Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 st jórnmál á sunnudegá Einar Karl Langt í land með kjördæmamálið í stjórnarskrárnefnd: fr i Haraldsson skrifar Formenn flokkanna reyna að ná saman Fjölgun þingmanna talin óhjákvœmileg ef leiðrétta á misvægi atkvæða „Þær fregnir berast, aö mikil fundahöld stjórnarskrárnefndar hafi leitt til niðurstöðu um endur- skoðun á öðrum ákvæðum stjórn- arskrárinnar en þeim er varða jafn- rétti kjósenda. Þessi ákvæði sent nefndin hefur afgreitt skipta engu í. samanburði við kjördæmamáliö." Þessar setningar úr forystugrein Morgunblaðsins s.l. sunnudag varpa Ijósi á það að viðkvæmasta, flóknasta og þýðingarmesta málið er enn óleyst á vettvangi þeirrar stjórnarskrárnefndar sem starfað hefur frá því 1978 undir forystu Gunnars Thoroddsen. Líklegt er að samkomulag náist í nefndinni um breytingartillögur er snerta fjölmörg ákvæði stjórnarskrárinn- ar og að sumar þeirra skipti nokkru, jafnvel í samanburði við stjórnarskrármálið. Hitt er ólíklegt að stjórnarskrárnefnd nái nokkru heildarsantkomulagi um kjördæm- amálið «g jöfnun atkvæðisréttar. Módelið frá ’59 í sjálfu sér er ekki ágreiningur um þörfina á því að leiðrétta það misvægi atkvæða eftir búsetu sem farið hefur vaxandi í kosningum eftir kosningar frá 1959. Astæðaer til þess að vekja athygli á því, að svo virðist sem stjórnmálamenn hafi almennt sæst á það markmið áð leiðrétta misréttið á þann veg að þaö veröi ekki meira en eftir kjör- dæmabreytinguna 1959. Þá er ver- ið að tala um það t.d. að í stað þess að fimm sinnum fleiri kjósendur séu að baki hverjum þingmanni í fjölmennasta kjördæminu heldur en því næstfjölmennasta, verði þeir aðeins tvisvar til þrisvar sinnum fleiri. Pingmönnum fjölgað um 5-9 Hér er því um að ræða eins og þáð hefur verið oröaö „lágntarks- leiðréttíngu á vægi atkvæöa". f>að er einnig ljóst, að slíkri lágmarks- leiðréttingu verður ekki komið á í sæmilegum friði nema með fjölgun þingntanna. Rætt hefur verið um 5 - 9 manna fjölgun. Á kreppu- og sparnaðartímum verður fjölgun þingmanna ekki vinsæl ráðstöfun. Þetta er flestum stjórnmálamönnum Ijóst og þess- vegna óviðeigandi fyrir þá að al- menningur átti sig á hversvegna hún er næstum óumflýjanleg að þeirra áliti. Sömu rök liggja henni að baki og 1959! Til þess að jafna atkvæðisréttinn verða Reyknesing- ar og Reykvíkingar að fá fleiri þingmenn í sinn hlut, en það má ekki kosta að þingmönnum hinna kjördæmanna sex fækki frá því sent nú er. Morgunblaðið vitnar í lands- fundarræðu Jóhanns Hafsteins frá 1959, þar sem hann m.a. heldur fram þessari skoðun: „Viö ætlum ekki að svipta neina landsmenn nokkrum rétti. Við ætl- um að reyna að leiðrétta misrétti, sem lengi hefur ríkt, og laga mis- fellur í stjórnskipan okkar, sem eru undirrót margra meinsemda." Einhver pólitísk heljarmenni gætu átt það til líkt og Jón Baldvin Hannibalsson að segja sem svo að vandann beri að leysa án fjölgunar: Að þingntenn eigi ekki að vera vandamál, heldur eigi þeir að leysa vandamálin. Á þá skoðun geta vafalaust flest- ir þingmenn sæst, en hins vegar greinir menn á um það í þessum efnum sem svo mörgum öðrum, hvernig vandamálin beri að leysa. Margir þingmenn Reykjavíkur og Reykjaness eru þeirrar skoðun- ar, að mjög veruleg breyting þurfi að verða á vægi atkvæða frá því sem nú er. Þingmenn dreifbýlis- kjördæmanna, sem eru fulltrúar fyrir „hinn landfræðilega meiri- hluta" á þingi, eru hins vegar ntargir tregir til meiriháttar breyt- Þar kemur margt til, en ætli þar vegi ekki þyngst á metum að kjós- endur hafa áttað sig á, að í mörg- um málum er snerta hagsmuni kjördæmisins ganga þingmenn þess í einn „fyrirgreiðsluflokk" og vinna sem einn maður að fram- gangi þeirra, oft með bandalagi