Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1982 DROPLAUGARSTAÐIR við Snorra- braut Nýtt vist- og hjúkrunar- heimili aldraðra i ■ Dorplaugarstaðir við Snorra- braut, nýtt vist- og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða, hefur nú verið lekið i notkun. Gerðist það i fyrradag, á 196 ára afmæli Keykjavikur. Við það tækifæri flultu stutt ávörp þeir Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, Davið Oddsson, borgarstjóri, AI- bert Guðmundsson, borgarfull- trúi, Siguröur E. Guðmundsson, formaöur byggingarnefndar, sem greindi frá aðdraganda bygg- ingarinnar og lýsti gerð hennar, Gisli Sigurbjörnsson, forstjóri og Sigrún óskarsdóttir, forstöðu- kona vistheiinilisins. Kramkvæmdanelnd vegna byggingastofnana i þágu aldraðra sá um undirbúning byggingarinnar en nei'ndina skip- uðu: Albert Guðmundsson, for- maður, Páll Gislason, Markús örn Antonsson, Úlfar Þórðarson, Adda Bára Sigfúsdóltir, Kristján Benediktsson og Sigurður E. Guömundsson. Með nefndinni störfuðu Þórður Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur, Sveinn H. Kagnarsson, félagsmálastjóri og Skúli Johnsen borgarlæknir. Á fundi framkvæmdanefndar i byrjun jan. 1979 var lögð fram byggingarforsögn og á fundi 16. jan. voru eftirtaldir menn til- nefndir i undirnel'nd vegna vist- heimilisins: Kristján Benedikts- son, Markús örn Antonsson og Sigurður E. Guðmundsson, sem var formaður nefndarinnar. í byrjun var byggingin miðuð við 66 vistmenn. Þvi var breytt i feb. 1981 og ákveöið að gera 3. hæð hússins aö hjúkrunardeild fyrir 44 vistmenn. Til aö byrja með verða vistmenn á hjúkrunar- deild 32 en á vistheimilisdeild 36 að alls 68 vistmenn. Fyrstu vist- menn fluttu i vistdeild hússins um mánaöamótin júnf-júir. Að þvi er stefnt að hjúkrunardeildin veröi tekin i notkun i sept. Grafið var fyrir húsinu 1979. Verkið boðið út i júni 1980 og miðað við að þvi yröi lokiö 1. mars 1982. Ófyrirsjáanleg atvik komu þó i veg íyrir að þaö tækist, þótt mjóu munaði. Samiö var við Byggingarfélagið Armannsfell, sem var iægstbjóðandi. Hönnuðir hússins voru: Arki- tektar og burðarþol: Teiknistofan Óðinstorgi. Hita-, vatns-, hrein- lætislagnir og loítræstikerfi: Verkfræðiskrifstofan önn. Raf- lagnir: Rafteikning hf. Lóð: Reynir Vilhelmsson. Húsið er þrjár hæðir auk kjall- ara að hluta og rishæðar. Heildarflatarmál þess er 4880 ferm. og heildarrúmmál 14.474 rúmm. Byggingarkostnaður er áætlaður kr. 36.185.000 innifalin tæki og allur búnaður, gerö bila- stæða og endurbætur á öörum. Reykjavikurborg íjármagnar bygginguna. KRON gaf kr. 25.000 til hússins I tilefni afmælis félags- ins. Eftirtaldir myndlistarmenn skreyta veggi hússins með grafikmyndum : Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Björg Þorsteinsdóttir, Valgerður Bergsdóttir, Edda Jónsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Félagsmálastofnun Reykja- vikurborgar annast rekstur heimilisins en Sigrún Óskars- dóttir, hjúkrunarfræðingur, veitir fostöðu daglegum rekstri. Deildarstjóri hjúkrunardeildar er Jona Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og forstöðumaður mötuneytis ölafur Reynisson, martreiðslumaður. Greiðslur vistmanna eru i dag- gjaldaformi, annarsvegar vist- heimilisgjöld á almennri vistdeild og hins vegar sjúkradaggjöld á hjúkrunardeild. Vistmenn eru i fullu fæði og sér eldhús hússins um þaö. Læknis- þjónusta verður veitt af lyflækn- isdeild Borgarspitalans. Hér hefur á fáu einu verið gripið af þvi, sem fram kom i ýtarlegri ræðu Sigurðar E. Guðmundssonar. — mhg Sigrún Óskarsdóttir, forstöðumað- (Jr herbergi gæslumanns. Beint símasamband er við hvert herbergi og ur Droplaugarstaða. sjónvarpsskermar á göngunum. Forstöðumaður mötneytis, Ólafur Reynisson, matreiðslumaður, að spjalla við vistmcnn. Einstaklingsíbúð. Hjónaíbúð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.