Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 j Úr atvinnutillögum Alþýðubandalagsins j \Jöfnun starfsskilyrða i Efling iönaöar sem á í samkeppni viö innflutning eöa erlenda markaöi: II þingsályktun sem Al- þingi samþykkti sl. vor er hvatt til þess að starfsskil- Iyrði iðnaðar verði ekki lak- ari en í öðrum atvinnugrein- um, en talið er að verulega hafi hallað á iðnaðinn að Iþessu leyti á undanförnum árum. Mikil vinna hefur farið fram á Ivegum ríkisstjórnarinnar allt frá árinu 1980 í að kanna aðbúnað og starfsskilyrði atvinnuveganna með tilliti til opinberra gjalda, skattlagningar, tolla og framlaga úr ríkissjóði. Svokölluð starfs- skilyrðanefnd ríkisstjórnarinnar skilaði áliti í janúar sl. og um það hefur síðan verið fjallað af emb-' ættismönnum. Fyrir utan jöfnun starfsskil- yrða er einnig talið mikilsvert að iðnaður sem á í harðri samkeppni við innfluttan varning búi við eólileg skilyrði meðal annars varðandi verðlagningu. Með framangreint í huga leggur Alþýðubandalagið til í efnahagstillögum sínum: • að ”verðlagning á innlcndum iðnaðarvörum sem eiga í óheftri erlendri samkeppni verði gefin frjáls.” • að "útlánareglur, lánstími og vaxtakjör hjá öllum fjárfest- ingalánasjóðum atvinnuveg- anna verði sambærileg.” • að ”ríkisstjórnin hcfji undir- búning að því að sameina fjár- fcstingalánasjóði atvinnuveg- anna í sameiginlegan atvinnu- vegasjóð." 0 að "felldur vcrði niður launa- skattur af iðnaði og fisk- vinnslu og með því jafnframt bætt samkeppnisstaða í þess- um greinum." • að ”til mótvægis verði lagt 3% vörugjald á innfluttar og inn- lendar samkcppnisvörur og I renni það til þróunarstarfscmi ! og skipulagsbreytinga í I atvinnuvegunum." • að ”heimilað verði að leggja á ■ allt að 1.3% aðstöðugjald á I atvinnurekstur og þjónustu til | þess að skapa svigrúm fyrir ■ jafnari álagningar aðstöðu- I gjalds. Tckjur af aðstöðu- I gjaldi renni áfram óskiptar til I sveitarfélaganna." • að ”ríkisstjórnin ákveði tíma- I bundna innborgunarskyldu á I vissar greinar innflutnings til ' að draga úr gjaldeyriseyðslu I og bæta samkeppnisaðstöðu J innlendrar framleiðslu." Einnig er í tillögunum ákvæði I um að beina viðhaldsverkefnum | flotans til innlendra skipasmíða- • stöðva enda séu þær santkeppnis- I færar við erlendar skipasmíða- I stöðvar. —-ekh | Heimilið og fjölskyldan ’82 Skráning náttúruminja á Austurlandi t sumar hcfur staðiö yfir skrán- ing náttúruminja á landsvæöum viö Vopnafjörö og Bakkafjörö og heiöum þeim og fjöllum, sem aö þessum sveitum liggja. Er þetta liður í stærra verkefni á þessu sviöi. Siðastliöið vor sóttu Náttúru- verndarsamtök Austurlands um styrk úr Þjóðhátiðarsjóði, — og fengu hann, — til þess að halda áfram skráningu náttúruminja á Austurlandi. Þorsteinn Bergsson frá Refstaö i Vopnafirði vann i einn og hálfan mánuð i sumar að skráningu i Vopnafirði og Bakka- firði og á aðliggjandi svæðum. Hugmyndin er og að fá jarð- fræðing til þess aö fara um þessi svæði. Sem fyrr segir er þetta liður i stærra verkefni, sem byrjað var á upp úr 1970. Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra, vann þá að þvi á vegum NAUST. Þessu er enn engan vegin lokið. Er einkum eftir að fara um svæði á norðan- verðu Austurlandi. Ætlunin er að ljúka þessu heildarverkefni innan 3—4 ára. — mhg Anker til íslands Forsætisráðherra Dan- merkur, Anker Jörgensen, er væntanlegur hingaö til lands i ljögurra daga opin- bera heimsókn á sunnudag- inn kemur. Mun ráðherrann m.a. ræða við dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og fara i skoðunarferðir til Norður- lands og Vestmannaeyja. — jsj ofurhugar Matvæli og orka cru tvö stærstu sérsvið heimilissýningarinnar Heimilið og fjölskyldan ’82, sem opnar í dag kl. 18.00. Fjöldi fyrir- tækja í matvælaiðnaði hefur komið básum sínum fyrir í anddyri, og gefst fólki þar árciðanlega kostur á að smakka á ýmsu góðgæti, sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Orku alheimsins eru gcrð skil í bandarískri orkusýningu, sem fengin hefur verið hingað til lands fyrir milligöngu Menningarstofn- unar Bandaríkjanna hér á landi. A sýningunni verður svo auðvitað ót- almargt, sem tcngist heimilishaldi í víðasta skilningi þess orðs. Það er Kaupstefnan hf., sem stendur fyrir þessari sýningu, eins og fyrri vörusýningum, sem hald- nar hafa verið í Laugardalshöll. Alls eru um 80 sýningarbásar víðs vegar um Laugardalshöllina og utandyra, en fjöldi þeirra fyrir- tækja, sem nærri koma sýningunni er rúmlega 200, að