Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 13
Karlar hafa lengst af ráðið fyrir ritlistinni, þeirra viðhorf ráðið mestu á því sviði. Og athuganir á munnlegri hefð, á þjóðsögum og ævintýrum leiða það víða í ljós, að til eru margar gerðir af sama ævin- týrinu - én ntiklu sjaldnar komast þær gerðir á blað sem byggja á reynslu kvenna. Mannleg reynsla rúmar að sjálfsögðu karla og konur og þegar spurt er um það, hvort þau reynist jafnrétthá í bókmennt- unum þá er meðal annars spurt um mannréttindi. Drögum sem flest í efa En • þegar breytingarnar verða örar, á byltingartímum eins og við höfum lifað, þá verður maður að fara niður í rót og draga sem flest í efa. Einnig margt sem fellur undir kvenlega reynslu. Mér finnst kon- um bera skylda til að íhuga, hvers- konar kvennaafurð það er sem þjóðfélag okkar hefur framleitt pg að ekki er þar allt til að státa af. Ég á við ýntislega eðlisþætti sem ein- kenna, hina kúguðu - þá verður maður að reyna að uppræta en ekki hefja til skýjanna sem dyggð. Þetta hefur mér fundist manta að konur geri. Ef menn gera þetta ekki er hætt við því að öll barátta endi í sjálfsvorkunnsemi. Og svo ég láti undan pólitískum freistingum: mér fannst vanta að konur gerðu þessa hluti upp við sig áður en þær fóru út í framboð út á kvennareynslu. Einmitt þess vegna varð stefnuskráin mjög lík stefnu- málum okkar í Alþýðubandalag- inu. Stjórnmálahreyfing breytir ekki nema vissum hlutum - en manneðlið er háð öllum þáttum lífsins. Maður verður að gera sér grein fyrir því, hvaða þáttum hægt er að trúa stjórnmálahreyfingu fyrir og hverjir eru best komnir annarsstaðar. Fram yfir stjórnmál Menn eru stundum að bera saman stjórnmálamenn og rithöf- unda t.d. í þeim punkti að báðir hafi nokkur áhrif. Bókmenntirnar fullnægja svo mörgum öðrum til- hneigingum, einhverjum þeim sem lífsnauðsynlegar eru fyrir þann sem skrifar. Ahrif í stjórnmálum geta þegar vel tekst til, fullnægt þeirri löngun að hafa hér og nú einhver tiltekin áhrif til breytinga sem mað- ur telur nauðsynlegar. Þingmaður veit að hann hefur áhrif af þessu tagi, þótt takmörkuð séu. Rithöf- undur getur hinsvegar aldrei vitað hvort hann hefur áhrif og hver þau eru. Ég man að ég var svo barnaleg þegar ég skrifaði leikritið Hvað er í blýhólknum? að mér fannst sem þjóðfélagið hlyti að breytast á einni nóttu. En þótt ég fengi jákvæðar undirtektir við því leikriti var sú blekking fljót að, gufa upp eins og nærri má geta. Og svo vakir það auðvitað í öll- urn sem skrifa og skapa list, að þeir séu ekki bara að fást við stundar- fyrirbæri - á bak við leynist sá þanki að maður sé að fjalla um sjálfa tilvist mannsins á jörðunni, um líf og dauða og allt þar á milli. Og það er af þessum sökum að ég tek bókmenntirnar fram yfir stjórnmálin. Innan hringsins Ég hefi oft verið spurð um það hvernig stjórnmálareynslan hafi reynst rithöfundinum. Ég hefi satt að segja aldrei svarað þeirri spurn- ingu sem vert væri, kannski er ég ekki orðin nógu þroskuð til að geta það. Mér finnst stundum skrýtið að hafa verið inni í þessum hring, þar sem teknar eru ákvarðanir um kjör allrar þjóðarinnar. Nú er þessi iðja, þessi ákvarðanataka, laus úr viðjurn goðsagnarinnar í huga mér, svo mikið er víst. Og ég tel mig skilja betur en áður bæði flókna þræði sem liggja milli stjórnmála- aflanna og gera það erfitt að segja til um hvað hvert þeirra hefur gert og hvað ekki - sem og samspilið milli þessa pólitíska hrings og mannlífsins í landinu. ÁB Helgin 9.