Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 þyngja sárafáum einstaklingum með miklum fjölda starfa og em- bætta. Með þessu lagi hefur vald- dreifingar-hugsjónin mátt sín lítils meðan mikil völd hlaðast á fáa ein- staklinga. Og fjöldi félaga fær á til- finninguna að honum sé ekki treyst. Stíflur í upplýsingastreymi f nýsósíalisma hefur mikilvægi upplýsinga verið lofað og talið lyk- ill að vel lukkuðum störfum. mögu- leikum almennings til raunveru- legri þátttöku í pólitík, vopn gegn borgaralegri innrætingu og liður í freslun manneskjunnar. Al- þýðubandalagið hefur verið eins og steinrunnið tröll í þessum efnum. Margir telja m.a.s. að íhaldið hafi endurunnið borgina einmitt vegna þessa meinlega ágalla í starfshátt- um vorum. Alltof margir, þará- meðal þeir sem kusu íhaldið yfir sig aftur töldu engan mun vera á stjórn borgarinnar, borgarbúar vera engu nær um umhverfi sitt o.s.frv. Að hluta til er skýringin sjálfsagt sú, að Alþýðubandalagið hefur ekki ver- ið nægilega pólitískt borubratt til að fitja uppá nýjungum til að stjórna með fólkinu í stað þess að stjórna því með tilskipunum og ekki nógu ólíkt íhaldinu. En að hinu leytinu hefur Al- þýðubandalagið með hinum flokk- unum gert ýmislegt mjög gott sem komst ekki til skila vegna skorts á uppiýsingum. Þetta einkennir ís- lenska stjórnmálamenn alltof mik- ið og því miður er Alþýðubanda- lagið á sama báti og hinir flokkarn- ir að þessu leyti. En þetta getur lærst. Upplýsingar geta verið afhjúp- andi og þær eru helstu óvinir hins borgaralega forræðis. Það er ekki hægt að ná til meirihluta fólks til að afla fylgis við hugmyndir nema með opnu og stanslausu flóði upp- lýsinga. Þetta á við um álmálið, hermálið, kjarasamninga og fleira. Alþýðbandalagið verður að læra að tala út, segja af létta og þá mun meirihiuti kjósenda ekki láta standa á sér. Þetta getur lærst. En Pjóðviljinn? Margir lesenda munu sjálfsagt segja að Þjóðviljinn sé nú ekki skárstur í þessum efnum. Og því er ég alveg sammála. Þjóðviljinn hef- ur sér það til afsökunar að hann er fyrst og fremst andsvar við borg- aralegri einokun í fjölmiðla- heiminum og því er hann nauðbeygður til að vera nokkuð einhliða til varnar og sóknar fyrir þá sem eiga yfir höfði sér daglegar árásir í hinum fjölmiðlunum samanlagt. En þetta ætti samt sem áður ekki að koma í veg fyrir að fjallað sé á málefnalegan hátt um pólitískar uppákomur til lofs og lasts, hvort sem þar eiga hlut að máli ráðherrar eða verkalýðsfor- ingjar, hvort sem það eru „óþægi- leg“ mál eða „hættuleg“ fyrir fylg- ið. Upplýsingin blífur. Eitthvað hefur þokast í áttina að írjálsari skoðanaskiptum, opnari umfjöllun en það miðar alltof hægt. Framboðslistar í nœstu kosningum Framboðslistar Alþýðubanda- lagsins fyrir næstu kosningar hafa hvergi verið ákveðnir. Gert er ráð fyrir að forval eða prófkjör í tveimur umferðum verði í flestum kjördæmum. í Vesturlandskjördæmi mun þingmaðurinn Skúli Alexanders- son standa vel að vígi, hann þykir hafa styrkst í kjördæminu þar sem hann hefur verið duglegur kjör- dæmaþingmaður og haft lag á því að plægja baklandið. Ekki hefur heyrst um mótkandidata hans í forvali en trúlega er Bjarnfríður Leósdóttir líkleg til efstu sæta á list- anum. Á Vestfjörðum fer varaformað- ur Alþýðubandalagsins og ritstjóri Þjóðviljans Kjartan Ólafsson að öllum líkindum í fyrsta sæti. í fyrri umferð forvalsins fyrir vestan hlaut hann rússneska kosningu í fyrsta sæti framboðslistans. í öðru sæti listans er Þuríður Pétursdóttir frá ísafirði líklegust í samræmi við niðurstöður fyrri umferðaforvals. í Norðurlandskjördæmi vestra er einnig allt með spekt einsog víðast hvar í Alþýðubandalagi, en þar fer Ragnar Árnalds ráðherra og fyrrverandi formaður banda- lagsins í fyrsta sæti. Ekki er vitað til þess að þar verði forval. Hannes Baldvinsson Siglfirðingur hefur skipað annað sæti listans til þessa. 