Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 32
Helgin 9.-10. október 1982 hafn vikunnar Friðrík r Olafsson Friðrik Olaf'sson stór- nieistari og forseti FIDE hefur verið í sviðsljósinu þessa vik- una. Ekki cinasta vegna hins leynilcga einvígis við Boris Spasskí fyrrum heimsmeist- ara, heldur ekki síður fyrir það, að nú cr kosningabarátta hans komin á fullt. Undir lok mánaðarins heldur hann til Luzern í Sviss, en þar er vett- vangur forsetakjörsins og Olympíumótsins í skák. Fjög- ur ár eru liðin frá'því að Frið- rik var kjörinn forseti eftir einhverja tvísýnustu kosn- ingabaráttu sem alþjóðasam- tök skáklistarinar þckkja. Þá munaði í raun ekki nema einu atkvæði að Friðrik tapaði kosningunum. Eftir fyrstu umferð kosninganna hafði hann hlotið 30 atkvæði, Kafa- el Mendez31 atkvæði og Júgó- slavinn Gligoric 30. Margt bendir til þess að styrkleikahlutföllin verði svipuð nú. Frambjóðendurnir eru þrír, sem fyrr eru Júgósla- var með sinn mann, Kazic, og Filippseyingar sem hafa haft sig mikið í frammi í skáklist- inni eiga fulltrúa, bragðaref- inn Florencio Campomanes. Til marks um það hversu mikla áherslu Filippseyingar leggja á að vinna þessar kosn- ingar þá hafa um 60 manns unnið dag og nótt undanfgrna mánuði að kosningu Cam- pomanes. Þar er ekkert til sparað, fjárframlögin koma beinustu leið frá forsetanum og vini Campomanes, Marcos forseta. Islendingar mættu gjarnan spyrja sig með hvaða hætti þeir geta lagt baráttu Friðriks lið. Næstum því einn síns liðs hefur hann unnið að framboði sínu, fór fyrir stuttu í kynnis- ferð til um 20 landa og hefur staðið undir dýrri kynninga- starfsemi. Margháttaður kostnaður fylgir þessari bar- áttu, en kassinn er tómur. Hann hefur í samvinnu við Skáksamband Islands höfðað til landsmanna með því að senda styrktarbeiðni á hvert heimili í landinu. Þar er mönnum gefið frjálst að ákve- ða peningaupphæð til styrktar framboðinu, en sú upphæð ætti að standa í nokkurn- veginn svipuðu hlutfalli við þann hlýhug sem menn bera til Friðriks og skáklistarinnar í landinu. Um það gagn sem Friðrík hefur unnið skáklistinni og ís- lenskri menningu almennt þarf ekki að fara mörgurn orð- um. Það atriði ættu menn að hugleiða þegar gíróseðillinn er athugaður nánar. - hól. Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn óg aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ristjórn 81382, 81482, og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aðnáí afgreiðslu blaðsins ísíma 81663. Prentsmiðjan Prent hefursíma 81348og eru blaðamenn þar að auki á vakt öll kvöld. Alþýðubandalagið á Akureyri: Ráðstefna um flokkana og Vetrarstarf Alþýðubandalagsins á Akureyri er nú komið á fullan skrið og var gengið frá starfsáætlun til áramóta á félagsfundi 22. sept- ember s.l. Soffía Guðmundsdóttir er formaður félagsins og leitaði Þjóðviljinn til hennar eftir fréttum af starfinu. „Auk fastra liða eins og félags- funda og bæjarmálaráðsfunda vérða einnig opin hús og kvöldvök- ur í Lárusarhúsi," sagði Soffía. „Stjórn félagsins var kjörin á aðal- fundi 10. júní s.l og hinn 24. júní var haldin Jónsmessuvaka sem var mjög vel sótt. í haust hafa tveir félagsfundir verið haldnir, sá fyr’ri 30. ágúst um efnahagstillögur sem þá voru í brennidepli og komu þingmennirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Stefán Jónsson á hann en þeir héldu vinnustaða- fundi hér um svipað leyti. Á síðari fundinum 22. september var síðan gengið frá starfsáætlun vetrarins og m.a. ákveðið að efna til ráðstefnu 30.'og 31. október n^. Efni ráðstefnunnar er þríþætt: Stjórnmálaflokkarnir staða þeirra og starfshættir. - Afstaða Alþýðu- bandalagsins til kvennahreyfinga og annarra félagslegra hreyfinga og - Jafnréttisbarátta, kvenna- hreyfingar - markmið og leiðir. Framsögumenn munu fjalla um hvert mál fyrir sig, starfað verður í hópum, og loks almennar umræð- ur. Ráðstefnan er ætluð Alþýðubandalagsmönnum um land allt og við vonumst eftir þátt- takendum ekki aðeins héðan af Akureyri og nágrenni heldur víðar að.