnvel ekki fyrr en á siðustu stundu hverj- um hann ætlar að greiða at- kvæði. Stærstu stjórnmála- flokkarnir þrir halda þó enn uppteknum hætti með að hafa fulltrúa i kjördeildum sem fylgjast með'þvi hverjir kjósa og senda upplýsingar i mið- stöðvar flokkanna þar sem her manns situr og merkir kjör- skrár. Þegar liður á daginn hefst svo smölunin. Ég hef sjálfur tekið þátt i þessu ati nokkrum sinnum og ferst þvi ekki að fordæma það, en i rauninni hefur mér alltaf þótt það bæði fánýtt og ógeð- fellt. Fánýtt af þvi að það má kalla verulegt vafamál hvort allt puðið skilar flokknum nema örfáum atkvæðum og þá liklega flokkunum i heild nokkuð jöfnu- hlutfalli við atkvæðahlutfall þeirra, þannig að vafasamt er að smölunarkerfið hafi nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Ógeðfellt, af þvi að mér finnst að menn eigi að fá að gera það upp við sig i friði hvort þeir nota kosningaréttinn. Formaður Alþýðubandalags- ins hefur sem kunnugt er beðið flokksmenn að vera viðbúna kosningaslag, og etv. er það að ráðast þessa dagana hvort á þeim viðbúnaði þarf að halda þegar i haust. Þótt stjórninni takist að krækja fyrir boðann i þetta sinn eru kosningar skammt undan. Komi þær ekki yfir okkur alltof skyndilega má búast við að þá verði komnar fram tillögur um breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum. Nú ætti þvi að vera lag fyrir óbreytta kjósendur að koma hugmyndum á framfæri. Tillaga min um breytingu á kosningalögunum verður vist ekki kölluð meiri háttar, en ég ætla að bera hana fram samt. Ég legg til að i nýjum kosn- ingalögum verði það tekið fram að óheimilt sé öðrum en kjör- stjórn og fulltrúum hennar að fylgjast með þvi hverjir kjósa, enda verði upplýsingar um það ekki látnar ganga til annarra. Eftir þvi sem ég fæ séð hefur það bara einn ókost að taka kosningamaskinur flokkanna úr sambandi. Miðað við vitneskju flokkanna um ákveðna stuðn- ingsmenn, bilaeign kjósenda, samgöngur i landinu og annað sem máli skiptir, sýnist mér að þessar maskinur hafi nú orðið einkum einn tilgang. Þær skapa á kjördag tiltölulega meinlaus- an vettvang fyrir áköfustu stuðningsmenn stjórnmála- flokkanna þar sem þeir geta hamast við vinnu allan daginn og talið sér trú um að þeir séu að stuðla að sigri flokks sins, eða amk. að gera sitt til að bægja honum frá ósigri. Þetta róar vitaskuld taugar þessa ágæta fólks, ég hef reynslu fyrir þvi, en eftir þvi sem fánýti hama- gangsins verður augljósara — og það verður það með hverjum kosningum — missir maskinan gildi sitt sem meðferð við akútt taugaveiklun. Hvað er nú hægt að gera til að fylla það tómarúm sem hér mundi skapast án þess að áfengisbölið magnist um all- an helming á kjördag? Kosninga- maskínur tímaskekkja Ég skal játa að ég kem ekki auga á neina einhlita lausn. Hætt er við að tillögur um viða- vangshlaup eða fjallgöngur muni falla i ófrjóa jörð. Hóp- vinna til að leggja á ráðin um hvernig nota eigi kosningasigur (helmingurinn af hópnum) og bregðast viðósigri (hinn helm- ingurinn) mundi varla laða nógu marga að sér, auk þess sem vafamál er að foringjunum þætti nokkur akkur i sliku vega- nesti. Jafnvel þótt maður noti kjördag fram að hádegi til að kjósa sjálfur og reyna að ná taii af þeim kunningjum sem telja má til vafagemlinga, fari siðan i sund eftir hádegi og hringi siðan aftur til þeirra sem ekki náðist i eða ekki vildu láta sér segjast fyrir hádegi, eru óneitanlega nokkrar likur til að kosninga- brennivinið yrði tekið fram öllu fyrr en vant er. Hvað um það, ekki er hægt að sjá við öllu. En auðvitað er þetta ekki fullreynt. Hver veit nema þeir