Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttjf. Afgreiðslustjori: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Ltlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. I.jósmvndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglysingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir. Sæunn óladóttir. liúsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bfistjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Haila Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ltkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, sími 81233 Prentun: Blaöaprent hf. Hækkun húsnæðislána • Húsnæðismálin snerta hverja f jölskyldu í landinu. Alltaf er eitthvert skyldmenni að kaupa eða byggja eða í húsnæðisvandræðum. Lán hafa ekki aðlagast sem skyldi hinni nýju verðtryggingarstef nu og í efna- hagstillögum sínum gerir Alþýðubandalagið ráð fyrir að úr kjarajöfnunarsjóði verði veitt fé til þess að hækka verulega lán til þeirra sem byggja og kaupa í fyrsta sinn. • Alþýðubandalagið var með tillögugerð um skyldu- sparnað á hæstu tekjur sl. vor en hún strandaði í þing- inu enda þótt auðsætt væri að mikil óhófsneysla væri í gangi. Flokkurinn hefur tekið upp tillöguna um skyldusparnað að nýju og mælir með því að þeim sem hæstar tekjur hafa verði gert að leggja fé til hliðar sem varið verði til þess að hækka lán þeirra í Bygging- arsjóði ríkisins sem byggja og kaupa í fyrsta sinn. Lánin skulu tvöfölduð að verðgildi. Lagt er til að skyldusparnaðurinn verði 10% á þann tekjuskatts- stofn sem lendir í hæsta skattþrepi hjá einstaklingum og lögaðilum á árinu 1983 samkvæmt nánari reglum. Gert er ráð fyrir að slíkur skyldusparnaður snerti um 5% skattgreiðenda í landinu. • Mikið hefur verið um það rætt að bankarnir hafi ekki mætt verðtryggingunni með lengingu lána til hús- byggjenda. Alþýðubandalagið vill veita ríkisstjórninni heimild til þess að ákveða að bankarnir verji allt að 100 milljónum króna til þess að lengja lán húsbyggj- enda á þessu ári, 1982, með svipuðum aðferðum og beitt var 1981. ■ tilkynningar IAuglýst eftir framboðum til kjörnefndar fulltrúa- , ráðs sjálfstæöisfélag- Ianna í Reykjavík vegna Alþingiskosninga Samkvæmt ákvöröun stjórnar Fulltrúaráös sjálfstæöiBfólaganna í Reykjavík, er hér 1 meö auglýst eftir framboöum til kjörnefnd- Iar Fulltrúaráðs sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík. Framboösfrestur rennur út föstudaginn 27. ógúst kl. 12.00. Samkvannt 11. gr. reglugeróar fyrir FuNlrúaréö »)állsl»ðislelaganna i Reyk|avik eiga 15 manns saatl i kjórnetnd og skulu • kjörnefndar- msnn kosmr skrlttogr) kosningu af fuUtrúsréóinu I Samkvsamt 5 málsgr. 11. gr reglugeróarinnaé. tetst framboó gift, ef Iþaö bersl kosnlngasljórn fyrir lok framboösfrests. enda sé gerð um það skrilleg tillaga af 5 fulltruum hið faesta og ekkl fleirl en 10 fulltrúum Frambjóðandl hatl skrtflega gefið kost é ser til stsrfans. Tilkynmng um frsmboð berlst st|órn Fulttrúsréðs s|éllstasðisfélsg- snns I Reykiank. Valhófl vlð Hésleitisbraut. St/Orn FuHtnJtráós I IGeirsliðið í kosningaham Bráðræðisíhaldið undirbýr J nú kosningar af kappi. Styrm- I ir Gunnarsson lýsir leiftur- I sóknina dauða (þó hún gangi J aftur í stefnu Verslunarráðs- Iins og ræðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins) og Morgunblaðið lætur blíðiega . við almenning í marga daga. Þannig hefur ekki verið ráðist á veðurfréttir í útvarpinu fyrir pólitík í marga daga — og það þrátt fyrir að austan vindur hafi verið grunsamlega víða á » landinu undanfarnar vikur. II Mogganum í fyrradag var I svo "auglýst eftir framboðum | til kjörnefndar fulltrúaráðs s J sjálfstæðisfélaganna í Reykja- I I vík vegna Alþingiskosninga“. I • Þá er það og tillaga Alþýðubandalagsins að ríkis- stjórninni sé heimilt að ákveða að verðtrygging lána í bönkum og lánastofnunum og lífeyrissjóðum verði miðuð við breyfingu kaupgjalds launamanna, það