Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 9
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 hlotið viðurkenningu bæði hér heima og erlendisfyrirnærallar þær 8 mm. myndir sem þeir hafa fram- leitt, og þær eru orðnar nokkuð margar. í þeim síðustu hefur ekk- ert verið til sparað, hvorki atvinnu- leikarar, frumsamin tónlist né annað í þeim dúr). - Beint framhald, segirðu...? .- Já, þegar ég tala um að æfingin skapi meistarann, þá t.d. í þessu dæmi, var tekið upp efni hátt í tvo tíma. Síðan á að klippa þetta allt niður í 15-20 mínútur. Þarna er mikil æfing, og helvíti gaman að geta valið og hafnað, en það krefst þá í staðinn þeim mun meira af manni. Þetta var mikil æfing í klippingu, sérstaklega þegar ekki er stuðst við neitt yrkisefni, nema eitthvað sem augað hefur greint. - En spurningin er alltaf sú hvað þarf að sýna mikið svo áhorfandi skilji hvað sé verið að fjalla um. Tæknin er sú að ekki má sýna sek. meira. Aldrei að segja meira en hægt er að komast af með. Það er einmitt tæknin í þessari list og öðrum að komast af með sem minnst, ef þannig mætti að orði komast. Því annars missir hún ris og getur orðið leiðinleg og vitlaus. En vitaskuld í stærri dæmum þá skiptir handritið (yrkisefnið) geysimiklu máli og er grunnur alls sem verið er að takast á við. - Ertu ánægður mcð „Frosta“? - Já, gildi hennar og hugmynd. Sem æfing þá hlýtur hún að standa fyrir sínu. En burt séð frá því, þá langar mig að stytta hana enn frek- ar. Fá meiri keyrslu í „HANN“. Að raða myndum inn í albúm - Nú cr að vísu erfitt í blaðavið- tali að fjalla um kvikmynd sem fáir hafa séð og þú segir að sé ekki hugs- uð til sýninga. En hver er sögu- þráðurinn í þessari mynd? - Hann er enginn. f byrjun var einungis ætlunin að taka skot hér og þar úti um borg og bý. Petta var eins og að leika sér með ljósmynda- vél en ekki kvikmyndavél. Það voru tekin skot hér og þar. Síðan framkölluðum við myndirnar og röðuðum skotunum saman í sögu- þráð, líkt og þegar maður raðar myndum inn í albúm. Síðan spyr maður sjálfan sig: Heldur þú að áhorfandinn hafi gaman af að skoða þetta myndaalbúm? Er hægt að byggja spennu úr samasem engu yrkisefni aðeins með hjálp myndar og tónlistar? Þetta er ekkert annað en tómur spuni. - Hvenær byrjaðir þú á þcssum leik? - Er ég kom heim frá Ítalíu um áramótin í fyrra, þá uppgötvaði ég landið á allt annan hátt en ég hafði gert fyrrum. Varð eitthvað rniklu næmari fyrir náttúrunni, sem og öðru sem við eigunr. Á Ítalíu hafði ég keypt heilmikið af filrhum, ég gat varla beðið eftir því að byrja að festa þessar myndir á íilmurnar. - Hvað með aðstoðarfólkið, leikarana? - Þau vissu náttúrlega ekkert hvað var að ske. Hlýddu mér í einu og öllu. Sjálfur þóttist ég hafa þetta allt á hreinu, annars hefðu þau sjálfsagt ekkert viljað með mig hafa. Rætt við Helga Má Jónsson kvik- mynda- gerðar- mann Tökur stóðu yfir í um 2-3 vikur, þær tvær síðustu í desember og fyrstu í janúar. Það alsvartasta skammdegið, en fallegt eftir því. Birtan er svo sérstök, „íslenska“ sólin er svolítið spes, sérstaklega vetrarsólin. Það var mikið FROST þennan tíma, og voru menn oft nær dauða en lífi af kulda, en við þraukuðum þetta, því þetta var sérlega fallegur og sérstakur timi fyrir okkur öll, held ég að ég megi segja. En hann var kaldur; t.d. var eitt atriðið tekið úti á miðju hafi, þ.e. á Arnarvogi, þarna rétt hjá Viggu. Það var hreinlega ís yfir öllu og hann myndaði sérlega skenrmti- legar íshallir. Þetta voru sérstæð og skemmtileg augnablik og maður vildi náttúrlega ekki missa af neinu í þessari stillu og blíðu til að rnynda! Spekúlega grúska og pœla í hinu og þessu - Hvað tekur við hjá þér? Ertu með mörg járn í eldinum? - Maður er jú alltaf með höfuðið í bleyti, og þar eru margar hug- myndir sem vilja koma fram. Það er verið að spekúlera, grúska og pæla í hinu og þessu. Núna t.d. þá hefur maður verið að stúdera