herforingj- ar sem árum saman hafa stjórnað öguðum her á kjördag geti fundið einhver ráð. Eitt er vist: kosningamaskin- ur flokkanna á kjördag eru timaskekkja og þvi fyrr sem þeim verður komið fyrir kattar- nef þvi betra. Vésteinn ólason Fjölskyldan og heimilið ’82: SÝNING UMORKU Orka jarðar og orkulindir er efni þess hluta sýn- ingarinnar Fjölskyldan og Heimilið ’82, sem Menn- ingarstofnun Bandarikjanna hefur veg og vanda af. i sýningarbás Menningarstofnunarinnar hefur ver- iö komið fyrir farandsýningu, sem sérstaklega var fengin hingað til lands, og er á henni greint frá nú- verandi orkunotkun Bandarikjanna og hvaða val- kostum þeir standa frammi fyrir i náinni framtið — þegar verulega fer að ganga á kola- og oliubirgðir heimsins. Sýningin samanstendur af mynda- og textaspjöldum, auk þess sem myndsýningartæki og sjónvörp verða i gangi og greina nánar frá þvi sem sjá má á spjöldunum. Þá eru einnig likön af vindmyllu og sólarorkusöfnur- um, en vinsæidir þessara tveggja orkukosta fara stöðugt vaxandi, enda hafa þeir ekki mengun i för með sér eins og kolin, olian og kjarnorkan. Þá er á sýningunni einnig fjallað um þá möguleika, sem eru á þvi aö skapa orku úr úrgangi dýra, auk þess sem sagt er frá ýmsum öðrum mögu- leikum. Að þvi er Steven Barkanic, hjá utanrikisráðuneyti Bandarikj- anna sagði á blaðamannafundi, sem Menningarstofnun Banda- rikjanna á Islandi efndi til vegna sýningarinnar, þá steína Banda- rikjamenn að þvi aö veröa sjálf- um sér nógir um orku i framtið- inni, og eru margir möguleikar kannaöir og reyndir i þvi sam- bandi. Sýningin er öll á ensku, en þaö á ekki aðkoma að sök íyrir þá, sem eiga erfitt með að skilja tækniorð á þvi máli, þar sem islenskir leið- sögumenn verða á sýningunni meðanhUn stendur yfir, auk þess sem gefinn verður Ut prentaöur bæklingur á isiensku. —jsj- Stevcn Barkanic útlistar fyrir blaðamönnum sitthvað um bandarisk orkumálefni. Hann stendur við likan af sólarorkusafnara, sem stað- setja má á húsþaki, en slikir sólarorkusafnarar eru dæmi um orkulind, sein liefur ckki vcriðnýtt til fuils. Ljósm.: —eik-. Yfir 20 þús. farþegar Aðalfundur Flugfélags Norður- lands hf. var haldinn 10. ágúst sl. Heildarvelta 1981 var kr. 10.990.266,00 og hagnaður kr. 219.725.00. Þótt reksturinn gengi vel á sl. ári var lausafjárstaðan fremur erfið. Nær öll föst lán félagsins eru hjá erlendum bönk- um. Félagið á 6 flugvélar og flugu þær samtals 3.839 stundir á vegum þess 1981. Ein þessara flugvðla af Twin Otter gerð var leigð Flugleiöum hf. mest allt árið. Fluttir voru 20.042 farþegar á áætlunarflugi, sem er 14% aukn- ing frá árinu áður. Vöruflutn- ingar jukust einnig verulega, eða um 35% I 329 tonn. Aætlunarflug er frá Akureyri til Isafjarðar, Siglufjaröar, Grimseyjar, Húsa- vikur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar, Egils- staða og til Reykjavikur um Ólafsfjörð. Leiguflug til útlanda óx veru- lega frá þvi sem áður hefur verið, en Mitsubishi skrúfuþotan, sem keypt var á árinu, hentar mjög vel til slikra verkefna. Twin Otter var á Grænlandi einn mánuð samfellt i þágu danskra aðilja, en auk þess voru margvisleg verk- efni önnur á Grænlandi. Flogin voru 77 sjúkraflug auk þess sem fjöldi sjúklinga var fluttur meö áætlunarflugvél- unum. Mikið annriki var á flugvéla- verkstæði félagsins á Akureyrar- flugvelli. Þar vinna 5 flugvirkjar ásamt aðstoðarmanni. Auk þess að annast allt viðhald eigin flug- véla, sér verkstæðið um viðhald flugvéla Flugfélagsins Ernir hf. og flestra einkaflugvéla á Akur- eyri auk varahlutasöiu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.