Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 15
Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 1S „Innan tveggja ára hafa verið boðaðar beinar sendingar frá gervihnöttum á allt að 40 rásum beint á mótttöku- disk á hverju húsi. Þeir munu leysa kapalsjónvarp af hólmi. veseni að útvarpa um allt land með dýru dreifikerfi. Það er einfaldast að selja auglýsingar í litlum stö- ðvum í Reykjavík og spila plötur. Eitthvað sveitafólk í afdölum þar sem þarf að byggja endurvarpsstöð til þess að það nái útvarpssendingu getur bara átt sig. Reynslan frá Bandaríkjunum Ég talaði áðan urn nokkur atriði sem menn hafa nefnt ríkisútvarp- inu til hnjóðs, úppbyggjandi efni alls konar, kvséðalestur ög leikrit. Þessar stöðvar mundu trúleg forð- ast slíkt efni eins og heitan eldinn. Hér í Bandaríkjunum var ýms- um ákvæðum um skylduútvarps- stöðvar til þess að flytja efni er var- ðaði heill almennings aflétt með til- komu nýju ríkisstjórnarinnar. Það voru varla liðnir nema nokkrir dag- ar þegar allt slíkt efni hafði verið þurrkað út af dagskrá útvarpsstöð- va hér og menn spila plötur og þylja auglýsingar í síbylju. Reyndur blaðamaður hér kvað upp þann úrskurð að ef Banda- ríkjamenn ættu að treysta einvörð- ungu á þær 8500 útvarpsstöðvar sem hér eru til upplýsingar væru þeir illa á vegi staddir. Og fyrst við erum að tala um auglýsingar þá er rétt að víkja aðeins að því hvernig menn haldi að útvarpsstöðvar þessar yrðu reknar. Auðvitað með auglýsing- um. Því meiri auglýsingar því meiri tekjur. Við þekkjum ekki sem bet- ur fer auglýsingaútvarp eins og það er rekið t.d. í Bandaríkjunum. Sama gildir um sjónvarp þar sem auglýsingar um hundamat dynja á áhorfendum, jafnvel í frétta- tímum. Dagblöðin og auglýsingarnar Og eitt annað sem menn hafa ekki gætt að. Við stærum okkur af því að á íslandi séu gefin út 5 dag- blöð og hafsjór af öðrum viku- og tímaritum. Höfum í huga að mark- aðurinn er ekki nema 230 þúsund manns. Ég þykist vita að ríkisút- varpið hafi meðvitað forðast að lengja auglýsingatíma sína og forð- ast þannig óþarfa samkeppni við dagblöðin á auglýsingamarkaðn- um. Hagur þeirra er ekki það stór- kostlegur að allir virðast sammála um að nauðsynlegt sé að sem flest- ar skoðanir heyrist. Það er svo ann- að mál og tengist afskiptum stjórn- valda af ríkisútvarpinu að verð á auglýsingatíma þess er nokkru lægra en sambærilegt verð á auglý- singum í blöðum. Það hefur heyrst nóg í eigendum blaða út af þessu. En hvað skyldi verða upp á tening- num ef í Reykjavík væru allt í einu komnar 3 útarpsstöðvar, allar selj- andi auglýsingar? Blöðin eru lík^ vinnustaður fjölda manna. Fari þau á hausinn hefur enn dregið úr fjölbreytni atvinnulífs á íslandi og víst er að útvarpsstöðvar af því tagi sem heita má víst að menn vilji setja upp verða ekki mannfrekar. Öll lög þverbrotin Allt málið um kapalsjónvarp á íslandi hefur verið kynnt fólki á snarvitlausum forsendum. Þetta virðist ekki kosta nokkurn skapað- an hlut. Fólk í Reykjavík og í þétt- býliskjörnum öðrum þar sem kap- alsjónvarpi hefur verið komið á fær sína bíómyndir og teiknimyndir fyrir slikk gegn vægu mánaðar- gjaldi. Engan skal undra. Það er einungis vegna þess að kapalsjón- varpsmenn Irafa þverbrotið öll lög og reglur varðandi greiðslur