Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 17
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓÐVILJ1NN — StÐA 17 Það er Boris Spasskí sem talar. ísland hefur verið vettvangur mikilvægra keppna á skákferli hans, þó engin komist þó í hálf- kvisti við einvígið um heimsmeistaratitilinn sem fram fór í Laugardalshöllinni fyrir 10 árum. Atburðir tengdir þessu einvígi eru mönnum svo í fersku minni, að enn þann dag í dag er hvert smáatvik rifjað upp í samræðum manna. Þó 10 ár séuút af fyrir sig ekki langur tími, hefur samt sem áður orðið geypileg breyting á öllum högum Spasskís. Hann kom hingað til lands um miðjan júnímánuð 1972, glæsilegur fulltrúi síns lands, með heilan fiokk hjálparkokka og manna allra mögulegra erinda á hælunum, heimsmeistari í skák sem vann hylli allra með látlausri framkomu. Héðan fór hann í byrj- un septembermánaðar, var búinn að glata heimsmeistaratitlinum, í Moskvu tók enginn á móti honum nema nánustu ættingjar. Það þótti vel sloppið hjá honum að þurfa ekki að sæta tollskoðun sem þykir af yfirvöldunum, hin prýðilegasta yfirhalning þegar stórmeistari kemur úr lítilli frægðarför. Það er sagt að hann hafi verið lafinn gjalda fyrir tapið gegn Fisc- her. Sovétmenn vildu nýtt blóð og augu beindust að ungum skák- manni sem þótti geysiefnilegur; Anatoly Karpov. Með marvíslegri aðstoð, tókst honum að leggja þrjá landa sína að velli í Áskorendakep- pninni sem fram fór 1974, Poluga- jevskj, Spasskí og Kortsnoj. Langt var gengið til þess að fellá Spas- skí.Þegar hann tefldi við Karpov vorið 1974 naut Karpov aðstoðar Efim Gellers, sem hafði verið aðal- aðstoðarmaður Spasskís í barátt- unni við Fischer 1972. Spasskí komst aftur í heimsfrétt- irnar 1975 þegar hann hugðist ganga að eiga Marinu hina frön- sku. Hún vann í sendiráði Frakka í Moskvu. Eftir mikið japl, jaml og fuður og margvíslega árekstra við sovésk yfirvöld, fluttu þau til Fra- kklands og hafa tiúið þar síðan, í litlum bæ skammt frá París, Meu- donne. Spasskí kom hingað til Reykjavíkur 1977 og barðist við Hort í löngu einvígi sem stóð í rúma tvo mánuði. Jafnvel þó hann hafi sigrað getur hann tæplega átt mjög góðar minningar héðan; þeg- ar 12. einvígisskákinni lauk hné hann niður, reyndist vera með brá- ða botnlangabólgu og varð að SiSP „Ég er kominn hingað til íslands í fjórða sinn. Ég kom fyrst 1957 á stúdentamót sem haldið var í Reykjavík. 1972 tefldi ég gegn Fischer í „einvígi aldarinnar“, 1977 tefldi ég við Hort að Hótel Loftleiðum í áskorendakeppnninni. Hér er ég í fjórða sinn og tefli við Friðrik Ólafsson.11 „Þetta íslenska vatn, blandaö klaka. Sannarlega svalandi og gott,“ sagði Spasskí. stundar íþróttir af niiklu kappi. Hann fór í sund hvern þann dag sem hann var hér og svo ströng var dagskrá hans, að forráðamenn Flugleiða sem buðu honum til há- degisverðar einn daginn fengu af- svar, sundið í Laugardalslauginni um hádegisbilið gekk fyrir. Hvernig er þjálfun þinni núorðið háttað? „Ég hygg að ég stúderi skák svona 3 klukkutíma á degi hverj- um. Vinna við skákiðkun hefur breyst rnikið á síðustu árum. Nú orðið er alkyns tæknivinna orðin geysilega mikilvæg. Menn þurfa að safna að sér upplýsingum, liggja í krítískum stöðum tímunum saman. Ég hef tekið þá stefnu að sniðganga þessi vinsælu afbrigði þ.e. tefla kannski 20-25 fyrstu leikina um- hugsunarlaust. I stað þess vel ég sjaldséð byrjanakerfi þar sem mað- ur þarf að hugsa eitthvað.