-10. októb 13 Ingólfur kastar öndvegissúlun- um. Mynd úr bókinni eftir Ernst Backman. sinnt öðru frentur en staðfræð- inni, þó að ýmsir hafi að henni vikið. Það er mín von, að þessi bók megi nokkru bæta þar úr." í framhaldi af þessu var Har- aldursþurður hvort hann teldi að höfundur bókarinnar væri einn eða fleiri. „Trúlega hafa margir lagt hér hönd á plóginn, en „ritstjóri" sennilega verið einn eða tveir. Það er ósennilegt að þetta hafi allt verið ritað niður eftir frásögn- um og niinni, þar sem erfitt er að halda staðháttum og stað- reyndum til haga öðru vísi en skriflega. Ritþekking rnanna hef- ur því trúlega verið orðin all- nokkur þegar á 11. öld. Ef til vill hafa slíkar ritaðar frásagnir verið til er efnissöfnun til Landnámu hófst. Ekki verður fullyrt, hvað hefur hrundið söfnuninni af stað, en miðað við Landnámu sjálfa, er fræðimennska aðaltilgangurinn. Sést það m.a. á hinum fjölmörgu landnámslýsingum, sem greina aðeins frá upphafi byggðar á hverjum stað." „Er hugsanlegt að áreiðanleiki Landnámsbókar, segi eitthvað til um áreiðanleika íslendinga- sagna?" „Ekki vil ég fullyrða neitt urn það. En svo mikið er víst, að lýs- ingar Landnámabókar á land- námsmönnum virðist yfirieitt á- reiðanlegar," sagði Haraldur. Það er bókaforlagið Örn og Örlygur sem gefur bókina út, og er hún skreytt fjölda mynda eftir Ernst Bacikman. Sagði Örlygur Hálfdánarson á blaða- mannafundinum að hann hefði orðið var við mikinn áhuga á bókinni. í framhaldi af því sagði Haraldur að á feröalögum stnum urn landið undanfarna áratugi hefði hann notið góðs af þekk- ingu landsmanna á sögunni. „Á mörgum bæjurn töluðu menn um landnámsmennina eins og nágranna sína", sagði Har- aldur. I bókinni eru prentuð í fyrsta sinn kort, sem Fornritafélagið hefur lánað, en þar sjást ntörk landnáma og greinargerð fylgir. Bókin cr 600 blaðsíður og unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. þs segir dr. Haraldur Matthíasson, sem hefur ritað ,,nýja” Landnámu og ferðast um landið í 30 ár til að undirbúa verkið Landið og Landnáma nefnist nýútkomin bók dr. Haraldar Matthíassonar, en segja má að hér sé á ferðinni ný Landnáma til viðbótar við þær útgáfur sem fyrir eru af Landnámu. Erþessieinnig mest að vöxtum, þarsem skýringarog athugasemdir höfundarfylgja hverjum landnámsmanni, aukkorta, Ijósmynda, teikningaog annarsefnis. „Það má segja að ég hafi byrjað að huga að þessari bók þegar ég var við nám. Allt frá árinu 1953 hef ég ferðast um landið, skoðað staðhætti með tilliti til staðfræði Landnámabókar og borið saman texta Landnámu og landið sjálft. Hafa margar ferðirnar verið unt óbyggðir. Skipuleg ferðalög vegna bókarinnar fór ég í fjögur sumur, frá 1977-80," sagði Har- aldur á blaðamannafundi vegna útgáfunnar. I formála að bókinni, sem er í tveimur bindum og ákaflega vönduð að öllum frágangi, segir Haraldur m.a.: „Mjög eru sterk tengsl milli Landnámabókar og landsins. Þekki ég ekkert sagnfræðirit, sem svo er tengt staðháttum, og má segja að landið sé hluti af Landnámu. Þeir 'fræðimenn, sem ranrisakað hafa Landnámu fram að þessu, hafa Höfundurinn ásamt konu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, en þau fóru saman í flest ferðalög vegna bókarinnar. Ferðaleiðir höfundar og konu hans um ísland á árununi 1953 - 1980. Kortið gerði Hrafn Hallgrímsson. „Menn töluðu um kndnámsmenn eins og nágranna sína“ Norræna félagið sextugt Um helgina er sextíu ára afntælis Norræna félagsins minnst með ýmsum hætti. Formannafundur er ítaldinn í Norræna liúsinu á morg- un, laugardag, og fjallar unt sívax- andi þátt í starfsemi félagsins: vina- bæjasamstarfið. Hornaflokkur Kópavogs leikur fyrir utan Norræna húsið kl. 16.30 en síðan hefur félagið samkomu fyrir gesti sína sem hefst með af- mælisdagskrá kl. 17. Þar verður flutt samfelld dagskrá úr sögu fé- lagsins er Gils Guðmundsson hef- urtekiðsaman. Hljómsveitin Hrím leikur milli atriða. Sambandsstjórn Norræna félagsins-frá vinstri: Gunnar Ólafsson, Grétar Unnsteinsson, Hjálmar Ólafsson formaður samtakanna, Kristín Stefáns- dóttir, Vilhjálmur Skúlason varamaður Gylfa Þ. Gíslasonar, sem er vara- formaður sambandsstjórnar, Þorvaidur Þorvaldsson, Bárður Halldórs- son og Karl Jeppesen ritari. Starfslaun listamanna: Umsóknar- frestur rennur út um helgina Nú um helgina, eða 10. október, rennur út umsóknarfrestur vegna starfslauna listamanna en Reykja- víkurborg hefur í samráð við stjórn Kjarvalsstaða ráðið einn listamann á hvaða sviði lista sem er í eitt ár og þiggur viðkomandi laun samkvæmt taxta menntaskólakennara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.