Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 RUV <9 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir 8.15 Veðurfregnir Morgun- orð: Þórður B. Sigurðsson talar. 8.30 Forustugr. dagbi. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna Bréf frá rit- höfundum. í dag: Páll H. Pálsson. Um- sjón: Sigrún Sigurðardóttir (RÚVAK). 9.25 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Iðnaðarmál Umsjón: Sigmar Ár- mannsson og Sveinn Hannesson. 10.45 Vinnuvernd Umsjón: Vigfús Geirdal. 11.00 Við Pollinn Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 11.40 Felagsmál og vinna Umsjón: Helgi Már Arthúrsson og Guðrún Ágústs- dóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannesdóttir. 14.30 „Lcyndarmálið í Engidal“ eftir Hug- rúnu Höfundur les (4). Sigrún Björnsdóttir leikkona sér um þáttinn Hátíð á öðrum bæjum, sem er á dagskrá útvarps kl. 21.10. 15.00 Miðdcgistónleikar: Tónlist eftir Edvard Grieg Eva Knardahl og Kjell Ingebretsen leika fjórhent á píanó Norsk- an dans nr. 1 op. 35/Eva Knardahl og Fílharnióníusveitin í Lundúnum leika Píanókonsert í a-moll op. 16; Kjell Inge- bretsen stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ógnir töfr- amannsins“ eftir Þóri S. Guðbergsson Höfundur les (2). 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða- son (RÚVAK). 20.30 „Jólaóratóría“ eftir Johann Sebasti- an Bacli I. hluti - Kantata á jóladag Hljóðritun frá tónleikum Kórs Lang- holtskirkju í Langholtskirkju 28. þ.m. Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvar- ar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Michael Goldthorpe og Hall- dór Vilhelmsson. Kammersveit leikur. - Kynnir: Knútur R. Magnússon. 21.10 Hátíð á öðrum bæjum Umsjón: Sig- rún Björnsdóttir. 21.45 Almcnnt spjall um þjóðfræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson sér unt þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Jólaóratóría“ eftir Johann Sebasti- an Bach, frh. II. og III. hluti - Kantötur á annan og þriðja dag jóla. Hljóðritun frá tónleikum Kórs Langholtskirkju 28. þ.m. Kynnir Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp kl. 21.45 Um uppruna íslensku jólasveinanna „Mig langar að leiðrétta ansi hvimleiðan misskilning um uppruna íslcnsku jóla- sveinanna, sem hver maður virðist taka upp eftir öðrum. Það þarf að leiðrétta ýmislegt í þessum sígildu missögnum", sagði Jón HncFdl Aðalsteins- son seni sér um almennt þjóðfræðispjall t útvarpi í kvöld. En það verður fleira en jól- asveinauppruni til umræðu í kvöld. Eitt af því er staða þjóðfræðinnar í íslenska skólakerfinu, en að sögn Jóns er greininni því rniður lítill sómi sýndur í því kerfi. Þá verður tekið á stóru vandamáli sem þjóðfræðingar eiga sífellt við að glíma. Þar er um að ræða þann vanda sem oft skapast við upptöku á munnlegum heimildum sem teknar eru beint af vörum fólks. I lokin ætlar Jón að upplýsa hver hinn eini og rétti höfund- ur limrunnar um Hildi er, en fjöldi manna hafði verið til- nefndur sem höfundur þessar- ar vinsælu limru. Útvarp kl. 17.00 Víða komið við í Bræðingi Bræðingur Jóhönnu Harðardóttur nýtur mikilla vinsælda útvarpshlustenda, og síðdegis í dag flytur hún landsmönnum síðasta þátt sinn á þessu ári. Jóhanna sagði að viss ára- mótastemmning ntyndi ríkja yfir þættinum og komið víða við í efnisumfjöllun. Rætt verður við starfsmann Osta- og smjörsölunnar unt matar- tilbúning fyrir áramótaveislur. Þá verður fólk á götunni spurt út úr unt áramótaheit. Að sögn Jóhönnu var það að heyra á fólki að töluvert hefði dregið úr þessum sið frá því sem áður var. Helst strengdu menn þess heit að hætta reykingum eða öðru álíka, og margir heita því að verða betri menn á komandi ári, hvað sem það nú merkir. Og það er fleira í bræðingn- urn. Heimilisiðnaðarfélagið verður kynnt og rætt við skólastjóra Heimilisiðnaðar- skólans um starfsemina á komandi ári. Áhugi á þjóðleg- uni heimilisiðnaði hefur stór- aukist á síðustuárum, einkum vefnaður, þjóðbúningasaum- ur og jurtalitun, og fleira má til nefna sem kennt er í Heim- ilisiðnaðarskólanum. Útvarp kl. 20.30 og 22.35 Jólaóratoría Bachs í Langholtskirkju Jólaóratoría Jóhanns Se- bastians Bachs skipar veg- legan sess í kvölddagskrá út- varpsins. Henni verður út- varpað í tvennu lagi í kvöld, fyrst kl. 20.30, þ.e. 1. katla og síðan II. og III. katla kl. 22.35. Það er kór Langholtskirkju sent flytur, en upptakan var gerö á jólatónleikum kórsins í * Langholtskirkju 28. desem- ber s.l. Stjórnandi er Jón Stefáns- son, en einsöngvarar þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sól- veig Björling, Michael Goldt- horpe og Halldór Vilhelms- son. Kammersveit leikur undir. Það er Knútur R. Magnús- son sem kvnnir. frá lesendum Enn um Stundarfrið Mjög þakklát að fá að sjá sýninguna MS hringdi: Hún vildi korna því á frant- færi að hún hefði verið ein þeirra sem sá Stundarfrið fyrir nokkrunt árum, en hafði ekki minna gaman af að sjá hann nú í sjónvarpinu. Hún kvaðst þekkja ntarga utan af landi sem aldrei hefðu haft tækifæri til að sjá sýninguna og hefðu því verið ntjög þakklátir að fá þetta tækifæri. Það væri vel, þegar tvær ríkisstofnanir, sjónvarpið og Þjóðleikhúsið tækju svona höndum saman um að koma bestu menning- arviðburðum þjóðarinnar til sveitafólksins líka. En hún kvaðst furða sig á því, hvers vegna sjónvarpið gæti ekki gert efni af þessu tagi sjálft og var að því leyti sammála lesendabréfi í blaðinu á þriðjudag. Hvernig stendur á því að það efni sem á að vera samið og unnið sér- staklega fyrir sjónvarp, eins og t.d. Félagsheimilið og margt fleira, er svo margfalt verra en efni sem kemur úr leikhúsi, samið og upphaflega unnið fyrir leikhús? Hún kvaðst ekki hafa séð öllu betri kvikmyndaleik hér á landi en í Stundarfriði í sjónvarpinu og varpar fram þeirri spurningu Þorsteinn Ö. Stephensen, Kristbjörg Kjeld og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir í hlutverkúm sínum í sjónvarpsuppfærslunni á Stundarfriði. hvort hér sé um að ræða svona frábæra aðlögun leikhúsverks að sjónvarpi, eða hvort allt talið um sjónvarpsleik og sviðsleik væri einfaldlega mis- skilningur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.