við aðra „kjördæmaflokka" upp á gagnkvæman stuðning síðar, og oft með góðum árangri. Með og á móti fjölgun Margir þingmenn eru þeirrar skoðunar að jöfnun atkvæðisrétt- stjórnarskrárnefnd hafa verið ræddir ýmsir möguleikar sem bæði miða við óbreyttan fjölda þing- manna og fjölgun um 5-9, svo og við breytingu á kjördæmaskipan og óbreytta skipan. Það munu einkum vera fulltrúar Alþýðuflokksins sem talað hafa í þá átt í stjórnarskrárnefnd að fækka ætti þingntönnum í dreifbýl- iskjördæmunum og stækka kjör- dæntin jafnhliða fjölgun þing- manna í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. Skýrast hefur þetta komið fram í blaðagreinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, og má telja víst að formaður þingflokks Alþýðuflokksins Sighvatur Björg- A Alþingi Islendinga er landfræðilegi meirihlutinn áhrifamikill inga og vilja láta smærri skref duga. Staðreyndin erað vilji menn fækka kjósendum að baki hverjum þing- manni á mesta þéttbýlissvæði landsins verða þeir að semja um það og eiga það undir góðvilja liins „landfræðilega meirihluta." Hér er hins vegar að nokkru unt andstæða hagsmuni að ræða, og fulltrúar kjördæmanna úti um land óttast sumir hverjir a.m.k. að mál- efni landsbyggðarinnar verði fyrir borð borin, ef meirihiuti Alþingi yrði skipaður þingmönnum aðeins tveggja kjördæma á Suðvestur- horninu. Skoðum þetta aðeins nánar: Samkvæmt núgildandi stjórnar-' skrá eru kjördæmakjörnir þing- menn Reyknesinga og Reykvík- inga 17, en kjördæmakjörnir þing- menn hinna kjördæmanna sex 32. Jafnvel þó að Reykjanes og Reykjavík kræki íbróðurpartinn af hinum ellefu uppbótarþingsætum sem koma til jöfnunar milli flokka dugir það hvergi nærri til. Hinn landfræðilegi meirihluti á þingi á sér samsvörun í þingflokkn- um, og dreifbýliskjördæmin sex eru í meirihluta í öllum þingflokk- um nema Alþýðuflokknum, þar stendur á jöfnu milli þeirra og full- trúa Reykjaness og Reykjavíkur. Fulltrúar dreifbýliskjördæ- manna hafa ntikið til síns máls er þeir staðhæfa að kjósendur þar muni alls ekkí vilja missa þá þing- menn sem þeir telja sig þegar eiga. arins sé svo mikilvæg að ekki megi horfa í það þó að hún kosti fjölgun þingmanna. Kostnaðarauki af 10% fjölgun þingmanna sé heldur ekki til þess að sjá ofsjónum yfir. í því sambandi er t.d. bent á að opinber- um starfsmönnum innan BSRB hefur fjölgað úr 4500 í 16000 á tímabilinu frá 1960 til I982ogsegir það þó hvergi nærri alla sögu um fjölgun í störfum hjá ríkinu. Þess- ari steik má þó snúa við eins og einn af forystumönnum BSRB or- ðaði það og staðhæfa að fjölgun opinberra starfsmanna ætti að gera kleifa fækkun þingmanna. Aðrir minna á að kjósendum hafi fjölgað unt nærri fimmtíu prós- ent á tímabilinu frá 1959 og 10% fjölgun þingmanna sé að þeim sök- um engin goðgá. Á móti niá koma nteð þá röksemd, að því.hljóta að vera takmörk sett hversu þing- ntönnum getur fjölgað í takt viö fjölgun kjósenda. Erlendis með þjóðum hefur þróunin víðast geng- ið í þá átt aö þingmannafjöldi er bundinn við ákveðna tölu, en sífellt fjölgar í þeim starfsmannaher sent þingmenn hafa í sinni þjónustu. Margir möguleikar rœddir Þjóðvil janum er kunnugt unt að í vinsson, þingmaður vestan af fjörðuml sé ekki sama sinnis. