Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 1
Úr tillögum Alþýðubandalagsins MOWIUINN Föstudagur 20. ágúst 1982 —188. tbl. 47. árg. Hægt verði á iimfhitimtgi jTilkynningaskyldan ! Gloppur líkerfinu? „Eftir aö metrabylgju- | sendi var fyrir komið i > Stykkishólmi og á Kleifa- heiði eru allir sammála um að innri hluti Breiðafjarðar I sé vcl dekkaður og ef skip og • bátar eru úti á Kolluálnum I geta þeir náð með tilkynn- ingar til lands i gegnum I millibylgjustöðina”, sagði < llannes Hafstein fram- I kvæmdastjóri Slysavarna- félags islands f samtali við I Þjóðviljann i gær. • Eftir hið hörmulega sjó- I slys á Breiðafirði i fyrradag I hafa vaknað spurningar | varðandi tilkynninga- • skylduna og hvort bátar nái i I öllum tilfeflum boðum til I strandstöðva Pósts og sima I ef eitthvað fer úrskeiðis. ■ Hannes Hafstein kvað þá hjá I tilkynningaskyldunni sifellt I vera i vandræðum með að fá I skipstjórnarmenn til að til- ■ kynna sig á þeim timum sem I þess er krafist. „Það er nefnilega skylda J allra báta og skipa að til- • kynna sig á ákveðnum I timum og ákvæði um þetta I komust i reglugerð i mai 1968 J og 1977 .var þetta bundið ■ lögum. Menn hafa allt frá I upphafi verið erfiðir i þess- I um efnum en allt stefnir það J i betri átt. Þó eru stöðugt ■ einhverjir trassar á skipun- I um sem vanrækja að til- I kynna sig og það hefur oft á J tiðum valdið okkur miklum ■ erfiðleikum”, sagði Hannes I ennfremur. „Þvi er ekki að leyna að , sumir Breiðafjarðarbátar ■ hafa verið okkur sérstaklega I erfiðir, einkanlega á heima- I slóðum. Þarna er um svi- J virðilega vanrækslu að ræða ■ þvi ég held að skipstjórnar- I menn geri sér sumir hverjir I ekki grein fyrir þeim kviða J sem þeir valda fjölskyldum ■ sinum ef tilkynningar berast I ekki á réttum tima”, sagði I Hannes Hafstein hjá Slysa- , varnafélaginu að lokum. Hin mikla innflutnings- alda sem skolliö hefur yfir á þessu ári á sinn þátt i við- skiptahalla sem áætlað er að verða um 8% með til- heyrandi skuldasöfnun. I efnahagstillögum sínum setur Alþýðubandalagið fram ákveðnar kröfur um að dregið verði úr gjald- eyriseyðslu og sam- keppnisaðstaða innlendrar framleiðslu verði bætt. Lagt er til að rikisstjórnin ákveði timabundna innborgunar- skyldu á vissar greinar innflutn- ings til þess að draga úr gjald- eyriseyðslu og bæta samkeppnis- stöðu framleiðslu innanlands. „Rikisstjórnin takmarkar sér- staklega og stöðvar um sinn er- lend vörukaupalán”, segir m.a. i tillögum Alþýðubandalagsins. „Gengið verði hart eftir umboðslaunum og fylgst með gjaldeyrismeðferð útflutnings- og innflutningsverslunarinnar betur en gert hefur verið”, segir á öörum stað. „Innflutningsleyfi á tilteknum einföldum (samkynja) vöru- flokkum verði boðin út opinber- lega og innflutningsleyfi veitt timabundið þeim sem býður inn- flutning sinn á lægsta verði.” Misskilníngur Framsóknar Einhugur í Alþýðubandalaginu um að verðbætur komi í jólamánuðinum „Það hefur aldrei komið til greina að hálfu Alþýðu- bandalagsins að svipta fólk verðbótum i jóla- mánuðinum. Um þá af- stöðu hefur ekki verið vott- ur af ágreiningi í þing- flokki Alþýðubandalagsins og þar hefur Guðmundur J. Guðmundsson verið á sömu skoðun og við hin," sagði Ólafur Ragnar Grímsson form. þing- flokksins i gær. Framsóknarmenn halda þvi fram að þeim hafi skilist að Alþýðubandalagið hafi verið búið að fallast á nýjan visitölugrurid- völl og mælingu á 4ra mánaða fresti i stað þriggja sem tæki gildi þegar i stað. Þetta þýddi að engar verðbætur yrðu greiddar út fyrr en 1. janúar n.k. „Þetta er afar leiður misskiln- ingur hjá framsóknarmönnum og hann hefur vissulega valdið erfið- leikum i viðræðunum. En okkur finnst það litt skiljanlegt hvernig þeir hafa fengið þessa flugu i höfuðið