Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Ólafsvík - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Ólafsvíkur verður í Sjóbúðum, Ól- afsvík, fimmtudaginn 30. desember n.k. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Aðalfundarverkefni. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Neshreppi utan Ennis Almennur fundur verður í félagsheimilinu Röst sunnudaginn 2. janúar kl. 14. Fyrir svörum sitja Skúli Alexandersson alþingismaður, Kristinn Jón Friðþjófsson og Svanbjörn Stefánsson. Umræðan snýst um landsmálapól- itíkina, hreppsmálin og hið almenna félagsstarf. - Stjórnin | Alþýðubandalagið í Neskaupstað 'WL jgT-.. 1 Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund ' sunnudaginn 2. janúar kl. 16 í Sjómannastofunni. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra kemur á fundinn. - Félagar fjölménnið. - Stjórnin. Hjorleifur Ív) Alþýðubandalagið Reyðarfirði Tt Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 2. janúar kl. 16. Helgi Seljan alþingismaður verður á fundin- dh um. Félagar, fjölmennið. - Stjórnin Alþýðubandalagið Húsavík Árshátíð Alþýðubandalagsins á Húsavík verður haldin í Félagsheimili Húsavíkur laugardaginn 29. janúar n.k. Fjölbreytt dagskrá að venju. Nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefndin. Létt vinna Kona á aldrinum 20 - 50 ára óskast út á land á vegum ríkisstofnunar. Má hafa meö sér barn, eldra en 2ja ára. Hreinleg vinna og létt. Einn karlmaöur í heimili. Kaup 14-15 þúsund á mánuði, gott orlof. Umsóknir merktar „Létt vinna“, sendist blaöinu fyrir 7. jan. n.k. (pÚTBOÐ=|| Tilboð óskast í stálpípur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. febrúar 1983 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ólafsvík — Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra í Ólafsvík er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. febr. 1983. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Olafsvíkurhrepps, sem veitir allar nánari upplýsingar, fyrir 7. jan. nk. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhreps. Leikskólinn í Ólafsvík Starfskraft vantar strax aö leikskólanum í Ólafsvík, fóstrumenntun æskileg. Staöa forstööumanns meö fóstrumenntun er einnig laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Olafsvíkurhrepps, sem veit- ir ailar nánari upplýsingar í síma 93-6153, fyrir 10. jan. nk. Fyrir hönd leikskólanefndar: Sveitarstjórinn Ólafsvíkurhreppi. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi, sonur og bróðir Gunnar Guðjónsson vélsmiður, Blikahólum 2, Reykjavík lést af slysförum aðfaranótt 24. desember. Eiginkona, börn, barnabörn, móðir og bróðir. Guðmundur V. Sigurðsson Borgarnesi, 70 ára í dag Afmæliskveðja frá Verkalýðsfélagi Borgarness Guðmundur V. Sigurðsson, bif- reiðastjóri og fyrrverandi formað- ur Verkalýðsfélags Borgarness er 70 ára í dag 30. desember. Það er mér ánægjuefni að fá tækifæri til að senda honum afmælisóskir frá Verkalýðsfélagi Borgarness hér í blaðinu. í byrjun árs 1960 var gengið til stjórnarkjörs í Verkalýðsfélagi Borgarness. Félagsmenn gátu valið unt tvo lista. Þetta var svo sem ekki nýjung í félaginu, því um árabil hafði óeining verið ríkjandi og pólitískir flokkadrættir drógu úr starfsmætti. Formannsefni á þeirn lista, sem boðinn var frarn gegn þáverandi stjórn var Guðntundur V. Sigurðs- son. Listi hans sigraði. Guðmund- ur hafði ekki mikla þjálfun í félags- störfum, en hann var staðráðinn í að gera sitt besta í formanns- starfinu. Það var enginn „dans