Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÚÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 tónbálkur íslenska óperan Leifur Þórarinsson skrifar SOTARASIGUR Vel sungin og leikin af öllum.... Hlutverkaskrá (tvöföld) Bagga ráðskona: Anna Júlíana Sveinsdóttir og Elísabet Waage. Kúna barnfóstra: Elísabet Erlingsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. Surtur sótari og Tom ckkill: John Speight og Árni Sighvatsson. Klunni sótari og Aífreð garðyrkjumaður: Stefán Guömundsson og Sigurður Pétur Bragason. Silja: Ásrún Davíðsdóttir og Marta Quðrún Halldórsdóttir. bjartur litli sótarinn: Gísli Guðmundsson og Gunnar Freyr Árnson. Glói: Ólafur Einar Rúnarsson og Porbjörn Rúnarsson. Soffía: Hrafnhildur Björnsdóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir. Tinna tvíburi: Sólveig Arnardóttir og Steinunn Þórhallsdóttir. Hörður tvíburi: Halldór Örn Ólafsson. Hildur tvíburi: Ragnheiður Þórhallsdóttir. Anna: Steinunn Þorsteinsdóttir. Nonni: Arnar Helgi Kristjánsson. Tónskáldið: Jón Stefánsson. Lcikstjórinn: Guðný Helgadóttir. Hljómsveit íslensku óperunnar 1. fiðla: Gerður Gunnarsdóttir 2. fiðla: Sigríður Helga Þorsteinsdóttir Lágfiðla: Helga Guðmundsdóttir Hnéfiðla: Sigurður Halldórsson Píanó: Guðríður St. Sigurðardóttir. Slagverk: Reynir Sigurðsson. Sinfóníutónleikar með undrapíanista Litli Sótarinn, ópera eftir Benjamin Britten og Eric Crozier. Þýðing: Tómas Guðmundsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Hlómsveitarstjóri: Jón Stefánsson Lcikmynd og búningar: Jón Þórisson Útfærsla búninga: Dóra Einarsdóttir Lýsing: Sigurbjarni Þórmundsson „íslenska óperan” fer hægt af stað og rólega sagði einhver. Eg myndi nú frekar halda fram að hún hafi drifið sig í gang með látum og að ýmsir taugasterkari en ég hafi hrokkið við ósköpin. En það er rétt, að fyrstu tvö verkefnin hjá henni eru ekki ýkja merkileg, livað sem síðar verður - (Zauberflute - Falstaff)? Viðjölum auðvitað ekki um Sígaunabaróninn, hann borg- aði sig hvort sem var peningalega - ekki satt? En barnaóperan, sem frumsýnd var um daginn, já hún er sannarlega umtalsverð. Aldrei hef ég haft ánægjuafsvið- setningum Þórhildar Þorleifsdótt- ur. Fundist þær tilgerðarlegar og út í hött, alltaf. En ntikið er ég henni þakklátur fyrir þessa fallegu fjala- ferð Litla sótarans þeirra Brittens og Croziers (og Blakes og Tómas- ar), þaö er varla ég nái upp í nefiö mitt langa. Eigum við að gera stuttan stans við ævi og afrekaskrá breska tón- meistarans Benjamíns Brittens, sem standa í leikskránni og eru saman sett af Jóni söngvara og tón- skáldi Speight?: Benjamin Britten fæddist á Eng- landi árið 1913. Hann byrjaði að búa til lög þegar hann var fimm ára, og þegar hann var orðinn tíu ára hafði hann santið sex strengja- kvartetta og tíu píanósónötur. Fyrsti kennari hans í tónsmíöum var tónskáldið Frank Bridge, og fyrsta tónverk hans sem vakti veru- lega athygli voru Tilbrigði við stef eftir Fritnk Briilge sem hann samdi árið 1937. Þegar frant liðu stundir hafði Britten þó mestan hug á að semja tóniist til söngs fremur en einv.örö- ungu til hljóöfæralciks, og flest merkustu verk hans eru samin fyrir söngraddir. Hann tamdi sér fruni- legan rithátt fyrir söngrödd sent liann sótti að nokkru leyti til landa síns Henrys Purcell sem uppi var á sautjándu öld, frá 1659 til 1695. Þessi ritháttur hans reyndist hon- um með afbrigöum þjáll, svt) að hann hæfði söngtextum af öllu mögulegu tagi. Beztu söngva sína samdi hann fyrir vn sinn Peter Pe- ars. þar á nreðal Kvölclljóð fyrir tenór, horn og strengi og Uppljóm- anir fyrir tenór og strengjasveit auk fjölmargra sönglaga nteð ptanó- undirleik. Stærri í sniðum eru verk eins og Vorhljómkviða sem er kantata fyrir einsöngvara, kór og h'ljóm- sveit; þar eru kaflar fyrir barna- raddir, en á þeim hafði Britten ævinlega hið mesta dálæti á. Ann- að af helztu verkum hans þar sent barnaröddum er ætlað hlutverk er Styrjaldarsálumessa. Texti þess er sóttur annarsvegar í hinn hefð- bundna messusöng, og hins vegar í kvæði skáldsins Wilfreds Owen. Styrjaldarsálumessan er gífurlega mikið tónverk fyrir stóra og litla hljómsveit, tvöfaldan kór, drengjakór og einsöngvara. Það er áhrifamikið ákall um frið á jörð. Óperur Brittens hafa líka aflað Þá var nú mættur kappinn Jacqu- illat, þriðja veturinn í röð, að stjórna einni bestu hljómsveit í heinri og þó víðár væri