Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 30. desember 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigrlður H. Sigurbjörnsdóttir1 Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gisli Sigurðsson, Guömundur Andri. Thorsson. Augíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur t>. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Hvaða fiskverð? • Um þau áramót, sem nú fara í hönd, á íslenskur sjávarút- vegur við ærinn vanda að glíma. Rekstrarafkoma margra fyrirtækja, sem fást við útgerð og fiskvinnslu, hefur versnað verulega vegna minnkandi afla og þrenginga á útflutnings- mörkuðum. • Fiskverðsákvörðun nú um áramótin og aðrar ákvarðanir henni tengdar, og varða afkomuskilyrði veiða og vinnslu, er því eitt erfiðasta úrlausnarefni stjórnvalda nú. Afkoma sjáv- arútvegsins sker úr um afkomu þjóðarbúsins og allra heimila í landinu. • Svo sem kunnugt er þá hefur þorskafli minnkað mjög verulega á þessu ári eða úr nær 460.000 tonnum í fyrra og í um 380 þúsund tonn í ár. Samkvæmt þeirri fiskveiðistefnu, sem sjávarútvegsráðuneytið og hagsmunaaðilar hafa komið sér saman um fyrir næsta ár, þá er gert fyrir 370 þús. tonna þorskafla á því ári, en tillögur Hafrannsóknastofnunar hljóðuðu upp á 350.000 tonn. • Talið er að á því ári sem nú er að ljúka, verði samdráttur- inn í heildarframleiðslu sjávarafurða ekki minni en 16% og segir þar til sín bæði minnkandi þorskafli og hrun loðnu- veiðanna. Og vilji menn vera raunsæir, þá er ekki hægt að reikna með verulegum bata á komandi ári í þessum efnum, enda þótt ástæða sé hins vegar til bjartsýni sé lengra horft fram í tímann og margvíslegir möguleikar tvímælalaust enn ónýttir, ekki síst hvað varðar bætta meðferð og margvíslega úrvinnslu aflans. • Eins og nú standa sakir, er það þó ekki aðeins minnkandi afli, heldur einnig markaðserfiðleikar sem þrengja að ís- lenskum sjávarútvegi. Ljótasta dæmið í þeim efnum er lok- un skreiðarmarkaðarins í Nigeríu, en á árinu 1981 námu útflutningstekjur fyrir skreiðina um 22% þeirra heildar- tekna sem þá fengust fyrir útfluttar frystar, saltaðar og hertar botnfiskæfurðir samanlagt. Sé litið á saltfiskinn kemur í ljós, að þar hefur markaðsverð á óverkuðum þorski lækkað um 15% í erlendri mynt frá árinu 1981. A útflutningsmörk- uðunum eru það frystu afurðirnar, sem hafa staðið sig best, en þó er talið að meðalverð á frystum botnfiskafurðum hafi í ár lækkað um 2% í erlendri mynt. • Allt hefur þetta að sjálfsögðu haft veruleg áhrif til hins verra á afkomu flestra fyrirtækja í sjávarútvegi og tekjur sjómanna og fiskvinnslufólks lækkað að sama skapi. • A árinu 1981 má segja að afkoma fiskvinnslufyrirtækj- anna hafi að jafnaði verið viðunandi. Samkvæmt gögnum, sem höfð eru til hliðsjónar við ákvörðun fiskverðs, þá er talið að frystingin hafi það ár komið út með 0,6% af tekjum sem hreinan hagnað, söltunin með 10,1% og herslan með 18%. Samtals gerði þetta það ár 6,9% hagnað hjá vinnsl- unni. Á því ári var tapið hjá bátum og togurum á botnfisk- veiðum talið nema tæplega 13% fyrir verbreytingafærslur, en 1-2% hagnaður eftir verðbreytingafærslur. • Fetta var árið 1981. - Miðað við rekstrarskilyrði nú í desember 1982 er afkoma fyrirtækjanna hins vegar allmiklu verri. Fannig er hagnaður hjá vinnslunni fyrir fiskverðs- hækkun talinn nema um 2% og er þá skreiðinni sleppt úr dæminu vegna óvissu, en hallinn hjá útgerðinni (fyrir verðbreytingafærslur) hins vegar kominn upp í 14,7% að jafnaði, álíka mikill hjá bátum og minni skuttogurum, en mun meiri hjá stóru togurunum. • Það er við þessar aðstæður, sem taka þarf ákvörðun um nýtt fiskverð og afkomuskilyrði sjávarútvegsins. Olía til fiskiskipa er nú greidd niður um 22% af olíuverði og auk þess fær útgerðin nú um 7% af óskiptum afla í svokallað olíugjald til að standa straum af olíukostnaði. • Væri fiskverð hækkað um 14% og niðurgreiðsla olíu hækkuð úr 22 í 28%, þá er hallinn hjá útgerðinni talinn lækka úr 14,7% og í 4,4%. Slík niðurgreiðsla á olíunni myndi kosta yfir 300 miljónir króna á ári, og 14% fiskverðs- hækkun færa vinnslunni alvarlegan vanda að höndum. • Margir möguleikar hafa verið nefndir við umræður um fiskverðsákvörðun, og við nefnum þetta dæmi hér að ofan aðeins sem einn valkost til skýringar á því sem við er að fást. k. klippt Skoðanakúgun Morgunblaðsins Biskupinn, Pétur Sigurgeirs- son var á hraðbergi í fyrrakvöld hjá fréttamönnunum Ingva Hrafni og Halldóri Halldórssyni. Þátturinn var um margt fróð- legur, en eins og allir vita er trú- arlegur áhugi mikill í landinu, þó guðleysi sé í algleymingi. Nokkuð var fjallað um friðar- mál og starf kirkjunnar