Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 22
22 SIÐÁ - t>jÓÐV j LjINN ' Helgin 9.-10. olitober 1982 Minning: Stefán Illugason Hjaltalín verkamaður Fæddur 27. 3. 1905 — Dáinn 30. 9. 1982 Vinarkvebja Það var einhverju sinni á stríðsár- unum að ég var að vinna við höfn- ina um sumartíma. Ég kynntist þar mörgum traustum og góðum mönnum. Mig grunaði ekki þá, að sumir þessara manna yrðu traustustu vinir mínir og félagar þegar fram liðu stundir. Ég man eftir aö eitt sinn var ég hjá Ríkis- skip og þá talaði við mig þrekvax- inn verkamaður, veðurbitinn, sem gekk hart til vinnunnar. bessi mað- ur ávarpaði mig, en tónninn í rödd- inni var ákaflega ólíkur manninum sjálfum. Hann spurði mig um ætt og uppruna að íslenskum sið, í hlý- jum og mildum tón. Jafnframt var- aði hann mig við að standa eins að vinnuog éggerði, en sannleikurinn var sá að ég var að reyna að standa í honum og vinnufélögum hans, sem allt virtist leika í höndunum á. Þctta voru fyrstu kynni mín af Stef- áni Illugasyni Hjaltalín. Hann andaðist 30. september sl., 77 ára að aldri, en hann hafði þá látið af störfum hjá Ríkisskip fyrir tveimur árum, vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Þá hafði hann starfað um 40 ára skeið við hafnarvinnu hjá Ríkisskip. Stefán var fæddur27. mars 1905 að Stekkjartröð í Eyrarsveit. For- eldrar hans voru þau hjón Guðrún Guðmundsdóttir og Illugi Stefáns- son. Stekkjartröð var lítil hjáleiga frá kirkjustaðnum Setbergi og er nú löngu aflögð til búskapar. Síðar mun hann hafa flutt að Garðsenda í sömu sveit. Þar bjó h;tnn með fyrri konu sinni, Sigríði Kristófers- dóttur. Þ;tu munu hafa búiö á einu eða tveimur kotbýlum þar vestra um skamma stuncí og um það bil eitt ár munu þau liafa búið hjá foreldrum Sigríðar véstur í Arnarfirði. En I939flytjast þau til Reykjavíkurog mun Stefán um eins árs skeið hafa unnið við hitaveituframkvæmdir, en síðan, eins og áður segir, hjá Skipaútgerð ríkisins. Stefán ogSig- ríður áttu fjögur börn, sem öll eru löngu uppkomin. Þau Stefán og Sigríður slitu samvistum. Um 1950 kvæntist hann Marsibil Bernharösdóttur. sem lifir inann sinn. Þau áttu saman 6 börn og ólu ’ upp dóttur Maribilar. Öll eru börn- in uppkomin og barnabarnahópur- inn er orðinn býsna stór. Er ég kom í stjórn Dagsbrúnar kom þessi gamli vinnufclagi minn til mín og óskaði mér velfarnaðar í starfi. Og síðar, er ég gerðist starfs- maður Dagsbrúnar, þróaðist með i okkur mikil vinátta. Hann gaf mér óteljandi hollráð og ég leitaði oft til hans í vanda. Hann var harðsnú- inn og einlægur verkalýðssinni. Allir sem þekkja til hafnarvinnu í Reykjavík vita að vinnutíminn er oft mjög langur, oft unnið langt fram á kvöld og áður fyrr mikið um helgar. Mig undraði alltaf að með þessum langa vinnutíma og erfiðu vinnu stundaði Stefán ávallt fjár- búskap. Skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur fékk hann landspildu skammt frá Rauða- vatni. Þar byggði hann fjárhús og hlöðu, hafði þetta 40-60 ær, rækta- ði kartöflur og hafði hænsni. Eftir að sauðfjárhald var bannað í Reykjavík, flutti hann fé sitt í Fjár- borg, sem sauðfjáreigendur fengu úthlutað skammt fyrir ofan Geitháls. Þangað fór Stefán á hverju kvöldi í gegningar. Iðulega fór hann þetta gangandi. Mig furð- aði oft á þrekinu eftir að hann var orðinn fullorðinn og fór hvernig sem viðraði