því er fram kom í máli forráðamanna Kaupstefn- unnar, á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni sýningarinnar. Eins og síðast verður starfrækt Tívolí á heimilissýningunni, og auk þess verða á boðstólum skemmti- atriði, sem sýnd verða fjórum sinn- um á virkum dögum og einu betur um helgar, en atriðin eru að sumu leyti háð veðrum og vindum, svo hugsanlegt er að hluti þeirra verði að fara fram á skemmtipalli innan- dyra. Þeir, sem leika listir sínar eru fimleikaparið Tatyana og Gennady Bondarchuk frá frægasta sirkus í heimi, Moskvusirkusnum, töfra- maðurinn Amyak Akopian, sem kemur einnig frá Moskvusirkusn- um og hefur unnið fjölda verð- launa í alþjóðlegum keppnum töframanna, og síðast en ekki síst, breski eldmaðurinn Roy Frandsen, sem steypir sér ofan úr 16 metra háu mastri ofan í litla tunnu — log- andi. Þá er starfræktur veitingastaður, meðan sýningin er opin, þar sem fólki gefst kostur á að næra sig og hvíla lúin bein milli þess sem rölt er milli sýningarbása. Þess má geta, að flugfélögin og Hótel Esja og Hótel Loftleiðir verða með sértilboð í gangi fyrir fólk utan af landi, meðan sýningin stendur, og selja söluskrifstofur og umboðsmenn ilugfélaganna miða á sýninguna um leið og farseðlar eru keyptir. Aðgöngumiðaverð á sýninguna er kr. 80 fyrir fullorðna, kr. 50 fyrir ellilífeyrisþega og kr. 25 fyrir börn, en möguleikar eru á sérstökum hópafsláttum. Aðgöngumiðinn gildir á allt sýningarsvæðiö og á skemmtiatriði hinna erlendu skemmtikrafta, en þeir, sem vilja skemnita sér í tækjum Tívolísins þurfa að greiða aukalega fyrir það Breski ofurhuginn Roy Frandsen sýndi sig stutta stund, en stökk hins vegar ekki — enda var ekkert vatn I tunnunni. Hann er orðinn óvenju gamall, miöaö viö aöra ofurhuga og hefur dvaliö oftar á sjúkrahúsi cn tekur aö telja — en er samt enn aö. frá 10 og upp í 35 kr. eftir tækjum. Á blaðamannafundinum kom fram, að um 80.000 gestir komu á síðustu heimilissýningu, og kváð- ust forráðamenn sýningarinnar. Ljósm.: — gel. þeir Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar og Halldór Guðmundsson, blaðafull- trúi sýningarinnar bjartsýnir með aðsókn. Matvæli, orka, tívolí og r Islensk Ijóðabók á ensku Sigurður A. Magnússon þýddi Stærsta Ijóðasafn islenskra skálda á ensku er aö koma út þessa dagana i Bandarikjunum i þýöingu Sigurðar A. Magnússon- ar scm einnig ritar formála bók-f arinnar. Þetta er 288 blaðsiðna bók með ljóðum eftir 28 ljóðskáld. Bókin kemur á vegum Iowa Press undir heitinu „The postwar Poetry of Iceland”, eða íslensk eftirstríðs- ljóð. Siguröur þýddi flest þessara ljóða fyrir nokkrum árum en fæst þeirra hafa komið á prent áöur. Þó eru sýnishorn i nýútkomnu bókmenntariti sem gefið er út i tengslum við sýninguna Scandi- navian today i Bandarikjunum. _____________ —óg Uppsláttar- rit um íslenskan rafíðnað A vegum stjórnar Samtaka raf- tækjaframleiöenda hefur nú veriö gefið úl uppsláttarrit um islensk- an rafiðnað. Smáiönaður ýmis- konar hcfur færst mikið i vöxt aö undanförnu og er nú svo komið aö æ fleiri fyrirtæki leggja sig eftir framleiðslu á ýmsuin þeim tækjum sem geta orðiö tii aö nota bæði i rafiðnaði og rafeinda- iðnaði. t hinu nýja uppsláttarriti er að finna skrá yfir öll þau fyrirtæki sem sérhæfa sig i þessum iðnaði. Þar er einnig greinargóð skrá um tegund framleiðslu hvers fyrir- tækis, starfsmenn umfang og annað. t kjölfar þeirrar gifurlegu hröðu þróunar sem orðiö hefur i raíeindaiðnaði helur verið kallað á mun sérhæföari tækjabúnaö en áður þekktist. Þess má geta að i þessumiðnaði hefurverið fundinn kjörinn vettvangur fyrir öryrkja. t húsakynnum öryrkjabanda- lagsins að Hátúni 10 hefur t.d. veriðkomið fyrir tæknivinnustofu sem sérhæfir sig i tæknibúnaði fyrir samsetningarvélar, hita- skápa, frystikistur, viðnáms- mæla, sveiflusjár og fleira. Eftirtalin fyrirtæki eru i skránni, en skrána má nálgast á fjölmörgum stöðum s.s. Iðn- tæknistofnun Islands: Alternator h/f, E.N. Lampar h/f, Flúr- lampar h/f, Framleiðni s.f., Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna, Rafafl svf/Stálafl svf., Hrafnatindur s.f., Jötunn h/f, Kórall s.f., Kóran h/f, Neon- þjónustan h/f, Óðinn s.f., Póllinn h/f, Rafagnatæki s.f., Rafha, Rafis h/f, Raforka h/f, Rafrás h/f, Sameind h/f, Samvirki h/f, spennubreytar, Stálumbúðir h/f, Tæknibúnaöur h/f, Töflur s.f., Tæknivinnustofa ÖBI, örtölvu- tækni s.fl. Skráin er unnin af Hólmgeiri Guðmundssyni verkfræðingi. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.