víde- óið. Kosti þess og galla. Nú og svo vildi maður gjarnan fá tækifæri til þess að starfa með okkar atvinnu- mönnum. Því þeir eru örugglega hluti af manns þjálfurum. Ég efast ekki um að það væri lærdómsríkt og þroskandi að fá að starfa með þeim. í sumar þá vann ég við kvikmyndina „Trúnaðarmál" sem ég bind miklar vonir við og hef trú á að verði virkilega góð mynd. - En draumurinn? - Já, draumurinn, hann er nú að komast í nám, að læra eins og þar stendur. Ég hef mikinn áhuga á að komast til Italíu. Það er ansi góður kvikmyndaháskóli í Róm sem mér líst mjög vel á. Þegar ég var á Ítalíu í fyrra droppaði ég við í Cinecitta (kvikmyndahverfi þeirra ítala í Róm) og ég hef virkilegan áhuga á að komast þar í nám. - Fellini hefur kannski stundað nám við þennan skóla? - Jú, það er rétt, og ýmsir fleiri góðir karlar og kerlingar. Þetta er einhliða kvikmyndaháskóli og skipt- ist í ýmsar deildir það sem stúderuð eru öll svið kvikmyndagerðar. Mig langar mest að leggja áherslu á kvikmyndastjórn og handritagerð. - Hvernig lýst þér á það sem gert hefur verið hér heima af breiðtjaldsmyndum? - Það er margt gott á sína vísu, en ég held að það hafi komið nokk- uð áberandi í ljós hversu okkur vantar tilfinnanlega góða menn til að skrifa handrit. Mest allt hingað til er tekið beint úr sögubókum. Slíkt gengur ekki endalaust. Kynn- ing aðstæðna er oft slök og þessar myndir ganga ekki í útlendinga efnisins vegna, þótt landslagið sé hrífandi. Þetta er of staðbundið ef verið er að hugsa um alþjóðamark- aði sem manni heyrist á öllu, eigi fyrirtækið að bera sig. Handritagerð er alveg óplægður akur í okkar menningu. Þetta er svo nýtt að menn hafa einfaldlega ekki haft tíma til að kynna sér grundvallaratriði í þessum þáttum. Og aðrir átta sig kannski ekki nægjanlega á því, hversu stórt at- riði handritagerðin er í kvikmynda- gerðinni. Samvinna leiklistar og kvikmyndunar - Þú hefur ekki aðeins verið í kvikmyndum hcldur tekið þátt í leiklist líka? - Já það er einmitt grundvallar- þáttur sem mér finnst að þurfi að leggja meiri rækt við, samvinna leiklistar og kvikmyndar. Þarna vantar meiri skilning á milli. Mun- urinn er ekki svo mikill þegar að er gáð, en hann getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekki er byggð brú á milli. Við þekkjum mörg dæmi héðan að heiman um hversu tog- streitan er mikil á milli þessara póla. Það er því alveg nauðsynlegt fyrir kvikmyndagerðarmann að hann liafi til að bera bæði reynslu og þekkingu úr leiklistinni. Þessir aðilar geta ekki hvor án annars ver- ið, en það er því miður alltof oft að þeir skilja ekki hvor annan. - Er þessi kvikmyndaáhugi þinn ekki búinn að vera dýr útgerð? - Hingað til hefur ekki verið svo. En það fer vonandi bráðum að koma að því að þetta verður nieira en áhugamál fyrir manni. Þá krefst þessi vinna meira af bæði mér og öðrum og þá þarf til bæði rneiri peninga og meiri tíma. Hvenær það verður veit ég ekki. Ég er ekkert stressaður. Vil gjarnan finna rétta tímann, og vonandi verður það fyrr en seinna. -Ig- Haukur ostameistari og Sólberg samlags- stjóri á Sauðárkróki fengu verðlaun fyrir MARIBOostana sína í Danmörku. Á þessu ári voru íslenskir ostar sendir í fyrsta skipti til gæðamats í Danmörku. Par voru einnig samankomnir allir dönsku ostarnir frá hinum ýmsu ostabúum þarlendis. íslenski kúmen-MARIBOosturinn fékk gulleinkunn við gæðamat hjá Dönum nú í haust. Fáðu þér maribo ef þú vilt vita hvers vegna. MARlBO-verðlaunaostur. STYÐJUM UPPBYGGINGU BERNHÖFTSTORFU! Um þessar mundir stendur yfir sölusýning á listaverkum í veitingahúsunum LÆKJARBREKKU OG TORFUNNI, til stuðnings endurbyggingu Bernhöftstorfu. Á sýningunni eru verk eftir 98 listamenn og verð og greiðsluskilmálar eru við allra hæfi. Breytum til á heimilinu eða gefum góða jóla- gjöf um leið og við styðjum uppbyggingu torf- unnar. Torfusamtökin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.