Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA"» Ein af dælunum sem sjá um aðkoma vatninu alla leið til Akraness. Eitt af hinum mörgu lokhúsum á leiðinni. Þarna er hægt að fara inn og loka fyrir vatniðen þaö getur þurft ef bilun kemur upp. Nokkrir tankar hafa verið byggðir i tengslum viö hitaveitulögnina. Þessi er viö Grjöteyri. Gisli Sigurbjörnsson forstjóri tekur viö viöurkenningu fyrir framtak I Viðurkenningar á afmæli Reykjavíkur: Fjölnis- vegur fegursta gatan Fjölnisvégur varð fyrir valinu sem fegursta gata Keykjavikur árið 1982. Þaö var fegrunarnefnd borgarinnar sem veitti verðlaun i Ilöfða i gær i tilefni af þvi að Keykjavikurborg átti afmæli. Ilulda Valtýsdóttir formaður fegrunarnefndarinnar geröi grein fyrir vali nefndarinnar og Davíð Oddsson veitti verðlaunin. Einnig voru veitt verðlaun í'yrir snyrtilegt raöhús og umhverfi þess og hlaut Engjasel 52-68 við- urkenningu lyrir l'ramúrskarandi snyrtilegan irágang og umgengni húss og lóðar. 1 þriöja lagi var veitt viðurkenning lyrir hug- myndir eöa íramkvæmdir i þágu aldraðra og kom sú viöurkenning i hlut Gisla Sigurbjörnssonar for- stjóra Elli- og dvalarheimilisins Grundar. í greinargerð fegrunarnefndar segir: þágu aidraðra. „Borgin okkar — höluðborg Is- lands — á aö vera öðrum þéttbýl- isstöðum til í'yrirmyndar um um- gengni og umhverfismótun. I þvi tilliti eiga Keykvikingar, allir sem einn, að tileinka sér heil- brigöan metnaö gagnvart borg sinni. Hver sá sem leggur þar sitt af mörkum hlýtur aö auögast á sálinni.” — kjv „Fjölnisvegur er gömul og gróin gata meö fallegum og stilhreinum húsum, stórum og mikium trjá- gróðri og vel hirtum görðum meö miklu fuglaiifi, sem gcfur götunni sérstakan unaö. Samræmd girðing ermeðfram allri norðurhliö götunnar. Ilvergier rusl að sjá á gangstéttum ogakbraut.” tir greinargerð fegrunarnefndar. Vigdís heim- sækir Hvíta húsið Forseti tsiands, Vigdis Finn- bogadóttir, veröur i Bandarikj- Forseti tslands, Vigdfs Finnboga- dóttir unum dagana 4.—22. september n.k. i tilefni af Norrænu menn- ingarkynningunni „Scandinavia today”. 1 upphafi feröarinnar verður forsetinn opinber gestur Banda- rikjaforseta i Washington D.C. Mun forseti Islands heimsækja Ronald Reagan Bandarikjafor- seta i Hvita húsið 8. september. Forsetarnir munu hittast fyrir hádegið, en siöan býður forseti Bandarikjanna til hádegisverðar til heiðurs forseta tslands og öðr- um þjóöhöföingjum Noröurlanda eöa fulltrúum þeirra sem verða staddir i Washington vegna setn- ingar Norrænu menningarkynn- ingarinnar þar siödegis þennan dag. Forseti tslands fer til Minne- apolis 10. september og New York 12. september. Mun forseti m.a. flytja ræöur af hálfu þjóðhöfö- ingja Noröurlanda viö upphaf menningarkynningarinnar i áðurnefndum þremur borgum. Þá mun forsetinn fara til Seattle 18. september og loks hafa stutta viöstööu i Chicago 21. september á heimleið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.