fyrir efni sem flutt hefur v.erið og því ekki innheimt rétt gjöld, langt frá því. Fyrirtækin hafa ekki framleitt að neinu gagni eigið 'efni og svo ekki komið á fót dreifikerfi um allt land eins og ríkisútvarpið er skvldugt til þess að gera og er grundvallaratriði laga um útvarp og sjónvarp í landinu, að allir landsmenn njóti efnisins. Það er þar sem kostnaður- inn liggur. Kapalsjónvarpsmenn hafa lagt áherslu á að koma upp kerfum þar sem það er tiltölulega auðvelt og ég er ekki farinn að sjá að þeir mundu koma á landskerfi. Raunar er ég ekki farinn að sjá að þeir mundu halda þessum rekstri áfram ef þeir yrðu settir við sama borð og ríkisútvarpið hvað varðar höfundalaun og annan raunveru- legan kostnað. Það er trúa mín að þegar á þessu máli verður tekið, muni kapalsjón- varpsmenn einfaldlega leggja upp laupana enda eru þeir ekki í þessu til þessað tapa fé. Stjórnmálamenn hafa sumir talað um þá miklu möguleika senr kapalsjónvarp hafi í kennslumálum. Það er rétt. Hlut- verk kapalsjónvarpsins getur auðvitað verið mikið og áhrifaríkt sé það notað á réttan hátt. En við þurfum ekki annað en að líta á það efni sem sýnt er í ólöglegu kapal- sjónvarpi nú þegar til þess að sjá hvert hugurinn stefnir. Kapalsjónvarpsmenn hafa þverbrotið öll lög og reglur fyrir efni sem flutt hefur verið og þvi ekki innheimt rétt gjöld, langt frá því. ” íslensku ríkisútvarpi hefur orðið margt að óhamingju í gegnum tíð- ina en nú vegur hvað þyngst stjórn- málamaður í embætti menntamála- ráðherra sem hefur gjörsamlega brugðist hlutverki sínu. Það er í raun makalaust að ráðherra skuli hafa látið þetta mál allt komast svona langt og leyft mönnum óhindrað að gefa lögunr landsins langt nef. Ný tœkni er að leysa kapal- sjónvarp afhólmi Það er svo annað mál að senni- lega erum við að rífast hér um hluti, sem svo oft áður, sem eru að verða úreltir. Margt bendir til þess, t.d. hér í Bandaríkjunum, að út- breiðsla'kapalsjónvarps verði ekki víðtækari en orðið er eða um 30% heimila. Ný tækni er að leysa kap- alsjónvarpið af hólmi. Innan tveggja ára hafa verið boðaðar beinar sendingar frá gervihnöttum á allt að 40 rásum beinl á móttökudisk á hverju húsi. Framfarir á sviði fjölmiðlunar hafa orðið mestar í smíði gervihnatta. Styrkleiki sendinga frá þeim hefur verið stóraukinn og nú er verið að smíða gervihnetti sem, eins og áður sagði, anna um 40 rásum. Með ný- rri tækni munu þeir senda frá sér myndir í því sem kallað hefur verið „high versolution", myndgæði sem eru sambærileg kvikmynd á tjaldi, strik og punktar hverfa af skermin- um og þeir senda út í stereo. Innan fárra mánaða koma á markað hér litlar jarðstöðvar eða diskar sem taka munu við sending- um þessuni og koma í stað venju- legu loftnetsgreiðslunnar. Þessir diskar eru ekki lengur 3 eða 4 metr- ar í þvermál heldur 40 sentimetrar og munu kosta um 300 dollara. En það væri svo sem eftir öllu öðru að við færum að grafa okkur niður í kapalkerfi og það m.a.s. í eigu ein- staklinga. Höfum í huga að það sem er að gerast á íslandi í kapalsjónvarpi er rétt aðeins toppurinn af ísjakan- um. Þetta er ekkert gamanmál. Og það er auðvitað Ijóst að við íslend- ingar munum aldrei standa á móti eðlilegri þróun í tækniefnum. Spurningin er aðeins hvernig við ætlum að aðlaga okkur