Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 18
hvihmyndir Ingibjörg Haraldsdóttir Jurgcn Arndt og Eva Mattes í Celeste, fyrstu mynd vetrarins í Fjalakettinum. Fjalakötturinn, vin í eyðimörkinni Á þessum voðalegu vídeó-tímum þykir sumum sérvitringum gott að geta farið í bíó og séð góðar kvikmyndir. Bíóstjórarnir í Reykjavík hafa víst litla trú á þessum sérvitringum, a.m.k. virðast fáir þeirra bregðast við vídeó-vandanum (þ.e. minnkandi aðsókn að kvikmyndahúsunum) með því að bjóða upp á eitthvað annað en samskonar rusl og vídeóleigurnar, sem eru reyndar sumar hverjar á vegum bíóstjóranna, og má það heita undarlegsjálfstortímingarstefna. Og minnir helst á þá stefnu sem ríkir í sumum iðngreinum hér á landi: að bregðast við erlendri samkeppni með því að leggja niður innlenda framleiðslu og taka þess í staðað flytjainn samkcppnisframleiðsluna. Ef þú getur ekki sigrað andstæðinginn skaltu ganga í lið með honum, einsog kerlingin sagði. En hvaö um þaö, viö förum þá bara í Fjalaköttinn. Vetrarstarf- semin hófst þar nú um mánaða- mótin og er ekki aö sjá að þeii fjalakettlingar láti neinn bilbug á sér finna. Nýtt fyrirkomulag hefur veriö tekiö upp og sýnist mér það vera aðgengilegra og einfaldara en áöur. Nú geta allir keypt sér félags- skírteini, sem kosta 65 krónur og fást í Tjarnarbíói, Bókabúö Máls og menningar, Bókabúö Sigfúsar Eymundssonar, Bóksölu stúdenta, Bókabúö Braga við Hlemm, Fálk- anum v/Laugaveg og Hljómplötu- versluninni Stuð. Síðan kaupa menn miða sem kostar 45 krónur og gildir á fimm sýningar. Það er undir hverjum og einum komiö hvaöa myndir hann sér, en þegar hann er búinn aö sjá fimm stykki endurnýjar hann miðann, borgar 45 krónur fyrir að sjá aðrar fimm myndir og þannig koll af kolli. Ódýrari bíóferöir er ekki að hafa í henni Reykjavík um þessar mund- ir: að stofnkostnaöinum (félags- skírteininu) frádregnum kostar bíóferöin níu krónur. Fram til 1. febrúar 1983 veröa sýndar fimmtán myndir, auk nokk- urra sem ekki hafa verið endanlega ákveönar en verða auglýstar sér- staklega. Hver mynd verður sýnd allt aö tíu sinnum, og er þaö önnur kærkomin nýjung í starfseminni. Ný mynd veröur frumsýnd í hverri viku og síðan er hún sýnd í hálfan mánuö, þannig aö alltaf eru tvær myndir í gangi. Sýningarnar veröa auglýstar á bíósíðum dagblað- anna — enn ein nýjungin. Auk þess er hægt að fá sýningarskrá fyrir allt misserið í Tjarnarbíói. Semsagt, gott. En hvað fáum við þá aö sjá í Tjarnarbíói í vetur? Ráðskona segir frá Fyrsta mynd vetrarins er þýsk, gerð í fyrra og heitir Celestc. Sýn- ingar á henni hófust 2. október og lýkur þann 15. Höfundur hennar er Percy Adlon, og er þetta fyrsta leikna myndin sem hann stjórnar, en áður hefur hann gert heimildar- myndir fyrir þýska sjónvarpið. Cel- este er byggð á bókinni Monsieur Proust eftir Celeste Albaret, franska konu sem tók að sér að annast rithöfundinn Marcel Proust í veikindum hans síðustu árin sem hann lifði, 1918—22. Celeste og Proust eru leikin af þeim Evu Matt- es og Jurgen Arndt, sem hlotið hafa einróma lof fyrir frammistöðu sína. Myndin hefur reyndar fengið frábæra dóma þar sem hún hefur verið sýnd, m.a. á kvikmyndahá- tíðinni í London, en þar er jafnan sýndur rjóminn úr kvikmynda- framleiðsíu heimsins á hverju ári. Þessi mynd er fengur öllum sem áhuga hafa á kvikmyndum og bók- menntum. Marcel Proust var sér- kennilegur og merkur rithöfundur og hér er hann sýndur í nokkuð óvenjulegu ljósi, frá sjónarhóli ráðskonu hans. Nicholas Ray A fimmtudaginn hefjast svo sýn- ingar á bandarísku myndinni Hinir lostafullu (The Lusty Men), sem Nicholas Ray stjórnaði árið 1952. I aðalhlutverkum eru Robert Mitc- hum og Susan Hayward. Fjalakötturinn sýnir þessa mynd til að minnast Nicholas Ray, sem iést fyrir ekki alllöngu. Hann var senniiega þekktastur fvrir myndina Rebel Without a Cause (1955), þar sem James Dean lék aðalhlutverk- ið. Ray var hæfileikamaður, sem átti ekki upp á pallborðið hjá þeirn sem með völdin fóru í Hollywood, og svo fór að hann var útilokaður þaðan eftir 15 ára feril. Á síðustu árum hafa margir fengið áhuga á gömlu myndunum hans og ekki síður persónunni Nicholas Ray. Pýski kvikmyndastjórinn Wim Wenders hefur gengið lengst í þess- um áhuga og gerði kvikmynd um líf Ray, sem sýnd var hér á síðustu kvikmyndahátíð (Nick's Movie). Hinir lostafullu segir frá ævintýr- um ródeo-kappa í villta vestrinu, en svo eru þeir menn nefndir sent skapa s5er lífsfyllingu með því að