Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 7
* ostudagur 20. ágúst 1982 >JÓÐV1LJINN — SIÐA 7 Israelsher býr sig undir vetursetu Brottflutnlngur PLO-manna leysir ekki vandann í Lábanon Samkomulag virðist nú endanlega hafa náðst um brottflutning liðlega 7000 hermanna úr Frelissam- tökum Palestínu frá Líbanon, og hefur í heimsfréttun- um undanfarið verið hamrað á því að ”bjartsýni“ ríki um þessa lausn á málinu. Það er hins vegar vandséð, að hversu miklu leyti brottflutningur þessi getur talist ”lausn“ á þeint vanda sem innrás ísraels í Líbanon hefur skapað, hvað þá á þeim vanda sem Palestínumálið er í heild sinni. Það er síður en svo, að fararsnið sé komið á ísraelska innrásarliðið, og hefur stjórnin í Jerúsalem sett fram ýmis skilyrði fyrir því að svo mætti vera þrátt fyrir ítrekuð til- mæli Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna unt tafarlausan brott- flutning. Meðal þeirra skilyrða, sem stjórnin í Jerúsalem hefur sett fram er brottflutningur alls sýrlensks herliðs frá Líbanon, en sýrlenski herinn kom til landsins á sínum tíma að beiðni líbanskra stjórn- valda til þess að stilla til friðar í borgarastríðinu sem geisaði á milli kristinna maroníta og múslíma og ísraelsstjórn átti mikinn þátt í að kynda undir. Þá mun stjórnin í Jerúsalem hafa sett fram þau skil- yrði að komið verði á laggirnar ríkisstjórn í Beirút, er verði reiðu- búin til þess að gera öryggis- og varnarsáttmála við ísrael. Vandséð er hvernig slíkt megi verða, og ekki er heldur líklegt að Sýrlendingar hverfi á brott árekstralaust. Talið er að um þriðjungur Líbanons sé nú í reynd á valdi sýrlenska hersins og PLO. Þýska vikuritið Der Spiegel segir að ísraelsher hafi þeg- Stríöið er að sliga efnahag ísraelsmanna "Peningar spara blóð“ var hið nýja slagorð, sem stjórn- in í Jerúsalem tók upp er hún tilkynnti hinar nýju efna- hagsaðgerðir sínar í kjölfar innrásarinnar í Líbanon. Jorarn Aridor fjármálaráðherra fsraels hefur gefið upp að innrásin í ’Teningar spara blóð“, segir Beg- in, en bókhaldið sýnir að blóðið kostar líka peninga. Líbanon hafi kostað ríkið sem sam- svarar 15 miljörðum íslenskra króna, en þessi upphæð er þó ekki nema brot af þeim miklu skuldum, sem ísrael hefur safnað erlendis á undanförnum árum og nema nú um 230 miljörðum ísl. króna. Engu að síður fær ísrael efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum, er nemur ár- lega um 2,2 miljörðum dollara eða 30 miljörðum króna auk ýmissar hernaðaraðstoðar. Efnahagspakki Begins í tilefni innrásarinnar í Líbanon fól í sér eftirfarandi atriði: — Hækkun gildisaukaskatts úr 12 í 15 af hundraði — Tíu prósent skattur á kauphallarviðskipti — 24 dollara skattur á alla flu_g- miða til útlanda — 4% skyldusparnaður á öll laun næstu 10 mánuðina — Bann við öllum áformuðum launahækkunum — Stórlækkaðar niðurgreiðslur á algengustu matvælum. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins s.l. sunnudag jókst verðbólgan í júlímánuði í ís- rael um 9% og verðbólgan í landinu mun nú á einu ári hafa aukist úr 101% í 140%. Ríkisstjórn ísraels virðist í raun ávallt hafa treyst á það að Banda- ríkjastjórn og hið fjölmenna samfélag gyðinga í Bandaríkjunum (um 6 milljónir) gengju í ábyrgð fyrir þá hernaðarhagstjórn sem hún hefur beitt. Þannig skorti Beg- in ekki fé, er hann í síðustu viku keypti sér stuðning Tehija- þjóðernissinna á þinginu með því að lofa 750 miljónunt króna í auka- fjárveitingu til þess að hraöa ”land- námi“ gyðinga á vesturbakka ár- innar Jórdan, sem ísrael hertók í stríðinu 1967. Ísraelsríki virðist nú bókhalds- lega ramba á barmi gjaldþrots. Út- flutningsiðnaði í ísrael hefur geng- ið stöðugt erfiðara að finna markað fyrir vörur sínar, m.a. vegna vax- andi andúðar á hernaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Undantekning er þó vopnasalan, en ísraelsk vopn eru sögð orðlögð fyrir gæði og eftir- sótt á alþjóðlegum vopnamarkaði. Tekjur af ferðamönnum hafa einnig dregist stórlega saman vegna stjórnmálaástandsins, og mun samdrátturinn á núverandi vertíð vera um 20% frá síðasta ári. Þrátt fyrir fskyggilegar horfur í efnahagsmálum og ævintýralega stefnu ísraelskra stjórnvalda munu þau enn sem fyrr geta treyst því að Banaríkjastjórn haldi þessum "tryggasta bandamanni sínum" fyrir botni Miðjarðarhafsins á floti efnahagslega í náinni framtíð, þótt sumum Bandaríkjamönnum kunni nú orðið að virðast að kálfurinn launi illa ofeldið. ólg/DN-Spiegel Palestínumenn draga fallinn félaga úr rústunum í Beirút. Brottflutningur þeirra leysir ekki vandann í Líbanon. ar búið sig undir vetrarherferð í fjöllum Líbanon, og sama rit hefur það eftir valdhöfum í Jerúsalem að Israelsher sé undir það búinn að dvelja ekki bara mánuðum, heldur árum saman í Líbanon ef þurfa þykir. Brottflutningur PLO-hermanna frá Beirút er því engin "lausn" á þeim vanda, sem innrás ísraels í Líbanon hefur skapað. En hvert munu þessir hermenn halda? Talið er að flestir ntuni fara til Jórdaníu og Sýrlands, en hins vegar mun það ákveðið að Yasser Arafat flytji höfuðstöðvar PLO til Túnis og honum mun væntanlega fylgja um 1000 manna lið. Palestínuarabar, sem telja um 4.5 milljónir eru annars dreifðir á um 11 arabaríki. Flestir þeirra eru þó búsettir í ísrael, eða 1.8 milljón- ir. í Jórdaníu búa unt 1.2 milljónir og í Líbanon um 600 þúsund. Þá búa um 278 þúsund palestínuara- bar í Kuwait og 215 þúsundir í Sýr- landi. Öllu þessu fólki hefur í raun verið stökkt á vergang með yfir- gangsstefnu ísraelsstjórnar. Brott- flutningur 7000 hermanna frá Beirút mun einungis auka enn á þann vanda. Því má vænta þess aö bjartsýni sumra vegna þessa brott- flutnings eigi innan tíðar eftir að snúast í andhverfu sína. ólg/DN-Spiegel FÖSTUDAGSKVÖLD IJUHUSINU 11JUHUSINU 0PIÐ DEILDUM TIL KL. 10 I KV0LD Fullt hús matar okkar stóra og vinsæla kjötborð Lokað laugardaga I a MATVÖRUR RAFUOS FATNAÐUR REIÐHJÓL HÚSGÖGN RAFTÆKI JIHI c □ c 0 a 3 zzzz: cj —i. __j ua G3 t s * m i 1 fts Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.