gangandi í gegningar, i 10-12 kílómetra leið. 1 Éghafðistundumáorði viðStef- án, að ekki hefði hann nú mikið tímakaup út úr þessari vinnu allri. Stefán bara brosti. Ég skildi þetta ekki fyrr en ég fór að heimsækja hann í Fjárborg. Þá geislaði af Stef- áni. Þekkti hverja kind rakti ættir þeirra, kosti og galla hverrar og einnar. Þetta var einhver ást á bú- skap, sem ég kann ekki að skil- greina. Sjálfsagt hefur hann ungur þráð að verða fjárbóndi. Þeir eru margir gömlu verkamennirnir, sem kreppan réif upp með rótum úr sveitinni. Eitt sinn kom ég í Fjárborg til Stefáns með dóttur mína unga. Þá var ein af uppáhaldskindum Stef- áns nýborin. Það varð að samkom- ulagi að ég keypti þetta lamb og gæfi dóttur minni. Ég skýrði lamb- ið samstundis Gullbrá, minnugur Bjarts í Sumarhúsum. Síðan fór ég í Hafravatnsrétt á hverju hausti og leyni því ekki, að ég var nokkuð drjúgur þegar haft var á orði að þetta væri ein fallegasta kindin í réttinni. En Gullbrá varð aldrci gæludýr. Hún var fjallstygg, þáði aldrei brauðbita og stappaði niður fætinum þegar dóttir mín vildi gefa henni. Dóttirin var ákaflega móðg- uð vegna framkomu Gullbráar við sig, en Stefán klappaði henni á kollinn og sagði: „Hún hefur þetta frá ömmu sinni”. Og ef telpan varð hrædd við atganginn í fénu, tók hún alltaf í höndina á Stefáni. Ekki er staður hér til að rifja upp hin mörgu og góðu samskipti okkar Stefáns. Eins og áður segir var hann ákaflega einlægur verkalýðssinni. Hann var í trúnaðarráði Dagsbrún-' ar um árabil. í verkfallsátökum var hann alltaf mættur. Friðsamur en einbeittur og ákveðinn. í kosning- um í Dagsbrún fór hann hamför- um; var einn drýgsti kosingamaður sem ég hef nokkurn tíma þekkt. Þeirfalla nú ört til foldar menn- irnir sem reistu merki Dagsbrúnar upp úr 1942. Ef til vill finnst mörg- um ævisaga Stefáns ekki stórbrot- in. Hann fæddist sem fátækur bóndasonur á lítilli jörð fyrir vest- an, vann síðan við almenn sveita$t- örf og sjósókn og barðist nokkurn tíma við búskap á vonlitlum jörð- um. Fluttist síðan til Reykjavíkur og vann þar almenna verkamanna- vinnu í fjörutíu ár. Þó hafði þessi maður ótrúlega dýrmæta eigin- leika. Hann var harðduglegur til allrar vinnu og hlífði sér hvergi. Hann kom upp stórum barnahóp og innri maður hans lýsir sér best í því, að börn sóttu mjög til hans. Hann hafði ákveðnar skoðanir í þjóðféjagsmálum og lét ekkert beygja sig í þeim efnum. Hann barðist fyrir þjóðfélagslegu réttlæti og skipaði sér fast í sveit vinnufé- laga sinna sem vildu efla stéttarfé- lag sitt til að bæta hag almenns verkafólks í landinu. Þegar þetta er skrifað er milt veður. Sjálfsagt er líka milt veðurá æskustöðvum hans við Grundar- fjörð. Við Reykjavíkurhöfn, þar sem hann vann og barðist í fjörutíu ár, gengur lífið sinn vanagang; ys og þys og mikil vinna. Lagprúðar ærnar lifa enn í Fjárborg. Verka- mannafélagið Dagsbrún starfar enn að hugsjónum sínum. Hefur þá ekkert gerst? Jú, barnmargur faðir og barnmargur afi er fallinn frá, og þar er hans sárt saknað. Verka- mannafélagið Dagsbrún hefur misst einn af sínum góðu félags- mönnum. Um leið og ég kveð Stef- án, þakka honum störfin í Dags- brún og alla hans góðu persónu- legu vináttu, á ég þá ósk aö bestu hugsjónir hans um aukið þjóðfé- lagslegt réttlæti megi rætast. Sú er líka von mín og trú, að hjá börnurn hans