þessari nýju þróun. Hvort við ætlum að láta skammtímagróða nokkurra ein- staklinga og ráðaleysi annarra ráða ferðinni eða hvort við berum hag þjóðarinnar allrar fyrir brjósti. Atlaga að frjálsum skoðanaskiptum Það er einnig ljóst að allt talið um frjálsa útvarpið og sjónvarpið er einhver mesta atlaga sem gerð hefur verið að frjálsum skoðana- skiptum í landinu í langan tíma. Þetta kann að virðast mótsagna- kennt en við skulum líta nánar á málið. Það kostar auðvitað stórfé að setja á laggirnar útvarps- eða sjónvarpsstöð. Eins og ég sagði áðan hefur í raun ekki reynt á það hvort menn ætli í alvöru að reka slíkar stöðvar verði þeir skyldaðir til að sæta sömu reglum og ríkisút- varpið hvað varðar allar greiðslur samfara þessari starfsemi og niaður tali nú ekki um skyldurnar. Hverjir, ef einhverjir, mundu þá vilja setja á laggirnar slíkar stöðvar og hverjir hefðu efni á því? Við höfum þegar nokkuð fyrir okkur í því. Ég þykist vita að ritstjórinn sem ég hef nefnt og meðeigendur hans í næststærsta dagblaði lands- ins hafi bæði vilja til og efni á að setja upp slíkar stöðvar. Ég þykist líka vita að eigendur stærsta dag- blaðsins í landinu hefðu efni á að gera slíkt hið sama. Ég vil því nefna eitt dæmi um þróun í kapalsjón- varpsmálum sem ég efast um að menn liafi rætt. Hér í Bandaríkjunum, nánar til- tekið í Columbus í Ohio hefur sem víðar verið kornið á fót kapalsjón- varpskerfi. Þetta er nýjasta og tæknilegasta kerfið til þessa, búið þeim hæfi- leikum að þú getur talað við sjón- varpstækið og látið þína skoðun í ljós. Þetta gerist á þann hátt að þegar stjórnandi þátta biður um skoðun á einhverju ákveðnu máli gefur hann sér þrjá möguleika: Ertu sammála, á móti eða siturðu hjá? Þú stillir á takka líkt oggerist í fjarstýrðum sjónvarpsstillum eftir því hvaða skoðun þú hefur á mál- inu og allt er það tekið 'saman í tölvu sjónvarpsfyrirtækisins. Það kemur að vísu ekki fram hver ýtti á takkann, hvað hann var gamall eða þar fram eftir götunum. Tölunum er.samt safnað saman og þær birt- ast á skerminum og sjá: Hér er niðurstaðan í skyndiskoðanakönn- un. í Columbus búa nokkur hundr- uð þúsund manns en ég minni á að á íslandi búa aðeins 230 þúsund manns. Hafa memv hugsað það til fulls hver yrðu áhrif einkaaðila sem ættu kapalsjónvarpskerfi á íslandi með öllum þess möguleikum? Ég efast um að eigendur Morgun- blaðsins og Dagblaðsins Vísis geti talist andstæðingar í stjórnmálum. Til samans gefa þessir menn út 75 þúsund eintök á dag. Ég undir- strika að það er ekkert rangt við það en ég óttast mjög áhrif á skoðanaskipti í landinu færi svo að stórtækir fjármálamenn hefðu yfir- höndina í allri fjölmiðlun. Blöð svonefndra mið- og vinstri flokka berast í bökkum og vissu- lega er það af því að þau hafa færri kaupendur. En ég vil biðja menn að hugsa þetta vandlega áður en yfirburðir annarra skoðana vegna yfirburða tækni og í krafti fjár- magns þögguðu niður í öðrum sjónarmiðum í þjóðfélagsumræðu. Um hvað er ríkisútvarpið sakað? Mig vantar alveg inn í þessa um- ræðu skilgreiningu áeinu atriöi: Af hverju eigum við að afnema sam- eiginlegan rétt þjóðarinnar til út- varps og sjónvarps? Sjálfur hlýt ég að líta á niðurstöðu myndbanda- nefndár sem ég talaði um áðan og alla skipan nýrrar nefndar, sem á