er meðaltalsbreytingar á kaupi og verðbótum sam- kvæmt mati Þjóðhagsstofnunar. Þarna er orðuð sú hugsun að verðtrygging f járskuldbindinga verði að haldast í hendur við verðtryggingu launa eigi verð- tryggingarstefnan ekki að kollsigla fjárhag launa- fólks. Frestun á Seðlabanka • Alþýðubandalagið leggur til að ríkisstjórninni sé heimilt að ákveða að meiriháttar byggingarfram- kvæmdum opinberra stofnana og fyrirtækja skuli frestað í allt að 18 mánuði. Hér er ekki síst átt við opinberar byggingar eins og Seðlabankahúsið sem getur varla talist forgangsverkef ni þegar hvatt er til aðhalds og útgjaldasparnaðar hjá hinu opinbera af stjórnendum peningamála í landinu. Framkvœmdastofnun lögð niður • Alþýðubandalagið leggur til að Framkvæmda- stof nun verði lögð niður í núverandi mynd, og áætlun- arverkef ni stof nunarinnar verði færð til annarra hag- stof nana og ráðuneyta. Byggðasjóður verði hinsvegar sjálfstæð stof nun sem starf i undir sérstakri stjórn f rá og með 1. janúar 1983. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdastjóri Byggðasjóðs verði ráðinn til fimm ára í senn. Endurnýjunarregla • Alþýðubandalagið leggur til að sett verði endur- nýjunarregla í ríkiskerf ið til þess að koma í veg fyrir stöðnun meðal stjórnenda. Flokkurinn vill að sett verði lög um að stjórnendur ríkisstof nana, ráðuneyta, ríkisbanka og Seðlabanka verði einungis ráðnir til fimm ára í senn og taki sú löggjöf gildi á árinu 1983. Nýir vendir sópa best, og þeim stjórnendum sem vel reynast veitir ekki af aðhaldi endurnýjunarreglu. —ekh Á Albert að fjúka? ”Það hefur engin afstaða verið tekin til hvort haldið verði prófkjör eða ekki“, segir Arni Sigfússon fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þar með er auðvitað verið að láta óþekktarormana vita það að ef þeir sitji ekki og standi einsog Geirsklíkan og Eimreiðarliðið vill — fái þeir ekkert prófkjör. Árni segir enn fremur í viðtalinu að óvíst sé um líf þessarar ríkisstjórnar og ”að það er eins gott að vera við öllu búinn og þessi aðgerð var einnig ákveðin af þeirri ástæðu". Heiðursfélagar í J gáfumannafélaginu ”Ekki verður sagt að | stjórnarandstaðan leggi mikið ' að mörkum til þess að auka Itraust almennings á stjórn- málamönnum. Þórarinn Tímaritstjóri líkir foringjum ■ stjórnarandstöðunnar við álfa Iút úr hól og er það hógværlega að orði komist, enda Þórarni vafalaust persónulega vel til * þeirra beggja eins og mér. IVissulega hafa þeir fullan rétt til þess að skamma ríkisstjórn- ina fyrir að hafa brugðist allt I’ of seint við þeim geigvænlega vanda sem steðjar að, af fjölmörgum ástæðum, bæði , heimatilbúnum og óviðráðan- Ilegum. En að taka enn þátt í lýðskrumsleiknum með því að láta sem engir raunverulegir • utanaðkomandi erfiðleikar Isteðji að er ekki sæmandi for- ingjum þeirra flokka, er háðu harða baráttu f viðreisnar- * stjórninni sálugu. IGáfumannafélag Alþýðu- bandalagsins væri fullsæmt af þeim báðum sem ævilöngum Iheiðursfélögum fyrir við- brögð þeirra.“ (Magnús Bjarnfreðsson í , DV í gaer) Klrippt Stefnir timarit Sambands ungra Sjálfstæöismanna er ný- komiðútmeð nokkrum greinum um afskipti flokksins af verka- lýðsmálum og fleiru. Meðal þeirra sem skrifa i timaritið að þessu sinni er Styrmir Gunnars- son ritstjóri Morgunblaðsins og fjallar hann um rit Hannesar Hólmsteins hirðsagnfræðings Sjálfstæðisflokksins (Strið eða friður? — hugleiðingar i tilefni af verkalýðssögu Hannesar H. Gissurarsonar), Um leiö og Styrmir gerir sér það að leik að striða Hannesi fyrir ofstækið notar hann tækifærið til aö setja fram pólitiska stefnu sina á skjön við leiftursóknarliö Geirs Hallgrimssonar. Hins vegar verður að skilja gagnrýnina á Geir á milli lina. Opinskáar um- ræður eru nú ekki sterkasta hliðin i þessum flokki. Leiftursóknin í líkkistuna Styrmir er að reyna að vera klókari en bráðræðishaldið sem hingað til hefur ráðið ferðinni i Sjálfstæisflokknum. I greininni afgreiðir hann leiftursóknina svo: „Agreiningur um leift- ursóknina var gerður upp á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. haust. Þar náðist full sam- staða um stjórnmálayfirlýs- ingu, sem þýðir að leiftursóknin hefur verið lögð af, sem stefna fiokksins i efnahags- og at- vinnumálum. Þetta er svo ótvi- ræð niðurstaöa, að ekki þarf um að deila. Sjálfstæðisfiokkurinn gengur þvi til næstu þingkosn- inga með meginstefnu i efna- hags- og atvinnumálum, sem breið samstaða er um innan flokksins þ.