og barnabörnum ríki sami dugnaðurinn og mildin sem faðir þeirra og afi bjó yfir. Farðu vel, Stefán. Guðmundur J. Guðmundsson Mannsævin er harla stutt á mælik- varða heimssögunnar, en hún megnar þó að skila drjúgu dag- sverki í sögu fámennrar þjóðar norður við ysta haf. Lífshlaup ís- lensks ■ bónda og verkamanns í meira en hálfa öld er vissulega brot -af sögu þjóðar og er sú saga stór- brotnari en svo að fátækleg orð sögð að leiðarlokum verði annað en dauft endurskin eða bergmál úr fjarska. Ævisaga tengdaföður míns er í vitund minni jafnframt saga ís- lenskrar alþýðu á þessari öld. Ég hygg að fleirum en mér hafi þótt skaphöfn Stefáns Illugasonar og tilvera hans öll endurspegla óvenju skýrt lífsbaráttu verkamannsins og einyrkjans í þessu landi. Þeir sem best þekktu Stefán skildu það að hann var eitt með vinnunni, hluti af sístarfandi náttúru, sáði og upp- skar í sveita síns andlits einstæður nteðal þúsunda. Kynni mín af Stefáni hófust fyrir tæpum níu árum er ég kom inn í fjölskyldu hans. Þá var Stefán tæp- lega sjötugur að aldri og vann enn fullan vinnudag hjá Skipaútgerð ríkisins auk þess að vera með nokk- urn fjárbúskap uppi við Rauðavatn og síðan í fjárborg Reykvíkinga á Hólmsheiði. Er ég nú lít til baka til þessara ára verður mér efst í huga einstök hlýja Stefáns og góðvild í minn garð allt frá okkar fyrstu fundum. Veðurbarið og útitekið andlit hans með hýrlegum bláurn augum, þétt handtakið, hlýtt faðm- lagið. Allt stendur þetta skýrt fyrir hugskotssjónum, ekki síður en ntynd hans þar sem hann stendur við orfið uppi við Rauðavatn og slær jafnt pg þétt votur upp að hnjám, þrekinn um herðar og ein- beittur um svip. Það var síðast nú í sumar. Þau voru ófá mvrku vetrarkvöld- in þegar Stefán aö afloknum löngum vinnudegi niðri við höfn hélt af stað fótgangandi til þess að hirða fé sitt, oft í misjöfnum veð- rum, því að aldrei kom sá dagur að hann færi ekki upp á heiði, þótt unnið væfi til 10 að kveldi og risið á fætur kl. 6 að morgni. Stundum greip mann óhugur þegar Stefán hvarf út í myrkrið og hríðarkófið, en það var eins og honum yxi ás- megin við hverja þrekraun. Ég minnist þess þegar ég sá Stef- án síðast sólbrúnan og hýran í brag- ði á ofanverðu sumri nýkominn frá heyverkum ofan af Rauðavatni. Hann sagði okkur frá því barnslega glaður að han nværi búinn að ná saman öllu heyi og koma í hús og gæti farið að byrja seinni slátt. Sú hugsun greip mig á þeirri stundu að nú loksinsgæti Stefán ef til vill farið að uppskera laun erfiðis síns sjálf- uin sér til handa, er hann gæti helg- að sig allur búskapnum og veriö sjálfs sín herras. En margra ára erf- iðisvinna og afleiðingar vinnuslyss- ins fyrir tveimur árum áttu ef til vill sinn þátt í því að sú von rættist ekki. Þótt aðrir séu betur til þess fall- nir að rekja helstu æviatriði Stefán Illugasonar langar mig þó til að freista þess og bið þá sem betur þekkja til að taka viljann fyrir verkið. Stefán Ingibert lllugason Hjalt- alín fæddist að Stekkjartröð í Grundarfirði 27. mars árið 1905. Hann var sonur hjónanna Illuga Stefánssonar Hjaltalín og Guðrún- ar Guðmundsdóttur. Stefán var lang yngstur þriggja bræðra og eru eldri bræðurnir, Torfi og Guð-. mundur látnir fyrir allmörgumá- rum. Illugi, faðir Stefáns var búfr- æðingur frá Ólafsdal og bjó á ýms- um stöðum, einkum í Eyrarsveit, en