Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.12.1982, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 30. desember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285, ljósmyndir81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í atgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru bTaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Verðlaun úr sjóði Ásu Wright í gær var úthlutað heiðurs- verðlaunum úr verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright, en þeim er jafnan úthlutað einu sinni á ári. Verðlaunin hlaut að þessu sinni dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Sturla Friðriksson afhenti verðlaunin fyrir hönd stjórnar sjóðsins og tók fram, að Jónas hefði orðið fyrir valinu vegna starfa sinna, og fyrir að ganga fremstur í flokki þeirra, sem starfa að varðveislu handrit- anna og hins forna menningar- arfs okkar íslendinga. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar segir upp 200 manns Óviðunandi ástand segir Hans Einarsson trúnaðarmaður hjá BÚH. Það hafa um 200 inanns lengið uppsagnarbréf frá Bæjarútgerð Hafnarljarðar nú fyrir hátíðarnar, þar af 150 í fiskvinnslunni og 50 undirmenn á togurunum, sagði Ilans Einarsson trúnaðarmaður starlsfólks í fiksvinnslu BÚH í við- tali við Þjóðviljann í gær. - Okkur finnst þaö hart að þetta fyrirtæki, sem stofnað var af bæjar- félaginu til þess að bæta atvinnu- ástandið skuli ganga á undan öðr- um með uppsagnir á fólki. Þetta er sjöunda uppsagnar- bréfið sem við fáum frá stjóm BÚH á árinu, og það geta allir séð, að þetta er óviðunandi ástand, sem skapar óöryggi og leiðinda and- rúmsloft á vinnustaðnum. Á starfsmannafélagið fulltrúa í útgerðarráði? Það á að heita svo að við höfum þar einn fulltrúa, sem er verkstjóri hér á staðnum. Hann hefur hins vegar sagst vera bundinn þagnar- eiði um það sem geristá útgerðar- ráðsfundum þannig að okkur finnst takmarkað gagn af honum. Ég get ekki sagt að nokkurt samráð hafi verið haft við starfsfólk um rekst- ursvanda fyrirtækisins, en okkur skilst að hann stafi fyrst og fremst af miklum viðgerðarkostnaði á tog- aranum Júní, sem hefur verið rek- inn með stórtapi. Hvað tekur við ef fyrirtækið opnar ekki aftur eftir áramótin? -Það er engin von til þess að svona stór hópur fái vinnu við ann- að á þessum tíma, svo ég reikna! með að flestir fari á atvinnuleysis- bætur. —ólg. Þrýstingsaðgerðir gegn stjórnvöldum segir Jónas r=j- Jósteinsson háseti á togaranum Maí Þrír togarar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Apríl, Maí og Júní, liggja nú bundnir við togarabryggj- una. Við fórum um borð í togarann Maí og hittum fyrir Jónas Jósteins- son háseta þar sem hann var að hella upp á könnuna frammi í lúkar. -Okkur var tilkynnt um upp- sögninanúna í síðastatúrnum fyrir jól. Við höfum ekki nema viku uppsagnarfrest og fáum þessa viku ekki einu sinni borgaða. Það má segja aö við búum við algjört ör- yggisleysi í þessu starfi, sem sést best á því að þetta er í þriðja skipti sem við erum stopp á árinu. Okkur finnst þetta furðulegar aðfarir af þessu fyrirtæki, sem er stofnað til þess að bæta atvinnuöryggið í bænum. Hver er skýringin á slæmri stöðu fyrirtækisins? -Ég er ekki beint í aðstöðu til að dæma um það. Við sjómenn eigum engan fuiltrúa í útgerðarráði, en ég veit ekki betur en að útgerðin hafi gengið vel i haust. Viö höfum verið á karfa hér við suðvesturhornið og fiskað ágætlegn