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans er þannig talað í stjórnarskrár- nefnd, að meirihluti sé fyrir hendi meðal þingmanna Sjálfstæðis- flokksins fyrir óbreyttri kjördæma- skipan og fjölgun þingmanna. Hinsvegar tnun einn þriggja Sjálf- stæðismanna í nefndinni hafa viðr- að hugmyndir um fækkun þing- manna í fámennustu kjördæmun- um. Og undan rifjum formanns úefndarinnar mun vera runnin til- laga um að kjördæmakjörnum þingntönnum verði fækkað unt einn í öllum kjördæmum. eða átta samtals, en þess í stað verði lands- kjörnum þingmönnm (uppbótar- mönnum) fjölgaö úr ellefu í nítján. Alþýðubandalagið mun í samræmi við flokksráðssamþykkt geta sætt sig við fjölgun og óbreytta kjör- dæmaskipan. Unt afstöðu Frant- sóknarmanna í nefndinni er fátt vitað, en þeir hafa lengi notið góðs af misvægi atkvæða eftir búsetu. Nokkrir valkostir Það sem einkum gæti komið til greina. miðað við óbreyttan fjölda þingmanna. er: a - Fækkun kjördæmakosinna þingmanna í fámennustu kjördæm- um og fjölgun þingmanna í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. b - Landskjörnir þingmenn komi aðeins úr Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. c - Endurskoðun kjördæmaskip- unar og stækkun fámennustu kjör- dæmanna jafnhliða fjölgun þing- manna í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. Sé hinsvegar miðað við fjölgun þingmanna um 5-9 og óbreytta kjördæmaskipan, kemur helst til greina að: a - Laiidskjörnum þingmönnum verði fjölgað og reglum um úthlut- un uppbótarsæta breytt svo, að Reykjavík og Reykjaneskjördæmi hafi möguleika á allri fjölguninni. b - Kjördæmakosnum þing- tnönnum í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi verði fjölgað. Tæknileg álitamál En jafnvel þó að meirihluti skap- aðist fyrir því að leggja til óbreytta skipan kjördæma og fjölgun þing- manna er björninn ekki unninn. Eitt álitamálið er það, hvort miða eigi leiðréttingu á vægi við mismuninn milli fámennasta og. fjölmennasta kjördæmisins, eða t-d. dreifbýliskjördæmanna samanlagt og fjölmennustu kjör- dæmanna tveggja. Fámennustu kjördæmin vilja heldur ekki missa möguleika á uppbótarþingsætum því þá myndi öll spenna detta úr kosningunt, til skaða fyrir jafnt stóra sem sntáa flokka. Fulltrúar þeirra munu því verða tregir til slíkra breytinga á reglum um úthlutun uppbótarþing- sæta, að þar kæmu aðeins til greina þeir þingmenn sem flest atkvæði hefðu að baki sér, en ekki einnig þeir sem hæst hlutfall atkvæða hafa í sínu kjödæmi. Nú kemur uppbót- arþingmaður til skiptis inn á tölu og hlutfalli eins, og kallað er. Fjölgun uppótarþingmanna, jafnvel þó þeir allir kæmu inn á tölu. væri heldur ekki lausn fyrir Reyknesinga, því að Reykjavík hefur tilhneigingu til þess að krækja í þá áður en þeir reiknast þingmenn Reykjaneskjör- dæmis og vægi atkvæða yrði því áfram of óhagstætt þar. Hér er að sjálfsögðu reiknað með, að losað yrði um þá reglu sent nú segir að hver flokkur geti einungis fengið einn uppbótarmann í hverju kjör- dæmi. Ná formenn flokkanna saman? Staðan er því sú í stjórnarskrár- nefnd, að enn er býsna langt í land nteð að samkomulag náist um (hvaða leiðir eigi að fara til þess að 'leiðrétta ntisvægi atkvæða. þannig að það verði svipað og 1958. Vera kann að kjördæmamálið verði til lykta leitt á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en rétt er að vekja athygli á því að formenn stjórnmálaflokkanna hafa á síð- ustu misserum komið saman tjó- rurn til fintm sinnum í því skyni að leita hófanna unt samkomulag um breytingar. Stjórnarskrárnefnd hefur kallað eftir tillögum þing- flokkanna og hugmyndum í sarn- bandi við kjördæmamálið, en það gæti alveg eins orðið upp á tening- num að úrslitin réðust í samningum flokksformanna. Þeir hafa allir samþykktir flokka sinna að miða við, og það er alls ekki talið útilok- að að í fyrsta sinn í sögunni verði stjórnmálaflokkarnir allir, eða a.m.k. formenn þeirra. sammáia unt tillögur í kjördæmamálinu. Aö því er næst verður komið eru það einkum tæknileg atriði af ýmsum toga sem vefjast fvrir, en ekki stór- vægilegur ágreiningur unt megin- stefnu fyrirhugaðra breytinga á kosningakafla stjórnarskrárinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.