síðast bjó hann á Garðsenda. Þangað kom Stefán með foreldrum sínum, 18 ára gamall, eins og títt var á þeim tíma þurfti hann að sækja vinnu utan heimilis. Garðsendi er svokölluðu Eyrar- plássi í Grundarfirði, hjáleiga frá Hallbjarnareyri, og svo lítil jörð að ekki var unnt að lifa þar á búskap einum saman. Snemma þurftu því ungir menn úr plassinu að leita á sjóinn, enda mjög gott útræði þa- ðan og mikil smábátaútgerö á fyrri hluta aldarinnar. Stefán ólst upp við sjósókn og var ungur farmaður á árabátum, en er afli fór að tregast þar á þriðja áratugnum leitaði hann eins og margir aðrir Snæfel- lingar suður með sjó á vertíðir. Var hann á vertíð í Grindvík í nokkra vetur og í eitt ár var hann kaupam- aður í Kópavoginum. Árið 1935 kvæntist Stefán fyrri konu sinni, Sigríði Kristófersdótt- ur frá Klúku í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Þau hjónin bjuggu fyrst á Garðsenda, en flutt síðan vestur á firði til foreldra Sigríðar og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fluttust þau aftur suður á Snæfellsnes, í Fróðár hreppinn. En það voru erfiðleika- tímar og eins og fleiri tóku þau á það ráð að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur. Þangað komu þau árið 1939. 1 fyrstu starfaði Stefán hjá Hitaveitu Reykjavíkur, en árið 1940 hóf hann störf hjá Skipaút- gerð ríkisins við Reykjavíkurhöfn og starfaði þar óslitið í 40 ár. Stefán og Sigríður áttu saman 4 börn: Astu Kristínu, f. 1934, Illuga Svein, f. 1936, Guðmund, f. 1937, og Guðrúnu, f. 1939. Fyrstu ár Stefáns og fjölskyldu hans í Reykjavík voru þeim rnjög erfið. Á krepputímum er ekkert sældarlíf að vera verkamaður með stóra fjöl- skyldu. Atvinnuleysí og húsnæðis- ekla voru þær vofur sem þurfti að berjast við á þeim tíma. Ef til vill hafa þessir erfiðleikar átt nokkurn þátt í því að þau hjónin slitu sam- vistum. Börnin fjögur urðu eftir í umsjá föður síns, seni varð nú einn að annast um þau og sjá þeim farb- orða. Segja má að hér hafi orðið þátta- skil í lífi Stefáns, því að nokkru seinna kom til hans sem ráðskona Marsibil Bernharðsdóttir frá Kir- kjubóli í Valþjófsdal í Önundar- firði. Hún varð seinni kona hans, en þau giftust árið 1949. Saman áttu þau sex börn: Bernharð, f. 1949, Gerði, f. 1951, Torfa Krist- ján, f. 1953, Stúlkubarn andvana fætt 1954, Önnu Ingibjörgu, f. 1955, og Stefán Jens, f. 1960. Auk þess gekk Stefán tveimur börnum Marsibilar í föðurstað, þeim Helgu Kristínu, f. 1943, og Birgi, f. 1947, sem Stefán ættleiddi. Þau voru því alls 11 börn sem Stefán þurfti að sjá farborða og koma til manns. Þrátt fyrir langvinn verkföll og aðra bar- áttu sem Stefán tók ætíð virkan þátt í með sínurn stéttarfélögum, tókst þeim hjónunum að komast fram úr verstu erfiðleikunum, eignast eigið húsnæði og fæða og klæða barnahópinn stóra. Börnin sem Stefán átti ogfóstra- ði á sinni ævi eru nú fullorðið fólk. barnabörnin orðin mörg og barna- barnabörnin nokkur. Það má viss- ulega teljast gæfa hans að hafa eignast afkomendur sem þau, dug- legt og heilldandi fólk bæði í sjón og í reynd. Stefán hélt ávallt tengslum við sveitina í lífi sínu. Fljótlega eftir að hann kom suður kom hann sér upp nokkrum kindum og var meðal annars með fjárhús þar sem Hótel Esja stendur nú. Síðar, er byggðin tók að þrengja að, þá flutti hann fé sitt upp að Rauðavatni, þar sem hann