á m. milli stjórnar- sinna og stjórnarandstæðinga i Sjálfstæðisflokknum ’ ’. Klassísk leiftursókn I gær birtist grein i Mogg- anum eftir hirðsagnfræðinginn o g hugmyndafræðinginn Hannes Hólmstein Gissurarson. Greinin, sem fjallar um stefnu Verslunarráðs Islands, birtist undir fastadálki blaðsins um bókmenntir. bað sýnir að i praxis hefur Mogginn Verslunarráðið til hæstu hæða menningar og lista. Auk þess sem Hannes er kominn i heiðursdálka sakir verðleika sinna. Eins og alþjóð er kunnugt hafa talsmenn Sjálfstæðis- flokksins hvað eftir annað lýst yfir stuðningi sinum við stefnu Verslunarráðs og hampa hug- myndum þess hvarvetna nær færi gefst. Nú vill hins vegar svo til, að stefna Verslunarráðsins er ein- mitt leiftursóknin gamalkunna á la Milton Friedman. Enda segir hugmyndafræöingur Sjálfstæðisflokksins Verslunar- ráð eiga lof skilið fyrir stefnu- skrá sina Auðvaldið og frelsið Hannes Hólmsteinn segir i til- vitnaðri grein sinni: „Tillögur Verslunarráðsins koma frjálslyndum mönnum ekki á óvart, þær eru svipaðar þeim, sem bandariski hagfræð- ingurinn Milton Friedman hefur komið orðum að i bók sinni, Frelsi og fraintaki (Capitalism and Freedom): Vextir og gengi ráðist af markaðsaðstæðum, Hugmyndafræðingurinn klifar á leiftursókninni einsog Versl- unarráðið. Styrmir Gunnarsson segir leiftursóknina dauða. aukning peningamagns sé bundin föstum reglum, verð- lagshöftum sé hætt, einokun i útflutningi sé hætt, skattkerfið sé einfaldað, söluskatti sé breytt i virðisaukaskatt og auðlinda- skatti komið á, verkefni séu færð frá rikinu til sveitarfélaga og rikisfyrirtæki seld, skólar og sjúkrahús séu einkafyrirtæki, þar sem þvi verði við komið, en skólagangan sé kostuö með ávisunum frá rikinu og sjúkra- húslegan af sjúklingunum sjálf- um eða sjúkratryggingafélög- um þeirra. Þessar tillögur eru allar mjög athyglisverðar”. Allt eru þetta gamalkunnar lummur frá Sjálfstæðisflokkum allra landa og ganga undir nafn- inu leiftursókn. Óútkljáður ágreiningur í Flokknum? Nú gæti einhver haldið að hér væri kominn óútkljáður ágrein- ingur i Sjálfstæðisflokknum : hin mjúka lina sem Styrmir heldur á lofti — og gamli gaddavirinn sem þeir Hannes ota framan i fólk? En þannig er það vafa- laust ekki. Styrmir er þvi næm- ari að hann gerir sér grein fyrir þvi að svipan er ekki væn- legasta aðferðin á kjósendur, en ofstækið i Hannesihyrgir honum alla sýn á atkvæðaveiðum. Þess vegna sáust ekki langhundar eftir hugmyndafræðinginn i marga daga i Mogganum fyrir siðustu bæjarstjórnarkosn- ingar. Þessi stóri borgaralegi flokkur, þetta borgaralega skrimsl, þarf að halda öllum öflum góðum innan sinna vé- banda allt frá frjálslyndum til falskra afla. Þess vegna þarf helst að halda uppi mörgum lin- um i senn. I praxis verður það auðvitað þeir hinir sterku sem ráða, það er þeir sem eiga mest undir sér i peningamálum. Það verður stefna Verslunarráðsins sem verður ofan á. Þess vegna er til litils aö segja leiftursókn- ina dauða — draugurinn er magnaðri en svo að hann verði kveðinn niöur á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er þvi miður ástæða til að ætla að Styrmir Gunnarsson þurfi að skrifa margar greinar til við- bótar gegn leiftursókninni. Þeirri draugasögu lýkur ekki fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur til i núverandi mynd. — óg •9 skorriö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.