‘\ Það vekur athygli að þér hefur gengið herfilega illa í viðureignum þínum við Karpov, hefur unnið aðeins eina opinbera kappskák og tapað í kringum 10. Getur þú gefið einhverja skýringu á því? „Já, það er rétt. Karpov hefur eitthvað sérstakt tak á mér og hefur mikla yfirburði í innbyrðis viður- eignum. Ég hygg að þetta sé sálfræ- ðilegt atriði. Maður á sér einhvern uppáhaldsandstæðing sem maður vinnur oftast en svo eru aðrir sem afar erfitt reynist að kljást við. svo jafnaði ég metin. Úrslitin feng- ust ekki fyrr en að loknum tveim 15 mínútna skákum sem auðvitað segja ekki neitt. Karpov er merkilegur skákma- ður, geysilega sterkur. Hann er meistari í því að halda niðri 'mögu- leikunt andstæðingsins, fljótur að hugsa og hefur mikla hæfileika. Hann er einnig feiknarlega nietna- ðargjarn. Ég virði hann sem heimsmeistara og hann hefur að baki sem slíkur, marga sigra á sterkum mótum. Jafnvel Aljekín gat ekki státað af slíku. Nú þegar Áskorendakeppnin stendur fyrir dyrum veit ég með vissu að hann hræðist aðeins einn keppanda, Harry Kasparov. Og þegar ég lít yfir hóp kandídatanna þá finnst mér augljóst að aðeins Kasparov hafi möguleika. Ég tel Karpov þó eiga góða möguleika í einvígi gegn honum, hann gæti haldið heimsmeistaratitlinum lengi vel í viðbót." Hver er mesta hamingjustundin á skákferli þínum? „Ég hlýt að svara því til að þegar égvarðheimsmeistari 17. júní 1969 hafi verið mesta hamingjustundin á ferlinum. Mér tókst þá að sigra Petrosjan eftir langt og strangt ein- vígi og þó ég væri snöggtum sterk- ari en hann á þessum tíma, þá reyndist .mér það afar erfitt. Ég byrjaði einvígið af miklunt krafti ekki ósvipað því, þegar Fischer tefldi við mig, tapaði að vísu fyrstu skákinni, en eftir 8 skákir hafði mér tekist að ná tveggja vinninga forskoti. I 9. einvígisskákinni náði ég niiklu fruntkvæði, vann skipt- amun og var með auðunnið tafl þegar skákin fór í bið. Ég var hinsvegar algjörlega up- pgefinn eftir setuna, hreinlega bú- inn á líkama og sál. Það hvarflaði að mér að taka mér frí til þess að búa mig betur undir að tefla bið- skákina, en á þessum tíma voru í úrslitunum hefði þetta getað baft mikið að segja, sérstaklega vegna þess að Ungverjarnir veittu okkur harða keppni." Þú munt hafa skrifað bók um einvígi þitt við Kortsnoj í Belgrad 1977]78. Hvað er að frétta af út- komu hennar? Tveir þýskir forleggjarar fengu handritið en bókin er ekki enn komin út. I henni er að finna hugl- eiðingar mínar um skák, skákmenn og einvígin sem ég hef tekið þátt í. Mestum parti bókarinnar var varið í að skýra atvikin í Belgrad. Ég lagði þar frant ýrnis skjöl sem undirrituð voru af báðunt kepp- endum; lagði frarn tstaðreyndir. Kortsnoj fór öðru vísi að, kom með allskyns yfirlýsingar, en sta- ðreyndin var sú að hann gekk á rétt minn í einvíginu og þess vegna urð- um við svarnir fjandmenn. Ég hef alltaf lagt á það áherslu að konta vel fram í einvígjum sem ég tefli í, en hjá Kortsnoj er þessu öðru vísi farið eins og alíir vita. Þegar ég tefldi við Kortsnoj í Sviss í sumar stakk hann upp á því að við sættumst, en ég var ekki á því. í Belgrad tapaði ég honum sem vini og sagði honum að ekkert gæti breytt því. Hann lásakaði ði mig fyrir að ganga erinda Sovét- manna sem er fráleitt. Þegar Kort- snoj yfirgaf föðurland sitt gerði hann fjölmörg mistök. í fyrsta lagi var hann einungis og aífarið að hugsa utn sjálfan sig þegar hann flúði land. Fjölskyldan leið fyrir að. Hann breytti málum sínum í pólitíska baráttu gegn Sovétríkjun- urn, en ég held hann hafi í raun verið að bérjast gegn sjálfum sér. Það má kannski segja um hann að hann sé gott dæmi um sovéska „framleiðslu". Ég tel hann hafi get- að farið allt öðru vísi að þegar hann yfirgaf Sovétríkin, það er t.d. ntik- ill munur á því að vera pólitískur flóttamaður og að yfirgefa Sovétr- íkin sem gyðingur, eins og flestir, þó ekki allir, sovéskir skákmenn hafa gert. Oft heyrast raddir um það að so- véskir skákmenn verði að skila verðiaunum sínum aftur þegar þeir koma úr keppnisferðum erlendis frá. Þurftir þú að skila verðlaunun- um sem þú fékkst fyrir einvígið við Fischer? „Nei, ég fékk að halda verð- laununum. Helmingnunt hélt ég og afgangurinn fór á bók í sovéska ríkisbankann. Þar var skellt á 35% Ég kunni alltaf vel við Fischer dvelja á sjúkrahúsi í nær hálfan mánuð. Spasskí bjó á llótel Loftleiðum þessa viku sem einvígi hans við Friðrik stóð. Hann tók vel í það að eiga stutt viðtal við blaðamann Þjóðviljans og mæltum við.okkur mót í herbergi 376 þar sem hann bjó. Kl. 10 á miðvikudagsmorgun- inn var ég mættur. Spasskí tók á móti mér og virtist ekki