Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1982 viðtalið Jón Oddur og Jón B j arni hlaut silfurverð launin á 12. alþjóðlegu barna- og unglinga myndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu ”Ég fór niörá Ítalíu í lok júlí- mánaðar til að vera viðstaddur þessa hátíð, ekki vegna þess að ég gerði mér svo miklar vonir með mvndina, heldur fyrst og fremst til þess að vera viðstaddur og fylgjast með því sem fyrir augun bar. Ég frétti það svo þegar ég var kominn heim að myndin helði hlotið silfurverðlaun á hátíð- inni,“ sagði Þráinn Bertelsson leikstjóri myndarinnar Jón Oddur og Jón Bjarni en niyndin hlaut 2. verðlaun á virtri kvik- myndahátíð í Giffoni á Suður- Ítalíu, en hátíð þess fór fram í tólfta sinn dagana 31. júlí - 8. ágúst. Þarna var samkeppni í tveim' tegundum barna- og unglinga- Þráinn Bertelsson: Gaman að sjá hvernig krakkarnir tóku mynd inni. Annar tvíburanna í kvikmyndinni ”Jón Oddur og Jón Bjarni' Mögnuð kvikmyndasýning Kvikmyndasýning í Borgarbíói á Akureyri fór öll úr böndunum eina kvöldstund eigi alls fyrir löngu. í kvikmyndahúsinu var sýnd mynd um þrælahald og var atgangur þar harður. Þrælarnir voru ekki ýk ja ánægðir meö hlut- skipti sitt og braust út ntikill <í- friður. Mannvíg voru tíð og ætl- aðialltaf göflunum að ganga. Frá iogandi spenntum bíógestum leið mikil stuna þegar ein söguhetjan og reyndar fleiri birtust aftur á hvíta tjaidinu skömmu eftir að þeir höfðu verið drepnir, að því er sannað þótti. Sprelllifandi tóku söghetjurnar aftur við hina fyrri iðju sína og fannst þá bíó- gestum gamanið heldur farið að grána. Þegar upp var staðið kom í ljós að spólur höfðu ruglast, en ekki sáu aðstandendur sýningarinnar ástæðu til að biðjast afsökunar á mistökum þessum. (Ur Degi á Akureyri) mynda, annarsvegar stuttar myndir og hinsvegar langar myndir og Jón Oddur og Jón Bjarni fórí síðarnefnda flokkinn, en þar var valið um 18 myndir frá 17 löndum. Spönsk mynd, Upp- reisn fuglanna, hlaut 1. verðlaun. ”Ég renndi blint í sjóinn þegar ég fór utan, en það var alveg sér- staklega gaman að vera viðstadd- ur sýningar myndarinnar. Krakk- arnir skemmtu sér að því er virtist konunglega og þar sem þetta var kvikmyndasamkeppni myndaðist talsverð spenna í kringum hinar einstöku myndir. Þannig var ég kominn með dyggan hóp fylgis- manna í hópi barnanna. Þau voru alveg hörð á því að Jón Oddur og Jón Bjarni fengi 1. verðlaun. Myndirnar voru með ítölskum texta auk þess sem túlkur þýddi talið jafnóðum meðan á sýningu stóð og var hann mjög sannfær- andi í því hlutverki," sagði Þráinn. — Aukast nú ekki möguleik- arnir á því að koma myndinni á framfæri? ”Jú það getur varla verið að þessi ”frammistaða“ hafi skemmt fyrir sölumöguleikum. Við sem stöndum að þessari mynd höfum fengið boð um að sýna hana á sérstakri kvikmyndahátíð í Frankfurt í september, en þar verða sýndar 11 barna- og ung- lingamyndir, sem valdar eru af alls eitthvað um 80 myndum. Myndin hefur verið sýnd í danska sjónvarpinu og í krítík sem birtist nýlega í Politiken fékk hún þar lofsamlega dóma. Annars höfum við nú flýtt okkur hægl í því að koma þessari mynd á framfæri, m.a. vegna þess að við vissum aldrei nákvæmlega hvar við stóðum. Truffaut heiðraður Á kvikmyndahátíðinni voru margar stórstjörnur kvikmynd- anna staddar, t.d. franski kvikmyndaleikstjórinn Francois Truffaut en hann hlaut einu sinni 1. verðlaun á þessari hátíð. Sýnt var úr nokkrum mynda hans. Einnig var þarna staddur mjög þekktur höfundur teiknimynda, Rúmeninn Popoeschu Gopo og ýmsir fleiri.