og ekki ver en aðrir. Við viturn aö vísu að viðgerðarkostnaður á Júní hefur verið mikill, og svo eru sögusagnir á kreiki um óstjórn á fyrirtækinu. Annars er ég að ímynda mér að þetta séu þrýstingsaðgerðir af fyrir- tækisins hálfu. Það er aö þrýsta á bæjaryfirvöld og stjórnvöld um aukna fyrirgreiðslu. Þetta er ódrýgsti tíminn í fiskiríi á árinu og þeir eru nú að yfirfara vélar og ann- að, og togararnir eiga að vera til- búnir til að fara á veiðar með þriggja daga fyrirvara. Ég spái því að við verðunr komnir út aftur þeg- ar vika er liðin af janúar. -ólg. Fjárhagsáætlun borgarinnar 1983: Lokað með stór- felldum lántökum segir Sigurjón Pétursson „Það er fullkomlega óeðlilegt að á sama tíma og fjárhagsáætlun er lokað með stórfelldum lán- tökum, eru fasteigna- skattar lækkaðir um 30 miljónir króna sem kemur fyrst og fremst stóreigna- mönnum til góða“, sagði Sigurjón Pétursson m.a. í útvarpsþætti í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1983 var til umræðu. Sigurjón benti á að á næsta ári ætlaði borgin að taka 111 miljónir króna að láni, 53,7 miljónir frá væntanlegum lóðarhöíum í Graf- arvogslandi og 57,3 miljónum frá lánastofnunum. Hér er um 61,3% hækkun frá lántökuáætiun þessa árs að ræða, en þá var áætlað aö taka lán að upphæð 80 miljónir króna. Lán að upphæð 26 miljónir. sem ætlað var til bygginga leiguí- búða var hins vegar aldrei tekið, þannig að hér í raun um miklu meiri mun að ræða. Davíð Oddsson borgarstjóri taldi þennan samanburð alrangan og neitaði að viðurkenna að 53,7 miljónirnar, sem sækja á til lóðar- hafa, væri lán. Hann fullyrti að lán- tökur væru í raun áætlaðar minniá næsta ári en 1982, því einungis stæði til að taka 57 miljónir króna í lán á móti 80 á þessu ári. Þá benti hann á að á næsta ári ætti að verja 80 miljónum í afborganir af lánum, sem einungis hefðu verið 25 milj- ónir á þessu ári. Sigurjón sagði að hér væri um að ræða fé frá væntanlegum hús- byggjendum, sem yrði varið á næsta ári af tekjum, sem með eðlilegu móti ættu ekki að koma inn fyrr en eftir 1,2 eða 3 ár, er menn fengju lóðirnar. „Auðvitað er hér um lán- töku að ræða“, sagði Sigurjón, „hvernig svo sem menn reyna að pakka því inn í skrautpappír og fela í fjárhagsáætlun.“ Sigurjón mótmælti einnig þeim aðdróttunum sem hann sagði felast í orðurn Davíðs um afborganir lána. „Hér er verið að gefa í skyn að um 80 miljón króna skuldaarf sé að ræða frá fyrrverandi meiri- hluta“, sagði hann. „Það er al- rangt.“ Stærsti hluti þessarar fjár- hæðar væru lán, sem Davíð Odds- son hefði tekið eftir mitt þetta ár. Þetta væri einfaldlega tilfærsla fjár- muna hjá núverandi borgarstjóra og meirihluta hans. ÁJ g/// m rugla'pigU Þótt sýrði rjóminn standi fylli- lega undir nafni er hann alls ekki jafn fitandi og þú heldur. Tökum dœmi: í 100 g af sýrðum rjóma eru 195 hitaeiningar, í venjulegum rjóma 345 og í sömu þyngd afmajones eru 770 hitaein- ingar. Taktu nú eftir. Efþú notarsýrð- an rjóma í salöt, sósur eða ídýfur, getur þú haft til viðmiðunar að í hverri matskeið af sýrðum rjóma eru aðeins 29 hitaeiningar. Nú hefur sýrði rjóminn verið endurbœttur. Hann er þykkari en áður, þótt hitaeiningafjöldinn sé sá sami. Á dósunum er nýtt og hentugra lok sem einnig má nota á skyrdósimar. Með því að þrýsta létt ofan á miðju loksins fellurþað allur þar sem hann er séður. alveg að. Já sýrði rjóminn er ekki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.