leitað. Ein- leikari var eitthvurt enskt nobody, sem varð heimsfrægur fyrir önnur verðlaun hjá þeim í Kreml. Guð hjálpi okkur, allt er manni boðiö upp á. Samt held ég að enginn þurfi að kvarta yfir leik Peter Donohoe í fyrsta píanókonsert Tsjækofskís. Eg segi ekki að hann hafi jafnast á við það, eða „slegið út" sent Sjerk- asskí geröi í hittifyrra, en þetta var fallegt.og allt öðruvísi. Já þetta var stórkostlegt. En maðurinn fékk engan stuðning frá úthvíldri Sin- fóníuhljómsveit Islands (jæja hún var víst í einhverju óprettustandi unt daginnj og kappinn, riddarinn, Jacquillat, vissi greinilega ekki hvar á hann stóð veðrið. Donohoe ntun að vísu hafa komið nokkuð seint til æfingar (vegna flugferða?), en þegar svona músíkant situr við hljóðfærið og lætur til sín heyra þá er furðulegt að hvur maður 'taki ekki undir af hjartans lyst. Eftir hlé var sjötta og stórkost- legasta sinfónía Tsjækofskís og því ntiður entist mér ekki áhugi að heyra nema fyrsta þátt. Hann var illa formaður af stjórnandans hálfu og áhugaleysið hjá hljómsveitar- mönnum var þarna jafn greinilegt J. P. Jacquillat. og í verkunum á undan, Píanókon- sertinn sem og Næturljóði nr. 4 eftir Jónas Tómasson, galtómu og kryddlausu uppgerðarvafstri, sem ég vona ég þurfi ekki að heyra framar. L.Þ honum mikillar frægðar. Hin fyrsta þeirra var Peter Grimes sem hann samdiárið 1945, ogíkjölfar hennar komu Nauðgim Lúkresíu (1946), Albert Herring (1947), Búum til óperu! (1949), Billy Budd (1951) og Hert á skrúfu (1954). Síðan samdi hann meðal ariíiarra Jóns- messunœturdraum (1960), Owen Wingrave (1971) og Dauðann í Feneyjum (1973). Skozka óperan hefur sýnt þrjár af þessum óperum í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík: Al- bert Herring og Hert á skrúfu haustið 1970 og Jónsmessudraum haustið 1972. Búum til óperu! hefur til að bera mörg þau einkenni seni eru á síðari óperum Brittens. Sagan snýst um ranglæti sem lítilmagninn er beittur. Persónurnar eru dregnar í tónlistinni skörpum og skýrunt dráttum, til að mynda blíða Rúnu og skapvinzka Böggu. Millispilum er hugvitssamlega beitt til að vekja hugboð um andrúmsloft hvers at- riðis. Mestu máli skiptir þó ein- lægni þesarar tónlistar sem er auð- ráðnust af rithætti Brittens fyrir barnaraddirnar. Stílsmátinn er lát- laus og hreinn og beinn. Britten er lagið að ná sem mestum áhrifum með sem mestum áhrifum með sem fæstum nótum. Þó að látleysi og einfeldni ein- kenni marga tónlist Brittens, þá var hann sjálfur mjög margbrotinn nranneskja. Hann var kristinn rnaður og mikill friðarsinni, og hann barðist af eldmoði gegn rangsleitni og rangleitni í öllum myndum. Hann lezt á Englandi ár- ið 1976 og var þá 63 ára. Já, eins og Speight sagði öfluðu óperur Brittens honunt mikillar frægðar. Reyndar svo mikillar frægðar að ég held að enginn geti með sanni mótmælt að hann Var og er einn þriggja mestu óperuskálda okkar tíma. Hinir eru auðvitað Berg og Henze. En þar var sýningin í Gamla Bíó- inu, húsi „ísíensku óperunnar”, sem við ætluðum að fjalla svolítið unt. En hvernig væri að þú lesandi minn skelltir þér sjálfur þangað niður eftir, með krakkana, mömmu, pabba og ömrnu og afa ef hann lifir? Síðan gætunr við hist á Horninu og rætt málin? Þetta er tvíþætt sýning. Fyrst er kennslustund í alntennri hegðun og vinnubrögðum í fornri leikverks- sviðsetningar. Já, en þá kentur raunar miðþáttur, milliþáttur, þar sem músíkantinn tekur okkur í sóngtíma, kennir okkur falleg lög að syngja og uppbyggilejga texta. Og hver er þar nema hann Jón Stef- ánsson í Langholtskirkju, einn mesti snillingur í kór- og hljóm- sveitarstjórn, sem við höfum eignast núna í verðbólgunni. Þetta eru ekki þýðingarminnstu atriði sýningarinnar og þau eru svo skemmtilega sviðsett að mér er al- veg santa þó Þórhildur komi aftur með „Grindavíkurstílinn” * (Skollaleikur-hitt eftir Böðvar og Stóðleikurinn í Þjóðleikhúsinu) td. í verki eftir Kjartan. En eftir hlé er óperan um litla sotarann, lítilmagnarann, sem allir Íslendingar börn og fullorðnir eiga svo auðvelt með að finna til sam- stöðu með. Hún er vel sungin af öllum, vel leikin af öllum og tjöld. ljós allt er til mikillar fyrirmyndar. LÞ Grindavíkurstíli: Leikari segir: Já.. borar í nef... leikari segir jahá.. klórar í rass leikari segir: nehei.. snýtir sér í sokkinn og er að minnsta kosti ekki mát.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.