Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.08.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. ágúst 1982 ÞJöÐVILJINri — SIÐA 15 l^3?| Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum frá lesendum Kynþáttahatur 11. ágúst 1982 Agætu Þjóöviljamenn Kynþáttahatur er mér þyrnir i augum og hefi ég ætið talið aö slikur óþverri ætti ekki heima á siðum okkar blaös. En á bls 7 i blaðinu i dag er komist svo að oröi: ,,..sem boðuð voru af Chicagojúðanum Friedman... ” Hefur Miklaholts- prestakall verið lagt niður? Mig langaði til að forvitnast um hvort Mikla- holtsprestakall hefur verið lagt niður. Áður heyrðu Kolbeinsstaðahreppur, Eyjahreppur og Miklaholtshreppur undir Miklaholtsprestakall, en nú er alltaf talaö um Söðulsholtsprestakall. Þetta finnst okkur gömlum enda þótt prestssetrið standi i Snæfellingum einkennilegt, Söðulsholti. Markús B. Þorgeirsson. Oröið „júði” er almennt notaö i niðrandi merkingu um þann hluta mannkyns er telst af gyðingaættum. Slik orö eru til um flesta kynþætti manns- ins og iðulega notuö af þeim sem l'inna fil vanmáttar gagn- vart öðrum kynþáttum. Ég ætla ekki aö bera kyn- þáttahatur upp á viðkomandi blaðamann, en verö aö biðja hann að halda aftur af þeim persónulega vanmætti sem virðist hrjá hann gagnvart gyðingum, a.m.k. þegar hann skrifar annars sinar ágætu greinar fyrir Þjóöviljann. Hitt er svo lika, að það sér hver maður sem les greinina aðælterm Miltons Friedmans kemur malinu alls ekkert við, nema þá að blaðamaöurmn hafi viljaö benda á þá óneitan- legu staðreynd aö verulega stór hluti mikilia hugsuöa og visindamanna hafa ai ein- hverri tilviljun veriö af gyö- ingaættum, þannig geta menn rifjaö upp aö til var maður er Karl Marx hét. En þaö af- sakar ekki notkun hins niör- andi orðs, þvi drengilegra hefði verið að nota hið skýra orð, gyðingur, enda er það jú sannkristið orð. Með þökk fyrir birtinguna og vinarkveðju, Kúnar (ieir Sigurðsson Lausn á eldspýtnaþraut Þannig lita sjö fern- ingar út þegar búið er að færa tvær eld- spýtur til. Þetta var nú ekki erfitt, eða hvaðV r= 1 B! JL, U Svar við gátu Svarið við gátunni hennar Elinar Arn- disar Gunnarsdóttur er: Kona að mjólka kú! Hún heitir Gesine og er ellefu ára þýsk stúlka sem teiknaði þessa mynd. Hún sýnir garðinn á barnaheimilinu Barnahornið hennar og alla krakk- ana sem þar eru að leika sér. Sennilega eru þetta fóstrurnar sem eru þarna efst til vinstri. John Lennon og fleiri Það eru nokkrir góökunn- ingjar poppara og poppáhuga- manna sem sjá um léttu tónlistina i útvarpinu i morgunsárið i dag, eða klukkan hálftólf.John Lennon, Manfred Mann’s Erth Band og Led Zeppelin leika og syngja af fullum krafti alveg fram að hádegisútvarpi eða til klukkan tólf. John Leniion • Útvarp kl. 11.30 Slund niilli striða. Sjómenn fá sér i svanginn uin borð, en ætli, þeir hafi mikinn tima til að hlusta á óskalög sjómanna i dag eftir hádegi? Hefurðu heyrt í Elsu og Hallbjörgu? Sigrún Björnsdóttir leikari og leikstjóri sér um þátt fyrir börn og unglinga um tónlist og ýmislegt flcira og er þátturinn á dagskrá i dag kl. 16.40. ,,Ég mun fjalla um tvær islenskar söngkonur sem báðar eiga þaö sameiginlegt að hafa alið manninn að mestu leyti erlendis. Það eru þær Hallbjörg Bjarnadóttir og Elsa Sigfúss. Hallbjörg var bæði söngkona og skemmti- kraftur og hún var upp á sitt besta um 1950. Hún söng slagara og dægurlög og ennþá heyrist oft lag sem hún söng og varð vinsælt, „Vorið er komið og grundirnar gróa”. Hún var feikna góður kontra- alt. Hún hrökklaðist úr landi og átti allan sinn listamanns feril erlendis. Það urðu fáir til Sigrún Björnsdóttir að styðja hana hér á landi svo hún neyddist til aö fara út og leita tækifæranna þar. Elsa Sigfúss var af sömu kynslóö og hún var allan sinn tima i Dan- mörku. Móðir hennar var dönsk, hún var pianóleikari og þær fluttu saman út og Elsa var þar það sem eftir var.’^ •Útvarp kl. 16.40 A dagskrá sjónvarpsins i kvöld er frönsk mynd frá því i fyrra sem fjallar um vandræði einstæðs föður sem heitkonan skildi eftir með nýfæddan son þeirra. A myndinni eru þcir feðgar uppi i sól'a og er ekki að sjá á svip þeirra að þeir taki hlutskipti sinu mjög illa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.