1 Norðurlandskjördæmi eystra eru framboðsmál Al- þýðubandalagsins eitthvað óljós- ari. Stefán Jónsson hefurekki gcfið kost á sér í fyrri umferð forvals og í kjördæminu eru ríkjandi ólík Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur þingflokksins. sjónarmið um það hver eigi að skipa fyrsta sæti. Vitað er að nokk- ur héraðsrígur er í þessu efni, en auk þess hefur verið orðað að full- trúi verkalýðshreyfingar eða kvenna skipi þetta sæti. Þá hefur verið rætt um að einhver utanað- komandi komi í stað Stefáns til að losa bandalagið úr héraðsríg og sem málamiðlun. Hafa ýmsir verið orðaðir sem mögulegir lausnarar m.a. Einar Karl Haraldsson á Þjóðvilja en hann er uppalinn á Akureyri einsog margir hafa tekið eftir. Eins hefur heyrst að Stefán Jónsson kunni að taka þátt í seinni Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur oft verið orðaður til þing- manns fyrir Alþýðubandalagið. umferð, komi eins og þingeyskur frelsisriddari til bjargar eins og Jiann gerði þegar Björnsævintýrið var uppá sitt besta í kringum 1970. Þau nöfn sem oftast heyrast ann- ars nefnd þar eru: Soffía Guð- mundsdóttir, Helgi Guðmunds- son, Kristján Ásgeirsson, Steingrímur Sigfússon, Erlingur Sigurðarson og margt tleira ágætis- fólk er tilnefnt... Á Austfjörðum mun einnig verða forval. Helgi Seljan er lík- legur til að skipa áfram fyrsta sætið og Hjörlcifur annað eins og í síð- ustu kosningum. Hins vegar hefur heyrst að Sveinn Jónsson hafi tak- Ragnar Arnalds, fyrsti formaður Alþýðubandalagsins og ráðherra. markaðan áhuga á því að vera áfram í þriðja sæti listans. Almenn- ur áhugi var á því fyrir síðustu kosningar að Þorbjörg á Hala Arn- órsdóttir tæki þriðja sæti listans, en hún átti ekki heimangengt og gaf því ekki kost á sér. En hver veit nema hún vilji nú taka þátt í þess- um slag, en kunnugir telja að það muni vera sterkt fyrir lista Al- þýðubandalagsins. í Suðurlandskjördæmi verður einnig forval. Garðar Sigurðsson alþingismaður hefur þar att kappi við Baldur Óskarsson fram- kvæmdastjóra Alþýðu- Guðmundur J. Guðmundsson full- trúi hinnar skipulegu verkalýðs- hreyfingar á alþingi. bandalagsins uni fyrsta sætið og hingað til haft betur. Ekki er vitað um aðra kandidata þegar þetta er skrifað en líklegt er að þar verði nokkur átök. Báðir eru þeir Garðar og Baldur vísir tii að heyja skemmtilega orrustu um þingsæt- ið, sem endar vonandi með þvi að annar dragi hinn með sér inná þing. Síðan geta þeir mætt saman í bróöerni á þingflokksfundi. Garðar er á margan hátt með skemmtilegri þingmönnum. Hann er dálítið upp á kant við þingflokk- inn á köflum en í þólitíkinni á þingi er sérsvið lians sjávarútvegsmál. Máske væri ráöherrastóll honunt Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra. mátulegri en hægur sess á þingi. Baldur er af kyni framsóknar- manna og samvinnumanna og kom sem slíkur til liðs við bandalagið. Hann er með sjóaðri mönnum í þessari félagsmálapólitík og eru þeir því báðir líklegir til stórleikja í Suðurlandskjördæmi áður en líkur. í Reykjaneskjördæmi situr Geir Gunnarsson á oddinum, maður sem nýtur trausts og virðingar fyrir störf sín á þingi og víðar, langt út fyrir raðir Alþýðu- bandalagsmanna. Enginn er líklegur til að skyggja á hann í fyrsta sætið. Hins vegar hafa ýmsir verið orðaðir við annað sætið þar auk Benedikts Davíðssonar sem skipaði það sæti við síðustu kosn- ingar. Meðal þeirra er Ólafur Ragnar Grímsson þingflokksfor- inaður, en magir telja þröngt fyrir dyrum í efstu sæti G-lista Reykja- víkurkjördæmis. Rökin sem þykja mæla með því eru þau, að hann er búsettur í kjördæminu og