á rósum“ að taka við formennsku á þessum tíma. Ég minnist þess þeg- ar ég var unglingur og mætti á fundi félagsins nokkru eftir að Guð- mundur tók við formennsku hversu hávaðasamir fundirnir voru. Stjórnin hafði lítinn starfs- frið. Þannig hafði þetta gengið til um árabil. Fjárhagur félagsins var erfiður og eignir þess voru: einn skápur, kjörkassi og nokkrar krón- ur í sjóði. Guðmundur V. Sigurðsson og félagar hans gerðu sér strax ljóst, að hér þurfti að verða breytin á, ef félagið átti að geta orðið öflugur málsvari alþýðu manna. Fyrstu þrjú til fjögur árin eftir að Guð- mundur tók við stjórninni voru mikil átök innan félagsins, en listi stjórnarinnar hafði jafnan betur í kosningum þótt litlu munaði stundum. Guðmundi tókst að fá ólíka póli- tíska aðila til að starfa saman að stjórn félagsins og flokkadrættir sem einkennt höfðu starf þess lögðust niður. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liefur síðan verið sjálfkjörinn í félaginu. Komið var á ýmsurn nýjungum. Haldnar voru árshátíðir, skemmti- ferðir farnar að sumarlagi og ýmis- legt fleira mætti nefna. Fjárhagur félagsins var efldur og byrjað að taka félagsgjald sem hiutfall af kaupi. Keypt var orlofshús í Ölfus- borgum og Snorrabúð félagsheim- ili stéttarfélaganna í Borgarnesi var keypt árið 1972. Tilkoma Snorra- búðar hefur gjörbreytt starfs- aðstöðu félaganna. Þess má geta að árið 1964 eignaðist félagið fyrst samastað þegar tekið var á leigu herbergi undir starfsemina. Stofn- aður var Sjúkra- og orlofssjóður og hefur Guðmundur átt sæti í stjórn sjóðanna frá stofnun þeirra fyrir 20 árum. Allar þær framkvæmdir sem hér hefur verið drepið á urðu í formannstíð Guðmundar V. Sig- urðssonar. Kjara- og atvinnumál tóku að sjálfsögðu mestan tíma, en allt var starfið unnið í frístundum og lítil sem engin greiðsla kom fyrir. Guð- mundur varð oft að verja ómæld- um tíma í félagsstarfið og fyrstu ár- iri var heimili hans aðsetur félags- ins. Ég minnist þess hversu gott var að koma til Guðmundar og Ingvar- ínu Einarsdóttur konu hans, en hún lést árið 1972. Þar ríkti alltaf glaðværð og gott viðmót og ávallt var tími aflögu til að sinna málefn- um félagsins. Guðmundur tók þátt í stofnun Lífeyrissjóðs Vesturlands og átti sæti í stjórn sjóðsins í nokkur ár. í hreppsnefnd Borgarneshrepps í fjögur ár og var fulltrúi Verkalýðs- félags Borgarness á þingum ASI og VMSÍ. Auk þessa hefur Guð- mundur átt sæti í fjölmörgum nefndum á vegum félagsins. Mikil breyting hefur orðið á starfsemi Verkalýðsfélags Borgar- ness hin síðari ár og er óhætt að fullyrða að Guðmundur lagði grunninn að mörgum framfara- sporum sem stigin hafa verið í fél- aginu. Guðmundur V. Sigurðsson var farsæll formaður. Árið 1974 gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs en hefur setið í trúnaðarmannaráði síðan. Á fimmtíu ára afmæli Verkalýðsfélags Borgarness árið 1981 var hann einróma kjörinn heiðursfélagi þess. Það var lædrómsríkt og ánægju- legt að starfa í stjórn félagsins með Guðmundi. Hann vildi ævinlega leysa mál með sátt, en gat verið manna harðastur til baráttu ef ósanngirni var sýnd. Nú þegar Guðmundur V. Sig- urðsson er sjötugur veit ég, að allir félagsmenn Verkalýðsfélgs Borg- arness taka undir innilegar ham- ingjuóksir mínar til hans um leið og ég flyt honum þakkir fyrir óeigin- gjarnt og mikilsvert starf í þágu verkafólks á félagssvæðinu. Það er von mín, að við megunt sem lengst njóta starfskrafta og félagsskapar Guðmundar V. Sig- urðssonar. Jón Agnar Eggertsson. Mér er