keypti landskika og bjó tóm- stundabúskap sínum. Stefán vann jafnframt fullt starf hjá Ríkisskip allt fram til ársins 1980, en þá var hann 75 ára að aldri. Veit ég að hann bar mjög hlýjan hug til þess fyrirtækis og vinnufélaganna þar og var þakklátur fyrir að mega starfa þar svo lengi. Heilsuhraustur var Stefán alla tíð þar til hann varð fyrir áðurnefndu slysi árið 1980 og hygg ég að þeir hafi ekki verið rnargir vinnudagarnir sem hann missti úr vegna veikinda. Hann var í eðli sínu félagslyndur, vel látinn meðal starfsfélaga sinna og vinur vina sinna, þótt einveran væri hon- um á hinn bóginn kær eins og allar stundirnar sem hann átti einn við búskapinn sinn eru augljósasta dæmið um. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Stefáni vináttu hans og einlægni við mig foreldra mína og fjölskyldu alla. Mig langar til að þakka hon- um allar gleðistundirnar sem við áttum saman, ekki síst tímann sem hann var hjá okkur hér fyrir vestan í vetur og var allt of stuttur. í huga mínum var Stefán hetja hversdag- slífsins, höfðingi í sjón og reynd. Guð blessi hann á eilífðarvegum og styrki eiginkonu hans og fjölskyldu j á sorgarstundu. Kristín Magnúsdóttir Fagra haust á fold ég kveð, Faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð, Að legstað verða mínum. S.Th. Stefán var fæddur að Stekkjar- tröð í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Ungur að árum fluttist hann til Reykjavíkur og var lengst af hafn- arverkamaður og á þeim vettvangi lágu leiðir okkar fyrst saman. Hafnarverkamenn hafa löngum verið forustuafl síns stéttarfélags í baráttunni fyrir bættum kjörum og auknum mannréttindunr. Stefán var þar ávallt í fylkingarbrjósti, en þrátt fyrir áhuga á félagsmálum, sóttist hann ekki eftir neinu því, sem kallað er mannvirðingar. Stef- án var ætið róttækur, í orðsins besta skilningi, var ódeigur við að halda frarn skoðunumsínum, og ef honum þótti einhverjir félaga sinna deigir í baráttunni, þá lét Stefán það í Ijós með þeim hætti að nrenn hlustuðu og mundu lengur en dagl- angt. Þeir safnast nú hver af öðrurn til feðra sinna gömlu hafnarverkam- ennirnir, sem á tímum kreppu, atvinnuleysis og alsleysis. sýndu oft fádæma kjark og fórnfýsi í kjara- baráttunni. Þó menn eigi kannski frekar að líta til framtíðarinnar en lifa í fortíðinni, þá væri öllu ungu fólki hollt að líta stöku sinnum til baka og kynna sér sögu þessara dugmiklu brautryðjenda, sem þrátt fyrir kröpp kjör, unnu stóra sigra, sem allir njóta nú góðs af. Eitt af tómstundaáhugamálum Stefáns var sauðfjárrækt. Hann stundaði hann af mikilli alúð ára- tugum saman. Öllum má vera ljóst að mikið þrek þurfti til að sinna þessum búskap svo vel sem Stefán gerði fyrir verkamenn, sem jafnan vann langan vinnudag. í þessu tómstundastarfi naut Stefán sín vel og sjaldan hitti ég hann glaðari en við fjárhirðinguna. Göngur og rétt- ir voru Stefáni jafnan fagnaðar- efni. Haustið í haust var óvenju sól- ríkt og fagurt. landið okkar skarta- ði sínu fegursta. Þegar félagar Stef- áns heimtu fé sitt af fjalli, lagði hann upp í sína hinstu för. Félagar í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur og stjórn þess votta aðstandendum Stefáns samúð um leið og við kveðjum þennan mæta og vinsæla félaga okkar hinstu kveðju. Kristján Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.