að endurskoða útvarpslög, líklega með það að leiðarljósi að afnema þennan rétt, sem einhverja gróf- ustu móðgun sem dengt hefur verið í andlit starfsfólks ríkisútvarpsins í mörg ár. Hvað er verið að saka ríkisút- varpið um eiginlega? Það kann að vera að stjórnmálamenn telji sig á einhvern hátt ógnað af ríkisútvarp- inu. Það er gott. Til þess er það. Ég fullyrði að ef stjórnmálamönnum tekst með þessum hætti að vega að ríkisútvarpinu muni þeir endan- lega kæfa eina vettvang ótlokks- bundinnar gagnrýni á störf þeirra. Ég fullyrði einnig að stjórnmála- menn með setu sinni í útvarpsráði hafi orðið hélsta hvöt þeirrar tor- tryggni sem tekist hefur að magna upp í garð stofnunarinnar. Það væri mun heilladrýgra fyrir þjóðina og ríkisútvarpið ef í út- varpsráði sætu íulltrúar launþega- samtaka, atvinnurekenda, ríkis- starfsmanna, fulltrúar lista oc ntenningar í stað fulltrúa frá fá- mennum stjórnmálafélögum í Reykjavík. Éins og ég sagði áðan nýtur ríkis- útvarpið vináttu þjóðarinnar. Mér er til efs að aðrar ríkisstofnanir séu fólki hugleiknari og víst er að fólk myndi með glöðu geði greiða það sem til þarf til þess að ríkisútvarpið fengi að gegna því hlutverki sem því hefur verið falið í lögum. Ríkisútvarpið á ekki að sitja hjá Auðvitað eigum við ekki aö fá til landsins 362 sænskar kvikmyndir. Auðvitað á ríkisútvarpið að svara gagnrýni. Auðvitað á sjónvarpið ekki að setja öll sín egg í eina körfu og framleiða stórmyndir á borð við Snorra Sturluson. Við erum jú eng- ir Hollywood-stórkarlar. Auðvitað eigum viö að vera búnir að opna aðra útvarpsrás fyrir löngu og flytja þar léttara et'ni. Auðvitað munar okkur ekkert um a sýna eina kvik- mynd á hverju kvöldi fyrir þá sem ekki vilja fara að sofa. Én allt kost- ar þetta peninga. Og á meðan fólk áttar sig ekki á því hvernig stjórn- málamenn hafa riðið net sín urn stofnunina þá er ekki von til þess að ríkisútvarpinu verði gert kleift að gegna hlutverki sínu. Það sem mér gremst helst er að nú þegar tæknin hefur stóraukist, gert hlutina auðveldari og mögu- leikana stórkostlegri, þá eigi að hleypa inn einkaaðilum til þess að hirða allan ávöxt af 50 ára starfi ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið hef- ur verið í fjársvelti undanfarin ár af mörgum ástæðum eins og ég hef nefnt. En þáð hefur líka haldið að sér höndum á ýmsum sviðum vegna þess að markaðurinn er lítill. Núna þegar fjármálamenn eru að færa sig upp á skaftið sé ég enga ástæðu til þess að ríkisútvarpið standi hjá eins og auli. Ríkisútvarpið getur auðvitað sett upp kapalsjónvarp með öllum nýjustu tæknimöguleikum. Ég hef trú á því að ýmsar stórverslanir og pöntunarfélög mundu vilja leigja sér rás og bjóða upp á pöntun á vörurn í gegnum sjónvarp. Við höf- um málaskóla og alls kyns nám- skeið sem þar ættu einnig heima. Ríkisútvarpið getur sent út í gegn- um lokaða rás tvær til þrjár kvik- myndir eða tónleika áhverri nóttu. Þú leigir síðarr lítið tæki sem opnar þér þessa rás og þú ræður því hvort þú horfir á myndina eða stillir myndsegulbandið sem tæki þá efn- ið up meðan þú sefur. Þar með ge- tum við kvatt myndbandaleigur- nar. Og þetta kerfi næði um landið allt. Ríkisútvarpið getur sent út ví- Framhald af 2D. si6u.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.