og nánast furðulegt ef þeir ætla að bita sig fasta i það að vilja endilega senda fólki þennan jólapakka ofan á annað. Afnám allra verðbóta i jólamánuðinum hefur ekki og mun ekki koma til greina hjá Alþýðubandalaginu”, sagði Ólafur Ragnar. — ekh Tivoliið á áreiðanlega eftir að trekkja að unga sem aldna á heimilissýninguna, sem opnar i dag. Það er fengið hingað frá Danmörku, og forráðamenn sýningarinnar sögðu, að áreiðanlegt væri, að mörg tækjanna rugluðu menn i riminu og yliu kitlum i maga. Ljósm.: —gel Sjá bls. 3. Málin enn þæfð í ríkisstj órninni „Verslunarálagning verði lækkuð nú við gengisbreytinguna samkvæmt svonefndri 30% reglu”. — ekh j Silfur - verölaun Jón Oddur og Jón Bjarni fá verðlaun á kvikmyndahátið á ítaliu. Sjá viðtal við Þráinn Bertelsson á 2. siðu. Verða settar hömlur á innflutning? 6777 bílar voru fluttlr inn fyrstu sex mánuði ársins á sama tíma vantar verulegar fjárhæðir í Byggingasjóð ríkisins Byggingasjóður ríkisins er i miklum fjárhagskröggum um þessar mundir og rikir mikil óvissa um möguleika sjóðsins til að standa við venjubundnar lán- veitingará siðustu mánuðum árs- ins. Höfuðástæðan fyrir þessum fjárskorti er sú að lifcyrissjóðir landsmanna hafa ekki staðið við þær skuldbindingar um fjármagn i húsnæðiskerfið sem af þeim var vænst. Á sama tima hefur inn- flutningur ýmissa dýrra vara á þessu ári verið mjög mikill og má nefna sem dæmi að timabilið janúar-júni i ár voru fluttar inn 6777 bifreiðar en „aðeins” 5039 á sama tima i fyrra. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans frá Húsnæðisstofnun höfðu lifey rissjóðirnir keypt skuldabréf i Byggingasjóði rikis- ins fyrir um 75.7 miljónir króna timabilið janúar-júli i ár. A sama tima 1981 höfðu þeir keypt skuldabréf fyrir 76.9 miljónir króna og að raungildi eru þvi kaup sjóðanna i ár langt fyrir neöan það sem var á siðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir það að við afgreiðslu lánsfjáráætlunar fyrir árið 1982 var gert ráð fyrir rúm- lega 100% aukningu á kaupum lif- eyrissjóðanna á skuldabréfum Byggingasjóðs rikisins. En hvert fer þá fjármagn lif- eyrissjóðanna i landinu? Fyrir utan greiðslu lifeyris til félags- manna sjóðanna hefur sú þróun orðið á undanförnum árum að mestur meirihluti ráðstöfunar- fjár sjóðanna hefur verið veittur félögum þeirra að láni. Sjálfsagt verja lánþegar þvi fé til ýmissa hluta og i þvi sambandi er fróð- legt að fletta skýrslum um inn- flutning landsmanna á siðasta ári miðað við sama tima i ár. Timabilið janúar-júni 1981 voru fluttar til landsins 5039 bifreiðar en i ár hafa verið fluttir inn 6777 bílar. Verðmæti þessara hluta við skipshlið er i ár um 360 miljónir króna en nam i fyrra um 175 miljónum króna. Landsmenn hafa i ár flutt inn 3156 litsjónvarpstæki, 2985 þvottavélar til heimilisnota, 14900 útvarpstæki og 3936 kæli- og frystiskápa. Búið er að flytja inn 423 tönn af gólfteppum, 241 tonn af gólfdúk og 811 tonn af kökum og kexi ýmiss konar. Alls er verð- mæti þessa varnings um 90 miljónir króna en þess ber að geta að þá á eftir að leggja tolla, vöru- gjald og aðra skatta til rikisins auk álagningar verslunarinnar i landinu. Maður sem tekur lifeyrissjóðs- lán upp á 150.000 krónur til 25 ára verður að greiða strax fyrsta áriö um það bil 15.000 krónur i afborg- anir og vexti. Lifaldur bifreiða er 5-10 ár og þar með er þaö fjár- magn sem notaö var til kaupa á bifreiðinni i upphafi að engu orðiö. Skyldu margir verja sinum visitölutryggðu lánum úr lif- eyrissjóðunum til kaupa á bif- reiðum? Stjórnarformaöur i lif- eyrissjóði sem Þjóöviljinn ræddi við i gær fullyrti að amk. 2/3 hlutar þeirra sem fengið hafa lán úr hans sjóði, hefðu varið þeim til kaupa á bilum. — v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.