þykir lík- legur til að afla fylgis og plægja baklandið. Á móti því þykir hins vegar mæla að það sæti er mjög ótryggt a.m.k. ef tekið er mið af síðustu sveitastjórnar- og alþing- iskosningum. í Reykjavík er framboðsmálum öðruvísi en annars staðar hagað. Þar eru nokkrar hefðir sem löngum hafa verið viðhafðar við niður- röðun á lista. Þannig er formaður bandalagsins Svavar Gestsson með vissurn hætti arftaki gamla leiðtog- ans Magnúsar Kjartanssonar. Og ekkert bendir til þess að frá þeirri hefð verið hvikað. Með svipuðum hætti hlaut Guðmundur J. Guð- mundsson sæti sitt á framboðslist- anum í „arf" eftir Eðvarð Sigurðs- son. Þá hefur kona ævinlega verið í efstu sætunum, Svava Jakobsdóttir áður og nú Guðrún Helgadóttir. Hún skipaði fjórða sæti listans við síðustu kosningar og hefur fullan hug á því að komast í öruggt sæti við þessar kosningar. Ólafur Ragn- ar órímsson formaður þingflokks- ins var í þriðja sæti listans við síð- ustu kosningar og eins og nú standa mál bendir ekkert til annars en þessi fjögur rnuni fara í forval í jan- úar næstkomandi hér í Reykjavík. Ekkert þeirra er að sjálfsögðu hundrað prósent öruggt í sínu sæti en óneitanlega er líklegt að þau skipi efstu sætin áfram. Um aðra kandiduta er ekki vitað þegar þetta er skrifað. Sumir halda að AB muni ekki ná fjörum þingmönnum inn í Reykjavík og því muni koma til mikilla átaka um þrjú efstu sætin innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík. En hingað til hefur ver- ið líklegra að til pólitískra átaka komi heldur en persónulegra. Það er því ekki hægt að útiloka að einhverjar tilfærslur verði á milli þessara ftambjóðenda í efstu sæt- um né lieldur hitt að konur og verkalýðshreyfing t.d. vildu fjölga fulltrúum úr sínum röðum á þingi eða velja nýja. Formaður banda- lagsins og þingflokksformaðurinn gætu því allt eins þurft að berjast fyrir sætum sínum. Og þá er nú lokið spámannshlut- verkinu. Fyrir stéttlausu þjóðfélagi - efinn ofar kennisetningum Af þessum skrifum um Alþýðu- bandalagið má Ijóst vera að lit- brigöin pólitísku eru mörg. Margir , lesendur munu verða til þess að fussa og segja aö nteð þessu sé ein- faldlega veriö aö breiða yfir krat- isma bandalagsins. Það er ekki til að staðfesta slíkar ályktanir að lok- Kjartan Ólafsson, Þjóðvilja- ritstjóri og varaformaður Alþýðu- bandalagsins. aorð þessa greinaflokks eru höfð eftir formanni Alþjóðasambands jafnaðarmanna. Heldur afhinu, að ilman rósar fer ekki eftir því hver hlúir að henni og sá sem setur saman þessar greinar kann vel að meta tilvitriuð orð. Þau eru höfð eftir Willy Brandt og eru lokaorð nýútkominnar bókar í V- Þýskalandi sem er eins konar póli- tísk ævisaga Brandts: „Við þurfum áfrarn að takast á við verkefnið, að auka við innihald lýðræðisins, félagslega, efnahags- lega og menningarlega. Enn vitum við ekki hvað er handan velferðar- ríkisins. Eins stendur sú fullvissa óhögguð að „hin sósíalísku verka- lýðsríki" í austri eru ekki einungis frábrugðin rótgróinni vinstri hrey- fingu í V-Evrópu, heldur eru þau gjörólík hreyfingu okkar í grund- vallaratriðum. Kjarni sósíalískrar baráttu stendur enn; hugsjónin um stéttlaust þjóðfélag, sem sagt hefur skilið við hvers konar efnahagslega og pólitíska kúgun. Markmiðin miklu um frelsi jafnrétti og bræðra- lag standa enn. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar, að við ættum að setja efann ofar sérhverri kenni- setningu, við ættum að meta verð- leika einstaklingsins meir en þving- andi kröfur frá ríki eða flokki. Slík- ar væntingar til einstaklinga frá flokki og ríki gætu leitt til drottn- unar. Þetta er vegurinn sem ég vil ganga áleiðis með öðru fólki; frjáls og til vinstri." -<>g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.