Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1982 Frá Deildartungu. Deildartunguhver. Dæluhúsiö er til vinstri á myndinni. Hitaveitulögnin liggur meðfram þjóðvegi nr. 1 á löngum spotta undir Hafnarfjallinu. Búið er að grafa yfir hana að mestu leyti. Hitaveitulögnin frá Deildartunguhver i Reyk- holtsdal i Borgarfirði til Akraness er eitt af mestu mannvirkjum þessa lands. Þetta mikla mannvirki lætur litiö yfir sér, enda er það bæði langt og mjótt. Hitaveituiögnin er um 60 kilómetrar að lengd, og ekkert annað bæjarfélag sækir heitt vatn jafn langa leið og Akranes. Það var fyrir um tveimur ár- um að byrjað var á að leggja hita- veitulögn frá Bæ i Bæjarsveit til 3orgarness og var þar sett upp bæði dælustöð og geymir. Sam- timis þessu var byr jað á að leggja lagnir i hús i Borgarnesi og eitt- hvað byrjað á Akranesi. Akranes og Borgarnes sameinuðust um að leggja hitaveitu frá Deildar- tunguhver og hófust aðalfram- kvæmdirnar i fyrrasumar en þá var lagt frá Deildartungu að Bæ og frá Borgarnesi til Akraness. I desember var vatnið komið til Akraness en þá var búið að leggja lagnir i flest hús bæjarins. Nú um þessar mundir er vatn frá Deild- artungu komið i öll hús i Borgar- nesi og á Akranesi og er nú unnið að frágangi. Deildartunguhver er vatns- mesti hver i heimi og þar hefur ekkertþurftaðbora eftir vatninu. I þvi felst mikill sparnaður, þvi það er bæði mjög dýrt að bora hverja holu og ekki fæst vatn úr öllum holum sem boraðar eru. Þykir það gott ef hægt er að nýta aðra hverja holu. Fjórar dælur eru á leiðslunni frá Deildartungu til Akraness og er sú fyrsta að Deildartungu. Þá er dæluhús að Grjóteyri, næst við Hafnará og fjórða dælan er á Akranesi. Gifurlega mikið sparast með þessari lögn. Þó að hún hafi verið dýr, þá er talið að hún borgi sig upp á nokkrum árum. Vatnið kostar nú um 50% af oliukostnaði en vatnið er ekki borgað sam- kvæmt mæli heldur er ákveðið gjald tekið af hverju húsi. Þeir sem eiga leið um Borgar- fjörðinn eða eru á leið frá Akra- nesi aö Borgarnesi geta fylgst með leiðslunni á löngum spotta. Búið er að moka yfir leiðsluna að mestu leyti og er það gert til að einangra hana. A um sex kiló- metra f resti eru svokölluð lokhús, en það eru eins konar jarðhús. Þar er hægt að loka fyrir rennsli á hluta leiðslunnar ef einhvers staðar skyldi veröa bilun. Þá þarf ekki að taka vatn af allri leiðsl- unni. Það var lengi umdeilt hvort þessi framkvæmd borgaði sig en nú er hagkvæmni þessarar hita- veitu óbum að koma i ljós og vatnið frá Deildartungu á eflir að velgja ibúum Akraness og Borg- arness um ókomin ár. Dæluhúsið að Deildartungu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.