hið minnsta syfjaður, jafnvel þó skák hans við Friðrik frá deginum áður hafi verið bæði löng o'g ströng. Sag- ðist vera búinn að vera áfótum frá því kl. 5. Talið berst að íslandi og, Reykjavík, Spasskí heimsótti ís- land fyrst fyrir 25 árum og ætti að hafa góðan samanburð. „Það er nú svo skrítið að þó ég hafi komið hingað fjórum sinnum, þá hef ég lítið getað séð af landinu. Reykjavík hefur vissulega þanist mikið út frá því ég kom hingað 1957. Þegar ég tefldi hérna við Hort 1977 náði ég að ferðast dálítið um. ViðMarinafórumt.d. til Vest- mannaeyja og Húsavíkur þar sem ég tefldi fjöltefli. Þar fór ég á skíði og hafði gaman af. í Frakklandi þar sem ég hef búið undanfarin ár fer ég mikið á skíði og aðstæður til iðkunar skíðaíþróttarinnar þar í landi áreiðanlega með því besta sem gerist. Þess má og geta að Spasskí jafnvel hinir sömu og tapa fyrir þeim sem maður vinnu. Þetta getur gengið í hring, sálfræðilegt fyrir- bæri. Annars get ég sagt þér frá skákmóti sem BBC - sjónvarps- stöðin breska hélt nýlega ásamt þý- skri sjónvarpsstöð. Ég tefldi þar til v úrslita gegn Karpov og í fyrsta sinn í langan tíma fann ég mig gegn hon- um. Við tefldum tvær úrslita- skákif. Þá fyrstu vann Karpov en Mesta hamingjustund mín í skákinni var þegar ég varð heimsmeistari þann 17. júní 1969. Hér sést Spasskí hefja leikinn í fyrstu skák einvígisins. Margra mánaða undirbúningur var að baki, en Petrosjan vannþóskákina. „Pó ég væri mun sterkari en Petrosjan á þessum árum, þá reyndist mér afar erf itt að sigra hann,“ segir Spasskí í viðtalinu. Lokatölur urðu 127.: 107. það óskráð lög að slíkt mætti ekki gera, einhverskonar samningur sem hvorki ég né Petrosjan höf- ðum þó undirritað. Á seinni árum hefur þetta breyst. Krotsnoj t.a.m. hikar ekki við að taka sér slíkt frí. Nú þegar skákin var'tefld áfram gerði ég tóma vitleysu og Petrosjan náði jafnteflismöguleikum. Ég var þó með enn betri stöðu þegar ég bauð jafntefli. Petrosjan þáði og vann síðan næstu tvær skákir og jafnaði metin. Hann var næstum því búinn að vinna 14. skákina einnig, en ég náði nter á strik í 17. og 19. skák, vann báðar og heimsmeistaratitillinn var í höfn." Sumir hafa viljað halda því fram að vandræði Kortsnojs og deilur hans við sovésk yfirvöld hafi byrjað á Olympíumótinu 1970 þegar hann mætti ckki til leiks gegn Spáni og kcnndi liðsstjóranum um að hafa ckki vakið sig. Hvað viltu segja um það? „Það held ég varla. Paul Keres var liðsstjóri og fékk reyndar skömm í hattinn fyrir að vekja ekki Kortsnoj. Ég held þó að það hafi varla verið í verkahring Keres að vekja menn. Annars mætti Krots- noj á skákstaðinn, en það var bara seint. Ég held hann hafi varla verið vakandi þegar hann kom. Þetta var í undanrásunum og úrslitin höfðu engin áhrif á lokaniðurstöðuna, en skatti. Annars var ég fljótur að eyða þessum verðlaunum sem voru stórfé á sovéska vísu. Tók mig ekki nema tvö ár. Nú eru einhverjar reglur í gangi urn þetta. Kontirðu t.d. heim með 5 þúsund dollara verðlaun, þá færðu að halda þúsund dollurunt, þúsund dollurum verður svo skipt í rúblur sem er afleitt, því rúblan er skráð alltof hátt, tvö þúsund dollu- rum verður svo skipt fyrir þig í mi- ða sem þú getur notað í „lokuðu verslanirnar" þ.e. þær búðir sem versla með illfáanlegan varning. Afgangurinn fer svo til uppbyg- gingar sovéskum íþróttum. (Til garnan má geta þess að þegar Karp- ov vann rúrrta 400 þúsund dollara eftir einvígið við Kortsnoj í Baguio ’78 „gaf“ hann verðlaunin til að styrkja sovéskt íþróttalíf - inn- skot). Hvernig er samskiptum þínum við sovésk yfirvöld háttað núna? „Það situr við það sama. Ég er með tvö vegabréf, sovéskt og franskt. Ég heimsæki Sovétríkin einu sinni á ári. Þar á ég allt mitt skyldfólk og vini. Ég fæ enn laun frá ríkinu, 300 rúblur á mánuði og nota það til að aðstoða mitt fólk. Égá aldraða móður á lífi, hún er nú 76 ára, og þar að auki nokkur syst- kini. Lífsafkoma fólks í Sovétríkj- unum er slök. pramh á 14. siðu IDAG!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.