sagt að vinur minn, Guð- mundur V. Sigurðsson fyrrum for- maður Verkalýðsfélags Borgar- Skúli Alexandersson alþingismaður: ness, sé sjötíu ára í dag og vildi ég því nota tækifærið og flytja honum mínar bestu afmæliskveðjur. Guðmundur mun hafa tekið við formennsku í verkalýðsfélaginu í Borgarnesi þegar þar höfðu átt sér stað mikil átök um nokkurt árabil. Strax í upphafi mun hann hafa sett sér að lægja þær öldur og það tókst honum og samstarfsmönnum hans með þeim ágætum, að félagið er nú meðal þeirra öflugustu félaga og þó að Guðmundur hafi nú fyrir nokkr- um árum látið af formennsku og yngra fólk tekið við, sem hefur bor- ið gæfu til að halda áfram og bæta við, mun lengi búa að hans starfi í félaginu. í formannstíð hans var bryddað á ýmsum þeirn nýjungum, sem fé- laginu og félagsmönnum hafa orð- ið hvað drýgstar til framdráttar. Guðntundur rækti formennsku- starf sitt af einstakri kostgæfni og trúmennsku og samviskusemi, og hafa þó störfin fyrir félagið oftast verið unnin til viðbótar við annars langan vinnudag. Hætt er við að þá hafi hvíldartími á stundum verið í styttra lagi, en Guðmundur er einn þeirra öndvegismanna verkalýðs- hreyfingarinnar, sem taldi hverri stund vel varið, sem í hennar þágu var unnið og aldrei spurt um laun. Þá hefur formennskustarf hans verið mikið álag á heimili hans, því að fyrstu formennskuár hans átti félagið engan samastað. En heima naut hann aðstoðar ágætrar eigin- konu Ingvarínu Einarsdóttur, sem lést langt um aldur fram 1972. Heimili hans og þeirra hjóna meðan eiginkona hans lifði, hefur ávallt verið vinum hans og samstarfsmönnum í verkalýðs- hreyfingunni opið og þar er gott að koma, gestrisni og alúð hefur ávallt verið þar í fyrirrúmi. Trúlega hafa þar innan veggja verið teknar ýms- ar þær ákvarðanir, sem verkalýðs- félaginu hafa orðið til mestra heilla. Guðmundur Sigurðsson er fá- gætur maður í viðkynningu og dag- legri umgengni. Glaðværð hans, hjálpsemi og greiðvikni er við brugðið. Gæti ég sagt af því sögur til sannindamerkis ef þyrfti. Að lokum sendi ég og við hjónin bestu afmælisóskir og þökkum órofavináttu. Þórir Daníelsson. Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi kemur til greina Eg tel að nú sé kominn tínii til að skoða það í fullri alvöru hvort ekki sé rétt að sameina sveitarfélögin á norðanverðu nesinu í eitt sveitarfé- lag, einn kaupstað sagði Skúlj Alex- andersson alþingismaður í viðtali við Þjóðviljann fyrir skömmu en hann flytur ásamt öðrum þing- mönnum Vesturlands þingsálykt- unartillögu á alþingi um að Olafs- Nýr hæsta- réttardómari Forseti íslands hefur, að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Guðmund Jónsson, borgardómara og settan hæstaréttardómara, í embætti dómara í Hæstarétti ís- lands frá 1. janúar 1983 að telja. vík fái kaupstaðarréttindi. Skúli sagði að í sjálfu sér væri ekki ntikil breyting fólgin í því að Ólafsvík yrði kaupstaður. íbúar Ól- afsfjarðar fá bæjarfógeta, í stað þess að sækja til sýslumannsemb- ættisins í Stykkishólmi. Þetta gildir ekki fyrir nágrannabyggðarlögin, nema lagabreyting komi til. - Mikið jafnræði er nú með þess- um byggðarlögum í félagslegu og atvinnulegu tilliti. Og með lagn- ingu vegar fyrir Enni tengjast þau enn betur saman en áður. - I ljósi alls þessa tel ég að kom- inn sé tími til að kanna í alvöru hvort ekki væri rétt að sveitarfé- lögin í eina kaupstað. Þessi sveitarfélög eru Neshreppur, Ól- afsvík, Fróðaárhreppur og Breiðu- víkurhreppur. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.