Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1982 Iðntæknistofnanir Norðurlanda þinga Fundur Iðntækn is tofnana Noröurlanda um sjálfvirkni og örtölvutækni verður haldinn að Laugarvatni dagana 22.-27. ágúst n.k. Verður þar m.a. rædd samvinna um námskeið og menntun á nýjum tæknisviðum, þróun og áætlanir fyrir iðnaðinn og framtiðarhorfur. Rafeinda- og sjálfvirknideildir systrastofnana ITl á Norðurlönd- um halda fundi sem þennan ár- lega og skiptast starfsmenn þá á upplýsingum og gögnum svo sem rannsóknarskýrslum, úttektum ýmis konar og námskeiðs- gögnum. Meðal þess sem sérstaklega verður tekið fyrir á þessum fundi er nám með aðstoð tölva (CAL), en tilraunir hafa verið gerðar á þvi sviði i Danmörku og veröa niðurstöður athugana þar kynntar. Þá verður fjallað um fjölvinnslu i ADA forritunarmáli, þróun i kerfisforritun, hönnun tölvurása, gagnafjarskipti, upp- lýsingatækni og fleira. Um 40 manns sækja fundinn og eru meðal þeirra margir færustu sérfræðingar Norðurlanda á þessu sviði. ALÞYÐU BAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið á Egilsstöðum Hreppsmálaráð Alþýðubandalags Héraðsbúa boðar til fundar að Tjarnarlöndum 14 mánudaginn 23. ágúst kl. 20.30. Dagskrá: A. Kosning stjórnar B. Starfsáætlun C. Gerðmálelnasamnings D. önnur mál Til fundarins eru sérstaklega boðaöir allir þeir frambjóðendur G- listans á Egilsstöðum svo og allir þeir sem sitja i nefndum fyrir Alþýðubandalagið. Allt áhugafólk er einnig velkomið meðan húsrúm leyfir. Hreppsmálaráð. Alþýðubandalagsfélag Selíoss og nágrennis Aðalfundur Alþýðubandalagslélags Selfoss og nágrennis verður hald- inn fimmtudaginn 2. september að Kirkjuvegi 7 og hefst hann ki. 20. Venjuleg aðallundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagiö i Ilveragerði — Berjaferð i Dali Alþýöubandalagsféiagíö i Hverageröi fer i berjaferð vestur aö Laugum i Dalasýslul elgina 27.-29. ágúst n.k. —Lagt af staö kl. 16 á föstudegi og komiö heim aftur a sunnudag. Gist veröur i svefnpokaplássi — eldhús- aöstaöa og sundlaug fyrir þá sem vilja sulla. — Laugardagurinn verður notaöur lil berjatinslu I nágrenni skólans. Fólk er beðið að skrá sig hjá Ingibjörgu i sima 4259 og Guörúnu i sima 4518 eða Sigurði i sima 4332 fyrir 24. ágúst. Allir eru velkomnir i þessa lerö og ætti fólk aö notfæra sér þetta tæki- færi til aö salna velrarforöa. — Ferðanefndin. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum — Kjördæmis- ráðstefna. Kjördæmisráðstel'na Alþýðu- handalagsins á Vestfjörðum verður lialdin i Keykjanesi við isafjarðardjúp dagana 28. og 29. ágúsl. Káðstei'nan hefst kl. 2 cftir hádegi laugardaginn 28. ágúst. Dagskrá raöstefnunnar er á þessa leiö: 1. Stjórnmálaviöhorlíö, 2. Sjáv- arútvegsmál, 3. Byggöamál á Vestljöröum, 4. Félagsstarf Al- þýöubandalagsins á Vestfjöröum, 5. Onnur mál. Framsögumenn á raöstefnunni eru Guövaröur Kjartansson, Flateyri, Geslur Kristinsson, Súgandaliröi, Kjartan ólafsson, ritstjóri og Skúli Alexandersson, alþingismaöur. Alþýöubandaiagsléiögin á Vestljöröum eru hvölt til aö kjósa fulltrúa á ráösteínuna sem allra l'yrst. Stjórn kjördæmisráðsins Gestur Guðvarður Kjartan skúli Larson-bræður og Anna Guðný með tónlelka í Norræna húsinu Bræðurnir Staffan og Chrichan Larson og Anna Guðný Guð- mundsdóttir eru með tónleika i Norræna húsinu á sunnudaginn og hefjast þeir kl. 17.00. Bræðurn- ir leika á fiðlu og selló og Anna Guðný á píanó. Flutt verða verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, llans Eklund, Brahms og Beet- hoven. Bræðurnir Larson eru fæddir i Stokkhólmi og hlutu menntun sina þar fyrst við Tónlistarhá- skólann. Þeir héldu áfram námi utanlands, Chrichan i Paris og Sviss en Staffan i London. Kenn- arar Chrichans hafa verið G. Gröndahl, P. Boufil, R. Flachot og M. Rostropovitj en Staffan naut leiðsagnar M. Parikian og W. Pleeth I London. Anna Guðný hefur lokið þriggja ára námi við Guildhall School of Music and Drama i London þar sem kennarar hennar voru James Gibb og Gordon Back. Hún hlaut post-graduate diploma i kamm- ermúsik siðasta vor. Miðar fást við innganginn. Norrænir teiknarar Laugardaginn 21. ágúst verður opnuð sýning á teikningum i sýn- ingarsölum Norræna hússins. Þetta er norræn farandsýning sem kcmur til íslands frá Noregi. Aðdragandi þessarar sýningar ersá,að Norræna listamiðstöðin i Sveaborg i Finnlandi, sem hóf starfsemi sina 1978, bauð i árslok 1980 norrænum listamönnum að taka þátt i stórri sýningu á teikn- ingum, og 600 listamenn sendu 3000 teikningar þangað. Þriggja manna dómnefnd, skipuð Per Bjurström frá Nationalmuseet i Stokkhólmi, Sam Vanni frá finsku akademi- unni og Tage Martin Hörling frá Norrænu listamiðstöðinni, valdi siðan úr 162 teikningar eftir 52 listamenn. Orgelverk í Skálholts- kirkju A „Sumartónleikum i Skál- holtskirkju" um næstu helgi mun Orthulf Prunncr flytja þætti úr Klavieriibung III eftir J.S.Bach. Dr. Orthulf Prunner er organ- isti við Háteigskirkju i Reykja- vik. Hann hefur haldið fjölda tón- leika á undanförnum árum hér og erlendis, m.a. lék hann nú i sumar ofangreint verk i St. Gallen-dómkirkju i Sviss og i Heidelberg i Þýskalandi, en þar hélt hann einnig orgeltonleika á siðastliðnu ári og hlaut frábæra dóma. Tónleikarnir verða laugardag og sunnudag kl. 15 og er aðgangur ókeypis. Veitingasala er i Lýð- háskólanum að loknum tón- leikum. Messað er i Skálholts- kirkju sunnudag kl. 14. Jafnframt ákvað dómnefndin að bjóða nafnkunnum teiknara frá hverju Norðurlandanna að sýna, og af íslands hálfu var Kristjáni Davfðssyni boðið, frá Danmörku var það Jörgen Romer, frá Finnlandi Ulla Rant- anen, fráNoregi Aase Gulbrand- sen og frá Sviþjóð Lena Cron- quist. Aðrir íslendingar sem myndir eiga á þessari sýningu eru Sigrún Gúðjónsdóttir, Sigurður Þórir Sigurðsson og Val- gerður Bergsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.