“ sagði Soffía. - Hver eru tildrög þess að þið ákveðið að fjalla um einmitt þessi efni? „Við teljum tímabært að ræða stöðu stjórnmálaflokkanna og tengsl þeirra við ýmsar hreyfingar í þjóðfélaginu. Og það er ekki óeðli- legt að ræða þessa hluti í ljósi kosn- inganna í vor þar sem til kom nýtt afl til hliðar við flokkana. hvað svo sem úr því verður." - Hvernig er afstaða til félags- starfs hjá ykkur? „Hún er mjög góð. Við höfum Lárusarhús, sem Alþýðubandalag- ið fékk að gjöf frá Lárusi Bjöms syni fyrir nokkrum árum. Við höf- um lagfært það nokkuð og þó salur- inn sé fulllítill þá rúmar hann alla venjulega félagsfundi. Þetta húsnæði hefur verið félaginu feiki- leg lyftistöng og það er vaxandi þátttaka í félagsstarfinu, einkum í bæjarmálaumræðunni." - Hvað er að frétta af Norður- landi? „Því miður urðum við að hætta; útgáfu Norðurlands s.l. vor í bili vegna fjárskorts. Hins vegar er lögð mikil áhersla á það að koma því út á nýjan leik enda getur ekk- ert komið í staðinn fyrir eigin fjölmiðil. Á félagsfundinum 22. september voru settir á laggirnar nokkrir starfshópar, m.a. um fræðslustarf, skemmtistarf, barna vaktir, lagfæringar í Lárusarhúsi og um útgáfumál. í síðast talda hópn- um er nú verið að leita leiða til að, hefja útgáfu Norðurlands á ný og við vonum að það geti oröið sem| fyrst”, sagði Soffía. I stjórn Akureyrarfélagsins eru auk Soffíu þau Heimir Ingimars- son, varáformaður, Hannveig Valtýsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Jónasdóttir, ritari og Geirlaug Sig- urjónsdóttir meðstjórnandi. I var- Brýnt að hefja útgáfu Norðurlands að nýju, segir SoflTa Guðmunds- dóttir, formaður Alþýðubanda- lagsins á Akureyri. astjórn eru Hrafnhildur Helgadótt- ir og Sigurlaug Anna Grétars- dóttir. _ ÁI í xi ll Sl ll tu ÍI lí iu 8L H JC li & »C jí T -t€ A/afti1 F1 ft a^MIFÍ i\ e rj r rt mt Rií b íi n ii rf i< f 3 alir « «\s takt ©R li b 4 44- fei* kh] • iiMuimwnrara 11,1 I .11 1] Ll. LJ.i. J«L. Brt 1,1 I J. M- k i .1. I J*\ ■_> .k I I I ■■L;jJ££L:LlUEIliaDfclU.ti:ULUi:iJi:JLU.U Ji.ia.uukULJ.ULi j.j.i iux jlui : i [ ■■ Nú um helgina 9. og 10. október mun Rafrás hf. gangast fyrir sýningu að Síðumúla 27 á annarri hæð. Þar ber hæst North Star HORIZON og ADVANTAGE tölvurnar sem þegar eru í þjónustu fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga hérlendis. Einnig verða kynntir VISUAL tölvuskjáir, Microline, Mannesmann Tally og NEC tölvuprentarar. Eftirtalinn hugbúnaður verður kynntur: Ritvinnsla Viðskiptamannabókhald - Skuldunautar Upplýsingaskrá Birgðabókhald og lagerstýring Fjárhagsbókhald Tollvinnsluforrit Fjárhagsskýrslugerð Áætlanagerðarforrit o.fl. Sýningin hefst kl. 13 og stendur til kl. 19 báða dagana. BYLTING í tölvubúnaði. Rúsínan í pylsuendanum verður svo OSBORNE tölvan sem fer nú sigurför um heiminn vegna hins ótrúlega lága verðs og fjölhæfni sinnar. Komið og kynnist kostum OSBORNE af eigin raun. Þú ferð fróðari af okkar fundi ÞÚ GETUR REITT ÞIG Á RAFRÁS. Söluskrifstofa Simi 91 — 82980 Fellsmúla 24 105 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.