Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 3
'*A SWi -luííólA'i .'<* -,w . , Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓÐVILJINN M/ * - StÐA 3 Umsókn Hagkaup um verslunarlóð i Kringlumýri: Verði afgreidd á grund- velli skipulagsathugana segir formaður skipulagsnefndar Kópavogs „Ég vona að ákvörðun um þetta verði ekki tekin fyrr en fagleg athugun á umferð um höfuðborgarsvæðið hefur farið fram í samræmi við aðalskipulagsforsendur sem byggðarlögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um“ sagði Asmundur Asmundsson formaður skipulagsnefndar Kópavogs í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og fram kom í Þjóðviljan- um í gær hafa Hagkaup sótt um 28.000 fermetra lóð undir Kaupvang í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut og hafa arki- tektarnir Hilmar Olafsson Hrafnkell Thorlacius verið fengi til að gera fyrstu drög að fyrirkoi ulagi svæðisins. Áður höfðu Hag- kaup sótt um 3—ó hektara lóð undirKaupvangí Fífuhvammslandi í Kópavogi, austan væntanlegrar Reykjanesbrautar. „Sjónarmið skipulagsyfirvalda í Kópavogi varðandi uppbyggingu verslunar og þjónustu í landi .bæjarins eru til umræðu um þessar jmundir, m.a. á grundvelli verslun- | ar könnunar Borgarskipulags í ÍReykjavík annars vegar og hins 'vegar sérstakrar athugunar um [þessi efni sem Skipulagsstofa höf- uðborgársvæðisins hefur látið fara ifram. 1 báðum þessum athugunum ikemur frani að svæðin meðíram Reykjanesbraut eru mun fýsilegri til uppbyggingar af þessu tagi en Kringlumýrin í Reykjavík. Það er því ósk mín og von að ekki verði rasað um ráð frarn varðandi af- greiðslu Reykjavíkurborgar á þess- ari lóðaumsókn Hagkaupa, heldur fullt tillit tekið til þeirra faglegu rannsókna sem gerðar hafa verið og munu verða gerðar í náinni framtíð", sagði Ásmundur enn- fremur. Getur þetta mikil uppbygging verslunar og þjónustu í Kringlu- mýri haft áhrif á forsendur fyrir- hugaðrar hraðbrautar í Foss- vogsdal? „Umsókn Hagkaupa miðast við 28.000 fermetra verslunarrými. Þetta er helmingur af allri verslun sem fyrir er á svæðunuin vestan Lækjargötu í Reykjavík. Það er því augljóst að hér er stórt mál á ferð- inni sem getur haft víðtækar afleið- ingar í för með sér, m.a. á forsend- ur Fossvogshraðbrautar. Davíð Oddsson borgarstjóri Sjájfstæðis- Verðlaun fyrir spurninga- leik Verðlaun fyrir spurningaleik 12, þann síöasta í tlokknun, er birtist í Sunnudagsblaðinu 26. september hlaut Páll Skúlason, Sólvallagötu 41, Rvík. Þau er Nafnabókin eftir Hermann Pálsson. Hvenær byrjaðir þú -||XF FEROAR flokksins var frummælandi á opn- um fundi um skipulagsmál hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi ný- lega. Þar tók haiin eindregið undir þá skoðun fundarmanna að byggð- arlögin á höfuðborgarsvæðinu hefðu víðtæk samráð um skipulags- mál sín, þar sem fagleg sjónarmið yrðu lögð til grundvallar. Verði Hagkaupum úthlutað þessari aðstöðu á þessum.stað án samráðs við Kópavogskaupstað, hlýtur það að verða túlkað sem vís- bending um samstarfsvilja Reykja- víkurborgar um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu", sagði Ás- mundur Ásmundsson formaður skipulagsnefndar Kópavogskaup- staðar að lokum. Hagkaup hafa sótt um 28.000 fer- metra lóð í Kringlumýrinpi í Reykjavík og aðra 3—6 hektara lóð suður í Kópavogi! Nýr leik- listarskóli byrjar í haust tekur til starfa nýr leiklistarskóli í Reykjavík og verð- ur það kvöldskóli, þrjá mánuði í senn. Það er Sigrún Björnsdóttir leikari sem rekur skólann, og verð- ur kcnnd taltækni, raddbciting, framsögn, upplestur, spuni, leikur og fleira. Sigrún sagði' í samtaii við Þjóð- viljann að skólinn væri hugsaður sem undirbúningsskóli fyrir leiklistarnám. í vetur verða tvö námskeið og verður kennt tvisvar í viku í þrjá mánuði. Innritun er haf- in í síma 31357 daglega. -ÁI ódýra leiðin liggkir um Amsterdam í vetur liggur ódýra leiðin til Kanaríeyjar um Amsterdam. Við bjóðum 11, 18 eða 25 daga ferðir með brottför alla þriðjudaga svo auðvelt er að finna brottfarardaga við hæfi og stýra lengd ferðarinnar eftir hentugleikum. Flogið er til Las Palmas og dvalist á völdum gisti- stöðum sjálfrar Cran Canaria eyjunnar. í boði eru hótel, íbúðir eða smáhýsi (bungalows) fast við friðsælar baðstrendur og fjörugt skemmtanalíf. Þrír dagar í Amsterdam í upphafi ferðar er dvalist yfir eina nótt í Amsterdam. Síðan er flogið beint til Las Palmas en síðustu tveimur nóttum ferðarinnar eytt í Amsterdam, ósvikinni miðstöð menningar, verslunar og skemmtunar í Evrópu. Lága verðið! í meðfylgjandi dæmum um verð sýnum við hvað við erum að meina með „ódýru leiðinni" til Kanaríeyja. Verð er breytilegt eftir tegund hótela, íbúða eða smáhýsa og eftir árstíma, en ávallt er innifalið flug (Keflavík, Amsterdam, Las Palmas, Amsterdam, Keflavík), flutningur til og frá flugvöllum erlendis, gisting, hálft fæði í hótel- gistingu og íslensk fararstjórn. í Amsterdam er hótelgisting með morgunverði innifalin í verði. Barnaafsláttur er breytilegur eftir aldri. Dæmi um verð 11 dagar 18 dagar 25 dagar Smáhýsi (miðað við 4 íbúa) 10.937 11.584 12.245 íbúðir (miðað við 3 íbúa) 11.040 11.789 12.539 Hótel m/Vi fœði (2 í herbergi) 12.245 14.053 15.670 Verð miðast við flug og gengi 1.10.1082 H.FERÐA.. Uíl MIÐSTODIN dH^lTMC FERÐASKRIFSTOFA Kanarí -Amsterdam - tveir frábærir staðir í einni ferð A v Flugfélag með ferskan blæ 4RNARFLUG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.