ríða ótemjum og snara beljur, og er sá mestur kappinn sem næst kemst því að týna lífinu við þessa iðju án þess þó að týna því alveg. Thomas og Kafka Under Milkwood lteitir næsta mynd sem sýnd verður 21. októ- ber. til 4. nóvember. Þetta er tíu ára bresk mynd, gerð eftir sam- nefndu frægu leikriti Dylan Thom- as. Leikstjóri er Andrew Sinclair og meðal ieikenda eru Richard Burton, Elizabeth Taylor og Peter O'Toole. Hér er á ferðinni önnur mynd sem ætti að heilla bók- menntaáhugamenn engu síður en kvikmyndafríkin. Ef marka má sýningarskrá’ Fjalakattarins eru „orð og myndmál santofin á hinn fullkomnasta hátt“ í Under Milk- wood. Og áfram er haldið með bók- menntirnar: næst er það sjálfur Kafka og saga hans Réttarhöldin. Orson Welles gerði myndina í Frakklandi 1962 og leikur sjálfur stórt hlutverk í henni, en aðaíhlut- verkið, Joseph K. leikur Anthony Perkins. Tvær frægar leikkonur koma einnig við sögu, þær Romy Schneider og Jeanne Moreau. Um Kafka og verk hans þarf varla að fjölyrða, og Orson Welles var á- reiðanlega rétti maðurinn til að kvikmynda Réttarhöldin, því varla er hægt að hugsa sér betri express- jónista í kvikmyndastjórastétt en höfund Citizen Kane. í Réttar- höldunum er expressjónisminn í öndvegi einsog vera ber í Kafka- mynd. Fleira gott Gríski ráðherrann Melina Merc- ouri leikur aðalhlutverkið í næstu mynd, Stellu, eftir Michael Cacoy- annis, Cacoyannis er einna þekkt- astur grískra kvikmyndastjóra, eða hver man ekki eftir myndinni um Grikkjann Zorba? Stella er frá ár- inu 1956, önnur mynd Cacoyannis. Þetta er kraftmikii mynd um ástrfðufulla konu sem vill umfram allt vera frjáls. í nóvember verða sýndar tvær myndir um Reggaemenninguna frá Jamaica. Önnur þeirra, Roots, Rock, Reggae, er gerð á Jamaica 1978 og gefur innsýn í þann heim sem reggae-tónlistin er sprottin úr. Þar er m.a. fjallað um Rastafari- trúarbrögðin, sem upprunnin eru í fátækrahverfum Kingston. Hin myndin, Babylon, er gerð í Bret- landi 1981 og segir frá lífi Jamaica- búa í London. Fjórar nýlegar myndir frá Pól- landi eru á dagskrá þessa misseris: Samningurinn eftir Krystof Zari- ussi, Perlur í sama talnabandi eftir Kazimerz Kutz, Amatör eftir Krysztof Kieslowski og Dreifbýlis- leikarar eftir Agnieszka Holland. Allt eru þetta myndir sem vakið hafa athygli og eru einkar áhuga- verðar, einkum með tilliti til þess sem hefur verið að gerast í Póllandi uppá síðkastið, og enn er ekki séð fyrir endann á. í desember verður sýnd aldeilis frábær mynd frá Sviss: Messidor eftir Alain Tanner, gerð 1979 og segir frá sambandi tveggja ungra stúlkna sem hittast á þjóðveginum og lenda í ævintýrum sem enda með ósköpum. Söguþráðinn notar Tanner til að segja okkur dæmi- sögu um einstaklinginn í neyslu- samfélaginu og myndin verður því miklu meira en frásögn af þessunt tveimur stelpum og ferðalagi þeirra. Síðasta myndin á þessu fyrra misseri heitir Rokksvindlið mikla og er bresk, gerð 1979 af Julien Temple. Þar segir frá upphafsárum „pönksins" og aðalhetjurnar eru Johnny Rotten og Sid Vicious og gengi þeirra, Sex Pistols. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu, en þessum myndum verða væntanlega gerð betri skil þótt síðar verði. Einsog menn sjá af þessari upptalningu ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi í Tjarn- arbíói í vetur, og er þá ekki annað eftir en að óska Fjalakettinum gæfu og gengis og langra lífdaga. A Félagsstarf aldraðra Kópavogi Vakin er athygli á bókbandsnámskeiði sem verður í haust á fimmtudögum kl. 13.00- 16.00 í Fannborg 2 og kostar kr. 400. Upplýsingar í síma 43400 eða 41570. Tómstundaráó Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegur 2 — sími 17800 Innritun er hafin á JÓLAFÖNDURNÁM- SKEIÐIN, sem hefjast 20. okt. Önnur námskeið í október og nóvember: Knipl Fótvefnaður Vefnað|r ifyrir TuskutíFÚður Munsturgerð Spjaldv@^iaður Tóvinná börn 9. okt. 11. okt. 19. okt. 19. okt. 25.okt. 1. nóv. 9. nóv. Auk þess minnum við á námskeið í munstur- gerð og bótasaum, ætluð fólki utan af landi (dagleg kennsla) Innritun ferfram í HEIMILISIÐNAÐARSKÓL- ANUM Laufásvegi 2, sími 17800. á erindi til allra Nýtt tímarit homma og lesbía. Fæst í bókaverslunum og hjá félaginu. Samtökin ’78, Félag lesbía og homma á íslandi, pósthólf 4166, 124 Reykjavík, sími 28539, síma- tími þriöjudaga kl. 18—20 og laugardaga kl. 14— 16. Skrifstofan Skólavöröustíg 12 opin fimmtu- daga kl. 17-20. 18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.