Ég lít á þessa verð- launaveitingu sem viðurkenn- ingu fyrir íslenska kvikmynda- gerð almennt, sem þýðir að við erum á réttri braut.“ Að lokum kvaðst Þráinn hafa ýmislegt á prjónunum þessa dag- ana, hann væri að vinna í kvik- myndahandriti að Sólon Islandus og öðru sem hann vildi ekki segja um hvað fjallaði auk þess sem hann væri að skrifa skáldsögu — þannig að í nógu væri að snúast. — hól. Svínharður smásáil Eftir Kjartan Arnórsson KONUR SKYLDAÐAR TIL AÐ GEGNA HERÞJÓNUSTU í SVISS. Beru/Sviss. Miklar líkur eru taldar á því að konur verði skikkaðar í herþjónustu. Stjórnin.... Veslings konurnar. Iiugsa sér j að þetta skuli gerast í landi sem færir okkur súkkulaði, osta, úr... ...Ég mótmæli! Nýr skyndi- bitastaður í Eyjum Um síðustu mánaðamót opnaði nýr skyndibitastaður í Vestmanna eyjum. Það var veitingamaður- inn Pálmi Lórens sem stóð að opnuninni, en veitingastaðurinn er í anddyri Gestgjafans, þar sem Pálmi hefur rekið veitingastarf- semi sína lengi. Á hinum nýja stað er boðið uppá kjúklinga, hamborgara og annað það sem fylgir slíkum stöð- um s.s. franskar kartöflur, sósu og fleira. Þá er Pálmi með í byggingu við- auka við Gestgjafann. Þar er meiningin að opna diskótek í haust. Viðbyggingin er alls um 250 fermetrar að stærð. * Utimarkaður á Akureyri Nokkrar líkur eru taldar á því að á næsta ári verði rekinn úti- markaður á Akureyri.. Það er Kaupmannafélag Akureyrar sem sótt hefur um leyfi til að reka úti- markað fyrir félagsmenn sína. Bæjarlögmanni, bæjarverkfræð- ingi og skipulagsstjóra hefur ver- ið falið að ræða við fulltrúa kaupmannafélagsins og Kaupfé- lags Eyfirðinga um fyrirkomulag á útimarkaðinum. Rauði kross- inn færir út kvíarnar Á vegum Reykjavíkurdeildar RKÍ er nú langt komið með inn- réttingar á 600 fermetra húsnæði í Ármúla 34. Húsnæði þetta fellur til nota fyrir aldrað fólk og ör- yrkja. í húsnæðinu verður ýmis konar þjónusta veitt, aðstaða verður fyrir föndur, verkstæði, verslun og lækningastofu. Þá verður aðstaða fvrir prest og fé- lagsráðgjafa. Stór malsalur verður í húsnæð- inu í Ármúla, eldhús, setustofa, herbergi fyrir fótasnyrtingu, hár- greiðslufólk fær þarna inni og margir nrargir fleiri. Stefnt er að því að húsnæðið verði tekið í notkun strax í haust, en það er í eigu SÍBS og kemur SÍBS til með að standa að rekstri dagheimilisins ásamt Félagi aldr- aðra í Reykjavík og Reykjavíkur- deild Rauða krossins. — hól Gætum tungunnar _________ Heyrst hefur: Auka þarf skilning Norðurlandaþjóð- anna á tungumálum hver annarrar. Rétt væri: Auka þarf skilning Norðurlandaþjóða hverrar á annarrar tungumáli (eða: hverrar á tungumálum ann- arra). Betra væri: Auka þarf gagn- kvæman skilning Norður- landaþjóða á tungumálum, sínum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.