að þeim. Biskupinn lagði áherslu á að friðarstarf yrði að vera lifandi og því þyrfti að fylgja hreyfing. Þetta kallar á skoðanir og andóf. Fréttamaður vitnaði til leiðara í Morgunblaðinu þar sem kirkjan fær nótu vegna friðarstarfsins. Mogginn lætur þá áminningu vaða á kirkju landsins, að hún megi ekki „raska æskilegri ímynd þjóðkirkjunnar." Þetta er ekki annað en ómerkileg tilraun til rit- skoðunar og biskupinn yfir fs- landi hefði ekki orðið minni maður við að benda þjóðinni á þaö. En hann kaus af elskusemi að hliðra sér hjá því að taka beinskeytta afstöðu til þessara ívitnuðu orða. Siðrœnar mót- sagnir? ■ Við lesum um það í erlendum blöðum, að klerkar og kirkju- deildir lenda í hörðum átökum og verða fyrir ofsóknum vegna „lif- andi starfs að friðarmálum." Fregnir af slíku berast frá Banda- ríkjunum, Vestur- og Austur- Evrópu. Á íslandi er friðarstarf kirkjunnar svo að segja meira inn á við, hún forðast að lenda upp á kant við hið veraldlega vald (Morgunblaðsins og annarra stofnana tilaðmynda). Kirkjunnar menn benda rétti- lega á óhugnað vígbúnaðar og vopnaskaks en forðast að hafa í frammi skoðanir sem hugleiðing- ar þeirra hljóta þó að leiða til. Eða er hægt að vera á móti vopn- um án þess að vera á móti hern- aðarbandalögum, er hægt að vera á móti her án þess að vilja am- ríska herinn úr landi? Það hlýtur að koma að því að vangaveltur um friðarmál leiði til skoðana á þeim málum og jafnvel athafna. Trúlega óttast Morgun- blaðið ekkert meir en einmitt „lifandi starf kirkjunnar að friðarmálum." Biskupinn gat um óttann við að mannkynið tortími sjálfu sér í kjarnorkustríði. Og sú hætta er almenningi heimsins í auknum mæli Ijós. Aðgerðarleysi er ekki líklegt til að draga úr þeirri hættu. Kalla skoðanir á mótsagnir? Jarnm. Þaðgetur verið erfitt að hafa skoðanir á málum. Biskup- inn sagði í áðurnefndum sjón- varpsþætti, að kirkjan styddi frumvarp Þorvaldar Garðars og Salome Þorkelsdóttur um bann við fóstureyðingum af félags- legum ástæðum. Hins vegar átti hann erfitt með sem von er að skýra út hvers vegna lífið (fóstur) væri heilagt gagnvart fóstur- eyðingum af félagslegum ástæð- um, þó kirkjunni þætti ekkert at- hugavert við fóstureyðingar ef heilsu móðurinnar stafaði hætta af. Eitthvað er farið að fara um prinsíppið þegar svona er komið. Biskupinn sagði einnig að reynslan væri sú, að þegar börn (borin í heim erfiðra aðstæðna) væru skírð, ríkti „einskær gleði.“ Alþýðublaðið tekur undir Ekki veit klippari hvort það er tilviljun, að einmitt í gær er sagt frá tilefni einskærrar gleði við skírn smábarna: „Sparisjóður Hafnarfjarðar hef- ur reynt af fremsta megni að stuðla að auknum sparnaði bæði með aðstoð við viðskiptavini að ávaxta sitt fé á sem bestan hátt og með hvatningu til ungs fólks að sparifjármyndun. Hefur Spari- sjóður Hafnarfjarðar í því skyni gefið hverju barni við skírn þess sparisjóðsbók með álitlegri inni- stæðu.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvers kornabörn trúlausra Hafn- firðinga eiga að gjalda. Máske ritstjóri Alþýðublaðsins sem er í sparisjóðsstjórninni sjái fyrir því að „álitleg innistæða“ verði til á bók barnanna sem ekki hafa lent í vatnsbaði hjá klerkunum. Lýkur hér að segja af eilífðarmálum. -óg Bókin á betra skilið ' Það er ekki oft sem við getum tekið undir einhver atriði í leiðara- skrifum Morgunblaðsins. f gær var þó leiðari í Mogganum þar- sem meðal annars er fjallað um hvimleiðan hávaða auglýsinga í kringum bókina, „hinn þögula vin þakkláts lesanda". Síðan segir: „Væri svo sannarlega æskilegt að auglýsingaflóðið í sjónvarpinu væri ekki fylgja jólabókanna. Með sjónvarpsauglýsingunum er verið að breyta ímynd bókarinn- ar, sérstaklega í hugum yngstu áhorfendanna, sem eru í hópi tryggustu aðdáenda auglýsinga- tíma sjónvarpsins. Sé mat þessa hóps á bókum ruglað með inni- haldslausum og fáfengilegum auglýsingum útgefenda eru þeir sjálfir að grafa sína eigin gröf og bókarinnar. Bókin á svo sannar- lega annað skilið af bóka- þjóðinni.“ Reglur brotnar Það er sannarlega umhugs- efni að auglýsingar í sjón- varpi séu hannaðar til að hafa á- hrif á börn sérstaklega. í reglugerð fyrir sjónvarpið er tekið fram að þetta sé ekki leyfilegt. Samt sem áður er kvöld eftir kvöld þessi regla og aðrar í sömu reglugerð þverbrotnar. Enn fremur má minna á að kostnaður við bókaauglýsingar einsog aðrar er settur inn í sölu- verð bókar, þannig að á endanum borgar hinn almenni neytandi brúsann. Það er einnig íhugunar- efni hversu Neytendasamtökin eru þögul og þarmeð gagnrýnis- laus þarsem auglýsingar eru ann- ars vegar. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.